Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EKKI kemur til greina af hálfu Evr- ópusambandsins að veita Íslending- um og Norðmönnum tollfrjálsan að- gang fyrir sínar sjávarafurðir að hinum stækkaða innri markaði Evr- ópu er Mið- og Austur-Evrópulönd ganga í ESB árið 2004 nema þeir opni fyrir fjárfestingar í sjávarútvegi. Þetta er, að sögn norska blaðsins Aft- enposten, meðal helztu atriða í drög- um að samningsumboði ESB fyrir viðræður við EFTA-ríkin í EES, Ís- land, Noreg og Liechtenstein, um stækkun Evrópska efnahagssvæðis- ins, sem fulltrúar framkvæmda- stjórnar ESB kynntu fyrir svonefnd- um EFTA-vinnuhópi ráðherraráðs sambandsins í Brussel í gær. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá utanríkisráðu- neytinu í gær munu fulltrúar ESB- ríkjanna 15 ekki hafa verið sammála um þessar kröfur á fundinum í Bruss- el og ákveðið hefði verið að fresta af- greiðslu samningsumboðsins til 26. nóvember. Endanleg ákvörðun um umboðið verður síðan tekin af ráð- herrum ESB fyrir miðjan desember. Viðræðurnar við fulltrúa EFTA- ríkjanna í EES eiga síðan að hefjast uppúr áramótum. EFTA-ríkin í EES hafa sett fram þá kröfu, að ekki verði reistar nýjar viðskiptahindranir í álfunni við stækkun ESB, en í fríverzlunarsamn- ingum sem EFTA-ríkin hafa við hin væntanlegu nýju ESB-ríki – svo sem Pólland og Tékkland – er kveðið á um tollfrjálsa verzlun með sjávarafurðir. Við inngöngu þessara ríkja í ESB falla þessir samningar úr gildi og við taka þeir samningar um markaðsað- gang sem EFTA-ríkin hafa við ESB, en þeir eru mun óhagstæðari. Framkvæmdastjórn ESB hefur hingað til ekki verið til viðræðu um kröfur EFTA-ríkjanna um að fá að halda fríverzlun með fisk við stækk- unina eða að minnsta kosti að einhver uppbótarúrræði komi í staðinn. „Nú liggur mótkrafa ESB á borðinu og enginn vafi leikur á að hún verður Norðmönnum og Íslendingum ekki að skapi,“ skrifar Gunnar Johnsen, fréttaritari Aftenposten í Brussel, sem segist hafa komizt yfir afrit af til- lögum framkvæmdastjórnarinnar. Það var einmitt spurningin um að- gangsréttindi að auðlindum hafsins sem mest á steytti bæði í viðræðunum um EES-samninginn á sínum tíma, sem og í ESB-aðildarviðræðum Norðmanna, en eins og kunnugt er höfnuðu þeir hinum frágengna aðild- arsamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu í lok árs 1994. Tvær meginkröfur Gunnar Johnsen segir drög fram- kvæmdastjórnarinnar að samnings- umboði ESB við EFTA-ríkin inni- halda tvær meginkröfur; að EFTA-ríkin í EES greiði margfalt meira en hingað til í þróunar- og upp- byggingarsjóði ESB (sem styrkir eru veittir úr til hinna vanþróaðri og fá- tækari héraða aðildarlandanna) og að þau – þ.e. Noregur og Ísland – opni fyrir fjárfestingar ESB-borgara í norskum og íslenzkum sjávarútvegs- fyrirtækjum. „Stækkunin verður einnig að end- urspegla meiri jöfnuð og réttlátari skiptingu á fiskveiðiauðlindum,“ segir í samningsumboðsdrögunum, eftir því sem Aftenposten fullyrðir. Þessi „ójöfnuður“ felst, frá bæjardyrum ESB séð, í því að „ekki-EFTA-borg- arar“ hafi ekki heimild til fjárfestinga í norska og íslenzka fiskveiðiflotan- um. Til að gera eitthvað í þessu bend- ir framkvæmdastjórnin á að þörf sé á að semja upp á nýtt um bókun 9 við EES-samninginn, en hann fjallar um sjávarútvegsmál og viðskipti með sjávarafurðir. Tvítugföldun á framlögum? Hin aðalkrafa ESB snýr að greiðslum í svokallaða jöfnunarsjóði ESB. Í samningsumboðsdrögunum eru í fyrsta sinn nefndar ákveðnar töl- ur þar að lútandi. Á grundvelli þeirrar kröfu, að framvegis skuli EFTA-ríkin í EES greiða jafnhátt hlutfall af þjóð- artekjum sínum til jöfnunar lífskjara á öllu EES-svæðinu er það reiknað út, að heildarframlag Íslendinga, Norð- manna og Liechtenstein-búa til sjóða ESB ætti um það bil að tvítugfaldast frá