Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 37
✝ Henný María Ott-ósdóttir fæddist á
Landspítalanum í
Reykjavík 4. júní 1939
en ólst upp í Hafnar-
firði. Hún lést á St. Jos-
ephs sjúkrahúsinu í
New Jersey í Banda-
ríkjunum 2. nóvember
síðastliðinn. Foreldrar
hennar voru Guðrún
Guðmundsdóttir, f.
25.3. 1901, d. 31.1.
1986, og Ottó H. Guð-
mundsson, f. 25.8.
1910, d. 15.2. 1959.
Systkini Hennýjar
voru Henný, f. 27.11. 1927, d. 24.3.
1936, Guðmunda, f. 24.7. 1932, d.
23.12. 1999, Birkir Sólberg, f.
2.10. 1935, d. 6.1. 1942, Birgir
Grétar, f. 31.12. 1946, kvæntur
Sólveigu Pálsdóttur, f. 7.7. 1947.
Árið 1957 hóf Henný sambúð
með Hreini Sveins-
syni lögfræðingi.
Þau eiga tvö börn,
Guðrúnu, f. 11.4.
1958, og Ottó Svein,
f. 17.4. 1959, kvænt-
ur Jóhönnu Ploder,
þau eiga fjögur
börn. Henný og
Hreinn skildu.
Árið 1961 giftist
Henný Robert Ed-
wards, f. 16.3. 1941.
Eignuðust þau eina
dóttur, Rose Marie,
f. 24.4. 1961, gift
Raymond Diaz. Þau
eiga tvö börn. Henný og Robert
skildu.
Árið 1975 giftist Henný Vincent
P. McHenry, f. 1.5. 1938. Lifir
hann eiginkonu sína.
Útför Hennýjar var gerð í New
Jersey 6. nóvember.
Elsku systir, ekki grunaði mig að
þessi veikindi þín tækju svona stutt-
an tíma eða aðeins fjóra og hálfan
mánuð frá því þú greindist með
þennan skæða sjúkdóm. En þú varst
ótrúlega bjartsýn og sagðir við okk-
ur að við skyldum ekki hafa neinar
áhyggjur af þér, því þetta myndi
lagast. En því miður fór öðruvísi en
þú og við þorðum að vona. Svona er
nú lífið, hvort sem okkur líkar það
eður ei.
Ég minnist margra góðra stunda
með systur minni, bæði hér heima
og eins úti í New Jersey. Það var
alltaf ljúft að heimsækja hana. Tekið
vel á móti manni, farið í langar og
stuttar skemmtiferðir, svo og ýmsar
skoðunarferðir.
Það var gott að eiga Hennýju að.
Henni fylgdi andblær sem ein-
kenndist af hjartahlýju, góðu skapi
og kímnigáfu sem hún átti í ríkum
mæli. Hún ólst upp við ástríki góðra
foreldra í glöðum systkinahópi sem
hefur eflaust sett svip á hennar lífs-
stíl.
Hún naut þeirrar gæfu að eignast
þrjú yndisleg börn og sex barna-
börn, sem öll veittu henni mikla
ánægju og hlýju.
Henný er órjúfanlegur hluti æsku
minnar, vegna þess hve góð hún var
við mig alla tíð og fjölskyldu mína.
Hún var mjög trúrækin, vildi öllum
vel, hugsaði vel um sína, naut þess
að hlýða á góða tónlist og umgang-
ast gott fólk. Hún var um svo margt
góð fyrirmynd í breytni, störfum og
lífsháttum að minningin um hana
mun geymast í þakklátum huga
þeirra sem henni kynntust.
Elsku systir, á kveðjustundu
koma margar ljúfar minningar fram
í hugann, en fyrst og fremst þakk-
læti til þín, fyrir alla þína umhyggju
og góðvild. Í þeirri trú, að hið eilífa
ljós lýsi látinni systur, dauðinn sé
framhald lífsins og sálin lifi að eilífu,
er systir mín kvödd með djúpri virð-
ingu. Henni fylgi hjartans þakkir
fyrir fögur fordæmi, lærdómsrík
kynni og allt annað sem hún gaf
mér.
Að endingu lýk ég þessum fáu lín-
um með þeim orðum sem þú sagðir
við mig í símann, er ég talaði við þig
í síðasta sinn nokkrum dögum áður
en þú lést, en þá varst þú mjög veik.
