Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 19 TVEIR menn voru teknir af lífi samkvæmt dauðadómum í Bandaríkjunum í fyrrinótt og gær. Í Missouri-ríki var Will- iam R. Jones líflátinn með ban- vænni sprautu fyrir morð er hann framdi 1986. Mál Jones vakti athygli í Evrópu er hann kvæntist austurrískri konu sem hann kynntist í gegnum Netið. Jones var úrskurðaður látinn skömmu eftir miðnætti í fyrri- nótt og var sjötti dauðamaður- inn sem líflátinn er í Missouri á þessu ári. Kona hans, Gerti, var viðstödd aftökuna. Í Texas var Craig Ogan tek- inn af lífi fyrir morð á lögreglu- manni. Ogan bar því við að hann hefði skotið manninn í sjálfsvörn, en kviðdómur lagði ekki trúnað á það. Oagan kvaðst alla tíð saklaus, og rétt áður en hann var líflátinn sagði hann: „Með því að drepa mig hafa þeir, sem bera ábyrgðina flekkað hendur sínar, því að ég er saklaus.“ Önnur aftaka átti að fara fram í Texas í gær og í dag er aftaka fyrirhuguð í Georgíuríki. Loftsteinar fátíðir LOFTSTEINAR sem eru nógu stórir til að geta eytt borgum á stærð við New York rekast sjaldnar á jörðina en talið hefur verið, eða að líkindum aðeins um einu sinni á árþúsundi, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Hingað til hefur verið álitið að búast mætti við að slíkir steinar, eins og sá sem olli gífurlegri eyðileggingu í Síberíu 1908, rækjust á jörðina á um það bil 200 ára fresti, sagði Peter Brown, stjarneðlis- fræðingur við Háskólann í Vestur-Ontario í Kanada, en niðurstöður hans birtast í tíma- ritinu Nature í dag. Rannsókn- in byggðist á upplýsingum sem safnað hefur verið með gervi- tunglum undanfarin átta ár. Ræningja- brúðurin TVÍTUG írönsk kona hefur verið ákærð fyrir mannrán eftir að hún fjötraði mann, sem ekki vildi kvænast henni, og lokaði hann niðri í kjallara, að því er blaðið Etemad greindi frá í gær. Sagði blaðið að konan, sem heitir Maral, hefði gripið til þessara örþrifaráða, með að- stoð móður sinnar og ömmu, eftir að maður sem hún dáðist að veitti því litla athygli er hún gerði hosur sínar grænar fyrir honum. Blaðið hafði eftir kon- unni að móðir hennar hefði sagt henni að það væri hefð fyrir því í fjölskyldu þeirra að konur bæðu sér manns og sýndu vald sitt. Fágætt er í Íran að konur biðji sér manns. Foreldrar mannsins sem hún vildi eignast neituðu að veita samþykki sitt sökum ruddaskapar hennar og þá greip hún til þess ráðs að koma á hann böndum, setti hann í skottið á bíl móður sinn- ar og síðan ofan í kjallarann hjá ömmu sinni í því augnamiði að knýja foreldra hans til að af- henda fæðingarvottorð hans, en því þarf að framvísa við gift- ingar. En lögreglunni tókst að hafa uppi á ræningjabrúðinni og frelsa brúðgumann óviljuga. STUTT Aftökur í Banda- ríkjunum STJÓRNVÖLD í Indónesíu og upp- reisnarmenn í Aceh-héraði hafa náð samkomulagi um að binda enda á átök, sem staðið hafa um áratuga- skeið, og verður skrifað undir samn- inga þess efnis í næsta mánuði. Frá þessu var greint á þriðjudaginn. „Það á enn eftir að leiða til lykta nokkur mál en við gerum ráð fyrir að skrifað verði undir friðarsamkomu- lag 9. desember 2002,“ sagði í yfir- lýsingu frá Henry Dunant-mannúð- arstofnuninni svissnesku, en erind- rekar hennar hafa gegnt hlutverki sáttasemjara í þessari deilu undan- farin tvö ár. Aceh er hérað syðst á Súmötru, sem er stærsta eyja Indónesíu. Frelsissamtök Aceh (GAM) hafa síð- an 1976 barist fyrir sjálfstæði hér- aðsins og er talið að 10.000 manns hafi fallið í átökum GAM og stjórn- arhersins. Flestir hinna föllnu voru óbreyttir borgarar. Skv. friðarsamkomulaginu verður komið á fót 150 manna samráðs- nefnd sem fengi það verkefni að hafa eftirlit með öryggi borgaranna, rannsaka brot á skilmálum sam- komulagsins og grípa til ráðstafana ef spenna myndast á ný. Mestu máli skiptir þó, ef marka má fréttasíðu BBC, að uppreisnarmenn krefjast ei lengur fulls sjálfstæðis, heldur munu sætta sig við umtalsverð sjálfstjórn- arréttindi. Samið um frið í Aceh- héraði í Indónesíu Banda Aceh í Indónesíu. AFP. alltaf á föstudögum Klapparstíg 27, sími 552 2522 HOPPURÓLA Kr. 5.500. Bráðskemmtileg bók eftir Guðrúnu Helgadóttur um systkini á aldrinum 9–19 ára og fjölskyldu þeirra. Aðdáendur Guðrúnar verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa óvenjulegu sögu því að hér sýnir hún á sér allar sínar bestu hliðar. Spennandi og áleitin saga – spaugilegir atburðir og eftirminnilegar persónur. Ný bók eftir Guðrúnu Helgadóttur! Góða skemmtun! Guðrún Helgadóttir Komin í verslanir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 94 43 11 /2 00 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.