því sem nú er. Þannig myndi fram- lag Íslendinga hækka úr 101 milljón króna nú upp í 2,3 milljarða eftir stækkun. Framlag Norðmanna yrði sem svarar 47 milljörðum ísl. króna á fyrsta árinu eftir stækkun og fara hækkandi með hverju árinu eftir það. Núverandi árlegt framlag Norð- manna er um tveir milljarðar ísl. króna. Í útreikningum framkvæmda- stjórnarinnar er þó gert ráð fyrir að um þriðjungur þessara stórauknu framlaga Norðmanna myndi renna aftur til Noregs og er það miðað við það hlutfall sem hin Norðurlöndin, sem eru í ESB, fá til baka úr þróunar- og útjöfnunarsjóðunum. Þessum útreikningum hefur þó verið tekið með forundran víðar en hér og í Noregi. „Framkvæmda- stjórnin keyrir af fullri hörku. Stjórn- völd í ýmsum aðildarríkjum sam- bandsins munu líta svo á að þetta séu ósanngjarnar kröfur til landa sem ekki eru í ESB,“ hefur norska frétta- stofan NTB eftir háttsettum ónefnd- um heimildarmanni í Brussel. Sam- kvæmt heimildum NTB eru ráðamenn bæði í Þýzkalandi og í nor- rænu ESB-löndunum vantrúaðir á réttmæti þeirra krafna sem fram- kvæmdastjórnin setur fram í samn- ingsumboðsdrögunum. Fulltrúar þessara landa muni að öllum líkindum fara fram á að fá lengri frest til að fara yfir útreikninga þá sem tíundaðir eru í drögunum, áður en þeir leggi bless- un sína yfir samningsumboðið. Fulltrúar Spánar og fleiri ríkja syðst í álfunni kváðu aftur á móti vera mjög áfram um að það verði sótt fast að fá sem hæst framlög frá ríku EFTA- ríkjunum í norðri fyrir aðganginn að hinum stækkaða innri markaði Evr- ópu. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá utanríkisráðu- neytinu í gær kvað vera samstaða um það í EFTA-vinnuhópi ráðherraráðs- ins að krefjast hærri og varanlegri greiðslna af EFTA-ríkjunum í EES, aðeins væri umdeilt hve háar þær skyldu vera. Skoðanir munu hins veg- ar mjög skiptar um það hvaða tilgangi það þjóni að setja fram kröfur um að- gang að sjávarútvegi Íslendinga og Norðmanna – kröfur sem vitað sé að séu mjög viðkvæmar og hápólitískar í þessum löndum. Krafa gerð um aðgang að sjávarútvegi EFTA-ríkja Reuters Þorskur á markaði í Bretlandi. Fullyrt er að Evrópusambandið muni krefj- ast þess að fá að fjárfesta í sjávarútvegi Noregs og Íslands en veiðistofnar á miðum sambandsins í Norðursjó eru taldir vera að hrynja. ’ Samið skuli upp ánýtt um bókun 9 við EES-samninginn, sem fjallar um við- skipti með sjávar- afurðir. ‘ auar@mbl.is ESB krefst bæði hárra fjárhæða og að- gangs að fjárfestingum í sjávarútvegi ef ganga á að kröfum Íslendinga og Norð- manna í tengslum við stækkun EES. Auðunn Arnórsson rekur hér þær upplýs- ingar sem fyrir liggja um þetta. SÆNSKA áfengiseinokunar- verzlunin Systembolaget hóf í gær áberandi auglýsingaher- ferð í flestum fjölmiðlum landsins, þar sem frönsk stjórnvöld eru hvött til að taka sér hið sænska áfeng- issölukerfi til fyrirmyndar. Er ætlunin með herferðinni að vekja athygli Svía á kostum kerfisins, sem svipar mjög til þess fyrirkomulags sem er á verzlun með áfengi hér á landi. Í heilsíðuauglýsingu í helztu dagblöðum Svíþjóðar birtist í gær opið bréf frá Systembolaget til franska sendiherrans í Stokkhólmi, undir yfirskriftinni „Góðan daginn, herra sendiherra. Við höfum hér góða hugmynd handa yfirmanni þínum. Land yðar hefur gefið okk- ur svo mörg stórfengleg vín í gegn um árin og nú langar okkur að gefa eitthvað í stað- inn. Næst þegar þér hittið herra forsetann að máli, segið honum að þér lumið á tillögu sem myndi bæta stöðu fransks efnahags. Áfengisein- okun!