Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR umræða hefur verið á undanförnum misserum um fram- tíðarskipan raforkumála en iðnað- arráðherra hefur haft það að markmiði að Íslendingar uppfylli sem fyrst tilskipun Evrópusam- bandsins um raforkumál. Þessi til- skipun kveður á um skiptingu raf- orkumarkaðarins í framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu á raf- orku. Stefnt er að því að sam- keppni ríki í framleiðslu og sölu á meðan flutningur og dreifing er einokunarstarfsemi sem um gilda strangar verðlagshömlur. Tilskipun Evrópusambandsins Vert er að rifja upp tilurð þess- arar tilskipunar Evrópusambands- ins. Allt fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar einkenndist raforku- markaðurinn í Evrópu af nánast afmörkuðum raforkukerfum í sér- hverju aðildarlandanna. Löndin voru annaðhvort ótengd eða illa tengd sem þýddi að veruleg um- framafkastageta var í hverju landi um sig til þess að mæta öryggis- sjónarmiðum. Það var m.ö.o. veru- leg umframorkugeta á meginlandi Evrópu. Það var skoðun Evrópusam- bandsins að með því að bæta flutn- ingsgetu og markaðsvæða raforku- markaðinn mætti bæta framleiðni raforkukerfisins í heild. Þetta tókst sem sjá má af því að verð lækkaði þrátt fyrir aukna eftir- spurn sem skýrist af því að verið var að vinna á fyrrgreindri um- framgetu. Einstaka stórfyrirtækj- um var skipt upp en algengara var að samkeppnin næði yfir landa- mæri. Þannig hefur franska rík- isfyrirtækið EDF verið í verulegri útrás á Evrópumarkaði sem og hið sænska Vattenfall sem er að fullu í eigu sænska ríkisins. Þróunin sýnir að víða hefur orkuverðið hækkað og þá oft langt umfram það verð sem gilti við breytinguna. Þetta á ekki hvað síst við orkuverð til heimila. Í nokkr- um löndum hefur þjónusta orku- fyrirtækjanna einnig versnað. Tilskipunin og íslenskar aðstæður Það er ekkert í tilskipuninni sem kveður á um að stofna þurfi sérstakt fyrirtæki um meginflutn- ingskerfi landsmanna með tilheyr- andi kostnaði. Nægilegt er að til komi bókhaldslegur aðskilnaður. Einnig á tilskipun Evrópusam- bandsins aðeins að litlu leyti við um íslenskar aðstæður. Ber þar hæst smæð raforkumarkaðarins og skort á tengingu við hinn innri markað. Íslenska raforkukerfið er ekki tengt við kerfið á meginlandi Evr- ópu og litlar líkur eru á slíkri tengingu í náinni framtíð. Um- framgeta í kerfinu er nánast engin og einungis um 35% af raforku- framleiðslunni fer á almennan markað á meðan 65% eru seld til stóriðju. Þetta þýðir m.ö.o. að á hinum smáa íslenska markaði á „samkeppni“ aðeins við um lítinn hluta markaðarins þar sem lang- tímasamningar við stóriðjuverin eru ekki innifaldir í markaðnum. Þá er raforkuverð hérlendis með því lægsta sem gerist á Evrópska efnahagssvæðinu. Kostnaður eykst – orkuverð hækkar Það er ljóst að verð hérlendis mun ekki lækka vegna vannýttrar framleiðslugetu. Lagabreytingin mun hafa í för með sér verulegt eftirlitskerfi umfram það sem fyrir er og það kerfi mun þurfa að fjár- magna í gegnum orkuverð eða með skattfé. Erlendir fræðimenn hafa haldið því fram að það þurfi á bilinu 500 þús. til eina milljón kaupenda (húsnæðis) til þess að markaður verði virkur. Það er ljóst að þessu er ekki til að dreifa í okkar 300 þús. manna samfélagi. Það má segja að ákveðin fyrirtæki hafi drottnandi markaðsstöðu á hvor- um enda orkukeðjunnar. Lands- virkjun framleiðir um 85% af raf- orkunni í landinu og Orkuveita Reykjavíkur hefur um 100% mark- aðshlutdeild á langstærsta mark- aði landsins. Ef einhver von á að vera um virka samkeppni þarf að skipta þessum fyrirtækjum upp. Hag- kvæmni stærðarinnar er ekki næg í þessum