Vertu sæl, elsku vina mín, Guð þig
geymi og blessi að eilífu.
Nú vil ég enn í nafni þínu
náðugi Guð sem léttir pínu
mér að minni hvílu halla
og heiðra þig fyrir gæsku alla.
H.P.
Hvíl í friði,
Birgir G. Ottósson.
Mig langar að minnast elskulegr-
ar vinkonu minnar sem lést 2. nóv-
ember síðastliðinn í New Jersey í
Bandaríkjunum eftir fimm mánaða
erfitt stríð við krabbamein, hún var
jarðsett miðvikudaginn 6. nóvember
síðastliðinn í Bandaríkjunum.
Henný María Ottósdóttir
McHenry fæddist 4. júní 1939 í
Hafnarfirði, hún flutti til Bandaríkj-
anna 1962 og bjó þar æ síðan.
Henný, eða Maja eins og ég kallaði
hana, giftist bandarískum manni
sem heitir Róbert Edwards og eign-
aðist með honum dóttur sem heitir
Rose og býr í New York. Fyrir átti
hún tvö börn sem voru heima á Ís-
landi, þau Guðrúnu og Ottó Hreins-
börn.
Maja og Róbert slitu samvistum,
seinna kynntist hún seinni manni
sínum sem heitir (Duke)Vincent
McHenry, þau áttu engin börn sam-
an. Maja var að vinna á Dunkin
Donuts í Hackensack í New Jersey
þegar ég kynntist henni, ég bjó í
næsta bæ sem heitir Maywood, ég
flutti þangað 1981 og tókust með
okkur náin kynni sem entust æ síð-
an. Maja fór ekki oft til Íslands og
talaði sjaldan íslensku þar til hún
kynntist mér, við áttum margar góð-
ar stundir saman við að rifja upp
æskustundir okkar heima á Íslandi,
ég var mjög hissa á því hvað hún tal-
aði fallega íslensku eftir allan þenn-
an tíma.
Við urðum mjög góðar vinkonur
og vorum duglegar að fara saman á
skemmtanir Íslendingafélagsins í
New York og halda uppi kynnum við
Íslendinga þar. Maja elskaði ís-
lenskan mat og sælgæti eins og svo
margir aðrir og var Ora fiskbúð-
ingur og rauður Opal í miklu uppá-
haldi hjá henni og í hvert sinn sem
ég heimsótti Ísland bað hún mig um
að koma með nokkrar dósir og
pakka með mér til Ameríku ásamt
harðfiski, SS pylsum og auðvitað
hangikjöti, þá var nú hátíð. Við Maja
töluðum saman í síma á hverju degi
í næstum 17 ár, það verður skrítið
að heyra ekki lengur í henni, ég mun
sakna hennar mikið.
Ég bið algóðan guð að vera með
allri hennar fjölskyldu bæði á Ís-
landi og í Bandaríkjunum börnun-
um, hennar þeim Guðrúnu og Ottó,
Bigga bróður hennar, elskulegum
eiginmanni, honum Duke, svo og
Rose dóttur hennar bið ég guðs
blessunar.
Ég kveð elskulega vinkonu sem
var mér svo kær, hennar verður sárt
saknað.
Hvíl í friði.
Þín
Auður Magnúsdóttir Lekay
og fjölskylda í Lody,
New Jersey
HENNÝ MARÍA
OTTÓSDÓTTIR
Elsku Svava amma,
amma mín, langamma
barnanna minna.
Fyrstu orðin sem koma upp í
huga minn eru fölskvalaus ástúð,
umhyggja, hlýja og tryggð. Enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Ég sakna þín amma mín. En
ég hugga mig við það að þú áttir
langt og gott líf. Seinustu árin í
faðmi fjölskyldunnar, öllum þeim
sem þykir vænt um þig. Og þú lifir
í hjörtum okkar, amma. Í mínu
hjarta lifir þú áfram eins og þú allt-
af varst, góð amma og falleg mann-
eskja.
Ég man að þegar ég var lítill, var
ég stundum í pössun hjá þér. Þá
gerðum við Svava frænka „kökur“ í
holinu. Þegar ég var í Ísaksaskóla,
fór ég oft til ykkar afa í Barðavog
eftir skólann með strætó númer 24.
