Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 26
LANDIÐ 26 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TILRAUNIR með ræktun blóð- bergs í sandakri hafa staðið yfir á Sandi í Aðaldal undanfarin þrjú ár og segir Sigfús Bjartmarsson sem hefur unnið að þessum til- raunum að hann hafi byrjað á þessu vegna þess að sér hafi fund- ist það eina leiðin til þess að auka magn og hagkvæmni í rækt- uninni. „Það getur vaxið svipað magn af blóðbergi í einum hektara og hægt er að elta uppi í heilli sveit og afköstin við klippinguna um það bil fimmfaldast, en síðan er auðvitað framtíðin að vélvæða hana og til þess þarf að hanna nýtt tæki,“ segir Sigfús og er bjartsýnn á framhaldið. Hjá honum eru nú um 2.300 fer- metrar komnir í rækt og í nokk- urs konar akurgerði. Hann hefur hlaðið um það lága torfgarða til að mynda skjól fyrir vindum þannig að jarðvegurinn fjúki ekki frá plöntunum, snjór setjist í garðinn til að hlífa þeim við kali og sjái þeim síðan fyrir vorraka. Í haust sáði Sigfús í annan álíka stóran garð og áætlar að bæta öðru eins við á næsta ári. Það tekur þrjú ár að koma akr- inum í rækt því plantan er smá á fyrsta ári og svo er fræið úr nátt- úrunni misjafnlega vel þroskað og því hætt við eyðum sem bæta þarf úr árið eftir. Blóðbergið er fjöl- ært og eftir að það myndar sam- fellda breiðu má klippa á hverju ári. Þetta er þurftalítil planta en vex þó ekki endalaust á sama staðnum án þess að bætt sé nær- ingarefnum í jarðveginn. Sigfús segir að áburðargjöf sé vandasöm af ýmsum ástæðum. Of mikið köfnunarefni drepur hrein- lega blóðbergið og svo má ekki bæta um of lífsskilyrði annarra plantna ef ekki á að koma upp ill- gresisvandamál. Hann segir það tímafrekt að hreinsa mikið af rusli og þess vegna vil hann ekki nota lífrænan áburð úr grasbít- um. Sælkeramarkaður kannaður Sigfús segir að í ár hafi hann leyft megninu af akrinum að gróa saman í friði en ætlar að hefja kryddframleiðslu á innanlands- markað næsta sumar. Síðar er ætlunin að flytja blóðbergið út en til þess að eitthvert vit sé í því þarf verulegt framleiðslumagn og það verður tæplega nóg fyrr en 2005. Blóðbergið er náskylt þremur tegundum af timian sem eru ræktaðar í Evrópu og hafa lengi verið þar í hópi vinsælli kryddteg- unda. Sigfús hefur aðeins kannað sælkeramarkað í Evrópu og þar er áhugi á að bjóða upp á heim- skautatimian. „Það kemur bara í ljós hvort kaupendur verða sammála þeim íslensku kokkum sem eru harðir á því að blóðbergið okkar sé eð- altimian og tilbúnir til að borga það verð sem ég þarf að fá og rætt hefur verið um. Ég er að sjálfsögðu bjartsýnn á það. Ef það gengur eftir lítur þessi búskapur vel út fjárhagslega og síðan mjög vel ef tekst að þróa hann vél- tæknilega á svipað stig og annan landbúnað. Þá sé ég út af fyrir sig ekkert því til fyrirstöðu að hægt verði að bjóða þessa vöru á verði sem gengur í stórmörkuðum Vest- urlanda og við að tala um allstóra grein í íslenskum landbúnaði og líklega of ábatasama til að væla út nokkra styrki. Svo er einnig byrjað að rann- saka blóðbergið héðan með það í huga að nota það í vörur á heilsu- markaðinn. Í því gætu leynst miklir og spennandi möguleikar,“ segir Sigfús. Hann segir að blóðbergsrækt geti hentað vel með hefðbundnum búskap þar sem uppskerutíminn er á undan slætti. Vinnslan getur síðan að miklu leyti farið fram í hléum frá öðrum verkum haust og vetur. Þetta hefur líka þann kost að fjárfesting er lítil miðað við hefðbundnar greinar og kostn- aður lágt hlutfall af söluverð- mæti. Nú þegar hafa nokkrir sýnt áhuga á að fara út í þetta, m.a. bændur í Suður-Þingeyjarsýslu, en töluvert er eftir í þessu þróun- arstarfi sem getur talist mjög at- hyglisvert. Sigfús hefur nýlega gert upp gömul fjárhús á Sandi þar sem hann hefur komið sér upp íbúð í hlöðunni og þar er einnig mikið pláss sem mun nýtast honum í blóðbergsræktuninni þegar tímar líða. Blóðberg ræktað sem krydd til útflutnings Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sigfús Bjartmarsson við fjár- húsin á Sandi, en hann var ný- lega búinn að ganga frá akrinum þegar fór að snjóa. NEYTENDUR FRAMFARAFÉLAG Fljótsdals- héraðs hefur á undanförnum vikum staðið fyrir raðgöngu með bökkum Lagarfljóts. Hugmyndir eru uppi um að búa til greiðfæran göngustíg á þessari leið og notuðu menn tækifær- ið til að kanna í þaula landslagið með tilliti til staðsetningar slíks stígs. Philip Vogler er formaður Fram- farafélagsins. Í lok síðasta áfanga Fljótsgöngunnar sagði hann tilgang- inn að hvetja fólk til að kanna um- hverfi Fljótsins og heimamenn til að skilja að landslagið þar væri þess virði að skoða það. „Það var of mikið að ganga þetta á einum degi, þar sem leiðin er um 90 km löng“ sagði Philip, „en við höfðum heyrt um raðgöngur þar sem lengri leiðir eru gengnar í mörgum áföng- um og ákváðum að taka það til fyr- irmyndar. Við skipulögðum ferðina þannig að við enduðum hvern áfanga hjá þjónustuaðila við Fljótið og feng- um þar hressingu og fræðslu um staðinn.