Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM helgina var á Egilsstöðum hald- inn opinn fundur um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Austur- landi. Vinstrihreyfingin – grænt framboð stóð fyrir honum og frum- mælendur voru þeir Sigurður Jó- hannesson, hagfræðingur hjá Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands, og Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands. Skarphéðinn reið á vaðið og út- skýrði virkjanahugmyndina og þau áhrif sem Kárahnjúkavirkjun kemur sannanlega og hugsanlega til með að hafa á vatnafar, gróður og dýralíf svæðisins. Þá ræddi hann uppfok vegna vatnsborðssveiflu miðlunar- lónsins sem menn hafa miklar áhyggjur af. Í erindi Sigurðar var fjallað um þrjár meginspurningar. Í fyrsta lagi af hverju Kárahnjúkavirkjun sé op- inber framkvæmd, en fjármálamenn ekki látnir setja fé í fyrirtækið, eins og t.d. útgerð og önnur fyrirtæki. Í öðru lagi sagði hann að fólk væri að leggja mjög mikla fjármuni í eitt einasta fyrirtæki, ef menn vildu horf- ast í augu við að í raun fjármagnaði fólkið í landinu framkvæmdina. „Reykvíkingar og Akureyringar veðja mestu á Kárahnjúkavirkjun og þær virkjanir sem ráðgerðar eru vegna stækkunar Norðuráls, því þeir eiga beinan eignarhlut í Landsvirkj- un. Þar er um að ræða tvær og hálfa til þrjár milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu,“ sagði Sigurður. „Annars staðar á landinu er þetta minna. Ég efast um að fjármálaráð- gjafar myndu ráðleggja meðalfjöl- skyldu að leggja svo mikla fjármuni í hvaða fyrirtæki sem vera kynni.“ Sigurður sagði að með fyrri fjár- festingum í virkjunum fyrir stóriðju, sem væru um 1,5 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Reykja- vík og á Akureyri, væri heildarfjár- festing komin í tæplega helmingi meira. „Heildareign þessa fólks verður fjórar til fjórar og hálf millj- ón. Á Egilsstöðum og annars staðar á landinu er það ein og hálf milljón. Ég geri athugasemd við að veðja svona miklu á eina atvinnugrein.“ Í þriðja lagi ræddi Sigurður ávöxt- un. „Þetta lítur þokkalega út eins og Landsvirkjun kynnir það, en í dæmið vantar þó þrjá kostnaðarliði. Fyrst og fremst ábyrgðina, þ.e. kostnað af áhættunni við fjárfestinguna, sem endurspeglast í að fjárfestar myndu taka meiri vexti fyrir peningana í þessu. Ég giska á að þeir myndu taka í kringum 10% eða meira. Lands- virkjun gerir hins vegar 5% ávöxt- unarkröfu. Svo eru það skattarnir og þá landið sem er ekki metið. Ég held að það muni mest um ábyrgðina, eins og sést af því að einkafjárfestar höfðu ekki áhuga á að leggja fjár- magn í verkefnið þegar þeim bauðst það og þá var enginn umhverfis- kostnaður inni í dæminu.“ Rætt um fjármögnun Kárahnjúkavirkjunar á Egilsstöðum Verður mikil fjárfesting í eina atvinnugrein Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Frá fundi um Kárahnjúkavirkjun sem haldinn var á Egilsstöðum um helgina. Fremst eru Skarphéðinn Þórisson líffræðingur sem flutti fram- sögu og Þuríður Backman, þingmaður Vinstri grænna. Egilsstaðir UNNIÐ er að því að lengja stálþil við Baldursbryggju í Súgandisey. Það verk hefur staðið lengi til og lýk- ur þar með hafnarframkvæmdum við Súgandisey, sem hófust þegar gerð var aðstaða fyrir Breiðafjarð- arferjuna Baldur fyrir meira en 10 árum. Verkið var boðið út og átti Skipasmíðastöðin Skipavík lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 8,3 millj- ónir króna. Lengja á viðlegukantinn um 30 metra. Verið er að reka niður stálþil og svo verður steyptur kantur og fyllt og gengið frá fríholtum. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið fyrir 31. janúar 2003. Að framkvæmdum loknum er við- legukantur við bryggjurnar í Stykk- ishólmi um 450 metrar og verður öll aðstaða fyrir báta og skip góð. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Lengja stálþil við Súgandisey Stykkishólmur Í TILEFNI af afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri ákvað stjórn Ungmennafélags Stokks- eyrar að gefa skólanum gjöf. Þegar farið var að velta fyrir sér hvað helst vantaði ákvað stjórnin að gefa skólanum ný leik- föng fyrir krakkana að nota í frí- mínútum en sumt af gamla dótinu var orðið þreytt. Settir voru sam- an pakkar fyrir hvorn skóla fyrir sig sem innihéldu meðal annars fótbolta, körfubolta, sippubönd og ýmsa aðra góða hluti. Ungmennafélagið afhenti síðan gjöfina við hátíðlega athöfn að morgni afmælisdagsins í skólanum á Stokkseyri þar sem allir nem- endur skólans voru komnir saman til að halda upp á afmælið. Það var Ingibjörg Ársælsdóttir, formaður félagsins, sem afhenti Arndísi Hörpu Einarsdóttur gjöf- ina við mikil fagnaðarlæti barnanna. Þessi gjöf er í anda stefnu félagsins undanfarin ár að stuðla að hollri og góðri hreyfingu barna og unglinga. Morgunblaðið/Gísli Gíslason Nemendur skólans ásamt Arndísi Hörpu Einarsdóttur. Gaf barnaskólan- um leikföng Eyrarbakki HINN árlegi basar á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi var haldinn nýlega. Almenningi gafst kostur á að skoða munina áður en salan hófst og að venju var handverkið fjölbreytt og margt sem gladdi aug- að. Kaffisala var á staðnum og rann allur ágóði í ferðasjóð heimilisfólks. Fjöldi fólks kom og átti góðan dag á dvalarheimilinu, enda basarinn orðinn fastur liður í menningar- viðburðum Borgnesinga. Basar á dvalarheimilinu Borgarnes NÝ og fullkomin líkamsræktarstöð hefur verið opnuð á Hvolsvelli. Það eru þau hjónin Lúðvík Bergmann og Elísabet María Jónsdóttir sem eiga stöðina sem þau nefna Olympus heilsurækt. Heilsuræktin er til húsa í gamla kaupfélagshúsinu á Hvols- velli, þ.e. við Austurveg 4. Að sögn þeirra hjóna verður opið daglega frá 7-9 á morgnana og 16-21 síðdegis en um helgar verður opið frá 10-14. Í heilsuræktinni verða hlaupabretti og mjög fjölbreyttir líkamsþjálfunar- bekkir en að auki verður boxsalur og boðið verður uppá þjálfun í boxi. Fjölnir Þorgeirsson mun leiðbeina fólki. Hægt verður að kaupa mán- aðar- eða árskort og einnig staka tíma. Verð verður sambærilegt við það sem gerist annarsstaðar. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Hjónin Elísabet María Jónsdóttir og Lúðvík Bergmann þegar þau opnuðu Olympus heilsurækt á Hvolsvelli. Olympus heilsurækt opnuð á Hvolsvelli Hvolsvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.