Meðan mamma og pabbi áttu ekki
sjónvarp skrapp ég stundum á
kvöldin til að sjá það sem mér
fannst athyglisvert. Það var alltaf
✝ Svava Bern-harðsdóttir
fæddist á Kirkjubóli í
Valþjófsdal í Önund-
arfirði 3. nóvember
1914. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi 29. október
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Langholtskirkju
8. nóvember.
notalegt að heimsækja
þig og afa.
Mér er minnisstætt
hvað það var gott að
koma til þín í Barða-
vog 18 og fá að borða
og hvíla sig. Þegar ég
var krakki kom ég oft
til ykkar og sumarið
’79 þegar pabbi og
mamma fóru til Finn-
lands var ég iðulega í
mat hjá þér og þú
sýndir mér hvernig
maður þvær þvott og
gafst mér góð ráð í
veganesti þegar ég
flutti af landinu.
Þú hefur alltaf gefið af þínum
tíma og kröftum og fundist það
sjálfsagt að styðja við bakið á
hverjum sem á því þurfti að halda
án þess að krefjast endurgreiðslu.
Þú heldur það sem þú lofar og þú
bregst ekki frekar en klettur í
brimi – þú ert kletturinn okkar.
Ég kemst ekki til Íslands til að
vera við þína hinstu ferð, af ástæð-
um sem ég veit að þú tekur gildar.
Ég kveð þig að sinni með orðum
Stephans G.:
Ég óska þér blessunar, hlýlega hönd,
Þó héðan þér rétt geti ei neina, –
Bless elsku amma mín,
langamma, Svava okkar allra.
Þinn
Eiríkur Guðmundur,
Harpa, Sóley Freyja
og Steinar Freyr.
SVAVA BERN-
HARÐSDÓTTIR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVANFRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, mánu-
daginn 11. nóvember.
Stella Stefánsdóttir, Guðmundur Georgsson,
Emma Stefánsdóttir, Gunnar Jónsson,
Birgir Stefánsson, Heiða Hrönn Jóhannsdóttir,
Stefán Stefánsson, Hólmfríður Hreinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir minn,
JÓNAS RAGNAR SIGURÐSSON,
frá Skuld í Vestmannaeyjum,
til heimilis á Austurbrún 2, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að
kvöldi mánudagsins 11. nóvember.
Jarðarförin nánar auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingunn Lovísa Ragnarsdóttir.
Elsku maðurinn minn, pabbi, tengdapabbi og
afi okkar,
ÓSKAR BJÖRGVINSSON
ljósmyndari,
Vestmannaeyjum,
lést þriðjudaginn 12. nóvember.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn
16. nóvember kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð hjá MND-félag-
inu á Íslandi.
Steina Friðsteinsdóttir,
Þráinn, Kristín,
Arnar, Anna Sif,
Snorri, Anna
og sonardætur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GYLFI HALLVARÐSSON,
Hamrabergi 34,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 12. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Alda Björg Bjarnadóttir,
Linda Hrönn Gylfadóttir,
Bjarni Þór Gylfason, Sonja Hafdís Poulsen,
Hallvarður Hans Gylfason, Álfheiður Elín Bjarnadóttir,
Magna Ósk Gylfadóttir, Þórður Helgi Þórðarson,
Ægir Már Gylfason,
Alda Hrönn Magnúsdóttir,
Gylfi Þór Magnússon,
Annarósa Ósk Magnúsdóttir.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVAVA LÁRUSDÓTTIR,
Seljahlíð, Hjallaseli 55,
Reykjavík,
lést að morgni þriðjudagsins 12. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ragnheiður Kristín Karlsdóttir, Örn Árnason,
Svala Karlsdóttir,
Guðrún Hafdís Karlsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
KÁRI S. JOHANSEN
fyrrverandi deildarstjóri í KEA,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu-
daginn 7. nóvember.
Útför hans verður gerð frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 22. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á
dvalarheimilið Hlíð á Akureyri.
Gunnar Kárason, Svana Þorgeirsdóttir,
Gréta Aðalsteinsdóttir,
Kári Árnason Johansen,
Herborg Árnadóttir Johansen.