Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5 og 7. Vit 460
SK RadíóX
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8, 9 og 10.10. Vit 461
Kvikmyndir.is
Stundum
er það
sem að þú
leitar að..
þar sem
þú skildir
það eftir.
Clint Eastwood,
Jeff Daniels og
Anjelica Huston
í mögnuðum
spennutrylli
sem skilur áhor-
fandann eftir
agndofa.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 471
Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429
MBL
AUKASÝNINGkl. 9.
Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem
hefur fengið frábærar viðtökur
og er nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese
Witherspoon frá upphafi vestanhafs.
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Kvikmyndir.com
HK DV
SV Mbl
SK RadíóX
1/2
Kvikmyndir.is
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 10.15. Bi. 16.
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 14.
Yfir 47.000 áhorfendur
WITH
ENGLISHSUBTITLESAT 5.45
Sýnd kl. 6. B.i. 12.
Sýnd kl. 5.45 með enskum texta, 8 og 10.10. B.i. 12.
Sýnd kl. 10. B.i. 16.
Mbl Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.
8 Eddu verðlaun.
HJ Mbl
1/2 HK DV
SFS Kvikmyndir.is
Clint Eastwood, Jeff Daniels og
Anjelica Huston
í mögnuðum spennutrylli sem
skilur áhorfandann eftir agndo-
fa.
„EDDUSIGURVEGARI:
HEIMILDARMYND ÁRSINS“
Sýnd kl. 6 og 8.
ÞAÐ hlýtur vera helsta metn-
aðarmál allra alvörurokksveita að
ná að skapa sér sinn eigin stíl, sinn
eigin hljóm sem sker sveitina frá
öllum öðrum. En svo virðist sem
það reynist erfiðara og erfiðara
með hverju árinu
sem líður, hverri
sveitinni sem stígur
fram á sjónarsviðið,
að ná þessu göfuga
marki.
Blessunarlega hafa furðu margar
íslenskar rokksveitir náð að tileinka
sér sinn eigin stíl sem sker þær
hverja frá annarri og oftast nær frá
öllum öðrum líka. Ensími er ein
þessara sveita. Hægt og örugglega
hefur sveitin náð að þróa stíl sinn,
sem með ófullkominni lýsingu
grundvallast af þéttum rafgítar-
vegg, lunknum rafhljómapælingum
og sérstæðum rokksöng Hrafns.
Hér áður fyrr, á öndverðum níunda
áratugnum, hefðu einhverjir kosið
að flokka tónlist sveitarinnar undir
kuldarokk og svo sem ekkert að því
að gera slíkt hið sama í dag enda er
drunginn sem einkennir annars
melódískt rokkið á stundum einkar
hráslagalegur. Níundi áratugurinn
á það reyndar til að koma nokkuð
oft upp í hugann er hlustað er á
sveitina því greinilegt er að áhrifa-
valdar áttu sér stund og stað þá, og
á þá bæði við eðalkuldarokksveitir
á borð við Killing Joke og Þeysara,
sem og tölvupopp í kuldalegri kant-
inum, sveitir á borð við Depeche
Mode, Human League, Ultravox og
jafnvel Gary gamla Numan. En
ekki má skilja það sem svo að hér
sé á ferð hljómsveit gagntekin af
einhverri fortíðarþrá því hér er ein-
ungis um langsóttan keim frá um-
ræddum sveitum að ræða, and-
rúmsloft sem gæðir annars býsna
framþróaðan rokkhljóminn sem
Ensími hefur náð að skapa aukna
dulúð og vikt.
Strax við fyrstu hlustun liggur
ljóst fyrir að þriðja plata Ensíma,
sem ber nafn sveitarinnar, er henn-
ar heillegasta til þessa og sú sann-
færing verður einfaldlega traustari
við ítrekaða hlustun. Hana skortir
reyndar ámóta grípandi rokkslag-
ara og „Atari“ og „Vínrauðvín“ en
þar uppá móti koma miklu jafnari
lagasmíðar og að ekkert lag á nýju
plötunni getur talist vont – þótt
vissulega séu þau misáhugaverð.
