Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VINIR Indlands halda sína árlegu styrktartónleika í Salnum í kvöld kl. 20. Vinir Indlands er félag sjálf- boðaliða sem hefur það að markmiði að styðja fátæk börn og munaðar- laus í Suður-Indlandi til náms. Kjartan Jónsson er einn af Vinum Indlands. „Félagið er rúmlega tveggja ára gamalt. Við vorum nokk- ur á Indlandi, þar sem verið var að stofna húmanistahreyfingu og koma á sjálfboðaliðastarfi. Hugmynd okk- ar var ekki að koma á beinu hjálp- arstarfi, en við sáum strax að það er hægt að gera mikið fyrir lítinn pen- ing þar. Það er líka vandmeðfarið hvernig peningar eru notaðir í starfi af þessu tagi. Það er auðvelt að gera fólk ófært um að sjá um sig. Við ákváðum engu að síður að styrkja sjálfboðaliða úr röðum heimamanna í því að styðja börn til náms. Fyrir hverja rúpíu sem þeir safna, leggjum við fram aðra á móti, þannig að þetta virkar hvetjandi á heimamenn. Engu að síður eru þeir ábyrgir fyrir verk- efninu og það á hvorki að standa né falla með okkar stuðningi, en vera fyrst og fremst hvetjandi fyrir þá. Það er algengt að fólk á þessum slóð- um hafi um tvö þúsund krónur í mánaðartekjur. Skólaganga barns getur kostað frá þúsund krónum og upp í þrjú-fjögurþúsund á ári, - fer hækkandi með aldri barnsins; - og þá er þetta talsverður peningur.“ Kjartan segir að fyrsta veturinn hafi um hundrað börnum verið hjálp- að til náms með þessum hætti, en í vor var fjöldinn orðinn fjórtán hundruð börn. „Það hefur verið mjög gaman að sjá hvernig stemmn- ing hefur skapast á staðnum eftir að þetta verkefni fór í gang, en við er- um að vinna í úthverfi Madras. Starf heimamanna hefur margfaldast og það hefur verið gaman að sjá að þetta skuli virka þannig.“ Þeir sem koma fram á tónleikum Vina Indlands eru Sigrún Hjálmtýs- dóttir (Diddú), sópransöngkona, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, Guðrún S. Birgisdóttir, flautuleikari, Jónas Ingimundarson, píanóleikari, Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona, Bubbi Morthens, söngvari, Tríó Reykjavíkur: Guðný Guð- mundsdóttir, fiðluleikari, Gunnar Kvaran, sellóleikari og Peter Máté, píanóleikari. Ágóði tónleikanna rennur óskipt- ur til verkefna á Indlandi. Þeim sem vilja kynna sér starfsemi félagsins nánar er bent á heimasíðu þess: www.vinirindlands.is. Styðja börn í Madras til náms Morgunblaðið/Þorkell Þau koma meðal annarra fram á styrktartónleikum í Salnum. GYRÐIR Elíasson hefur á hartnær tuttugu ára löngum ferli gefið út ljóðabækur, smásagnasöfn og skáld- sögur. Hann hefur vakið athygli og hlotið verðlaun fyrir stílsnilli sína en hann er umfram allt skáld ljóðrænnar frásagnar þar sem andrúmsloftið sem hann skapar er í fyrirrúmi. Bjarni Jónsson réðst ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur þegar hann tók sig til og snaraði æskuverki Halldórs Laxness, Barni náttúrunn- ar, í leikritsform, en það var frumflutt 21. apríl sl. Þar lét hann tvo sögu- menn segja frá til að skapa drama- tíska spennu, gefa aðalpersónunum meiri vídd og færa verkið nær nú- tímahlustendum. Að færa skáldsöguna Svefnhjólið í leikrænan búning er mun erfiðara viðfangsefni. Skáldsagan var gefin út haustið 1990 og vakti töluverða at- hygli. Sagan