fyrirtækjum í dag enda eru þau bæði smá á alþjóðlegan mælikvarða. Ef til skiptingar kæmi myndi það auka enn á rekstrarkostnað fyrirtækjanna, fjármagnskostnaður þeirra myndi hækka og raforkuverð í kjölfarið. Að ofansögðu má sjá að það er fátt sem bendir til þess að frum- varp til orkulaga, sem byggist á tilskipunum Evrópusambandsins, verði til þess að lækka raforkuverð til heimila og fyrirtækja á Íslandi. Þvert á móti mun það hafa áhrif til hækkunar og rýra þannig lífskjör og samkeppnishæfni íslensks iðn- aðar. Enn er tækifæri til að koma því þannig fyrir að væntanlegar lagabreytingar hafi sem minnst áhrif á raforkuiðnaðinn, sem hefur um langt skeið séð landsmönnum öllum fyrir rafmagni á góðu verði. Óraunhæfar væntingar Allar fullyrðingar um að virk samkeppni íslenskra orkufyrir- tækja muni lækka verð til notenda eru óraunhæfar. Ekki hefur verið sýnt fram á forsendur þess í frum- varpinu. Þó er eitt aðalmarkmið frumvarps til nýrra raforkulaga að tryggja hagsmuni neytenda. Verði frumvarpið óbreytt að lög- um má segja að raforkumál Ís- lendinga séu komin á villigötur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir orkufyrirtæki og notendur. Raforkumál á villigötum Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson „Allar full- yrðingar um að virk sam- keppni ís- lenskra orkufyrirtækja muni lækka verð til notenda eru óraunhæfar.“ Höfundur er borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. ER staða íslenskunnar nógu traust þegar horft er til framtíðar í heimi sem breytist hraðar en nokkru sinni fyrr? Hvað þyrfti að gera og hvað væri hægt að gera til að treysta íslensku enn frekar í sessi á Íslandi og í samskiptum okk- ar við umheiminn? Svarið við þessu er eflaust margþætt og mismunandi eftir því hvaða svið þjóðlífsins á í hlut. Auðvitað byggist árangur í ís- lenskri málpólitík á því að almenn- ingur í landinu hafi áfram áhuga á að nota íslensku, þyki vænt um hana og finnist hagfelldara að nota hana en önnur mál. Málstefna án stuðn- ings þorra landsmanna er ekki pappírsins virði. Enginn lagabók- stafur getur gert sama gagn og sá áhugi á málinu sem almennur er hér á landi. Samt sem áður ætla ég hér að vekja máls á einum þætti í efl- ingu og styrkingu íslenskunnar þar sem löggjöf gæti þrátt fyrir allt haft hlutverki að gegna. Hér er átt við lög og reglur um íslensku sem þjóð- tungu eða ríkismál. Er staða íslenskrar tungu sem eina opinbera tungumálsins á Ís- landi nægilega tryggð með núgild- andi lögum og reglum í landinu? Getur hugsast að Alþingi ætti að lögfesta með einhverjum hætti eða binda í stjórnarskrá að íslenska sé ríkismálið og öll stjórnsýsla og sam- skipti stjórnvalda við borgara skuli við venjulegar aðstæður fara fram á því máli? Stjórnmálamenn geta svarað því hvort til þessa væri pólitískur vilji og lögfræðingar mega velta vöngum yfir kostum þessa og annmörkum. Þór Vilhjálmsson, dómari við EFTA-dómstólinn og fv. hæstarétt- ardómari, víkur m.a. að þessu efni í fræðigrein um réttarreglur um ís- lenska tungu í Líndælu, afmælisriti Sigurðar Líndals, 2001. Þór bendir á að þjóðtungan sé ekki nefnd í stjórnarskránni og það sé fremur sjaldgæft að gera í okkar heims- hluta. Það sé þó m.a. gert í Finn- landi, Frakklandi og Austurríki. Í finnsku stjórnarskránni segir t.a.m. að þjóðtungur Finnlands séu finnska og sænska. (Þetta er stund- um rifjað upp í málstefnuumræðum í Svíþjóð og bent á að sænska hafi að vissu leyti traustari lagagrund- völl sem opinbert mál í Finnlandi en hún nýtur í Svíþjóð!) Þór Vilhjálmsson fer í grein sinni yfir venjur og lagareglur um ís- lenska tungu og kemst að þeirri nið- urstöðu að enda þótt heimilt sé að nota erlend tungumál á vegum hins opinbera á Íslandi ef sérstaklega stendur á þá verði eigi að síður að skýra venjur og lagareglur um notkun og eflingu íslensku „á þann veg að það sé meginregla í íslensk- um rétti að nota skuli íslensku í op- inberri sýslu.