Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                   Fyrir jólin bjóðum við upp á glæsilegt mini-hlaðborð Rjómalöguð súpa með nýbökuðu brauði, hangikjöt, ávaxtafyllt lambalæri, hamborgarhryggur, kalkúnn, villipate, hreindýrapate, kartöflusalat, hrásalat, rauðkál, grænar baunir, 4 tegundir af síld, sjávarrétta- gratín, sykurbrúnaðar kartöflur, fiskipate, tartarsósa, rauðvínssósa, sveppasósa og ýmislegt fleira sem og eftirréttir. Jólahlaðborð á aðeins 2.100 kr. (Munið að panta strax) Pantanasími 569 0098 eða hjá Siggu í síma 699 1070 Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá og með 28. nóvember KARL Bretaprins hefur fyr- irskipað rannsókn á ásökunum um siðleysi í konungshöllinni bresku í tengslum við réttarhöld yfir bryta Díönu prinsessu, sem nýlega fóru út um þúfur, og ásak- anir um að kon- ungsfjölskyldan hafi reynt að breiða yfir nauðg- un, sem einn af aðstoðarmönnum Karls á að hafa framið. Nú þegar er deilt um þessa ákvörðun Karls en einn af trún- aðarmönnum hans mun annast hana. Sir Michael Peat, sérlegur að- stoðarmaður Karls, tilkynnti um ákvörðun prinsins á þriðju- dag. „Ef einhver mistök hafa verið gerð þá vill Karl að við göngumst við þeim og reyn- um að kippa hlut- unum í lag,“ sagði hann. „Menn hafa komið á framfæri ákveðnum ábend- ingum og við munum ekki hunsa þær.“ Kvaðst Peat vonast til að geta flutt Karli skýrslu um rannsókn sína fyrir jól. Heitir því að fyllsta hlutleysis verði gætt Því hefur verið haldið fram í breskum fjölmiðlum að Elísabet Englandsdrottning hafi þrýst á son sinn að biðja um opinbera rannsókn á ásökunum um siðleysi þeirra, sem starfa hjá Karli. Slík rannsókn myndi vera alger ný- mæli í sögu bresku konungsfjöl- skyldunnar. Dennis Skinner, þingmaður breska Verkamannaflokksins, hefur þegar gagnrýnt skipun Peats. Benti hann á að Peat starfaði fyrir konungsfjölskyld- una, hefði hlotið riddaratign hjá drottningunni og ljóst væri að hann gengi erinda konungshall- arinnar. Peat hét því hins vegar að fyllsta hlutleysis yrði gætt og að engu yrði til spar- að til að fletta of- an af hugsanlegu misferli. Sagði Peat að enn væri hugsanlegt að fram færi opinber rannsókn en það væri stjórnvalda eða lögreglunnar að fyrirskipa hana. Rannsóknin mun m.a. snúast um at- burði sem urðu þess valdandi að réttarhöld yfir Paul Burrell, bryta Díönu prins- essu, fóru út um þúfur fyrir skömmu. Burrell hafði verið sak- aður um að stinga undan hundruðum muna úr eigu Díönu eftir að hún fórst í bílslysi í ágúst 1997. Endi var bund- inn á réttarhöldin þegar Elísabet Englandsdrottning greindi skyndilega frá því að Burrell hefði verið búinn að láta hana vita af því að hann hygðist halda nokkr- um muna Díönu. Fram kom í máli Peats að drottningin yrði ekki kölluð til vitnis í rannsókn hans, enda hefði hún þegar gert grein fyrir sínum þætti í málinu. Þá verða einnig rannsakaðar ásakanir George Smith, sem áður starfaði sem þjónn hjá konungs- fjölskyldunni, um að náinn sam- starfsmaður Karls hefði nauðgað honum árið 1989. Hefur Smith sakað Karl um að hafa reynt að hylma yfir málið. Karl lætur rannsaka ásak- anir um siðleysi London. AFP. Paul Burrell Karl Bretaprins HJARTAÁFALLIÐ hægði á hon- um – í nokkra mánuði sem voru fljótir að líða. Það var sagt að hann hefði sloppið með skrámur þegar reynt hefði verið að ráða hann af dögum. Hann hafði að engu kröfur námsmanna um að hann fremdi sjálfsmorð. Og keppi- nautarnir? Ýtt til hliðar, hnepptir í stofufangelsi, út úr myndinni. En núna er komið að kveldi hjá þessum mikla kappa kínverskra stjórnmála sem var einu sinni for- dæmdur sem „slátrarinn í Peking“ fyrir hlut sinn í áhlaupinu á stúd- entana á Torgi hins himneska frið- ar 1989. Li Peng, náunginn sem hefur hangið á toppnum lengur en allir hinir, er 74 ára og það eru ekki lengur keppinautarnir sem hann stendur frammi fyrir, heldur elli kerling. Búist er við því að Li, sem hef- ur verið forseti kínverska þings- ins, og þar með næstvaldamesti maður landsins, síðan 1998 en var áður forsætisráðherra, láti af stöðu sinni innan Komm- únistaflokksins á þingi flokksins nú í vikunni, þar sem það er nú- orðið venja að miðstjórnarmenn setjist í helgan stein er þeir verða sjötugir. Flestir búast síðan við því að Li láti af þingforsetaemb- ættinu í mars. Og þeir eru margir sem munu ekki sakna hans. Heimskingi eða illmenni? Mannréttindasamtök hafa ítrek- að gagnrýnt Li og hann hefur ver- ið hafður að háði og spotti og sagður heimskingi, fordæmdur sem illmenni og virtur að vettugi á þeim forsendum að hann sé bara brandari. En margir þeirra sem hafa með þessum hætti hætt hann, fordæmt og virt