Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 16

Morgunblaðið - 21.11.2002, Page 16
FRÉTTIR 16 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT ársskýrslu umboðs- manns Alþingis fyrir árið 2001 eru sex mál enn til meðferðar hjá stjórn- völdum eftir að umboðsmaður skil- aði áliti í umræddum málum á síð- asta ári og beindi þar ákveðnum tilmælum til stjórnvalda. Meðferð þessara mála skiptist jafnt milli dómsmálaráðuneytisins og ríkislög- reglustjóra, landbúnaðarráðuneytis- ins og kjaranefndar. Afgreiðsla þeirra hefur dregist af mismunandi ástæðum en ef tíminn er skoðaður frá því að fyrst var kvartað til umboðsmanns Alþingis kemur í ljós að sum málanna hafa verið til meðferðar í kerfinu í rúm þrjú ár. Kvartað yfir bónstöð og rokktónlist Greint var frá einu þessara mála í Morgunblaðinu fyrir nokkru, þ.e. frumkvæðisathugun umboðsmanns á réttarstöðu fanga og málsmeðferð fangelsisyfirvalda. Fram kom að nefnd á vegum dómsmálaráðherra hefur tekið til starfa sem ætlað er að vinna að nýju lagafrumvarpi þar sem m.a. verður tekið á þeim úrbót- um sem umboðsmaður lagði til. Álit- inu skilaði hann í nóvember á síðasta ári og að lokinni eftirgrennslan fékk hann þau svör frá ráðuneytinu í apríl sl. að semja ætti nýtt lagafrumvarp. Hitt málið sem er til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu, sem og hjá ríkislögreglustjóraembættinu, teng- ist kvörtun sem umboðsmanni barst í ágúst 1999 yfir lögreglunni í Reykjavík. Þrír nágrannar atvinnu- húsnæðis kvörtuðu yfir hávaða og ónæði sem barst frá bónstöð í húsinu og æfingum rokkhljómsveita. Um- boðsmaður komst m.a. að þeirri nið- urstöðu í áliti, sem skilað var í mars 2001, að lögreglan hefði ekki sinnt lögboðnu hlutverki sínu. Einnig var talin þörf á verklagsreglum fyrir lögreglu og vakti umboðsmaður at- hygli ríkislögreglustjóra og dóms- málaráðuneytisins á álitinu. Í febrúar á þessu ári fékk um- boðsmaður bréf frá dómsmálaráðu- neytinu þar sem kynnt voru drög að verklagsreglum ríkislögreglustjóra um viðbrögð lögreglu þegar hávaði og ónæði hlýst af starfsemi í hús- næði í einkaeigu. Þegar ársskýrsla umboðsmanns fór í prentun í sept- ember sl. höfðu þessar verklagsregl- ur ekki enn verið gefnar út. Morg- unblaðið fékk þær upplýsingar í dómsmálaráðuneytinu að drögin hefðu verið að fara á milli ráðuneyt- isins og ríkislögreglustjóra síðustu mánuði en von væri á verklagsregl- unum frá embætti ríkislögreglu- stjóra á næstunni. Ríkisjörð og gæludýr Málin sem tengjast landbúnaðar- ráðuneytinu eru annars vegar út af sölu á ríkisjörð og hins vegar vegna einangrunarstöðvar fyrir gæludýr. Í ágúst 1999 kvartaði ábúandi á rík- isjörð yfir því til umboðsmanns að ráðuneytið hefði synjað honum um kaup á jörðinni. Hafði ráðuneytið auglýst jörðina til sölu samkvæmt breyttum vinnureglum, þrátt fyrir að hafa vitað um kaupáhuga ábúand- ans. Í áliti sínu gagnrýnir umboðs- maður ráðuneytið fyrir framkvæmd breyttra vinnureglna og fyrir að hafa ekki auglýst þær opinberlega. Álitinu var skilað í júní árið 2001 og í bréfi til ráðuneytisins í upphafi þessa árs óskaði umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort vinnuregl- urnar hefðu verið birtar samkvæmt settum reglum. Einnig spurði hann hvort ábúandinn hefði leitað til ráðu- neytisins á ný. Umboðsmaður fékk þau svör að reglurnar hefðu verið settar í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar og m.a. verið birtar á vef ráðuneyt- isins. Ráðuneytið upplýsti ennfrem- ur að ábúandinn hefði óskað á ný eft- ir því að kaupa jörðina en erindinu hefði verið hafnað. Ábúandinn leitaði á ný til umboðsmanns í febrúar sl. og hann átti fund með ráðuneytismönn- um í byrjun apríl sl. Í ársskýrslunni segir að á þeim fundi hafi komið fram vilji ráðuneytisins til að taka málið aftur til úrlausnar. