Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 267. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 mbl.is Kunnugleg rödd á bandi Osama bin Laden lætur á sér kræla á ný Erlent 16 Frumherji í fínu formi á nýjum geisladiski Fólk 50 Píanóleikari fyrir lífstíð Ann Schein leikur með Sinfóníunni í kvöld Listir 26 Það þarf fólk eins og Rúnar GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagðist í gær ekki mundu líða minnstu „undanbrögð eða pretti eða blekkingar“ af hendi Saddams Husseins Íraksforseta, eftir að Íraksstjórn féllst á að hlíta hinni nýju og afdráttarlausu ályktun ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlit í landinu. Eftir fjögurra ára hlé munu vopnaeftirlitsmenn SÞ væntanlega snúa aftur til Íraks í næstu viku. Bréf frá stjórnvöldum í Bagdad, þar sem fallizt er á ályktun 1441 sem samþykkt var einróma í öryggis- ráðinu sl. föstudag, barst skrifstofu Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, síðdegis í gær. Um leið og fréttin um þetta barst út endurtók Bush aðvar- anir sínar um að „kjósi Saddam að afvopnast ekki munum við [Banda- ríkjamenn] hafa bandalag hinna vilj- ugu með okkur“ til að vinna það verk. Annan, sem var á fundi með Bush í Hvíta húsinu þegar bréf Íraka barst, sagði að vopnaeftirlitsmenn samtak- anna myndu halda til Bagdad strax á mánudag, 18. nóvember. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi að ályktun öryggisráðsins væri bind- andi fyrir Írak, hvort sem þarlend stjórnvöld sættu sig við hana eða ekki. „Saddam Hussein átti ekkert val annað en að hlíta ályktuninni.“ Írakar fallast á ályktun SÞ Bush Bandaríkjaforseti segir engin undanbrögð verða liðin AP Saddam Hussein Íraksforseti í sjónvarpsútsendingu af fundi með stjórn sinni í Bagdad í gær. Washington, Bagdad, SÞ. AP, AFP. ÞÝZKIR lögreglumenn vinna að því að losa mótmælanda úr hópi her- skárra kjarnorkuandstæðinga frá járnbrautarspori við bæinn Leit- stade í norðanverðu Þýzkalandi, sem hann og fleiri samherjar hans voru búnir að hlekkja sig við með því að handjárna sig inni í málm- röri sem þeir komu fyrir undir járnbrautarteinunum. Eina leiðin til að losa þá var að rjúfa teinana eins og hér má sjá. Kjarnorkuandstæðingarnir voru að mótmæla flutningi á geislavirk- um úrgangi úr kjarnorkuverum að geymslustöðinni í Gorleben. Þýzk yfirvöld búast við því að þúsundir mótmælenda reyni áfram að hindra för hinnar sérútbúnu flutninga- lestar í dag. Reuters Mótmæla kjarnorku Steinþór segir ástandið á kjötmark- aðnum slæmt og flest bendi til að það eigi eftir að versna. Offramboð hafi verið á svínakjöti og taprekstur hjá framleiðendum. Vegna áframhald- andi offramboðs sé ljóst að margir bændur verði gjaldþrota í vetur. Verð á svínakjöti hefur lækkað um 17,7% frá í júlí og verð kjúklinga um 12,8%. Steinþór segir að kjúklinga- verð nægi nú ekki einu sinni fyrir breytilegum kostnaði og öllum kjöt- framleiðendum sé valdið stórtjóni. Á sama tíma og svína- og kjúk- lingakjöt hefur lækkað í verði hefur nauta- og lambakjöt hækkað. Nauta- kjöt er nú 9,8% dýrara en í júlí og lambakjöt 2,2% dýrara. Móar vilja lækkun skulda Endurskipulagning stendur nú yf- ir á fjárhag Móa, sem hafa byggt framleiðslugetu sína hratt upp og eru annar stærsti kjúklingaframleið- andi landsins. Móar hafa sent kröfu- höfum sínum bréf og óskað eftir 25% afslætti á skuldum gegn því að þær verði greiddar á tveimur til þremur árum. Lánardrottnum er einnig boð- ið að breyta skuldum í hlutafé. Uppnám út af offramboði á kjötmarkaði Stórtjón sagt blasa við hjá bændum og afurðastöðvum MIKIL aukning á framleiðslu kjúklinga er að mati Steinþórs Skúla- sonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, að setja kjötmarkaðinn á annan endann. Hann segir flest benda til að bændur og afurðafyr- irtæki verði fyrir stórtjóni vegna þess að kjúklingaframleiðandinn Móar sé á skömmum tíma að þrefalda framleiðslu sína.  