“ segir í „bréfinu“. „Sé áfengi ekki selt alls staðar og alltaf, dregur úr neyzlu. Sem dregur úr vanda- málum tengdum áfengis- neyzlu (sem eru óvenju mikil í Frakklandi), sem lækkar rík- isútgjöld um marga millj- arða,“ segir áfram í auglýs- ingunni. Aðspurðir sögðu talsmenn Systembolaget í gær, að aug- lýsingunni væri ætlað að efla stuðning sænsks almennings við einokunarkerfið. „System- bolaget er fyrirtæki sem virk- ar vel og hefur mikilvægu fé- lagslegu hlutverki að gegna, það er boðskapurinn,“ sagði Lennart Agen, upplýsinga- fulltrúi fyrirtækisins. Samkeppnisyfirvöld Evr- ópusambandsins hafa knúið sænsk stjórnvöld til að hætta einokun á innflutningi, fram- leiðslu og dreifingu áfengis til veitingastaða og öldurhúsa, en hefur látið einokun ríkisins á smásölu til almennings óáreitta. Svíþjóð Einokun til fyrir- myndar Stokkhólmi. AFP. AMRAM Mitzna, borgarstjóri Haifa, áréttaði loforð sín um að flytja alla hermenn Ísraela frá Gaza- svæðinu og fækka þeim á Vestur- bakkanum eftir að hann var kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins í Ísr- ael í fyrradag. Fyrsta verkefni hans verður þó að sameina Verkamanna- flokkinn og talið er að erfitt verði fyrir hann að sannfæra kjósendur í Ísrael um að hefja eigi friðarviðræð- ur við Palestínumenn án skilyrða og fallast á málamiðlanir. „Daginn eftir að ég verð forsætis- ráðherra ætla ég að hefja friðarvið- ræður við Palestínumenn og draga um leið herliðið frá Gaza-svæðinu. Við höfum ekkert með það að gera,“ sagði Mitzna eftir að hann bar sig- urorð af Binyamin Ben-Eliezer, fyrrverandi varnarmálaráðherra, í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins. Mitzna fékk þá 54% atkvæðanna og Ben-Eliezer 37%. Mitzna sagði að ef í ljós kæmi að ekki yrði hægt að ná friðarsamningi myndi hann samt flytja herliðið frá mestum hluta Vesturbakkans, reisa varnarmúr milli svæða Palestínu- manna og Ísraels, og bíða eftir því að sveigjanlegri heimastjórn kæmist til valda á palestínsku sjálfstjórnar- svæðunum. Ætlar að leggja fram tilboð Baraks Mitzna kveðst vera tilbúinn að semja við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, þótt margir for- ystumanna Verkamannaflokksins hafi komist að þeirri niðurstöðu, eins og Ariel Sharon forsætisráðherra, að ekki sé hægt að treysta Arafat og því beri að sniðganga hann. Mitzna kveðst ætla að leggja aftur fram tilboð Ehuds Baraks, síðasta forsætisráðherra Verkamanna- flokksins, um að Palestínumenn fái að stofna sjálfstætt ríki á Gaza- svæðinu og 95% Vesturbakkans og fái yfirráð yfir arabískum hverfum í Jerúsalem. Eins og Barak hyggst hann þó hafna kröfunni um að pal- estínskir flóttamenn fái að snúa aft- ur til Ísraels. Palestínumenn höfnuðu þessu til- boði og átökin sem hófust í kjölfarið hafa kostað um 1.940 Palestínumenn og 664 Ísraela lífið. Skoðanakann- anir benda til þess að fylgi hægri- flokkanna hafi aukist verulega og líklegt þykir að Likud-flokkur Shar- ons og fleiri flokkar, sem styðja stefnu hans, fái meirihluta á þinginu í kosningunum í janúar. „Höfðar ekki til miðjunnar“ Efram Inbar, forstöðumaður Beg- in-Sadat rannsóknastofnunarinnar, kvaðst telja mjög litlar líkur á því að þjóðin sameinaðist um friðartillögur Mitzna fyrir kosningarnar. „Hann er fulltrúi friðarsinnanna í Verka- mannaflokknum og málflutningur þeirra höfðar ekki til pólitísku miðj- unnar í Ísrael,“ sagði hann. Yael Yishai, prófessor við háskól- ann í Haifa, kvaðst hins vegar telja að Mitzna tækist að sameina Verka- mannaflokkinn þótt margir at- kvæðamiklir menn í flokknum styddu enn Ben-Eliezer. „Ég tel einnig að Mitzna eigi góða mögu- leika á sigri í þingkosningunum í janúar þótt skoðanakannanir bendi ekki til þess sem stendur,“ sagði hann. Skiptar skoðanir um sigurmöguleika Mitzna Talið er að nýja flokksleiðtoganum veitist erfitt að tryggja friðarstefnunni nægan stuðning Reuters Amram Mitzna, sigurvegari leiðtogakjörs Verkamannaflokksins í Ísrael (t.h.), faðmar stuðningsmann sinn eftir að fyrstu kjörtölur voru birtar. Jerúsalem. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.