að vettugi eru löngu horfnir af vettvangi kín- verskra stjórnmála á meðan skot- spónn þeirra hefur hvergi hvikað. „Ég lít ekki á Li Peng sem lyk- ilmann eða mikilvægan hug- myndasmið í umbótum eða stefnu- mótun í Kína. Ég lít fremur á hann sem hæfileikaríkan og sig- ursælan þátttakanda í óvægnum stjórnmálaleiknum í landinu,“ seg- ir Steve Tsang, yfirmaður rann- sóknardeildar í Asíufræðum við Oxford-háskóla í Bretlandi. Li, sem neitar því að hann sé eins íhaldssamur og margir hafa viljað vera láta, hefur látið lítið fyrir sér fara á flokksþinginu. Hann stendur að baki Jiangs Zemins forseta, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, og sjald- an er vitnað í hann en Jiang baðar sig aftur á móti í lofsyrðum. „Li hefur verið haldið til baka, að hluta til vegna þess að hann er ekki vinsæll og ekki gefinn fyrir að láta taka myndir af sér, og líka til þess að blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar setji ekki blett á ímynd Jiangs,“ segir Jonathan Spence, sagnfræðingur við Yale- háskóla í Bandaríkjunum. Flestir Kínverjar þora ekki að gagnrýna leiðtoga sína op- inberlega. En í Peking láta margir í ljósi þá persónulegu skoðun að þeim sé lítið um Li gefið. Kínverj- ar sem eru öruggir í útlöndum ganga lengra. „Það verður að refsa kínverska slátraranum Li Peng!“ sögðu Sun Chengkang og Yu Qing í vitn- isburði sínum til samtakanna Mannréttindi í Kína. Sun og Yu eru foreldrar Sun Hui, 19 ára efnafræðistúdents sem var myrtur á Torgi hins himneska friðar. Þau höfðuðu, ásamt fleirum, mál gegn Li fyrir bandarískum dómstólum fyrir tveimur árum. Við fótskör Zhou Enlais En hvort sem maður dáist að honum eða hatar hann spannar ævi hans sögu Kína nútímans. Faðir hans, kommúnískur upp- reisnarmaður, var myrtur – varð „píslarvottur“ – þegar Li var ung- barn. Hann ólst upp í hellum með- al kommúnista, eitt nokkurra barna sem Zhou Enlai, sem síðar varð fyrsti kommúnistinn er varð forsætisráðherra, tók að sér. Li lagði stund á vatnsaflsverkfræði í Sovétríkjunum og var í 25 ár orkumálaembættismaður og flokksmaður áður en hann varð forsætisráðherra 1987. Þegar námsmenn söfnuðust saman á Torgi hins himneska frið- ar vorið 1989 fór Li til fundar við þá til að byrja með og lét í ljósi samningsvilja. Sagðist líta á þau sem sín eigin börn. Daginn eftir sagði Li – sem hafði þá greinilega orðið ofan á í valdabaráttu við for- mann flokksins, Zhao Ziyang, sem er enn þann dag í dag í stofufang- elsi – við kínversku þjóðina að „stjórnleysið“ sem mótmælend- urnir hefðu valdið, ykist dag frá degi. Hann lofaði aðgerðum. Nokkr- um klukkustundum síðar setti stjórnin herlög í nokkrum hverf- um höfuðborgarinnar. Raddir heyrðust sem kröfðust afsagnar Lis, sumir kröfðust þess að hann tæki líf sitt. Þegar skriðdrekar óku inn á torgið aðfaranótt fjórða júní 1989 og mörg hundruð náms- menn féllu í valinn hafði Li greypt orðspor sitt í stein, þótt það væri í rauninni Deng Xiaoping sem var við stjórnvölinn. Fregnir hermdu að nokkrum dögum síðar hefði einn af lífvörðum Lis reynt að skjóta hann til bana og hæft hann í lærið. Lætur ekki alveg af völdum Þrátt fyrir fordæmingu um- heimsins hélt Li velli. Hann fékk hjartaáfall 1993 og það hægði að- eins á honum, en hann var fljót- lega farinn að spila tennis og stjórna landinu með tilliti til markmiða sinna – félagslegs stöð- ugleika, umhverfismála og um- deildra risavatnsaflsvirkjana. Eftir að hafa verið forsætisráð- herra tvö kjörtímabil gerðist hann forseti þingsins 1998, sem er valdamikil staða þótt þingið hafi engin áhrif. Nú mun hann láta af stöðu sinni í flokknum og hætta sem þingforseti í mars. Þótt hann setjist í helgan stein er líklegt að hann haldi nokkrum áhrifum – sérstaklega í orkuiðnaðinum, þar sem sonur hans er á hraðri upp- leið. Einn skjólstæðinga Lis, Luo Gan, er á toppnum í flokknum og hefur meiri raunveruleg völd en flestir. Ef marka má opinbera ævisögu Lis kann hann einnig að verða lið- tækur við heimilisstörfin. „Li er góður hjálparkokkur og sinnir oft ýmsum húsverkum,“ segir í ævi- sögunni. Síðan er leitað til konu hans, Zhu Lin, eftir frekari um- sögn. „Alltaf þegar hann er í fríi leggur hann lið við húsverkin,“ segir hún. „Svona var þetta bæði þegar hann var óbreyttur embætt- ismaður og líka er hann varð ráð- herra – jafnvel líka eftir að hann varð forsætisráðherra.“ AP Li Peng, til hægri, flytur ávarp við upphaf flokksþings Kommúnistaflokksins sl. föstudag. Til vinstri er forseti landsins, Jiang Zemin. „Slátrarinn í Peking“ sest í helgan stein ’ Það verður aðrefsa kínverska slátraranum Li Peng! ‘ Peking. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.