Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVERJUM dytti í hug að setja upp loftfimleikaútgáfu af frægustu ástarsögu heims, láta einn umdeild- asta höfund hérlendan snara gullald- arensku á íslenskt nútímatalmál og gera úr þessu afar sjónræna, fyndna og jafnvel á köflum harmþrungna sýningu á „Hinum alveg frábæra og hræðilega harmleik um Rómeó og Júlíu“ eins og segir á titilsíðu þýð- ingar Hallgríms Helgasonar á þessu leikriti Williams Shakespeare? Nú, auðvitað Vesturportsspútnikkarnir sem í samvinnu við Borgarleikhúsið hefur tekist hið ómögulega – að gera harmleik hins enska skálds aðgengi- legan unglingum samtímans en samt halda einhverju eftir af kjarnanum sem gerði verkið sígilt. Það mátti sjá hvers var að vænta úr þessari átt hvað Shakespeare gamla viðkemur þegar Björn Hlynur Haraldsson undir merkjum Vestur- ports hlutaði Títus hans niður og setti saman aftur í stuttri en eftirminni- legri sýningu. Hér eru verk skáldjöf- ursins enska notuð sem efniviður í stórkostlegar sýningar þar sem sér- hver sú aðferð sem leiklistin hefur yf- ir að ráða eða getur fengið lánaða úr skyldum greinum er notuð til að skapa heljarmikið sjónarspil og keyra það svo áfram af fullum krafti. Nú standa við stjórnvölinn Gísli Örn Garðarsson og Agnar Jón Eg- ilsson, en Gísli leikur líka aðalkarl- hlutverkið og er skrifaður fyrir þeim ábyrgðarhluta að þjálfa þátttakend- urna í uppátækjum fjölleikahúsfólks ásamt Jóhannesi Níelsi Sigurðssyni. Loftfimleikaatriðin eru nýstárlegasti hluti sýningarinnar – og þá helst vegna þess að það er svo kyndugt að fylgjast með löndum sínum sprella svona í lausu lofti. Svo eykur á spennuna möguleikinn að áhorfendur á fremstu bekkjum fái frændur sína, loftlistamennina, beint í hausinn. Það er athyglisvert að Hallgrímur Helgason hefur við þýðingu þessa verks stuðst við allt það sem Shake- speare-þýðendur þessa lands hafa alla tíð forðast eins og pestina – nú- tímatalmál og tilvísanir í dægurmál. Hann hefur gengið eins langt og hon- um er unnt í að gera textann að sínum eigin enda setur smekkur Hallgríms á gríni og gamni mikinn svip á sýn- inguna. Lausnirnar eru ekki allar jafnsnjallar en það má telja það Hall- grími hér til hróss að hann er ekki hræddur við að nota klisjur þegar þeirra er þörf. Í gamanmálunum skiptast þær á við hugvitsamlegra grín og blandan svínvirkar. Svolítið annað er uppi á teningnum þegar komið er út í harmrænni þætti verks- ins en þar skriplar Hallgrímur stund- um á skötunni og áhorfendum jafnvel hlátur í hug á hjartnæmustu stund- um. Það er greinilegt að aðstandend- ur sýningarinnar hafa leikið sér áfram að textanum eins og þá lysti svo að leiktextinn ber gjarnan meiri keim af Hallgrími með þeirra inn- skotum en upprunalega textanum enska. Þeim sem ætla að rifja upp fyrri kynni af harmleiknum væna má benda á að hér er lögð mun meiri áhersla á fyndna möguleika verksins en harmræna. Það er því undravert hve vel tekst að söðla um í lokaatrið- unum og leyfa sorgarleiknum að ná yfirhöndinni og renna sitt skeið. Hve vel tekst til er miklu leyti að þakka samleik Ólafs Darra Ólafssonar og Nínu Daggar Filippusdóttur í atrið- inu þegar hann, í hlutverki fóstru hennar, segir henni lát Tíbalts. Þarna verða skil í sýningunni og Nínu Dögg í hlutverki Júlíu gefst kostur á að túlka örvæntingu þess sem neyðist til að treysta ráðabruggi annarra gegn betri vitund. Lokaatriðið er áhrifa- mikið og er þar bundinn snaggara- lega endir á líf elskendanna en jafn- framt minnt á loftfimleikinn sem setur svo mikinn svip á sýninguna. Að sjálfsögðu hefði verið enn betra ef tekist hefði að tvinna betur saman harm og gleði. Rómeó hefur í túlkun Gísla Arnar vart ráðrúm til að sinna harmræna þættinum svo hann fer fyrir lítið. Margar aðrar persónur eru svo stílfærðar hvað gervi og leik snertir að leikurunum tekst einungis að skila gríninu. Eina virkilega und- antekningin er Margrét Vilhjálms- dóttir sem Benvólíó en hvað þá per- sónu varðar er lagt upp með breiðari tilvísun frá upphafi. Á móti kemur að hinir leikararnir skila gríninu listavel. Björn Hlynur Haraldsson er frábær sem hinn ofvirki Merkútsíó og Ólafur Egill Egilsson sem fólið Tíbalt. Mar- grét Vilhjálmsdóttir skapar gjörólíka persónu sem móðir Júlíu sem undir- strikar enn fjölhæfni hennar sem leikkonu. Ingvar E. Sigurðsson leik- ur föður hennar og á marga virkilega góða spretti. Erlendur Eiríksson leikur vonbiðilinn París sem undir- furðulegt skrípamenni sem brestur í söng við hvert