Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 13 ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra ætlar að setja í gang verk- efni sem lýtur að því að safna og gera aðgengileg gögn er varða sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna, heilnæmi og hollustu sjávarafurða og aðrar upp- lýsingar er varða íslenskan sjávar- útveg. Með þeim hætti gefst almenn- ingi, fyrirtækjum og öðrum sem óska upplýsinga færi á að nálgast þær á aðgengilegan hátt, án fyrir- hafnar. Sagði ráðherra tilvalið að byggja frekari upplýsingagjöf um upplýsingaveitu sjávarútvegsins, sem er á vefslóðinni www.fisheries.- is, og þá nefndi hann að ástæða væri til að skoða hvort vænlegt væri að vísa í þá netslóð á umbúðum um ís- lenskar sjávarafurðir. Þetta kom fram í máli Árna á ráð- stefnunni Ný mið, sem Stafnbúi, fé- lag auðlindadeildarnema, og Hið ís- lenska sjávarútvegsfræðafélag efndu til í Háskólanum á Akureyri nýverið. Árni sagði að undanfarin misseri hefði mikið verið fjallað um umhverf- ismerkingar á sjávarafurðum, ekki síst á alþjóðavettvangi. Samtímis hefði krafa um aukna upplýsingagjöf til kaupenda og neytenda aukist um- talsvert, „þó ekki liggi ljóst fyrir af hvaða rótum þær eru sprottnar“, sagði Árni. „Einstök fyrirtæki sem gefa sig út fyrir að votta sjálfbærni stofna hafa þrýst á um að sjávarút- vegsráðuneytið kaupi þjónustu þeirra í þessum efnum. Ég hef gert það ljóst að það komi ekki til greina. Ef sölufyrirtæki telji hins vegar að staða þeirra á mörkuðum styrkist við að hafa tiltekin merki á umbúð- um er það þeirra ákvörðun og á þeirra ábyrgð.“ Árni gerði einnig grein fyrir nið- urstöðum nýútkominnar skýrslu um aukið verðmæti sjávarútvegs, en sú framtíðarsýn er kynnt í skýrslunni að árið 2012 verði verðmæti sjávar- fangs um 240 milljarðar króna. Verð- mætið var 130 milljarðar í fyrra. Sjávarútvegsráðherra setur af stað verkefni Gögn um sjálfbæra nýtingu fiskistofna verði aðgengileg Morgunblaðið/Kristján Stafnbúi, Félag auðlindadeildar við Háskólann á Akureyri, stóð fyrir ráðstefnunni Ný mið, þar sem fjallað var um sóknarfæri í sjávar- útvegi. Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra flytur erindi sitt. SÚ STAÐA getur komið upp að þeir sem kjósa utankjörstaða viti ekki í hvoru Reykjavíkurkjördæminu þeir tilheyra eða hvaða menn skipa þann lista sem þeir kjósa. Atkvæði þeirra mun engu að síður rata í rétt kjör- dæmi. Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, segir að nefndin sem fjallaði um þetta á sínum tíma hafi álitið að þetta atriði gæti vart talist vera mik- ið mál. Mörgum hafi þótt skrýtið að utankjörstaðaatkvæðagreiðsla byrji áður en búið sé að ganga frá fram- boðslistum en Björn segir þá stöðu hafa komið upp þegar ákveðið var að stytta fresti sem voru í lögunum. „Þá kjósa menn einfaldlega þann lista sem þeir vilja styðja án þess að vita endilega hverjir eru á honum en það sem bætist við núna er að ekki er endilega víst að menn viti hvoru Reykjavíkurkjördæminu þeir til- heyra.“ Björn segir að nefndin sem fjallaði um þetta mál telji að þetta sé ekki mikil breyting frá því sem verið hef- ur því við allar kosningar komi það upp að utankjörstaðaatkvæði fólks sem hefur nýlega skipt um heimilis- fang komist á flakk. „En það eru tvö umslög og nafn og heimilisfang stendur á ytra umslaginu þannig að kjörstjórnirnar senda þetta einfald- lega sín á milli. Reykjavíkurkjör- stjórnirnar munu væntanlega senda slík atkvæði sín í millum þannig að þetta er í sjálfu sér ekki mikið mál og nefndin hefur væntanlega litið svo á að ekki tæki því að bæta inn sér- ákvæði vegna þessa.“ Utankjörfundaratkvæði í Reykjavík Ekki mikil breyting sparaðu fé og fyrirhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.