Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 17 skrefi framar fyrir fjölskylduna KRINGLAN  SMÁRALIND  AKUREYRI  EGILSSTAÐIR HALLÓ KRAK KAR - ÉG H EITI BOMM SI ÞEIR SEM EIGA EFTIRFARANDI SKÍRTEINI FÁ GEFINS LAUS JÓLASKÓ 120, 408, 37, 736 OG 212. HALLÓ KRAKKAR DAGANA 14.-18. NÓVEMBER VERÐUR BOMMSI Í JÓLASKAPI OG GEFUR KRÖKKUNUM 30% AFSLÁTT AF JÓLASKÓM FRÁ LAUS. MUNIÐ SKÝRTEININ YKKAR! Kringlunni 8-12 - www.olympia.is - sími 553 3600i l i . l i .i í i Hvergi meira úrval af Triumph undirfatnaði Heimsþekkt gæði og hönnun „FEMIN CURVES“  110 fm skrifstofuhúsnæði  120 fm vinnustofa/stúdíó  Bílastæði fylgja Húsið er á rólegum stað en steinsnar frá kjarna miðborgarinnar Húseignin Klapparstígur 16 ehf., símar 896 2470 eða 551 3333. Til leigu Klapparstígur 16, 101 R. Í YFIRLÝSINGU, sem Osama bin Laden er sagður hafa lesið á nýrri upptöku, er nýlegum hryðjuverkum fagnað og fleiri árásum hótað ráðist Bandaríkjamenn á Írak. Ennfremur er þar haft í hótunum við ríki sem stutt hafa Bandaríkin í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi í heimin- um. Talið er að yfirlýsingin hafi verið tekin upp einhvern tíma á síðustu tveimur vikum því skírskotað er til hryðjuverka sem framin voru í síð- asta mánuði og gíslatökunnar í Moskvu 23. október. Hér er birt þýðing á yfirlýsingunni í heild. „Mestu morðingjar aldarinnar“ „Til íbúa þeirra ríkja sem hafa myndað bandalag með ranglátri stjórn Bandaríkjanna: Ferðin til frelsis hefst með enda- lokum yfirgangsins. Réttlætið felst aðeins í því að svara í sömu mynt. Það sem hefur gerst til þessa eftir sigurinn í New York og Washington – svo sem aðgerðirnar gegn Þjóðverj- um í Túnis, sprengjuárásin á franska olíuskipið í Jemen, árásin á Frakka í Karachi, aðgerðirnar gegn [banda- rísku] sjóliðunum í Failaka [Kúveit], sprengjuárásirnar á Ástrala og Breta á Balí, auk nýlegrar gíslatöku í Moskvu og annarra aðgerða hér og þar – var ekkert annað en svar músl- íma sem eru ákafir í að verja trú sína og fara að fyrirmælum Guðs og Spá- mannsins. Það sem Bush, faraó aldarinnar, gerði með því að myrða börn okkar í Írak og það sem Ísraelar gerðu, með því að varpa sprengjum á hús aldraðs fólks, kvenna og barna í Palestínu úr bandarískum flugvélum var nóg til að hinir vitru meðal leiðtoga ykkar héldu sig í hæfilegri fjarlægð frá þessu glæpahyski. Fólkið okkar í Palestínu hefur ver- ið strádrepið og hefur mátt þola ólýs- anlegar þjáningar í tæpa öld. Ef við verjum fólkið okkar í Palest- ínu kemst umheimurinn í mikla geðs- hræringu og sameinast gegn múslím- um undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn hryðjuverkum, á rang- látan og óheiðarlegan hátt. Vita ráðamenn ykkar ekki að í klík- unni í Hvíta húsinu eru mestu morð- ingjar aldarinnar? Rumsfeld [varnarmálaráðherra] er morðinginn í Víetnam sem hefur drepið meira en tvær milljónir manna. Cheney [varaforseti] og Powell [ut- anríkisráðherra] hafa myrt fleiri og valdið meiri eyðileggingu í Bagdad en Houlagou [mongóli sem sigraði borg- ina á 13. öld]. Hvers vegna mynduðu ráðamenn ykkar bandalag með Bandaríkjunum til að ráðast á okkur í Afganistan? Og ég nefni sérstaklega Bretland, Frakkland, Ítalíu, Kanada, Þýska- land og Ástralíu. Ástralar voru varaðir við þátttöku í stríðinu í Afganistan og auvirðilegu framlagi til aðskilnaðar Austur-Tím- or [frá Indónesíu]. En þeir hunsuðu þessar viðvaranir þar til þeir vöknuðu við bergmálið frá sprengingunum á Balí. Seinna hélt stjórn Ástralíu því ranglega fram að árásin hefði ekki beinst gegn áströlskum borgurum. Ef þið þjáist vegna fólksins ykkar og bandamanna ykkar sem drepnir voru í Túnis, Karachi, Failaka, Balí og Amman, skulið þið minnast okkar fólks sem drepið var ásamt börnun- um í Palestínu og Írak. Minnist okkar fólks sem féll í Afganistan. Þegar þið talið um ykkar fólk sem dó í Moskvu ættuð þið að minnast okkar fólks í Tétsníu. Hversu lengi á ótti, fjöldamorð, eyðilegging, útlegð, munaðarleysi og ekkjudómur að vera hlutskipti okkar á meðan þið eruð þau einu sem fá að njóta öryggis, friðar og gleði? Það er kominn tími til að jöfnuður náist í þessu sambandi. Eins og þið myrðið, þannig verðið þið myrt og eins og þið sprengið, þannig verðið þið sprengd.“ „Múslímaþjóðin ræðst á ykkur“ „Þannig að múslímaþjóðin er byrj- uð að ráðast á ykkur með börnum sín- um, sem hafa lofað Guði að halda áfram heilagri baráttu okkar með orði og sverði, til að koma á réttlæti og uppræta óréttlæti, eins lengi og hjörtu þeirra slá. Að lokum biðjum við Guð að hjálpa okkur til að fylgismenn hans megi sigra og halda heilögu baráttunni áfram fram í dauðann til að verð- skulda miskunn hans.“ Í yfirlýsingunni er skírskotað til sprengjutilræðisins á Balí sem varð yfir 190 manns að aldurtila 12. októ- ber. Fjórum dögum áður beið banda- rískur sjóliði bana og annar særðist í skotárás á kúveisku eyjunni Failaka. Búlgarskur sjómaður beið bana 6. október í sprengjuárásinni á franska olíuskipið í Jemen sem skírskotað er til í yfirlýsingunni. Ennfremur er þar minnst á árás á strætisvagn í Karachi 8. maí, sem kostaði 14 menn lífið, m.a. 11 Frakka. Þá er skírskotað til árásar á samkunduhús gyðinga í Túnis 11. apríl, en þá lét 21 lífið, þeirra á meðal 14 Þjóðverjar. Hafði í hótunum við bandamenn Bush Nýlegum hryðjuverkum fagnað í yfirlýsingu sem bin Laden er sagður hafa lesið inn á segulband Doha. AFP. ’ Eins og þið myrð-ið, þannig verðið þið myrt. ‘ alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.