Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STEFANÍA Óskarsdóttir, stjórn-
málafræðingur, býður sig fram í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, 22. og 23.
nóvember nk. Stef-
anía býr yfir mikilli
reynslu og þekkingu
á stjórnmálum. Ung
að árum sýndi hún
strax mikinn áhuga
á stjórnmálum og
sat t.d. á menntaskólaárum sínum í
stjórn Heimdallar og síðar í Stúd-
entaráði HÍ fyrir Vöku. Eftir að hún
lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði
frá Purdue-háskóla í Bandaríkj-
unum hefur hún m.a. starfað sem há-
skólakennari í stjórnmálafræði. Enn
fremur hefur hún gegnt mörgum
ábyrgðarstörfum á vettvangi Sjálf-
stæðisflokksins og stýrt verkefnum
fyrir ráðherra flokksins. Stefanía er
heiðarleg og öflug í því sem hún tek-
ur sér fyrir hendur. Ég hef þekkt
hana í rúm 20 ár og get fullyrt að
Stefanía mun leggja hart að sér til
að vinna þjóð og landi gagn á Al-
þingi. Ég mæli eindregið með því að
kjósendur greiði Stefaníu atkvæði í
prófkjörinu og setji hana ofarlega á
listann.
Stefaníu
Óskarsdóttur í
öruggt sæti
Benedikt H. Alfonsson, skólastjóri
Siglingaskólans, skrifar:
BIRGIR Ármannsson hefur boðið
sig fram til prófkjörs Sjálfstæð-
isflokksins sem fram fer á næstunni.
Birgir er með yngri
frambjóðendum
flokksins. Þrátt fyrir
ungan aldur býr
hann yfir mikilli
reynslu sem mun
vafalaust nýtast hon-
um vel sem málsvara
komandi kynslóðar á Alþingi.
Má sem dæmi nefna að hann hef-
ur alla tíð valist til ábyrgðarstarfa
innan flokksins, hvort sem er í röð-
um ungra sjálfstæðismanna eða
flokksins alls. Birgir hefur til að
mynda verið kjörinn til setu í mið-
stjórn flokksins á mörgum síðustu
landsfundum.
Þeir sem til hans þekkja og hafa
fylgst með þátttöku hans í þjóðmála-
umræðunni vita að Birgir verður
vafalaust kraftmikill þingmaður með
skynsemi og rökvísi að leiðarljósi.
Það er Sjálfstæðisflokknum mikill
fengur að Birgir skuli hafa tekið
ákvörðun um að bjóða fram krafta
sína á næsta kjörtímabili. Það er því
nauðsynlegt að hann fái gott braut-
argengi í komandi prófkjöri flokks-
ins í Reykjavík. Veljum Birgi Ár-
mannsson í sjötta sæti listans.
Kjósum Birgi í
sjötta sætið!
Guðrún Jónsdóttir kennari skrifar:
STEFANÍA Óskarsdóttir er í
framboði í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík, 22. og 23.
nóvember. Stefanía
er talsmaður frelsis í
viðskiptum og hún
hefur lagt áherslu á
mikilvægi öflugrar
samkeppni. Stefanía
býður fram krafta
sína í þágu framsæk-
innar uppbyggingar íslensks þjóð-
félags. Hún gerir sér grein fyrir að
efnahagsleg framþróun Íslands er
ekki síst háð áframhaldandi upp-
byggingu íslenska menntakerfisins
og kröftugri innlendri rannsóknar-
og þróunarstarfsemi. Þessu er ég
innilega sammála. Ég er einnig
þeirrar skoðunar að við þurfum öfl-
ugt fólk eins og Stefaníu á þing til að
fylgja þessum málum eftir. Því er
mikilvægt að hún fái góða kosningu í
prófkjörinu.
Styðjum Stefaníu
Kjartan Benediktsson
verkfræðingur skrifar:
Prófkjör
Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði
nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram-
bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir
liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is.
