Morgunblaðið - 14.11.2002, Side 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 13
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra ætlar að setja í gang verk-
efni sem lýtur að því að safna og gera
aðgengileg gögn er varða sjálfbæra
nýtingu fiskistofnanna, heilnæmi og
hollustu sjávarafurða og aðrar upp-
lýsingar er varða íslenskan sjávar-
útveg. Með þeim hætti gefst almenn-
ingi, fyrirtækjum og öðrum sem
óska upplýsinga færi á að nálgast
þær á aðgengilegan hátt, án fyrir-
hafnar. Sagði ráðherra tilvalið að
byggja frekari upplýsingagjöf um
upplýsingaveitu sjávarútvegsins,
sem er á vefslóðinni www.fisheries.-
is, og þá nefndi hann að ástæða væri
til að skoða hvort vænlegt væri að
vísa í þá netslóð á umbúðum um ís-
lenskar sjávarafurðir.
Þetta kom fram í máli Árna á ráð-
stefnunni Ný mið, sem Stafnbúi, fé-
lag auðlindadeildarnema, og Hið ís-
lenska sjávarútvegsfræðafélag
efndu til í Háskólanum á Akureyri
nýverið.
Árni sagði að undanfarin misseri
hefði mikið verið fjallað um umhverf-
ismerkingar á sjávarafurðum, ekki
síst á alþjóðavettvangi. Samtímis
hefði krafa um aukna upplýsingagjöf
til kaupenda og neytenda aukist um-
talsvert, „þó ekki liggi ljóst fyrir af
hvaða rótum þær eru sprottnar“,
sagði Árni. „Einstök fyrirtæki sem
gefa sig út fyrir að votta sjálfbærni
stofna hafa þrýst á um að sjávarút-
vegsráðuneytið kaupi þjónustu
þeirra í þessum efnum. Ég hef gert
það ljóst að það komi ekki til greina.
Ef sölufyrirtæki telji hins vegar að
staða þeirra á mörkuðum styrkist
við að hafa tiltekin merki á umbúð-
um er það þeirra ákvörðun og á
þeirra ábyrgð.“
Árni gerði einnig grein fyrir nið-
urstöðum nýútkominnar skýrslu um
aukið verðmæti sjávarútvegs, en sú
framtíðarsýn er kynnt í skýrslunni
að árið 2012 verði verðmæti sjávar-
fangs um 240 milljarðar króna. Verð-
mætið var 130 milljarðar í fyrra.
Sjávarútvegsráðherra setur af stað verkefni
Gögn um sjálfbæra nýtingu
fiskistofna verði aðgengileg
Morgunblaðið/Kristján
Stafnbúi, Félag auðlindadeildar við
Háskólann á Akureyri, stóð fyrir
ráðstefnunni Ný mið, þar sem
fjallað var um sóknarfæri í sjávar-
útvegi. Árni M. Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra flytur erindi sitt.
SÚ STAÐA getur komið upp að þeir
sem kjósa utankjörstaða viti ekki í
hvoru Reykjavíkurkjördæminu þeir
tilheyra eða hvaða menn skipa þann
lista sem þeir kjósa. Atkvæði þeirra
mun engu að síður rata í rétt kjör-
dæmi.
Björn Friðfinnsson, ráðuneytis-
stjóri í dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu, segir að nefndin sem fjallaði
um þetta á sínum tíma hafi álitið að
þetta atriði gæti vart talist vera mik-
ið mál. Mörgum hafi þótt skrýtið að
utankjörstaðaatkvæðagreiðsla byrji
áður en búið sé að ganga frá fram-
boðslistum en Björn segir þá stöðu
hafa komið upp þegar ákveðið var að
stytta fresti sem voru í lögunum.
„Þá kjósa menn einfaldlega þann
lista sem þeir vilja styðja án þess að
vita endilega hverjir eru á honum en
það sem bætist við núna er að ekki er
endilega víst að menn viti hvoru
Reykjavíkurkjördæminu þeir til-
heyra.“
Björn segir að nefndin sem fjallaði
um þetta mál telji að þetta sé ekki
mikil breyting frá því sem verið hef-
ur því við allar kosningar komi það
upp að utankjörstaðaatkvæði fólks
sem hefur nýlega skipt um heimilis-
fang komist á flakk. „En það eru tvö
umslög og nafn og heimilisfang
stendur á ytra umslaginu þannig að
kjörstjórnirnar senda þetta einfald-
lega sín á milli. Reykjavíkurkjör-
stjórnirnar munu væntanlega senda
slík atkvæði sín í millum þannig að
þetta er í sjálfu sér ekki mikið mál og
nefndin hefur væntanlega litið svo á
að ekki tæki því að bæta inn sér-
ákvæði vegna þessa.“
Utankjörfundaratkvæði
í Reykjavík
Ekki mikil
breyting
sparaðu fé og fyrirhöfn