“ Philip segir gönguna ekki hafa verið erfiða. Mesta torleiðið hafi ver- ið í síðasta áfanganum, þegar gengið var frá Sólskógum á Völlum og út með Fljótinu, að Gistihúsinu á Egils- stöðum. „Annars erum við enn að kanna landslagið og sjálfsagt væri hægt að gera leiðirnar auðveldari sums staðar með því að krækja að- eins fyrir.“ Philip segir að hugmyndin um uppbyggðan stíg í kringum Lagar- fljót komist líklega til framkvæmda einhvern tímann á öldinni. Það gæti þó komið að því fyrr að búið yrði að kortleggja stíg og merkja hann. Langra væri þar til mjög greiðfær stígur sem mætti einnig hjóla yrði til. Milli tíu og tuttugu manns gengu í hverjum áfanga, en þegar allt er talið voru níutíu göngumenn þátttakend- ur. Vilja göngu- stíg með bökk- um Lagarfljóts Egilsstaðir Framfarafélagið með raðgöngu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Pétur Elísson, Philip Vogler og Tryggvi Karlesson tóku þátt í öllum áföng- um raðgöngu kringum Lagarfljót og voru bara ánægðir með sig í lok síð- ustu göngunnar. Þá höfðu þeir lagt að baki ríflega 100 km leið. BÆJARSTJÓRN Akraness samþykkti einróma á dögunum tillögu þess efnis að fela nokkrum af sviðstjórum bæjarfélagsins það verkefni að koma með tillögur um framtíðarnotkun gömlu slökkvistöðvar bæjarins sem stendur við Laug- arbraut. Ný slökkvistöð verður tekin í notkun á næsta ári og var rætt um það í bæjarstjórninni að hús- næði það sem hýsir slökkviliðið nú hentaði ágæt- lega undir ýmiskonar starfssemi, s.s. leiklist, tónlist og handverki. Mörg félagasamtök, s.s. leikfélagið, hafa ekki haft samastað í nokkur misseri og líta forkólfar leikfélagsins slökkvistöðina hýru auga, auk þess sem skortur er á æfingahúsnæði fyrir hljóm- sveitir í bæjarfélaginu. Húsnæði er rúmgott og í hjarta gamla mið- bæjarins. Í ályktun bæjarstjórnarinnar segir að þar geti þrifist fjölbreytt starfsemi, þar sem í húsnæðinu sé nú þegar fullkomin aðstaða til fundarhalda. Sviðstjórar tómstunda- og forvarn- arsviðs, menningar- og fræðslusviðs og fjöl- skyldusviðs munu á næstu vikum vinna að til- lögum um framtíð slökkvistöðvarinnar. Þeim er ætlað að skila hugmyndum sínum til bæjar- stjórnar í lok ársins. Menningarstarf í gömlu slökkvistöðina? Morgunblaðið/Sigurður Elvar Akranes JARÐGULL ehf. hefur sett Fond kjötsoð á markað fyrir almenning. Fyrirtækið hefur um skeið framleitt Fond kjötsoð fyrir veitingahús en um er að ræða saltlausan eða lítið saltaðan súpu- og sósugrunn án aukaefna. Hin nýja vörulína sem nú er kynnt fyrir almennan markað samanstendur af rauðvínssoði, port- vínssoði og villisveppasósu, og eru vörurnar seldar í Nóatúni og Heilsuhúsinu. Engin bragðaukandi efni, svo sem MSG, eða hjálparefni eru í Fond vörunum, að því er segir í tilkynningu frá Jarðgulli. Nánari upplýsingar um vöruna og mat- reiðsluaðferðir er að finna á www.fond.is. NÝTT Fond sósu- og súpu- grunnur FRÓN hef- ur hafið sölu á nýrri tegund af jólasmá- kökum í pokum og boxum. Í pokunum er um að ræða þrjár gerðir af piparkökum, myndakökur sem hægt er að skreyta, dropakök- ur og piparstafi sem krakkar hafa gaman af, samkvæmt tilkynningu frá Fróni. Í boxunum er að finna vanilluhringi, loftkökur og hátíðar- piparkökur og súkkulaðipiparkökur og kókoskökur munu vera með gómsætri súkkulaðihúð. Þá er hægt að fá hálfmána, lakkrístoppa, app- elsínukökur og heslihnetukökur. Umræddar kökur fást í matvöru- verslunum. Jólasmá- kökur Fróns KÖKUBÆKLINGUR Nóa-Síríuss er kominn út í ellefta sinn. Í bæk- lingnum er að finna 20 uppskriftir að smákökum, smáréttum, tertum og ís, og er hann fáan- legur í verslunum gegn vægu verði, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyr- irtækinu. Ritstjóri í ár er Rut Helga- dóttir. Kökubæk- lingur Nóa-Síríuss KARL K. Karlsson vekur athygli á nýju kremi frá Nivea Visage, Perfect Contour, sem inniheldur nýjan húðmýkjandi vökva með bætiefna- blöndu úr C-vítamíni, glýsíni, sem fyrirfinnst í húðinni sjálfri, og efninu Proliftan. Er kreminu ætlað að koma jafnvægi á stuðningsprótín húðarinnar, eins og segir í tilkynningu, og tryggja þann- ig þéttleika hennar. Húðmýkjandi frá Nivea
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.