Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Enskunám í Englandi Virtur málaskóli á suðurströndinni 18 ára og eldri 2-10 vikna námskeið. 13-17 ára 2-4 vikna námskeið 50 ára og eldri 2 vikna námskeið Skólinn sér fyrir fæði og húsnæði. Uppl. eftir kl. 17.00 í síma 862 6825. Akureyrarbær auglýsir: Kjarnalundur - deiliskipulag Framlengdur frestur Hér með tilkynnist að áður auglýstur frestur til að gera athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi lóðar Náttúrulækningafélagsins við Kjarnaskóg, þar sem byggingin Kjarnalundur stendur, hefur verið framlengdur. Framlengdur frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 mánudaginn 2. desember 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, til loka þessa frests. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Akureyri, 19. nóvember 2002 skipulags- og byggingarfulltrúi FJÁRHAGSSTAÐA Hríseyjar- hrepps var til umræðu á síðasta fundi sveitarstjórnar. Kom þar fram að staðan væri ekki góð en að nokkr- ir þættir væru ekki nógu ljósir á þessum tímapunkti. Verið er að vinna við uppfærslu fjárhagsáætlun- ar í samræmi við nýtt bókhaldskerfi og munu línur verða skýrari þegar því lýkur, eða um næstu mánaðamót. Umræður urðu um framlag til At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, AFE og hvort það skilaði sér að ein- hverju leyti til sveitarfélagsins. Kom fram að þrátt fyrir erfiða stöðu í at- vinnumálum Hríseyjarhrepps, hefði Atvinnuþróunarfélagið ekki haft neitt frumkvæði til úrbóta. Ákveðið var á fundinum að athuga hvort ástæða væri fyrir Hríseyjarhrepp að vera aðili að félaginu. Einnig var rætt um niðurgreiðslu ferjugjalda en sveitarsjóður hefur niðurgreitt ferjugjöld í Sævari um 25% á fjórum 30 miða afsláttarkort- um á ári, til þeirra sem stunda at- vinnu utan Hríseyjar. Fram kom á fundi hreppsnefndr að ábendingar og óskir hafi komið um að sveitar- sjóður gerði betur. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að auka þessar niðurgreiðslur í 50% ótakmarkað vegna starfa utan Hríseyjar. Að sögn Harðar Snorrasonar skipstjóra á Sævari fara 7-8 manns daglega með ferjunni til fastalands- ins og þar af er um helmingur skóla- fólk. Á meðan frystihús Snæfells var rekið í Hrísey var eitthvað um að fólk kæmi daglega með ferjunni til vinnu í eynni en því er ekki að heilsa lengur. Erfið fjárhagsstaða Hríseyjarhrepps rædd í sveitarstjórn Aðild að AFE verði endurskoðuð HELDUR drungalegt er yfir skammdeginu á Akureyri þessa dagana, enda nánast allur snjór horfinn í veðurblíðunni. Þá eru frekar fáir bæjarbúar farnir að setja upp jólaljós við heimili sín. Það er þó farið að birta heldur yfir garðinum þeirra Ragnars Sverr- issonar formanns Kaupmanna- félags Akureyrar í Áshlíðinni og Guðnýjar Jónsdóttur konu hans, enda hefur sonur þeirra Ragnar Þór unnið hörðum höndum síðustu daga við að setja upp jólaljós á íbúðarhúsið og á grenitré í garð- inum. Ragnar Þór sagðist skreyta 15-20 tré í garðinum fyrir jólin, með á fjórða þúsund perum. Ragn- ar Þór sagðist oft hafa verið fyrr á ferðinni með ljósaljósin og að svo væri reyndar með aðra bæjarbúa. Undanfarin ár hefði stór hópur fólks verið búinn að skreyta hjá sér í kringum 20. nóvember. Ragnar Þór sagði að þótt það tæki marga daga að setja ljósin upp, væri ekki lengi gert að taka þau niður. „Það er samt alltaf jafn leiðinlegt að þurfa að slökkva á þessum fallegu ljósum aftur.“ Morgunblaðið/Kristján Ragnar Þór Ragnarsson setur upp jólaljós í garðinum heima hjá foreldrum sínum í Áshlíð 11 á Akureyri. Jólaljósin sett upp í Áshlíðinni FIMMTÍU ár eru á morgun, föstu- daginn 22. nóvember, liðin frá stofnun Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. Forgöngu um stofnun félags- ins höfðu þeir Skapti Áskelsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Herluf Ryel. Síðar bættust í hóp stofn- enda Útgerðarfélag KEA, Gísli Konráðsson og Arnljótur Bjarna- son. Hlutafé félagsins var í upphafi ákveðið kr. 125.000. Fyrsta stjórn Slippstöðvarinnar var skipuð þeim Gísla Konráðssyni, Skapta Áskels- syni, Arnljóti Bjarnasyni og Þor- steini Þorsteinssyni, sem var vara- maður. Prókúruumboð hafði Skapti Áskelsson, sem síðan var um ára- raðir framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins og í raun sá maður sem með krafti sínum og áræði hafði forustu um uppbyggingu stöðvarinnar, segir í frétt frá fyrirtækinu vegna afmælisins. Á undirbúningstíman- um réðust þeir Anton Finnsson og Árni Þorláksson til starfa hjá Slippstöðinni hf. Báðir þessir menn störfuðu eftir það hjá fyrirtækinu það sem eftir lifði starfsævi