hefur áður hrifið leikhús- fólk; Þórarinn Eyfjörð notaði hana ásamt fleiri sögum og ljóðum Gyrðis sem efnivið í leiksýningu haustið 1997. Aðalpersónan líður gegnum ein- hverskonar tilveru og ræður hvorki hvar hún vaknar næst né veit við hverju hún má búast. Aukapersón- urnar eru margar og koma stutt við sögu. Sagan er því í eðli sínu nær ger- sneydd dramatík. Stærsti þröskuld- urinn er samt hvernig á að skila and- rúmslofti sögunnar til útvarpshlust- enda svo vel sé, án þess að festast í smáatriðum og missa at- hygli þeirra. Bjarni velur að ein- beita sér að þeim þáttum verksins sem Gyrði þyk- ir takast best upp í. Hann vinsar úr ljóðræn- ustu kaflana, atriði þar sem aðalpersónan, Dav- íð, á samskipti við aðrar persónur og þau sem eru ómissandi fyrir fram- vindu verksins. Með því að skilja kjarnann frá hisminu fær hann sterk- ari heildarmynd á text- ann – dulúðin í sögu Gyrðis verður allt að því áþreifanleg. Bjarni ákveður að stíga eitt skref til viðbótar í vinnslu textans fyrir út- varp og fær til samstarfs hljómsveit- ina múm. Af listgreinum öllum er tón- listin sú sem hentar miðlinum best og því liggur beint við að skapa grund- völl þar sem texti Gyrðis í leikgerð og leikstjórn Bjarna blandast við nýstár- lega tónlist hljómsveitarinnar. Þenn- an blending tónlistar og leiklistar kjósa aðstandendurnir að kalla hljóð- verk. Að sjálfsögðu er erfitt að gera ná- kvæman greinarmun á hve miklu hlutverki tónlist gegnir í leiklistar- flutningi. Einstaka lög eru e.t.v. feng- in að láni til að skreyta leiksýningar; tónlist samin sérstaklega fyrir sýn- inguna til áhrifsauka og uppbrots; eða hér þar sem tónlistin er sögð jafn- rétthá textanum. Hér eru engin skýr mörk og í sjálfu sér enginn megin- munur á hvernig tónlistin er notuð hér og t.d. áhrifstónlistinni sem hljómsveitin samdi fyrir leikritið Bláa hnöttinn þó að hér sé hún töluvert fyrirferðarmeiri. Aðalatriðið er hve vel tekst til að laga tónana að textanum og gera úr hvorutveggja sannfærandi heild. Það væri gaman að þróa hugmyndina áfram í framtíðinni því útvarpið er einmitt miðillinn þar sem auðveldast er að gera tilraunir í þessa átt. Leikararnir standa sig allir með prýði und- ir vandaðri leikstjórn Bjarna. Hér er ekki á ferðinni átakamikill leikur heldur ber allt að sama brunni, hér er látleysið í heiðrum haft og róleg hrynjandi tón- listarinnar stjórnar hægum hníganda verksins allt til enda. Ýmiskonar hljóð gegna stóru hlutverki í verk- inu og gefa vísbend- ingu um það sem koma skal í flutningi á leiklist í útvarpi. Það er ekki úr vegi að skjóta því að forráðamönnum leiklistardeild- ar útvarpsins að gaman væri að heyra verk sem væri samið frá grunni í sam- vinnu tónskálda og leikskálda. Mest ber að sjálfsögðu á sögu- manni og aðalpersónunni sem Rúnar Freyr Gíslason leikur. Hér sýnir Rúnar Freyr á rólegu nótunum á sér nýja hlið sem hann hefur ekki fengið tækifæri til að sinna á sviðinu. Hann kemur skemmtilega á óvart og bætir enn einni fjöðrinni í hattinn. Þórunn E. Clausen á auðvelt með að beita rödd sinni þannig að hún hljómi trú- verðug í hlutverkum barna og ung- lingsstúlkna og skilar vel gáska og áhyggjuleysi æskunnar en Hjalti Rögnvaldsson og Guðrún Þ. Stephen- sen fást