Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 23 AUKA þarf vatnsrennsli í Elliða- ánum á þurrkatímum til að koma í veg fyrir að hluti þeirra þorni upp eins og gerst hefur að undanförnu. Þetta er mat Stefáns Jóns Hafstein borgarfulltrúa. Borgarráð sam- þykkti á fundi sínum á þriðjudag ályktun þar sem lögð var áhersla á að Orkuveita Reykjavíkur tryggi að vatnsrennsli ánna nægði til að lífríki yrði viðhaldið. Aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar segir stýringu á vatnsrennsli háða því hversu mikið vatn sé í Elliðavatni hverju sinni. Elliðaárnar greinast í tvær kvíslar nokkru neðan við vatnsveitubrúna í Árbæ og að undanförnu hafa verið brögð að því að vestari kvíslin hafi þornað upp. Í minnispunktum að- stoðarforstjóra Orkuveitunnar sem lagðir voru fram á borgarráðsfundi á þriðjudag kemur fram að þetta gerist þegar vatnsrennsli í ánum fer niður fyrir tvo rúmmetra á sekúndu. Hægt sé að koma í veg fyrir þetta með því að veita meira vatni úr Elliðavatni í árnar en það hafi hins vegar áhrif til lækkunar vatnsborðs þar. Ákvörðun um sérstakan ráðgjafahóp frestað Að sögn Stefáns Jóns beindi borg- arráð þeim tilmælum til Orkuveit- unnar að séð yrði til þess að vatns- rennsli í ánum nægði til þess á öllum tímum að lífríki yrði viðhaldið án þess að sveiflur í vatnsmagni ógnuðu því. Þá hafi verið óskað eftir því að gripið yrði til ráðstafana til að tryggja að það vatn sem rennur frá Elliðavatni fari um báðar kvíslar ánna. Að auki hafi komi fram tillaga um að þessum tilmælum yrði fylgt eftir með stofnun sérstaks ráðgjafahóps en afgreiðslu hennar hafi verið frest- að. „Ástæðan fyrir þessu er einfald- lega sú að þeir eru ekki að miðla nægu vatni öllum stundum,“ segir Stefán Jón. „Ég spurði að því á fund- inum hvort Elliðavatnið væri nægj- anlegur vatnsbanki til að tryggja 2,5 til þrjá rúmmetra á sekúndu í ánum og fékk jákvæð svör. Þar kom líka fram að ef sírennslið er aukið kemur það niður á raforkuvinnslunni. Við segjum hins vegar að við höfum ekk- ert efni á því að þurrka þarna upp og drepa hrygningarlax í þessum vest- ari kvíslum.“ Hægt að jafna rennsli vegna virkjunarinnar Ásgeir Margeirsson, aðstoðarfor- stjóri Orkuveitunnar, segir mikil- vægt að gæta líka að Elliðavatni þeg- ar hugað er að því að auka vatnsrennslið í Elliðaánum. „Það má ekki hleypa of miklu úr vatninu því þar er líka viðkvæmt lífríki. En það er hægt að bregðast við þessu, ein- mitt af því að það er virkjun í ánni og miðlun á vatni þangað. Annars væri þetta að gerast af og til af náttúrunn- ar völdum.“ Hann segir að rennslissveiflur í ánni væru miklu meiri ef ekki væri virkjun. „Það væri miklu meira um flóð og miklu meira um þurrka. Elliðavatnsstíflan var byggð til að koma í veg fyrir stórflóð í Elliða- ánum sem eru mjög vel þekkt og það er ekkert mjög langt síðan það flæddi upp undir brúna í Ártúns- brekkunni.“ Ásgeir vísar því á bug að Orkuveit- an spari sér vatn fyrir raforkuvinnsl- una á kostnað lífríkisins. „Raforku- vinnsla í Elliðaánum er eingöngu yfir daginn að vetrarlagi og hún er mjög lítið brot af því sem áður var. Það er alveg skýrt og hefur verið lengi að raforkuvinnslan er látin mæta af- gangi. Þegar um það er að ræða hvort þurfi að miðla vatni á milli ár- farvega út af lífríki og hins vegar að spara það til að geta unnið úr því raf- magn þá eru það alveg skýrar línur hér að það er lífríkið sem nýtur vaf- ans. Við höfum þá einfaldlega úr minna að spila til raforkuvinnslunn- ar.“ Sveiflur í laxagengd svipaðar og í öðrum ám Hann segir það mat Orkuveitunn- ar að raforkuvinnsla í Elliðaánum sé ekki orsök minnkandi laxagengdar á síðustu árum. „Það var vöxtur í laxa- gengd og veiði í Elliðaánum á fyrstu 50–60 árum virkjunarinnar en hún var byggð árið 1921. Upp úr 1980 byrjaði þetta aðeins að minnka en það var mjög í takt við aðrar ár í þessum landshluta og víðar á land- inu. Síðan minnkaði þetta frekar eftir 1995 en það verður líka í öðrum ám í kringum okkur sem ekki eru virkj- aðar. Þannig að við túlkum þetta sem svo að þetta sé ekki virkjunarinnar vegna heldur þvert á móti gefur þessi miðlun okkur kost á því að hafa um- hverfið þarna hagstæðara fyrir líf- ríkið með því að jafna rennslið og minnka sveiflur.“ Að sögn Ásgeirs hefur þegar verið gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir óhöpp í lífríkinu þegar rennsli er í lágmarki. „Við munum einnig fara yfir það nákvæmlega hvernig við getum best hagað þessu og unnið úr því þannig að þetta gerist ekki aft- ur.“ Rennsli í Elliðaánum verði jafnað út Elliðaárdalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.