þeirra. Á þessum 50 árum hafa 67 skip stór og smá verið smíðuð í Slipp- stöðinni auk óteljandi viðhalds- og endurnýjunarverkefna. Frá fyrstu tíð hefur Slippstöðin verið brautryðjandi á sviði skipa- smíða og viðgerða og smíði vinnslu- búnaðar fyrir fiskiskip og er í dag stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í landinu með rúmlega eitthundrað starfsmenn. Í tilefni dagsins verður efnt til afmælishófs í matsal fyrirtækisins milli kl. 15 og 17 á afmælisdaginn og eru allir viðskiptavinir Slipp- stöðvarinnar og velunnarar hennar velkomnir. Slippstöðin á Akureyri 50 ára 67 skip smíðuð hjá stöðinni Lesið verður upp úr nýútkomnum bókum í Deiglunni, Kaupvangs- stræti, í kvöld, fimmtudagskvöldið 21. nóvember og hefst dagskráin kl. 20.30. Þeir sem lesa eru Þorvaldur Þor- steinsson sem les úr Blíðfinni og svörtu teningunum, Stefán Sig- urkarlsson með sögu sína Handan við regnbogann og Viðar Hreinsson með ævisöguna um vesturfarann Stephan G. Stephansson. Viðar mun eftir hangikjötsveislu frá Norð- lenska flytja fyrirlestur um þennan skáldmælta bóndason úr Skagafirði, sem varð þátttakandi í ævintýraleg- ustu fólksflutningum síðari tíma. Lesin verða ljóð eftir skáldið og kafl- ar úr ævisögunni. Í DAG ÚTILÍFSSÝNINGIN Vetr- arsport 2003 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina, dagana 23. og 24. nóvember. Þetta er í sextánda sinni sem sýningin er haldin á Akureyri og hefur hún unnið sér sess meðal vélsleða- manna. Fyrirtæki á ýmsum sviðum kynna þjónustu sína og varning á sýningunni og þá munu öll vélsleðaumboðin sýna nýjustu árgerðirnar af vélsleðum. Markmiðið með sýningunni er að auka áhuga fólks á úti- vist að vetrarlagi og vekja at- hygli á þeim fjölmörgu mögu- leikum sem landið og hinn íslenski vetur bjóða upp á. Félag vélsleðamanna stend- ur fyrir sýningunni. Fyrri daginn verður hún opin frá kl. 10 til 18 og frá kl. 13 til 18 þann seinni. Vetrar- sport um helgina ÚRSLITAKEPPNI Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 2003 fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri 29. mars, en þátttökurétt í keppn- inni hafa sigurvegarar í undan- keppni sem haldin er í framhalds- skólum landsins fyrr á skólaárinu. Úrslitin verða í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Félag framhaldsskólanema stendur fyrir keppninni. Sérstök framkvæmdastjórn sér um keppn- ina og er Örlygur Hnefill Örlygs- son, nemi í Menntaskólanum á Ak- ureyri, framkvæmda- og kynningarstjóri. Útbúið verður heilmikið svið í Íþróttahöllinni af þessu tilefni og hefur hópur nemenda úr Verk- menntaskólanum á Akureyri tekið að sér að hanna og smíða sviðs- myndina í samvinnu við ljósa- og tæknifólk keppninnar. Yfirumsjón með smíði sviðsins hefur Svein- björn Gunnlaugsson, nemi í VMA, en hann tók einnig þátt í smíði svipsmyndar fyrir síðustu keppni. Gert er ráð fyrir að þátttakend- ur í keppninni verði um eitt hundr- að talsins og þátttökuskólarnir hátt á þriðja tug. Þá er einnig gert ráð fyrir að 30–40 manna lið tækni- manna, hljóðfæraleikara og ann- arra starfsmanna vinni að keppn- inni. Söngvakeppni framhaldsskólanna mikil að vöxtum Úrslitalögin tekin nyrðra VÍFILFELL hefur sett Jólabjór á markað en þetta er tólfta árið sem framleiddur er Víking Jólabjór. Bruggun jólabjórsins er sérstök en talsvert lengri tíma tekur að brugga hann en hefðbundinn lag- erbjór og er hann því aðeins fram- leiddur í takmörkuðu magni. Í jólabjórinn er notað svokallað karamellumalt, sem gefur honum dekkri lit og keim af brenndum sykri, kaffi og karamellu, segir í fréttatilkynningu frá Vífilfelli. Þá er einnig afar sérstakt við framleiðslu jólabjórsins að hann er látinn eftirgerjast við lágt hitastig þegar aðalgerjuninni er lokið. Þessi vinnsluaðferð gefur jóla- bjórnum þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu og hentar hann því vel með mat, skv. því sem segir í áðurnefndri frétta- tilkynningu. Bruggmeistari jólabjórsins er sem fyrr Baldur Kárason en hann er margverðlaunaður bruggmeist- ari, nú síðast af alþjóðasamtökum Monde selection fyrir Víking gyllt- an. Jólabjórinn var kynntur form- lega í brugghúsi Vífilfells á Ak- ureyri í gær fyrir fjölmiðlafólki og ýmsum öðrum gestum en sala á honum hefst í dag í vínbúðum ÁTVR. Jólabjór á markað Morgunblaðið/Kristján Einar S. Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells, afhenti Kristjáni Þór Júl- íussyni bæjarstjóra kassa af Jólabjór í brugghúsi Vífilfells á Akureyri, „svona rétt til að lífga upp á fundi bæjarstjórnar“, eins og það var orðað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.