Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 17 skrefi framar fyrir fjölskylduna KRINGLAN  SMÁRALIND  AKUREYRI  EGILSSTAÐIR HALLÓ KRAK KAR - ÉG H EITI BOMM SI ÞEIR SEM EIGA EFTIRFARANDI SKÍRTEINI FÁ GEFINS LAUS JÓLASKÓ 120, 408, 37, 736 OG 212. HALLÓ KRAKKAR DAGANA 14.-18. NÓVEMBER VERÐUR BOMMSI Í JÓLASKAPI OG GEFUR KRÖKKUNUM 30% AFSLÁTT AF JÓLASKÓM FRÁ LAUS. MUNIÐ SKÝRTEININ YKKAR! Kringlunni 8-12 - www.olympia.is - sími 553 3600i l i . l i .i í i Hvergi meira úrval af Triumph undirfatnaði Heimsþekkt gæði og hönnun „FEMIN CURVES“  110 fm skrifstofuhúsnæði  120 fm vinnustofa/stúdíó  Bílastæði fylgja Húsið er á rólegum stað en steinsnar frá kjarna miðborgarinnar Húseignin Klapparstígur 16 ehf., símar 896 2470 eða 551 3333. Til leigu Klapparstígur 16, 101 R. Í YFIRLÝSINGU, sem Osama bin Laden er sagður hafa lesið á nýrri upptöku, er nýlegum hryðjuverkum fagnað og fleiri árásum hótað ráðist Bandaríkjamenn á Írak. Ennfremur er þar haft í hótunum við ríki sem stutt hafa Bandaríkin í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi í heimin- um. Talið er að yfirlýsingin hafi verið tekin upp einhvern tíma á síðustu tveimur vikum því skírskotað er til hryðjuverka sem framin voru í síð- asta mánuði og gíslatökunnar í Moskvu 23. október. Hér er birt þýðing á yfirlýsingunni í heild. „Mestu morðingjar aldarinnar“ „Til íbúa þeirra ríkja sem hafa myndað bandalag með ranglátri stjórn Bandaríkjanna: Ferðin til frelsis hefst með enda- lokum yfirgangsins. Réttlætið felst aðeins í því að svara í sömu mynt. Það sem hefur gerst til þessa eftir sigurinn í New York og Washington – svo sem aðgerðirnar gegn Þjóðverj- um í Túnis, sprengjuárásin á franska olíuskipið í Jemen, árásin á Frakka í Karachi, aðgerðirnar gegn [banda- rísku] sjóliðunum í Failaka [Kúveit], sprengjuárásirnar á Ástrala og Breta á Balí, auk nýlegrar gíslatöku í Moskvu og annarra aðgerða hér og þar – var ekkert annað en svar músl- íma sem eru ákafir í að verja trú sína og fara að fyrirmælum Guðs og Spá- mannsins. Það sem Bush, faraó aldarinnar, gerði með því að myrða börn okkar í Írak og það sem Ísraelar gerðu, með því að varpa sprengjum á hús aldraðs fólks, kvenna og barna í Palestínu úr bandarískum flugvélum var nóg til að hinir vitru meðal leiðtoga ykkar héldu sig í hæfilegri fjarlægð frá þessu glæpahyski. Fólkið okkar í Palestínu hefur ver- ið strádrepið og hefur mátt þola ólýs- anlegar þjáningar í tæpa öld. Ef við verjum fólkið okkar í Palest- ínu kemst umheimurinn í mikla geðs- hræringu og sameinast gegn múslím- um undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn hryðjuverkum, á rang- látan og óheiðarlegan hátt. Vita ráðamenn ykkar ekki að í klík- unni í Hvíta húsinu eru mestu morð- ingjar aldarinnar? Rumsfeld [varnarmálaráðherra] er morðinginn í Víetnam sem hefur drepið meira en tvær milljónir manna. Cheney [varaforseti] og Powell [ut- anríkisráðherra] hafa myrt fleiri og valdið meiri eyðileggingu í Bagdad en Houlagou [mongóli sem sigraði borg- ina á 13. öld]. Hvers vegna mynduðu ráðamenn ykkar bandalag með Bandaríkjunum til að ráðast á okkur í Afganistan? Og ég nefni sérstaklega Bretland, Frakkland, Ítalíu, Kanada, Þýska- land og Ástralíu. Ástralar voru varaðir við þátttöku í stríðinu í Afganistan og auvirðilegu framlagi til aðskilnaðar Austur-Tím- or [frá Indónesíu]. En þeir hunsuðu þessar viðvaranir þar til þeir vöknuðu við bergmálið frá sprengingunum á Balí. Seinna hélt stjórn Ástralíu því ranglega fram að árásin hefði ekki beinst gegn áströlskum borgurum. Ef þið þjáist vegna fólksins ykkar og bandamanna ykkar sem drepnir voru í Túnis, Karachi, Failaka, Balí og Amman, skulið þið minnast okkar fólks sem drepið var ásamt börnun- um í Palestínu og Írak. Minnist okkar fólks sem féll í Afganistan. Þegar þið talið um ykkar fólk sem dó í Moskvu ættuð þið að minnast okkar fólks í Tétsníu. Hversu lengi á ótti, fjöldamorð, eyðilegging, útlegð, munaðarleysi og ekkjudómur að vera hlutskipti okkar á meðan þið eruð þau einu sem fá að njóta öryggis, friðar og gleði? Það er kominn tími til að jöfnuður náist í þessu sambandi. Eins og þið myrðið, þannig verðið þið myrt og eins og þið sprengið, þannig verðið þið sprengd.“ „Múslímaþjóðin ræðst á ykkur“ „Þannig að múslímaþjóðin er byrj- uð að ráðast á ykkur með börnum sín- um, sem hafa lofað Guði að halda áfram heilagri baráttu okkar með orði og sverði, til að koma á réttlæti og uppræta óréttlæti, eins lengi og hjörtu þeirra slá. Að lokum biðjum við Guð að hjálpa okkur til að fylgismenn hans megi sigra og halda heilögu baráttunni áfram fram í dauðann til að verð- skulda miskunn hans.“ Í yfirlýsingunni er skírskotað til sprengjutilræðisins á Balí sem varð yfir 190 manns að aldurtila 12. októ- ber. Fjórum dögum áður beið banda- rískur sjóliði bana og annar særðist í skotárás á kúveisku eyjunni Failaka. Búlgarskur sjómaður beið bana 6. október í sprengjuárásinni á franska olíuskipið í Jemen sem skírskotað er til í yfirlýsingunni. Ennfremur er þar minnst á árás á strætisvagn í Karachi 8. maí, sem kostaði 14 menn lífið, m.a. 11 Frakka. Þá er skírskotað til árásar á samkunduhús gyðinga í Túnis 11. apríl, en þá lét 21 lífið, þeirra á meðal 14 Þjóðverjar. Hafði í hótunum við bandamenn Bush Nýlegum hryðjuverkum fagnað í yfirlýsingu sem bin Laden er sagður hafa lesið inn á segulband Doha. AFP. ’ Eins og þið myrð-ið, þannig verðið þið myrt. ‘ alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.