Morgunblaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 31
SÖNGFÉLAGIÐ Sálubót leggur
land undir fót og heldur tónleika í
Blönduóskirkju á föstudagskvöld
kl. 20.30 og í Langholtskirkju í
Reykjavík á laugardag kl. 16.
Söngfélagið tók forskot á sæluna í
síðustu viku og hélt tónleika í
Glerárkirkju. Boðið er upp á fjöl-
breytta skemmtun með kórsöng,
einsöng, tvísöng og hljómsveit.
Söngfélagið Sálubót er fjörutíu
manna blandaður kór og eru fé-
lagar flestir úr Þingeyjarsveit en
einnig frá Akureyri og Húsavík.
Stjórnandi kórsins er Jaan Alavere
frá Eistlandi. Einsöngvarar úr röð-
um kórfélaga eru þau Dagný Pét-
ursdóttir og Karl Ingólfsson en
auk þess hefur kórinn fengið til
liðs við sig þau Hildi Tryggvadótt-
ur og Óskar Pétursson og syngja
þau einnig saman dúetta á tónleik-
unum.
Söngfélagið Sálubót hefur nú
hafið sitt tíunda starfsár og í til-
efni þeirra tímamóta var ákveðið
að halda í söngferðalag til Reykja-
víkur, með viðkomu á Blönduósi,
en kórinn hefur aldrei áður haldið
tónleika í höfuðborginni.
Sigurður Birgisson, formaður
Söngfélagsins Sálubótar, sagði að
nokkrir áhugasamir söngmenn
hefðu tekið sig saman fyrir tíu ár-
um og kannað áhuga fyrir því að
stofna kór. Áhuginn reyndist fyrir
hendi og í upphafi voru kórfélagar
um tuttugu og hefur þeim fjölgað
jafnt og þétt síðan. „Það komu tíu
nýir félagar í kórinn nú í haust en
þeir eru þó ekki með á tónleik-
unum að þessu sinni.“ Sigurður
sagði að mikið væri um að hjón
störfuðu með kórnum en flestir
eru kórfélagarnir úr Þingeyj-
arsveit. „Á þessum tíu árum sem
kórinn hefur starfað hefur margt
fólk flust frá okkur, m.a. til Ak-
ureyrar, en það heldur tryggð við
kórinn og mætir alltaf austur á
æfingar.“
Margt breyst í starfi kórsins
Svanbjörg Sverrisdóttir stjórn-
aði kórnum fyrstu fimm árin en
hún var þá jafnframt tónlistar-
kennari við Stórutjarnaskóla. Jaan
Alavere tók við starfi Svanbjargar,
bæði í Stórutjarnaskóla og við
stjórnun kórsins, og er þetta hans
fimmta starfsár. Sigurður sagði að
Jaan hefði unnið mjög gott starf
og að margt hefði breyst í starfi
kórsins á þessum tíma.
Þá hefur Jaan samið þrjú lög
fyrir kórinn og eru tvö þeirra á
efnisskrá tónleikanna um helgina.
Sigurður sagði að efnisskrá tón-
leikanna væri tvískipt, klassísk lög
fyrir hlé og svo léttari lög eftir
hlé, þar sem einnig kemur hljóm-
sveit við sögu. Hljómsveitin er
skipuð þeim Jaan Alavere á píanó,
Tarvo Nomm á bassa og Sigurði
formanni á trommur. Hildur
Tryggvadóttir er einn af stofn-
endum kórsins. Hún hefur sagt
skilið við kórstarfið en mætir nú
til leiks með einsöng og tvísöng.
Þá var leitað til Óskars Péturs-
sonar að taka lagið með kórnum
og sagði Sigurður að hann hefði
tekið því ljúfmannlega. „Það er
mikill fengur fyrir okkur að hafa
Óskar með.“
Kórinn hefur haldið nokkra tón-
leika í Glerárkirkju í gegnum tíð-
ina en aðsókn á tónleika kórsins
þar hefur þó aldrei verið eins góð
og sl. fimmtudag.
Sigurður sagði að tónleikarnir
hefðu verið mjög vel heppnaðir og
hann vonast til að Húnvetningar
og höfuðborgarbúar taki kórnum
jafnvel og fjölmenni á tónleikana
um helgina.
Söngfélagið Sálubót úr Þingeyjarsveit í tónleikaferð
Hildur Tryggvadóttir og Óskar Pétursson syngja ástar-
dúett á tónleikum Sálubótar í Glerárkirkju.
Morgunblaðið/Kristján
Jaan Alavere, stjórnandi Söngfélagsins Sálubótar.
Syngur í fyrsta sinn í Reykjavík
FIMMTUDAGSTILBOÐ
Suðurlandsbraut
Sími 533 3109
Opið
mán.-fös. kl. 12-18
laugardaga kl. 10-16
HERRASKÓR
M. REIM OG
MOKKASÍNUR
LITUR: SVARTUR
STR: 40-46
VERÐ 4.995
BÓK Margrétar Þ. Jóelsdóttur
um ofvirka og misþroska drenginn
Birgi byggist á viðtöl-
um hennar við dreng í
4. bekk grunnskóla og
við móður hans, kenn-
ara og aðra sem höfðu
með drenginn að gera.
Bókin er notuð við
kennslu við Kenn-
araháskóla Íslands.
