Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 16
FRÉTTIR 16 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT ársskýrslu umboðs- manns Alþingis fyrir árið 2001 eru sex mál enn til meðferðar hjá stjórn- völdum eftir að umboðsmaður skil- aði áliti í umræddum málum á síð- asta ári og beindi þar ákveðnum tilmælum til stjórnvalda. Meðferð þessara mála skiptist jafnt milli dómsmálaráðuneytisins og ríkislög- reglustjóra, landbúnaðarráðuneytis- ins og kjaranefndar. Afgreiðsla þeirra hefur dregist af mismunandi ástæðum en ef tíminn er skoðaður frá því að fyrst var kvartað til umboðsmanns Alþingis kemur í ljós að sum málanna hafa verið til meðferðar í kerfinu í rúm þrjú ár. Kvartað yfir bónstöð og rokktónlist Greint var frá einu þessara mála í Morgunblaðinu fyrir nokkru, þ.e. frumkvæðisathugun umboðsmanns á réttarstöðu fanga og málsmeðferð fangelsisyfirvalda. Fram kom að nefnd á vegum dómsmálaráðherra hefur tekið til starfa sem ætlað er að vinna að nýju lagafrumvarpi þar sem m.a. verður tekið á þeim úrbót- um sem umboðsmaður lagði til. Álit- inu skilaði hann í nóvember á síðasta ári og að lokinni eftirgrennslan fékk hann þau svör frá ráðuneytinu í apríl sl. að semja ætti nýtt lagafrumvarp. Hitt málið sem er til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu, sem og hjá ríkislögreglustjóraembættinu, teng- ist kvörtun sem umboðsmanni barst í ágúst 1999 yfir lögreglunni í Reykjavík. Þrír nágrannar atvinnu- húsnæðis kvörtuðu yfir hávaða og ónæði sem barst frá bónstöð í húsinu og æfingum rokkhljómsveita. Um- boðsmaður komst m.a. að þeirri nið- urstöðu í áliti, sem skilað var í mars 2001, að lögreglan hefði ekki sinnt lögboðnu hlutverki sínu. Einnig var talin þörf á verklagsreglum fyrir lögreglu og vakti umboðsmaður at- hygli ríkislögreglustjóra og dóms- málaráðuneytisins á álitinu. Í febrúar á þessu ári fékk um- boðsmaður bréf frá dómsmálaráðu- neytinu þar sem kynnt voru drög að verklagsreglum ríkislögreglustjóra um viðbrögð lögreglu þegar hávaði og ónæði hlýst af starfsemi í hús- næði í einkaeigu. Þegar ársskýrsla umboðsmanns fór í prentun í sept- ember sl. höfðu þessar verklagsregl- ur ekki enn verið gefnar út. Morg- unblaðið fékk þær upplýsingar í dómsmálaráðuneytinu að drögin hefðu verið að fara á milli ráðuneyt- isins og ríkislögreglustjóra síðustu mánuði en von væri á verklagsregl- unum frá embætti ríkislögreglu- stjóra á næstunni. Ríkisjörð og gæludýr Málin sem tengjast landbúnaðar- ráðuneytinu eru annars vegar út af sölu á ríkisjörð og hins vegar vegna einangrunarstöðvar fyrir gæludýr. Í ágúst 1999 kvartaði ábúandi á rík- isjörð yfir því til umboðsmanns að ráðuneytið hefði synjað honum um kaup á jörðinni. Hafði ráðuneytið auglýst jörðina til sölu samkvæmt breyttum vinnureglum, þrátt fyrir að hafa vitað um kaupáhuga ábúand- ans. Í áliti sínu gagnrýnir umboðs- maður ráðuneytið fyrir framkvæmd breyttra vinnureglna og fyrir að hafa ekki auglýst þær opinberlega. Álitinu var skilað í júní árið 2001 og í bréfi til ráðuneytisins í upphafi þessa árs óskaði umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort vinnuregl- urnar hefðu verið birtar samkvæmt settum reglum. Einnig spurði hann hvort ábúandinn hefði leitað til ráðu- neytisins á ný. Umboðsmaður fékk þau svör að reglurnar hefðu verið settar í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar og m.a. verið birtar á vef ráðuneyt- isins. Ráðuneytið upplýsti ennfrem- ur að ábúandinn hefði óskað á ný eft- ir því að kaupa jörðina en erindinu hefði verið hafnað. Ábúandinn leitaði á ný til umboðsmanns í febrúar sl. og hann átti fund með ráðuneytismönn- um í byrjun apríl sl. Í ársskýrslunni segir að á þeim fundi hafi komið fram vilji ráðuneytisins til að taka málið aftur til úrlausnar. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi B. Helgasyni ráðuneytisstjóra er það enn til athugunar en niðurstaðna að vænta á næstu dögum eða vikum. Þá segir Guðmundur að málið vegna einangrunarstöðvar fyrir gæludýr sé enn á vinnslustigi. Fram fari áhættugreining á innflutningi gæludýra til landsins. Hann segir þetta mál hafa tekið lengri tíma en ætlað hafi verið. Fyrst var kvartað yfir því til umboðsmanns Alþingis í maí árið 2000. Þá hafði ráðuneytið synjað umsækjanda um leyfi fyrir einangrunarstöð. Umboðsmaður skilaði áliti í júní á síðasta ári og taldi að ráðuneytið hefði ekki fært fullnægjandi rök fyrir synjuninni. Sagði hann lagaákvæði um takmark- anir á innflutningi dýra og fram- kvæmd sóttvarna fela í sér takmark- anir á atvinnufrelsi. Beindi hann þeim tilmælum til landbúnaðarráðu- neytisins að taka mál umsækjand- ans fyrir að nýju. Í nóvember 2001 sendi hann ráðuneytinu bréf og kannaði hvort málið hefði verið tekið upp. Ráðuneytið svaraði umboðs- manni í byrjun þessa árs með þeim orðum að málið væri komið til með- ferðar að nýju. Er svo enn, sam- kvæmt framansögðu. Þá hefur kjaranefnd tvö mál til meðferðar eftir að umboðsmaður beindi til hennar tilmælum í fyrra. Bæði málin tengjast úrskurði nefnd- arinnar frá miðju ári 1998 um launa- kjör prófessora við Háskóla Íslands og mati á störfum þeirra. Kvörtuðu tveir prófessorar til umboðsmanns í desember 1999 og apríl 2000 yfir málsmeðferð og niðurstöðu kjara- nefndar. Skilaði settur umboðsmað- ur álitum í þessum málum í sept- ember á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi m.a. matsreglur nefndar- innar og vildi að hún skoðaði málin betur. Í janúar á þessu ári spurðist umboðsmaður fyrir hjá kjaranefnd hvort prófessorarnir hefðu leitað til hennar aftur og hvort brugðist hefði verið við tilmælunum. Umboðs- manni var svarað í mars sl. þar sem fram kemur að kjaranefnd brást við með ýmsum aðgerðum en málunum væri ekki lokið. Í ársskýrslu segir umboðsmaður m.a. að nefndin hafi ekki enn svarað svarað þessum pró- fessorum formlega. Morgunblaðið fékk þau svör hjá lögfræðingi kjara- nefndar að málin væru enn til með- ferðar.           )  (  #)!! *+! ( !&)!  (  ,"!( ()  ./) - ()  . ! $"  & $%& $   ./) ()  $   0  ! )  # (! ) )  !!  % - %1)!( $  ( &!$ ) (%) ( 3/!1) + !  "! ) %  # #3$"!%   1 ) 4 ( !    " !!# ! %) (!" 5!! $ (        ! )   16 4 ( !    " !!# ! %) (!" 5!!  $" % 4( % 1 % )  3 ! 7  ! 8  -  ! #)!-  9   # ) ) 6!   7/!  7/!    '  , !'  * & 4 :"%' ;/& 4 !   '   ' ;/& <  3  ( ! ;' ;' ;' :"%' * & * & < ' 4 ! 4 ! ;' :    !   %  6!  % :) ! ) ) %1  3$( ()   =   ) %1  ( 1  &! ! $"  >  3 $   >  3 ()   >  3 $   2 ? 1 !    ) ( 6  ()  !!  +) !$) 3#    )  0  & (/! # # ' ' *  %   )  #)!! #    ) 3# &  & 30 ()  ) +%& ) !#) () ( 6' Allt að þrjú ár liðin frá því að fyrst var kvartað Sex mál enn til meðferðar stjórn- valda að fengnu áliti umboðsmanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.