Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 45 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Fræðslu- samvera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og myndum um þjóðir sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. 12 sporin – andlegt ferðalag. Opinn fundur kl. 20. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækj- argötu 14a. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Landspítali háskólasjúkrahús. Guðsþjón- usta í Arnarholti kl. 15. Háteigskirkja. Vinafundur í Setrinu kl. 14. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn kl. 10–12. Umsjón hefur Ágústa Jónsdóttir. Söngstund með Jóni Stefáns- syni. Kaffisopi í boði kirkjunnar. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altarisgöngu lokinni er léttur hádegisverð- ur í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt. Samvera eldri borgara kl. 14. Kvöldvökukórinn mætir til leiks ásamt stjórnanda sínum Jónu Bjarnadótt- ur. Kaffiveitingar. Umsjón hefur þjónustu- hópur safnaðarins, kirkjuvörður og sókn- arprestur. Alfa-námskeið kl. 19–22. Yfirumsjón hefur Nína Dóra Pétursdóttir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Félagsstarf eldri borgara Nes- kirkju laugardaginn 16. nóvember kl. 14. Skoðuð verður farandsýningin „Veiði- menn í útnorðri“. Kaffiveitingar í safn- aðarheimilinu. Þátttaka tilkynnist í síma 511-1560 milli kl. 10 og 13 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Málstofa í Neskirkju kl. 12.15–13 um kirkju, þjóðfélag og umheim. Maður og náttúra – staða mannsins í sköpunarverk- inu. Dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor 10 mín. erindi og Þorvarður Árnason, verkefnisstjóri Siðfræðistofnunar Há- skóla Íslands, bregst við erindi hans. Al- mennar umræður. Boðið upp á léttan málsverð gegn vægu verði. Nedó – ung- lingaklúbbur kl. 19.30. Munda og Hans. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20–22 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Fjallað verður um valda texta Biblíunnar þar sem guðsmynd manneskjunnar, ábyrgð og frelsi eru í brennidepli. Textarn- ir verða skoðaðir m.a. í tengslum við túlk- un guðfræðinga á dæmisögu Jesú um miskunnsama Samverjann. Mömmu- morgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglinga- kór Digraneskirkju kl. 17–19. Unglinga- starf KFUM&K kl. 20–21.45. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börn- in. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Húsa- skóla og Grafarvogs- kirkju kl. 17.30– 18.30. Æskulýðs- félag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogs- kirkju kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkju- prakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borg- ara í dag kl. 14.30– 17 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefn- um má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og ber þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkj- unnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá í tali og tónum í kvöld kl. 20. Þórunn Stefánsdóttir og Óskar Einarsson flytja gospeltónlist. Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. TTT-starf Lágfellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafells- kirkju. Æskulýðsstarfið Sound. Æskulýðs- hópurinn okkar er með fundi alla fimmtu- daga kl. 17. Frábær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 16–16.45. MK í Heið- arskóla og 8. KÓ í Heiðarskóla. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Samverustund fyrir foreldra með börnum sínum. Kaffisopi, spjall og notaleg stund. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofn- uninni, borðsal 2. hæð. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 16 æfing hjá Litlum læri- sveinum, fyrri hópur, kl. 17.30 æfing hjá Litlum lærisveinum. eldri hópur. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Aðaldeild KFUM. Fundur kl. 20. Upphafs- orð: Ólafur Sverrisson. Dr. Hjalti Hugason fjallar um þjóðkirkjuna og lýðræðið. Allir karlmenn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stund- ina. Safnaðarstarf TVEIR prestar og einn djákni voru vígðir af biskupi Íslands í Dómkirkjunni sl. sunnudag, 10. nóvember. Hólmfríður Margrét Kon- ráðsdóttir var vígð til djákna- starfa í Bessastaðasókn, Hauk- ur Ingi Jónasson guðfræðingur var vígður sem prestur á Land- spítala, háskólasjúkrahúsi í af- leysingum og Sigfús Krist- jánsson guðfræðingur var vígður sem prestur í Hjalla- prestakalli í Kópavogi. Sr. Hjálmar Jónsson þjónaði fyrir altari. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prófastur lýsti vígslu. Vígsluvottar voru auk hans: Birgir Thomsen, formaður sóknarnefndar Bessa- staðasóknar, sr. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðaprestakalli, sr. Íris Krist- jánsdóttir, sóknarprestur í Hjallaprestakalli, Nanna Guð- rún Zoëga, djákni, Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, og sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkra- húsprestur. Djákna- og prestsvígsla í Dómkirkjunni Morgunblaðið/Gunnar Vigfússon Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema Kringlan 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420 4 DAGA SPRENGITILBOÐ fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag 20% af öllum herraskóm Kuldaskór - strigaskór - spariskór afsláttur Nýtt korta tímabil Handklæði & flíshúfur Flíspeysur m. Félagsmerkjum, flísteppi o.fl. Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is JólatilboðÍ 12 árSérmerkt FIMMTUDAGSTILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Verð áður 6.995 Verð nú 3.995 Telpnastígvél Margar gerðir Litir: m.a. svart og beige Str. 24-35 NÝTT KORTATÍMABIL Ertu slæm í húðinni? Micro Peeling húðhreinsi- klúturinn er lausnin Klúturinn fjarlægir mjúklega allar dauðar húðfrumur og „djúp-hreinsar“ húðina. Klúturinn hreinsar farðaleifar, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni ferskt út- lit og örvar blóðstreymi til húðarinnar. Hann hentar því sérstaklega vel fyrir við- kvæma húð. Klúturinn er margnota og þol- ir þvott í 100 skipti. Lyfja, Lyf & heilsa, Plús-apótek Apótekið, Apótek og Hagkaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.