hér við trega ellinnar og tekst með örfáum tilsvörum að undirstrika þann þátt í hugmyndaheimi verksins. Sjómaður Theodórs Júlíussonar og kona Arndísar Hrannar Egilsdóttur voru skemmtilega dregnar smá- myndir. Það er gaman þegar vel tekst til eins og að skapa jafneinfaldan og brothættan heim og Gyrðir leiðir les- endur sína um í hljóðverki. Það verð- ur forvitnilegt að fylgjast með í fram- tíðinni hvernig þetta form leiklistar- flutnings í útvarpi mun þróast. Ævintýri á afturgöngu Sveinn Haraldsson LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundar hljóðverks: Bjarni Jónsson og múm sem byggja verkið á samnefndri skáldsögu Gyrðis Elíassonar. Leikstjóri: Bjarni Jónsson. Höfundar og flytjendur tónlistar: múm. Hljóðsetning í stúdíói: Bjarni Jónsson og Kristín Anna Valtýs- dóttir. Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson. Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Guðrún Þ. Stephensen, Rúnar Freyr Gíslason, Theodór Júlíusson og Þórunn E. Clausen. Frumflutt sunnu- dag 17. nóvember; endurtekið að kvöldi fimmtudags 21. nóvember. SVEFNHJÓLIÐ Bjarni Jónsson ) > @   @ A            2# % #@ 4 ) 7 !#  ! 6 )@ 8B) # / (  * @ *  C )!#@ =-  3 .%@ D)$" < ) !!#@ 4( #   .%4 @  > ! !#@ ;E= / (  1# @ F ! ,  @ ;E= / (    3%       @    < @ 4( #   5%   6 ##    @ 8 / C"  #' '@ <#     #7 =) !!#@ 9$  +  # # 2   )""8@ @ (!" 5!! 9:@ *  C )!#@ =-  8!  #   !"##$#%          * @ *  C )!#@ =-    3%       @    < @ 4( #   9:@ *  C )!#@ =-  - $%#4@ *  C )!#@ =-   ;4@ ;  4' * @ =-  4  <  %   @ =&! D &!"  @ ;E= / (   4  @ = # *' C" !!#@ 4( #   .    @  $  G !  "  @ ;E= / (  .   4# $ @ D) / 8% 4& %"  @ 9$  =  @ *  C )!#@ =-   !"##& ' ( '          + %> . &@ 8# H#% @ ;E= / (     @  ! &   D !"  @ 4( #    #  @ I  D D)!!#@ 4( #   +     @  3  # @ ;E= / (  .# # @ < J !J #@ ;E= / (   ?"" %@ @    5%  %   @ D)  *)!!# # 9  E #@ 4( #  ' .# #  %  @ @ < J !J #@ ;E= / (    .  # @   ;"!"  @ =-  1 A&@  ! &  !' #  "%  G#   !'@ =-  )*( +#'          2# % #@ 4 ) 7 !#  ! 6 )@ 8B) # / (  5%   6 ##    @ 8 / C"  #' '@ <#  +  # # 2   )""8@ @ (!" 5!! B#    % @ I  % !!#@    &# 6  @ * = !"  @ ;E= / (  %  C  D @     $"!!#@ <#  0 E !"!     @ K% L  ;"! !!#@ *  " 0 5% #@ @ 4( #    &# 6 4  ;@ * = !"  @ ;E= / (    @ @ 4( #    ,-.  , / 0,1     <0!%&!! #  ( ! "  ) '"%' ' ?)   4# )C)M <0 &! !  "/   # <0 "- #  % !' 8    ) +1 1 !  !  3  % ) (  ) 6!! # ( + !! &M )  !1 ' %(2 ' #'((           3 .%@ D)$" < ) !!#@ 4( #   .%4 @  > ! !#@ ;E= / (  1# @ F ! ,  @ ;E= / (     #@ =) !!#@ 9$     @ 9$  C   !!#@ =-   %  @ 8   D)!!#@ 4( #   .4 @ D  D)!!#@ 9"/ (  " A%   @ ;JN  E!J @ ;E= / (   @ 9(   4$J@ ;E= / (  06 .  .6  6   1 @ D) / 8!#@ *  " 0 =  !"##34              6   @ 6@ C$   !"  @ 4( #   F  B 4  #6 @ $ *)! !"  %@  / (  7 #% + %@  / ( 4 #$  6   @ 5!  ) !#@ <#  9   % @ G# !  (  @ 4( #   . # # ##4 @ @ (3# !/ ( =   4   @ 9 I! !!#@ O ! @ ;" >3# #! @ ;E= / (  +, -"   . 9"/) 4(! #   M 9! 1  9"/) 4(! #   M .% 9"/) 4(! #   M   9"/) 4(! #   M &)/ 9"/) 4(! #   M 4$" 9"/) 4(! #   M  #  9"! ! /  M    8!!#M   E M   E -8!!#M *!  ! 1  E -8!!#M    ) / !, -"    . E -9"/)  %& M  %& 9"% ! ;"! >"!!# M 5!  )  ' %-/% M %! E -9"%M %@  ! 1   E -8!!#M D ( #        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.