Móar hf./10 UNDIR hótunum um að verða beitt hervaldi af mesta herveldi heims ákváðu stjórnvöld í Bagdad í gær að fallast opinberlega á að hlíta ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlit, áður en frestur sá rann út sem þeim var gefinn til að bregðast við. Í þrætulega orðuðu bréfi, sem á köflum er í hótunartón, til Kofi Ann- an, framkvæmdastjóra SÞ, gagnrýn- ir Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi harkalega og kallar ályktunina ósanngjarna og ólöglega, en lýsti því þó yfir að írösk stjórn- völd myndu hlíta henni. „Við upplýsum yður hér með um að við munum fást við ályktun 1441, þrátt fyrir illt innihald hennar. Henni verður hlítt í samræmi við þá illsku sem runnin er undan rifjum ill- viljaðra aðila, en það mikilvæga er að freista þess að hlífa fólki okkar við að verða fyrir skaða,“ segir Sabri í bréf- inu. „Við biðjum yður hér með að upplýsa öryggisráðið um að við erum reiðubúnir að taka á móti eftirlits- mönnunum í samræmi við hina fyr- irhuguðu tímaáætlun,“ skrifar hann. Í bréfinu, sem er níu síður að lengd, ítrekar Íraksstjórn að hún ráði ekki yfir neinum gereyðingar- vopnum. Íraksstjórn kveðst ekki ráða yfir neinum gereyðingarvopnum  Vopnaeftirlitsmenn/15 Sameinuðu þjóðunum. AP. KYNSLÓÐASKIPTI í leiðtogasveit Kína færðust einum mikilvægum áfanganum nær í gær, er nýir menn voru skipaðir í miðstjórn kín- verska kommún- istaflokksins á flokksþingi hans sem nú stendur yfir í Peking. Þau tíðindi gerðust að bæði Jiang Zemin, hinn 76 ára gamli forseti Kína, og sex aðrir menn af hans kynslóð, sem gegnt hafa æðstu stöðum í flokknum, voru ekki í fram- boði í miðstjórn flokksins, eftir því sem haft var eftir ónafngreindum þingfulltrúum. „Þessir sex eru ekki á listanum yfir nýju miðstjórnina. Þeir voru ekki á frambjóðendalistanum,“ sagði einn fulltrúinn. Meðal þessara sex eru Zhu Rongji forsætisráðherra og Li Peng, sem gengið hefur Jiang næstur að völdum í flokknum. Yngt upp í Kína Jiang Zemin Peking. AFP.  „Slátrarinn“/18 ÖZUR Lárusson, framkvæmda- stjóri Lands- samtaka sauð- fjárbænda, segir að aukning kjúklingafram- leiðslu hafi mikil áhrif á kjötmark- aðinn í heild. Þeg- ar sé of mikið framleitt af svínakjöti og dilkabirgðir séu meiri en eðlilegt geti talist. Hann segir ástandið í sauð- fjárræktinni mjög dapurt, bæði hjá bændum og afurðastöðvum. Ekkert megi út af bregða, enda sé afkoma greinarinnar óviðunandi eins og er. Özur segir að smærri bændur í svínarækt hafi brugðið búi og svína- rækt færst á færri hendur. Búast megi við að það gerist að nokkru leyti líka í kindakjötsframleiðslu ef fram heldur sem horfir. Hefur mikil áhrif á markaðinn Özur Lárusson SEINAGANGUR póstþjónustunnar í Nepal olli því að kona nokkur sat sex árum lengur í fangelsi en hún hefði átt að gera. Ríkisrekna dagblaðið Gorkhap- atra sagði frá því að hæstarétt- arúrskurður frá árinu 1997, þar sem skipað var fyrir um að konan, Padma Maya Gurung sem nú er 34 ára, skyldi látin laus úr fangelsi, hefði ekki skilað sér á áfangastað fyrr en í sumar. Hún hefur nú með fulltingi mannréttindasamtaka kært stjórnvöld og farið fram á skaðabætur. Sex aukaár í fangelsi Katmandú. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.