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi B. Helgasyni ráðuneytisstjóra er það enn til athugunar en niðurstaðna að vænta á næstu dögum eða vikum. Þá segir Guðmundur að málið vegna einangrunarstöðvar fyrir gæludýr sé enn á vinnslustigi. Fram fari áhættugreining á innflutningi gæludýra til landsins. Hann segir þetta mál hafa tekið lengri tíma en ætlað hafi verið. Fyrst var kvartað yfir því til umboðsmanns Alþingis í maí árið 2000. Þá hafði ráðuneytið synjað umsækjanda um leyfi fyrir einangrunarstöð. Umboðsmaður skilaði áliti í júní á síðasta ári og taldi að ráðuneytið hefði ekki fært fullnægjandi rök fyrir synjuninni. Sagði hann lagaákvæði um takmark- anir á innflutningi dýra og fram- kvæmd sóttvarna fela í sér takmark- anir á atvinnufrelsi. Beindi hann þeim tilmælum til landbúnaðarráðu- neytisins að taka mál umsækjand- ans fyrir að nýju. Í nóvember 2001 sendi hann ráðuneytinu bréf og kannaði hvort málið hefði verið tekið upp. Ráðuneytið svaraði umboðs- manni í byrjun þessa árs með þeim orðum að málið væri komið til með- ferðar að nýju. Er svo enn, sam- kvæmt framansögðu. Þá hefur kjaranefnd tvö mál til meðferðar eftir að umboðsmaður beindi til hennar tilmælum í fyrra. Bæði málin tengjast úrskurði nefnd- arinnar frá miðju ári 1998 um launa- kjör prófessora við Háskóla Íslands og mati á störfum þeirra. Kvörtuðu tveir prófessorar til umboðsmanns í desember 1999 og apríl 2000 yfir málsmeðferð og niðurstöðu kjara- nefndar. Skilaði settur umboðsmað- ur álitum í þessum málum í sept- ember á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi m.a. matsreglur nefndar- innar og vildi að hún skoðaði málin betur. Í janúar á þessu ári spurðist umboðsmaður fyrir hjá kjaranefnd hvort prófessorarnir hefðu leitað til hennar aftur og hvort brugðist hefði verið við tilmælunum. Umboðs- manni var svarað í mars sl. þar sem fram kemur að kjaranefnd brást við með ýmsum aðgerðum en málunum væri ekki lokið. Í ársskýrslu segir umboðsmaður m.a. að nefndin hafi ekki enn svarað svarað þessum pró- fessorum formlega. Morgunblaðið fékk þau svör hjá lögfræðingi kjara- nefndar að málin væru enn til með- ferðar.           )  (  #)!! *+! ( !&)!  (  ,"!( ()  ./) - ()  . ! $"  & $%& $   ./) ()  $   0  ! )  # (! ) )  !!  % - %1)!( $  ( &!$ ) (%) ( 3/!1) + !  "! ) %  # #3$"!%   1 ) 4 ( !    " !!# ! %) (!" 5!! $ (        ! )   16 4 ( !    " !!# ! %) (!" 5!!  $" % 4( % 1 % )  3 ! 7  ! 8  -  ! #)!-  9   # ) ) 6!   7/!  7/!    '  , !'  * & 4 :"%' ;/& 4 !   '   ' ;/& <  3  ( ! ;' ;' ;' :"%' * & * & < ' 4 ! 4 ! ;' :    !   %  6!  % :) ! ) ) %1  3$( ()   =   ) %1  ( 1  &! ! $"  >  3 $   >  3 ()   >  3 $   2 ? 1 !    ) ( 6  ()  !!  +) !$) 3#    )  0  & (/! # # ' ' *  %   )  #)!! #    ) 3# &  & 30 ()  ) +%& ) !#) () ( 6' Allt að þrjú ár liðin frá því að fyrst var kvartað Sex mál enn til meðferðar stjórn- valda að fengnu áliti umboðsmanns

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.