“ Ég leyfi mér að vitna enn í grein Þórs: „Spyrja má, hvort sú venjuregla, að stjórnsýslan skuli starfa á íslensku, sé stjórnskipunar- venja. Undantekningar eru svo margar, að það er vafasamt, en þó má telja, að takmarkanir séu á hve langt má ganga með lögum.“ Það væri áhugavert að heyra sjónarmið stjórnmálamanna og ann- arra í samfélaginu, þá ekki síst lög- lærðra manna, um hvort þeir telji þörf á að verja stöðu íslensku sem opinbers máls á Íslandi enn frekar en nú er með lagasetningu eða jafn- vel stjórnarskrárbreytingu – hvort það er yfirleitt æskilegt eða fram- kvæmanlegt og þá hvernig fara mætti að við það. Hér væri vita- skuld ekki um það að ræða að setja slík lög um málnotkun í borgaralegu lífi (sem stangaðist á við tjáning- arfrelsi og friðhelgi einkalífs) heldur hugsanlega almenn ákvæði um þá meginreglu að nota skuli íslensku á vegum opinberra aðila og í sam- skiptum við þá. Væntanlega þyrfti sérstök ákvæði til að tryggja rétt t.a.m. heyrnarlausra og útlendinga. Vera má að mörgum þyki þessar vangaveltur með öllu óþarfar vegna sterkrar stöðu íslensku á flestum sviðum í landinu núna. Ég bið menn þó að staldra aðeins við og hugleiða þetta. Gæti það hugsanlega auðveld- að íslenskum stjórnvöldum, fyrir- tækjum og einstaklingum að standa á rétti sínum til þess að nota ís- lensku á margvíslegum sviðum ef lagaákvæði um stöðu íslensku sem eina opinbera málsins á Íslandi væru enn skýrari en þau eru nú? Ís- lendingar eiga í geysifjölbreyttum samskiptum við erlend ríki og fyr- irtæki og Ísland er aðili að mörgum alþjóðlegum samtökum. Myndu ís- lensk stjórnvöld t.d. standa fast á þeirri kröfu að íslenska yrði eitt af tungumálum ESB við hugsanlegar aðildarviðræður þannig að íslenskir stjórnmálamenn ættu heimtingu á að mega nota íslensku (og túlk á kostnað ESB) á fundum sambands- ins ef til aðildar kæmi? Stæðu ís- lensk stjórnvöld fast á því í hugs- anlegum viðræðum að íslenskir borgarar ættu rétt á að skrifa stofn- unum sambandsins á íslensku? Væri staða tungunnar tryggari í hugsan- legum viðræðum um slíkt ef íslensk lög kvæðu afdráttarlaust á um að ríkismál Íslands sé íslenska? Minnt er á dag íslenskrar tungu, 16. nóvember. Ríkismál Íslands Eftir Ara Pál Kristinsson Höfundur er forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar. „Ætti Al- þingi að lög- festa eða binda í stjórnarskrá að íslenska sé rík- ismálið?“ Í NÝLEGU viðtali sem útvarpað var í hádegisfréttum ríkisútvarps- ins sagði Rósa Erlingsdóttir, jafn- réttisfulltrúi Háskóla Íslands, að breyta þyrfti kennsluaðferðum í raungreinum til að greiða leið kvenna að raunvísindum. Orðrétt sagði hún í viðtalinu: ,,Við þurfum að opna raunvísindin meira fyrir hug- og félagsvísindum, […], ég held að það sé mjög mikilvægt og þar vísa ég í reynslu margra tækniháskóla í Evrópu sem að hafa farið út í sértækar aðgerðir í jafn- réttismálum.