SAMFYLKINGIN gerði póli-
tískum andstæðingum á hægri
væng stjórnmálanna mikinn greiða
um helgina þegar hún hafnaði í
prófkjörum flokksins einu fram-
bjóðendunum, sem gætu haft ein-
hverja skírskotun til hægri. Ótrú-
legt var að fylgjast með úrslitunum
þar sem fulltrúar gamaldags
vinstri viðhorfa röðuðu sér í öll
efstu sætin bæði í Reykjavík og í
Suðvesturkjördæmi. Þeir fram-
bjóðendur sem helst hafa reynt að
höfða til þeirra sem talist geta
hægri kratar eða markaðssinnaðir
jafnaðarmenn lentu í áttunda og tí-
unda sæti í Reykjavík.
Í Suðvesturkjördæmi reyndi
einn frambjóðandi að ná til þeirra
sem skilja að velferðarkerfið lifir
ekki án öflugs atvinnulífs en hann
lenti einnig í sæti sem engar líkur
eru til að verði þingsæti. Í því kjör-
dæmi endurheimti Guðmundur
Árni Stefánsson, annar helsti leið-
togi vinstri krata, leiðtogasætið.
Sigurvegari prófkjörsins í
Reykjavík er tvímælalaust Jó-
hanna Sigurðardóttir sem er ótví-
rætt helsti leiðtogi vinstri krata í
Samfylkingunni. Formaður Sam-
fylkingarinnar, sem gaf einn kost á
sér í fyrsta sætið, fékk hins vegar
þannig útkomu – aðeins 55% – að
hann stendur enn veikari eftir.
Spyrja má hvort ein af ástæðum
þess að formaðurinn fær þess hátt-
ar útreið sé sú að hann hefur reynt
að draga úr áhrifum þeirra sem
standa lengst til vinstri í flokknum
og hefur talað á þann veg að flokk-
urinn geti einnig verið valkostur
fyrir þá kjósendur sem vilja öflugt
atvinnulíf. Þessu hafa flokksmenn
nú hafnað með eftirminnilegum
hætti og það sem eftir stendur er
að Samfylkingin hefur ákveðið að
keppa eingöngu um fylgi við
Vinstri græna.
Það er ekki síst umhugsunarefni
fyrir kjósendur að nú eru einu aug-
ljósu ráðherraefni flokksins, kæm-
ist hann í ríkisstjórn, þau Össur
Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurð-
ardóttir og Guðmundur Árni Stef-
ánsson. Síðast þegar þetta fólk sat
í ríkisstjórn tókst hvorki að ná
fram einkavæðingu ríkisbankanna
né nauðsynlegri lækkun skatta og
þessir stjórnmálamenn hafa allar
götur síðan barist gegn hvoru
tveggja.
Ljóst er að þrátt fyrir allt talið
um nútímalega jafnaðarmennsku,
markaðsbúskap og hina svokölluðu
þriðju leið kýs hefur Samfylking-
arfólk nú um helgina ákveðið að
heyja næstu kosningabaráttu með
gamaldags vinstri viðhorf að vopni.
Samfylking
um sósíalisma
Eftir Birgi
Ármannsson
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs og
sækist eftir 6. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
„Samfylk-
ingin hefur
ákveðið að
keppa ein-
göngu um
fylgi við Vinstri græna.“
AÐ UNDANFÖRNU hefur um-
ræðan um Evrópusambandsaðild
farið vaxandi og er það vel. EES-
samningurinn á skammt eftir ólifað
og endurnýjun mun byggjast ann-
ars vegar á endurnýjun aðildar
með Noreg, Sviss og Liechtenstein
innanborðs eða – sem alls ekki er
óraunhæft – að búast við að Ísland
standi eitt eftir og reyni tvíhliða
samninga við Evrópusambandið.
Áhrif smárra ríkja
Erfitt er að gera góðan sam-
anburð á þróun í Evrópu, þar sem
spilin í upphafi síðasta áratugar
voru ójöfn. Annars vegar voru ríki
innan ESB sem höfðu haft frelsi til
efnahagslegra aðgerða og athafna í
áratugi og hins vegar ríki sem
höfðu lotið ströngum leikreglum
úreltrar kommúnistískrar hug-
myndafræði. Þróunin varð mun
hraðari en nokkurn óraði fyrir.
Órofa samstaða innan Evrópu var
lykilatriðið.