Margrét hefur lokið
BA-námi í myndlist,
BA-námi í sérkennslu-
fræðum við Kenn-
araháskóla Íslands og
námsráðgjöf við Há-
skóla Íslands, kennt
við Fossvogsskóla og
síðar Dalbrautarskóla
þar sem hún hefur
einnig starfað sem ráðgjafi.
Í bókinni er sagt frá ungum dreng
sem á við erfiðleika að etja, einkum
félagslega en einnig námslega, og er
hann handfylli fyrir marga kennara
sína sem sumir hverjir hafa ekki
fengið mikla þjálfun í að sinna slík-
um börnum. Farið er ofan í feril
drengsins, áhrif þau sem umhverfið
hefur á hann, áhrif hans á önnur
börn í skólanum og hvernig skólinn
reynir að takast á við það verkefni að
veita honum menntun. Um er að
ræða svokallaða tilviksrannsókn sem
lýst er í meistaraprófsritgerð Mar-
grétar á sérkennslusviði við Kenn-
araháskóla Íslands. Í slíkri rannsókn
er lögð áherzla á hvað hægt sé að
læra af einstöku tilviki og gengið út
frá að talað sé við nokkurn fjölda
fólks til að fá víðari sjóndeildarhring,
dýpri skilning og þekkingu á efninu
og einnig getur verið um að ræða að
fá staðfestingu á tilgátum eða hug-
myndum (bls. 15).
Ég var nokkuð lengi að komast í
gegnum bókina, þótt sums staðar
hafi textinn náð að vera í allgóðu
samhengi, en málalengingar eru þó
nokkrar og stundum fannst mér ég
vera að drukkna í smáatriðum.
Einna bezt féll mér að lesa fylgiskjal
4 en þar er lýst nokkrum vettvangs-
punktum eins og þeir eru kallaðir,
þegar Margrét segir beint frá heim-
sókn sinni í skólann og hvernig Birg-
ir og aðrir nemendur komu henni
fyrir sjónir, hvað var um að vera og
hver var að gera eða segja hvað.
Ég er þess ekki umkomin að kveða
upp úr með rannsóknaraðferðina
sjálfa, enda er henni beitt í greinum
af þessu tagi, en aðferðin er mér sem
lækni fremur ókunnugleg. Maður er
vanari því að úrtak fyrir rannsókn
þurfi að vera marktækt og nái til
ákveðins fjölda einstaklinga en síður
að ályktað sé einungis út frá einum.
Það breytir því samt ekki að málefni
ofvirkra og misþroska barna er
áhugavert og um þarfir slíkra barna
þarf að ræða út frá sem flestum sjón-
arhornum. Mörg ofvirk
börn og fjölskyldur
þeirra þyrftu jafnvel að
geta fengið þjónustu
eins og fötluð börn. Þá
þarf að efla sálfræði-
þjónustu í skólakerfinu
en til þess vantar meira
fé. Sérkennarar sitja
þess vegna gjarnan
uppi með vaxandi hóp
erfiðra nemenda (Grét-
ar Marinósson 1994).
Margrét kemst að
þeirri niðurstöðu að
undirbúningur margra
kennara fyrir það að
kenna þessum börnum
sé ónógur og sömuleiðis
að boðskipti innan skólans milli
hinna ýmsu kennara, sérkennara, yf-
irmanna og heilbrigðisstarfsfólks
séu ekki nægilega skilvirk. Nýr
kennari fái ekki nægar upplýsingar
um nemandann til þess að geta starf-
að rétt með honum, margir kennarar
telji sig ekki vita hvernig takast eigi
á við afbrigðilega hegðun eða
skringilegheit, óróleika og hvatvísi
og svo mætti lengi telja. Gott er til
þess að vita að þetta efni skuli nú
vera tekið fastari tökum en verið hef-
ur í Kennaraháskólanum.
Birgir skrifar þegar síðuhornum
er flett segir innan á einni af fremstu
síðunum. Ég hafði tekið eftir teikn-
ingum neðst á sérhverri hægri síðu
og verð að segja að mér finnst þær
vera algjör snilld. Skemmtileg hug-
mynd, afar lifandi myndir sem tengj-
ast hver annarri ótrúlega vel. Mynd-
ir Stephens Fairbairn einar sér gera
þessa bók sérstaka og eigulega.
Einn ofvirkur
drengur
BÆKUR
Meistaraprófsritgerð
– Hvernig skólinn kemur til móts við of-
virkan og misþroska dreng, eftir Mar-
gréti Þ. Jóelsdóttur. Teikningar: Stephen
Fairbairn. Útgefandi: Æskan 2000. 205
bls.
BIRGIR
Katrín Fjeldsted
Margrét Jóelsdóttir
SÍÐASTA sýning á leikritinu
Lífinu þrisvar sinnum eftir
Yasminu Reza er á laugardags-
kvöld á Stóra sviði Þjóðleik-
hússins.
Leikritið fjallar um tvo
stjarneðlisfræðinga, Henri og
Hubert yfirmann hans, og eig-
inkonur þeirra, lögfræðinginn
Soniu og Inès, sem „gerir ekk-
ert, það er að segja fullt“. Henri
og Sona eiga von á Hubert og
Inès í kvöldmat, og nú eru þau
mætt, degi fyrr en von var á
þeim.
Leikendur eru Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Sigurður Sigur-
jónsson, Stefán Karl Stefáns-
son og Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir.
Lífið þrisv-
ar sinnum
lýkur
göngu sinni