“ Enn fremur sagði hún að nauð- synlegt væri að draga úr þeim miklu stærðfræðikröfum sem gerð- ar eru á fyrsta og öðru námsárinu til þess að halda konum frekar í náminu, enda væru sumar konur hræddar við stærðfræði! Óhætt er að segja að þessi um- mæli jafnréttisfulltrúans hafi vakið hörð viðbrögð í verkfræðideild. Margt af því sem kemur fram í við- talinu er varla svara vert en þar sem um jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslands er að ræða, getum við ekki orða bundist. Í fyrsta lagi sýnir það lítinn skilning á raunvísindum að halda að unnt sé að draga úr kröf- um um stærðfræðikunnáttu í raun- vísindanámi, þar sem stærðfræði- þekking er undirstaða raunvísinda. Í öðru lagi virðist jafnréttisfulltrú- inn vera orðinn málsvari gamal- dags og úreltra kenninga um að kvenfólk hafi takmarkaða getu til þess að læra stærðfræði. Með mál- flutningi sínum er jafnréttisfulltrú- inn beinlínis að gera lítið úr konum í raunvísindum. Þó að hæfileikar fólks liggi á mismunandi sviðum er ekki einsýnt að þessir hæfileikar séu bundnir við kynin, enda varla hægt að halda því fram að karlar séu betri en konur í stærðfræði eða öfugt. Með því að gefa í skyn að breyta þurfi áherslum í raunvísindum til að halda konum við efnið er jafnrétt- isfulltrúinn beinlínis að halda því fram að hæfileikar séu kynbundnir. Því eigum við erfitt með að kyngja. Verið getur að konur hafi minni áhuga á raunvísindum en karlar en ef svo er væri miklu nær að reyna að auka áhuga kvenna á greininni í stað þess að laga greinina að áhugasviði þeirra. Við viljum ekki gera lítið úr því göfuga markmiði jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslands að jafna kynja- hlutföll í verkfræðideild enda eru konur í minnihluta í greininni. En tilgangurinn helgar ekki alltaf með- alið og í þessu tilviki beitir jafnrétt- isfulltrúinn meðali sem getur bein- línis verið skaðlegt. Það sem jafnréttisfulltrúinn leggur til kem- ur ekki einungis niður á greininni heldur gerir lítið úr þeim konum sem stunda nám í raunvísindum. Niðurstöður prófa í verkfræðideild sýna að konur eru ekki einungis líklegri til að ná prófunum heldur er ólíklegra að þær heltist úr lest- inni eða mæti ekki í próf. Einnig ber að hafa í huga að verkfræði- deild er eina deild Háskóla Íslands sem konur eru í minnihluta og í sjö af ellefu deildum skólans eru þær yfir 60% af nemendum, þar á meðal raunvísindadeild. Þrátt fyrir það hafa áherslur í jafnréttisumræðu Háskóla Íslands að miklu leyti snú- ist um að auka veg kvenna í verk- fræði sem gefur til kynna að jafn- rétti kynjanna skipti meira máli í þessari deild en öðrum deildum Háskóla Íslands. Verkfræðideild Háskóla Íslands gerir miklar kröfur til nemenda jafnt sem kennara. Nemendur deildarinnar eiga greiða leið í bestu háskóla heims og eru eftirsóttir starfskraftar hér heima sem er- lendis. Breytingar á verkfræðinámi eiga að vera á faglegum og vísinda- legum forsendum, ekki órökstudd- um getgátum um að stærðfræði- kunnátta sé kynbundin. Nám í verkfræði og flestum raunvísindum er þannig byggt upp að nemendur læra mikla stærðfræði fyrstu árin sem er sá grunnur sem seinni fræði byggja á. Stærðfræði skipar veiga- mikinn sess í náminu og ef færni og áhugi á stærðfræði er ekki til stað- ar á seinni námsstigum er erfitt að ná árangri. Vera má að jafnréttisfulltrúa Há- skóla Íslands gangi gott eitt til með málflutningi sínum og að hún haldi í raun og veru að það sé þess virði að minnka gæði verkfræðináms við Háskóla Íslands ef það tryggir að fleiri konur útskrifist úr faginu. Þrátt fyrir það verður að koma í veg fyrir orðróm um að stelpur geti ekki lært stærðfræði. Þær eiga heima í verkfræðinámi alveg eins og strákar og eiga jafnmikla mögu- leika á að standa sig vel. Þarf að taka tillit til kvenna í raunvísindum? Eftir Brynju Sigurðar- dóttur og Steinunni Völu Sigfúsdóttur „Skilgreina þarf upp á nýtt kennsluaðferðir í raungreinum ef efla á áhuga kvenna.“ Brynja er nemi í iðnaðarverkfræði og Steinunn nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði. Brynja Sigurðardóttir Steinunn Vala Sigfúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.