Sem íslenskur þingmaður á þingi
Evrópuráðsins fólst starfið í að
stuðla að því að tryggja lýðræð-
islega uppbyggingu nýfrjálsra
ríkja. Uppbygging á nýjum innri
reglum þjóðríkjanna var forsenda
þess að ríkin nytu jafnræðis í evr-
ópsku samfélagi. Þetta var helsta
verkefnið – og í náinni samvinnu
við ríki ESB.
Áhrif lítilla þjóða á alþjóðavett-
vangi eru oft dregin í efa. Þetta er
ekki rétt. Reynsla mín er, að ef
hver einstakur þingmaður, t.d. inn-
an Evrópuráðs 44 ríkja, beitir sér í
málum sem hann hefur áhuga á,
geta áhrifin orðið jafnmikil og áhrif
heilla landsdeilda stórríkja. Áhrifin
fara fyrst og fremst eftir vinnu-
brögðum þingmannsins. Árangur
íslenskra þingmanna á alþjóðavett-
vangi sýnir þetta.
Jákvæð reynsla af EES
Það var mikil reynsla að taka
þátt í umfjöllum um EES. Árang-
urinn er ótvíræður. EES hefur
skilað Íslandi miklu og auðveldað
okkur að ganga inn í nútíma þjóð-
félag og auðveldað viðskipti, veitt
okkur tækifæri til að spreyta okk-
ur á evrópskum markaði, bæði með
vörur og mannauð. Við höfum kom-
ist inn í hringiðu athafna innan
Evrópu mun hraðar en ella. Við
þessar staðreyndir hafa ýmsir sett
punkt og ágæti EES eitt og sér
talið fullnægjandi.
Ég er ein þeirra sem fögnuðu
EES, hef talið hann góðan og gild-
an og skilað Íslandi jafnvel meiru
en búist var við. Hins vegar tel ég
nauðsynlegt að horfa til framtíðar,
hvert þróunin leiðir okkur, kosti og
galla. Umræðan þarf að vera for-
dómalaus, opinská og feimnislaus.
Framtíðar-
horfur EES
Eftir Láru Margréti
Ragnarsdóttur
Höfundur er alþingismaður.
„EES hefur
skilað Ís-
landi miklu
og auðveld-
að okkur að
ganga inn í nútímaþjóð-
félag…“
MIG langar að lýsa yfir stuðningi
við Stefaníu Óskarsdóttur, fráfar-
andi formann Hvatar, í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík. Stefanía
hefur á und-
anförnum árum ver-
ið öflugur talsmaður
jafnréttis og lagt
þeirri baráttu mikið
lið. Hún starfaði um
18 mánaða skeið sem verkefnisstjóri
í forsætisráðuneytinu við verkefnið
Konur og lýðræði, þ.e. frá því að ráð-
stefna þess efnis var haldin í
Reykjavík árið 1999 og fram á mitt
ár 2001. Stefanía var einnig formað-
ur jafnréttisnefndar Sjálfstæð-
isflokksins frá 1999 til 2001. Stefanía
Óskarsdóttir er stjórnmálafræð-
ingur og hefur stundað rannsóknir í
stjórnmálahagfræði jafnframt því að
starfa sem háskólakennari í grein-
inni. Hún er frjálslynd og er tals-
maður frelsis í viðskiptum. Stefanía
leggur einnig mikla áherslu á aðhald
og sparnað í rekstri ríkisins. Stef-
anía Óskarsdóttir er glæsilegur
fulltrúi ungra kvenna og mun sóma
sér mjög vel á Alþingi.
Tryggjum
Stefaníu góða
kosningu
Lísa Anne Libungan, nemandi í líffræði
við Háskóla Íslands, skrifar:
BIRGIR Ármannsson lögfræð-
ingur og aðstoðar-framkvæmdastjóri
Verzlunarráðsins er alinn upp í Sjálf-
stæðisflokknum.
Hann gegndi for-
mennsku í Heimdalli,
sat í stjórn SUS og
hefur, þrátt fyrir
ungan aldur, setið í
miðstjórn flokksins í
mörg ár, auk fjölda
annarra trúnaðarstarfa. Á náms-
árunum starfaði hann með lýðræð-
issinnum og sat í stúdentaráði HÍ.