mögulegt og ómögu- legt tækifæri og sýnir enn eina hlið- ina á sér á stuttum ferli. Allra bestur er samt Ólafur Darri Ólafsson sem fóstran sem sýnir ótrúlegt næmi, tækni og tilfinningu fyrir tímasetn- ingu í þroskuðum gamanleik. Víking- ur Kristjánsson fer kersknisfullur með aðfara- og lokaorð verksins klæddur sem fjölleikahússtjóri og þjónar fjölskyldu Júlíu með hangandi hendi. Árna Pétri Guðjónssyni farast gamanmálin vel úr hendi en er ekki eins trúverðugur þegar syrtir í álinn. Þrír fimleikagarpar, jafnt á barns- sem fullorðinsaldri, fylla svo leik- flokkinn þó að sumir leikaranna gæfu þeim lítið sem ekkert eftir á flugi. Umgjörð sýningarinnar á stóran þátt í hve vel tekst til. Hér er svið og áhorfendarými litla salarins í Borg- arleikhúsinu nýtt sem fjölleikahús, enda taka lýsing, búningar og leik- mynd mið af þeirri hugmynd. En sjón er sögu ríkari, hér ríkja kraftur og þor og hæfilegt virðingarleysi fyrir perlum heimsbókmenntanna og fá- gætt tækifæri til að sjá frægustu ást- arsögu allra tíma í lausu lofti. Ást í lausu lofti Morgunblaðið/Golli Faðir Júlíu reynir að hafa hemil á Tíbalt, en ofsi hans steypir elskendunum í glötun: Ólafur Egill Egilsson og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum sínum. LEIKLIST Borgarleikhúsið í samstarfi við Vesturport Höfundur: William Shakespeare. Þýðing: Hallgrímur Helgason. Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson og Agnar Jón Egilsson. Danshöfundur: Katrín Hall. Leik- myndahönnun: Börkur Jónsson. Bún- ingahönnun: Þórunn Elísabet Sveins- dóttir. Ljósahönnun: Kári Gíslason. Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson. Hljóð- hönnun: Ólafur Örn Thoroddsen. Fjöl- leikahúsþjálfun: Gísli Örn Garðarsson og Jóhannes Níels Sigurðsson. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Björn Hlynur Haraldsson, Erlendur Eiríksson, Gísli Örn Garðarsson, Ingvar E. Sigurðs- son, Jóhannes Níels Sigurðsson, Kristján Ársælsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafs- son, Ólafur Egill Egilsson, Tómas Aron Guðmundsson og Víkingur Kristjánsson. Miðvikudagur 20. nóvember. RÓMEÓ OG JÚLÍA Sveinn Haraldsson KAFFIHÚSASTEMNING og kertaljós verður í húsi Domus Vox kl. 21.30 í kvöld, en þar verða útgáfu- tónleikar á nótnabók Hreið- ars Inga Þorsteinssonar, Strax eða aldrei. Vinir Hreiðars Inga flytja verk úr þessari 25 laga söngbók. Fram koma Valgerður Guðnadóttir, Hafsteinn Þór- ólfsson, Bjarni Snæbjörnsson, Iwona Ösp Jagla, Bentína Sigrún Tryggvadóttir og Kór Verzl- unarskólans. Hólmfríður Jóhann- esdóttir flytur efni af nýútkominni plötu, Rautt silkiband, og Páll Óskar og Monika flytja efni af plötunni Ef ég sofna ekki í nótt. Lagavalið ætti að höfða til sem flestra, en í nótnabókinni má finna lög fyrir barnakóra, unglingakóra, kirkjuleg verk og einnig er ljóða- flokkur fyrir þá sem eru lengra komnir í söngnámi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef lög mín út á nótum en ég byrjaði að semja 12 ára gamall. Lögin í þessu hefti eru frá því ég var 17 ára til dagsins í dag,“ segir Hreið- ar Ingi, sem nú er 24 ára. „Ég hef hægt og rólega þróað minn eiginn stíl og er samkvæmur sjálfum mér. Ég finn mikinn meðbyr og er tilbúinn að taka áhætt- una: annaðhvort gengur þetta eða gengur ekki. Kór Verzlunarskóla Ís- lands ætlar að hita upp fyrir tónleikana, kl. 21, og frum- flytur alveg glóðvolgt lag eftir mig sem ekki er í heftinu. Næstu nótna- bók hyggst ég gefa út eftir 2–3 ár og þá einvörðungu verk fyrir kóra, en ég á lög á lager í löngum bunum,“ segir Hreiðar Ingi. Tónleikar í tilefni útkomu nótnabókar Hreiðar Ingi Þorsteinsson HRAFNHILDUR Arnardóttir opnar sýningu sem hún nefnir „Shrine of my Vanity“, Helgi- dómur hégóma míns, í Galleríi Hlemmi í dag kl. 20. „Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða IVD (intensive vanity disorder) eða hégóm- aröskun en það heilkenni verður æ algengara meðal þeirra sem temja sér lífsstíl Vesturlanda- búa,“ segir Hrafnhildur. „Þetta fyrirbæri tekur eðlilega á sig margvíslegar myndir en á sýn- ingunni tekst ég á við þær hliðar sem snúa frekar að henni sjálfri.“ Hrafnhildur útskrifaðist með meistaragráðu frá School of Vis- ual Arts í New York árið 1996. Hún hefur á undanförnum árum tekið þátt í fjölda sýninga, bæði hér heima og á erlendri grund. Sýningin stendur til 8. desem- ber og er opin frá miðvikudegi til sunnudags kl. 14–18. Hégómarösk- un á Hlemmi GREEN ww w. for va l.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.