Og vert er að geta þess að aldrei
hefur sveitin hljómað eins vel á
plötu en þetta ku í fyrsta sinn sem
sveitarmenn sáu sjálfir um upp-
tökustjórn og útsetningar.
Platan rennur þannig einkar vel í
gegn. Fer sterklega af stað með
„Tito“, „Daols“ og nær hámarki
með hinu frábæra „Brighter“, sem
ég leyfi mér að fullyrða að sé
mergjaðasta lag sveitarinnar frá
upphafi, þar sem kafloðinn bassa-
leikur nýjasta liðsmannsins Guðna
Finnssonar gerir algjörlega gæfu-
muninn og hífir lagið upp í snilld-
ina. Dægurfluga grípandi og mel-
ódísk en langlíf þó með allri sinni
dýpt og dulúð. Og ekki spillir fyrir
hugvitsamlega hannað myndbandið
við lagið, sem tónar vel saman með
smekklegu umslagi plötunnar. „Yog
Hurts“ er einna líkast eldri lögum
sveitarinnar með sínu dramatíska
kraftrokksviðlagi, fínt lag sem ætti
að geta notið sín vel í síbylju út-
varpsstöðvanna. Þegar líða tekur á
seinni hluta plötunnar fer tilþrif-
unum því miður heldur fækkandi.
Það er erfitt að henda reiður á því
en útsetningin á „Revive“ virkar
svolítið gærdagsleg og á það reynd-
ar við fleiri lög þótt í minna mæli
sé. Á köflum þykir mér hljómborðs-
leikurinn keyra fullmikið fram úr
hófi og vera heldur of mjúkur á
kostnað gítarveggjarins þétta, eins
og í lögunum „Sturmgrass“ og
„Pattern Song“. En þótt laglínan
minni á köflum óþægilega á „Ever-
long“ The Foo Fighters í „Trak-
dora“ þá er það lag eitt það magn-
aðasta á plötunni, trommuleikur
Jóns Arnar brýtur það vel upp fyrir
viðlagið, sem ætti að geta hljómað
vel þétt á tónleikum. „Tungen“ er
lag sem líður hjá án eftirtektar
þrátt fyrir margítrekaða hlustun og
því er til happs að athyglin náist
aftur áður en yfir lýkur í tveimur
síðustu lögunum, „Barcode“ sem
rokkar vel og „Mushgrave Story“
sem sker sig svolítið frá hinum lög-
unum, er lágstemmdara og and-
rúmsríkt, líkt og reyndar svo mörg
önnur, en er alveg laust við rafgít-
arvegginn, sem vikið hefur fyrir
kassagítarnum.
Í fyrsta sinn kýs sveitin að hafa
textana á ensku og það sleppur al-
veg fyrir horn, fellur ágætlega að
tónlistinni, þótt maður sakni vissu-
lega lunkinna orðaleikjanna sem
farnir voru að einkenna textana á
síðustu plötu.
Ensími er hljómsveit sér á báti í
íslenskri rokkflóru. Hún er þroskuð
sveit sem er tamt að draga mann
inn í ákveðið andrúm ólíkt öllu öðru
– kalt en notalegt þó. Ensími er
plata sem hljómar frábærlega,
rennur vel og inniheldur að mestu
vel samin og langlíf rokklög.
Tónlist
Hlýlegt
kuldarokk
Ensími
Ensími
Hitt Records
Ensími, þriðja geislaplata rokk-
hljómsveitarinnar Ensími sem skipuð er
þeim Hrafni Thoroddsen söngvara, gít-
arleikara og forritara, Franz Gunnarssyni
gítarleikara, Jóni Erni Arnarssyni
trommuleikara og Guðna Finnssyni
bassaleikara. Útsetningar og upp-
tökustjórn var í höndum hljómsveit-
arinnar og fór fram í Stúdíó Ástarsorg.
Skarphéðinn Guðmundsson