Vestrænni varnarsamvinnu hefur
hann lagt lið með formennsku í Varð-
bergi. Birgir óskar eftir stuðningi í 6.
sæti á lista okkar sjálfstæðismanna í
komandi þingkosningum. Trúin á
frelsi, mannúð og víðsýni sjálfstæð-
isstefnunnar er veganesti hans inn á
þing ásamt heilindum og ríkri rétt-
lætiskennd. Birgir er baráttumaður
sem mun styrkja listann og stuðla að
glæstum sigri Sjálfstæðisflokksins á
vori komanda. Ég hvet ykkur ágætu
samherjar til þess að ljá þessum unga
frambjóðanda stuðning ykkar.
Heilindi og
baráttuandi
Andrés Andrésson, stjórnarmaður í Sam-
bandi ungra sjálfstæðismanna, skrifar:
FRAMSÓKNARMENN í NV-
kjördæmi munu kjósa sex efstu
frambjóðendur á
lista nk. laugard.
Margir efnilegir
frambjóðendur eru í
boði, átta karlar og
fimm konur. Það
gefur engin kona
kost á sér í fyrsta
sæti, því verður að leggja áherslu á
að konur skipi næstu sæti. Þær kon-
ur sem sækjast eftir efstu sætum
eru mjög frambærilegar, þær hafa
bæði mikla reynslu í stjórnmálum
og/eða eru ungar og eiga framtíðina
fyrir sér. Þessum konum hefur verið
treyst fyrir miklum ábyrgðarstöðum
hvort sem það eru trúnaðarstöður
innan flokksins eða í þeirra heima-
héruðum.
Það er mikilvægt að hvetja fólk til
að kjósa konur í efstu sæti til að
tryggja að bæði kynin fái sem jafn-
ast vægi á listanum, því mikilvægt er
að rödd kvenna heyrist á alþingi því
kynin eru jú ólík og hafa mismun-
andi sýn á þarfir þjóðfélagsins.
Með breyttri kjördæmaskipan lít-
ur út fyrir að hlutur kvenna verði
lakari í næstu alþingiskosningum.
Það er okkar að tryggja að svo verði
ekki. Ég vil því hvetja Framsókn-
arfólk til að kjósa konur.
Kjósum konur
Bryndís Bjarnarson, jafnréttisráðgjafi og
formaður jafnréttisnefndar Framsókn-
arflokksins, skrifar:
BIRGIR Ármannsson, sem nú
hefur boðið sig fram til setu á lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er
einn af þeim mönn-
um sem hvað best
er treystandi til að
taka sæti á Alþingi.
Birgir er frjáls-
lyndur maður í
besta skilningi þess
orðs og hefur mikla
reynslu á sviði þjóðmála. Í störfum
sínum hefur hann tekið þátt í efl-
ingu íslensks atvinnulífs og á vett-
vangi stjórnmálanna hefur hann
ávallt beitt sér fyrir auknu frelsi
einstaklingsins.
Birgir er einnig mikill áhuga-
maður um utanríkismál og var t.d.
formaður Varðbergs fyrir nokkrum
árum. Þó að margt hafi breyst í
heimsmálum á síðustu árum hafa
atburðir síðustu missera sýnt að
öryggi þjóðar er ekki sjálfsagður
hlutur. Að þeim málum þarf að
vinna af festu og til þess þurfa á
Alþingi að sitja menn sem hafa
áhuga og reynslu á því sviði. Birgir
er einn þessara manna. Þegar við
bætist að hann er traustur mál-
svari sjálfstæðisstefnunnar á öðr-
um sviðum leikur enginn vafi á því
að hann á erindi á þing. Veljum
Birgi Ármannsson í 6. sæti í kom-
andi prófkjöri.
Veljum Birgi
í 6. sæti
Már Másson viðskiptafræðingur skrifar:
Vönduð ryðfrí húsaskilti
Fjölbreytt myndaval
Pantið tímanlega
til jólagjafa
HÚSASKILTI
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Stretchbuxur kr. 2.90
Konubux r frá kr. 1.790
ragtir, kjólar,
blús ur og pils.
Ódýr nát fatna