Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 15 GÓÐ Ofnæmisprófað 100% ilmefnalaust. w w w .c lin iq ue .c om Kaupauki! 5 hlutir í tösku! Ef þú kaupir 2 hluti frá CLINIQUE þá er þessi gjöf til þín.* • Dramatically Different Moisturizing Lotion 15 ml • Anti-gravity Firming Lift Cream 7 ml • Naturally Gentle Eye Makeup Remover 30 ml • Aromatics Elixir 7 ml • Varalitur GJÖF Kynningar: Fimmtud. 14. nóv. Lyf & heilsa Melhaga, kl. 14-17. Föstud. 15. nóv. Lyf & heilsa Austurveri, kl. 14-17. Laugard. 16. nóv. Lyf & heilsa Kringlunni, kl. 13-16. Tilboð gildir einnig í Lyf & heilsu Glerártorgi, Akureyri, Lyf & heilsu Mjódd, Lyf & heilsu Austurstræti, Lyf & heilsu Selfossi. Sterkur B-Complex FRÁ FRÍHÖFNIN Öflugur og öruggur A llta f ó d ýrir H á g æ ð a f ra m le ið sl a -fyrir útlitið 14.00-15.00 Alla virka daga kl. 14-15 tekur Ingvi Hrafn málin föstum tökum. Útkoman eru beinskeyttar og litríkar fréttaskýringar á mannamáli. Þú þarft að hlusta! Hrafnaþing Ingvi Hrafn Jónsson gangi dómurinn yfir þeim gegn stjórnarskrá landsins. „Það hefur aldrei gerst að Nígeríumaður hafi verið grýttur til dauða og við mun- um aldrei leyfa að slíkt gerist,“ sagði Dubem Onyia, aðstoðarutan- ríkisráðherra Nígeríu, er hann tók á móti fegurðardrottningunum á mánudag. Lawal sagðist ekkert hafa heyrt um loforð stjórnvalda til aðstand- enda Miss World-keppninnar þess efnis að ekki yrði af því að hún yrði grýtt til dauða. Hún kvaðst einfald- lega fela örlög sín í hendur Guði. AMINA Lawal, einstæð móðir sem nígerískur dómstóll hefur úr- skurðað að skuli grýtt til dauða, þakkaði feg- urðardrottningum heimsins á þriðjudag fyrir þann stuðning sem þær hefðu sýnt henni, en bað þær jafn- framt um að hunsa ekki Miss World- keppnina sem fram á að fara í Nígeríu 7. des- ember nk. Amina ræddi við fréttamenn á þriðjudag og á myndinni sést hún ásamt barni sínu, Was- ila. Stór hópur fegurð- ardrottninga hafði til- kynnt að þær hygðust ekki mæta til keppn- innar en með því vildu þær mótmæla dómnum yfir Lawal. Lawal er 31 árs gömul og fráskilin og felldi íslamskur dómstóll í Nígeríu dauðadóm yfir henni fyrir að hafa eignast sitt þriðja barn utan hjóna- bands. Á mánudag tóku fegurðardrottn- ingar hins vegar að mæta til keppn- innar og eru meira en áttatíu komn- ar á staðinn. Þykir það benda til að skipuleggjendur keppninnar þurfi ekki að óttast að hún fari út um þúf- ur. Háttsettir embættismenn í Níger- íu hafa fullvissað fegurðardrottn- ingarnar um að áfrýjanir Lawal og tveggja annarra, sem eins háttar um, muni hafa tilætluð áhrif, enda Þakkar fegurð- ardrottningum Abuja. AFP. AP ÍRÖSK stjórnvöld hafa tilkynnt Sameinuðu þjóðunum (SÞ) að þau fallist á að hlíta nýrri ályktun örygg- isráðs samtak- anna um vopna- eftirlit í landinu. Sendiherra Íraks hjá Sameinuðu þjóðunum, Mo- hammed al- Douri, afhenti skrifstofu Kofis Annans, fram- kvæmdastjóra SÞ, bréf um þetta undir kvöld í gær. „Í bréfinu segir að Írak muni fást við ályktun öryggisráðsins númer 1441, þrátt fyrir vont innihald henn- ar,“ sagði al-Douri. „Við erum reiðu- búnir að taka á móti vopnaeftirlits- mönnunum samkvæmt þeirri tímaáætlun sem gert er ráð fyrir [í ályktuninni],“ sagði hann. „Við hlökkum til að sjá þá sinna skyldu- störfum sínum í samræmi við al- þjóðalög eins fljótt og kostur er.“ Í bréfinu ítrekar stjórnin í Bagdad að hún ráði ekki yfir neinum gereyð- ingarvopnum, að sögn al-Douris. „Við útskýrum í bréfinu afstöðu Íraks í heild sinni, þar á meðal að Írak eigi engin og vilji ekki eignast nein gereyðingarvopn, svo að við höfum engu að kvíða þegar eftirlits- mennirnir snúa aftur,“ sagði hann. Annan hafði á þriðjudag vísað á bug sem markleysu atkvæðagreiðslu á íraska þinginu sem fram fór þann dag um ályktun þar sem ályktun ör- yggisráðsins er fordæmd. Nýja SÞ-ályktunin var samþykkt einróma í öryggisráðinu sl. föstudag og Írökum var gefinn viku frestur til að fallast á hana eða sæta frekari þvingunum ella. Eftir að bréf Íraka barst í gær virtust áform um að vopnaeftirlitsmenn SÞ haldi til Bagdad strax á mánudag geta geng- ið eftir. Fjögur ár eru nú síðan þeir fóru þaðan. Það vakti athygli vestrænna fréttamanna í Bagdad í gær að þar- lendir fjölmiðlar minntust í fyrstu ekki orði á það sem sendiherra landsins hjá SÞ tilkynnti frétta- mönnum í New York. Á sama tíma og alþjóðlega fréttasjónvarpsstöðin CNN sendi út ávarp al-Douris beint sýndi íraska ríkisstjónvarpsstöðin heimildamynd um ferðamannastaði í Írak. Jafnvel eftir að bréfið frá Íraksstjórn hafði verið afhent í höf- uðstöðvum SÞ hélt íraska sjónvarpið áfram að senda út samantekt á því sem þingið í Bagdad ákvað daginn áður, um að fela það í hendur Sadd- ams Husseins forseta að taka ákvörðun um það hvort hlíta skyldi ályktun öryggisráðsins. Tveimur tímum eftir að bréfið var afhent í New York tjáði síðan Saddam þjóð sinni í sjónvarpsávarpi að stjórnin hefði fallizt á álykunina „til þess að sýna umheiminum að við eigum eng- in gereyðingarvopn“. Vopnaeftirlitsmenn líklega til Íraks strax eftir helgi Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. AP. Mohammed A. al-Douri AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.