Morgunblaðið - 26.11.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 26.11.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Milljarður til LSH Um einn milljarður króna til greiðslu uppsafnaðs rekstrarhalla Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) er langstærsti útgjaldalið- urinn í 3,3 milljarða króna hækkun gjaldaliðs frumvarps til fjár- aukalaga, samkvæmt breyting- artillögum fjárlaganefndar. Steikin ódýrari Matvörukaupmenn segja að jóla- steikin í ár verði þriðjungi ódýrari en í fyrra. Sumir þeirra óttast þó að þetta bitni á gæðunum. Íslensk í öðru sæti Níu ára íslensk söngkona, Hall- dóra Baldvinsdóttir, varð í öðru sæti í söngvakeppni barna í Bologna á Ítalíu um helgina. „Þetta var mjög gaman og margir sem hlustuðu á okkur,“ sagði Halldóra. Háskalegar sprautur Þrjátíu af hundraði bólusetninga í Kína eru háskalegar vegna end- urnýtingar á sprautunálum og ónógrar sótthreinsunar, segja sér- fræðingar alþjóðastofnana. Eykur þetta útbreiðslu sjúkdóma á borð við lifrarbólgu B og alnæmi. Uppsagnir hjá Heklu Þrjátíu og þremur starfsmönnum Heklu verður sagt upp og fasteignir seldar. Eru þetta liðir í skipulags- breytingum hjá fyrirtækinu. Verða starfsmenn þá 150 en hafa verið 183. Kanslarinn vann Þjóðarflokkur Wolfgangs Schüss- els, kanslara Austurríkis, vann af- gerandi sigur í þingkosningum í landinu á sunnudaginn. Þótt Frels- isflokkur Jörgs Haiders hafi goldið afhroð er líklegt að hann verði áfram í stjórn. Sjúkraflutningaskóli FSA Samið hefur verið um að Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, FSA, komi á fót og annist rekstur sjúkra- flutningaskóla. Rauði kross Íslands hefur hingað til annast menntun sjúkraflutningafólks. Þriðjudagur 26. nóvember 2002 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað C Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Nýbyggingar við Kristnibraut Glæsileg lyftuhús 11 Nýjar íbúðirí vesturbæ Gömul iðngrein ogný Mikið útsýni 26 Söðlasmíði 34                                                      !" # $ % & " ' ( ' " ! # ' ' " " $$ & " % (    ! #& ' ' " " $ &" % ( )      * '     *      +,-  .   +,-  .   " % ' ( ' " " ! # $ &       !  "#$ %"$ ! %&&% 01*2 * # 2   ' 3 456  - 27  8 3 ,  9  #   :* ; '   :* ; (* 1   :* ; '   :* ;        '     -. %  * < 2  . ===               <  2> ?@@ A               /  / !  "#   ()   2> ? A      "&" & % *" "+ , & "-& %$"%% "*.* "- ",,." ""." @@  / !  0   ! $ "1$ %2$$%&&% 8   * + %   $  !$                  $  $  Verð við allra hæfi UMFERÐ um Suðurlandsveg hefur vaxið gríðarlega á undanförnum ár- um og nú er svo komið, að vel á sjötta þúsund bílar fara þar um daglega. Árið 1991 voru þeir að meðaltali 3.643 á sólarhring, árið þar á eftir voru þeir 3.998 og í fyrra voru þeir 5.325. Í ár hefur hefur þeim farið enn fjölgandi. Byggð í Hveragerði hefur einnig vaxið mikið á sama tíma og um þess- ar mundir eru rúmlega hundrað íbúðarhús í byggingu í bænum og frekari fjölgun íbúa því fyrirsjáan- leg. Þörf á auknu verzlunar- og þjón- usthúsnæði fer líka vaxandi og nú hefur Hveragerðisbær auglýst stóra lóð við Sunnumörk 2 lausa til úthlut- unar. Lóðin, sem er 15.400 ferm., er ætluð fyrir stórverzlun, þjónustu- miðstöð eða sambærilegan rekstur. Gert er ráð fyrir að byggja megi á lóðinni alls 4.000 ferm. húsnæði á 3.200 ferm. grunnfleti. Á fjölförnum stað Lóðin stendur á fjölförnum stað við Suðurlandsveg, þar sem hring- torg er á veginum við Hveragerði. Gert er ráð fyrir aðkomu að húsinu frá bílastæðum að sunnan og vestan ásamt hellulögðum torgum og aðlað- andi yfirbragði. „Fyrirhuguð úthlutun á þessari lóð endurspeglar vel þá miklu upp- byggingu, sem nú á sér stað í Hvera- gerði,“ segir Guðmundur F. Bald- ursson, byggingarfulltrúi í Hveragerði. „Undanfarin ár hefur íbúum hér farið ört fjölgandi og er þessi fjölgun töluvert yfir landsmeðaltali. Ásókn í byggingarlóðir hér er mikil og við höfum vart náð að anna eftirspurn- inni. Fyrir utan heimafólk er þetta fólk utan af landi og líka af höfuð- borgarsvæðinu. En fyrirhuguð verzlunar- og þjón- ustubygging við Sunnumörk 2 er ekki bara ætluð fyrir heimafólk held- ur ekki síður fyrir þá mörgu, sem fara hér framhjá á leið sinni austur í sveitir, svo sem í sumarhúsalöndin í uppsveitum Árnessýslu og víðar.“ Guðmundur sagði áhuga vera fyr- ir því að hafa í þessari nýbyggingu m.a. bankaútibú, veitingasölu, mat- vöruverzlun, byggingavöruverzlun og bensínsölu. Þá hefði Áfengis- og tóbaksverzl- un ríkisins lýst yfir áhuga sínum á að fá myndarlegt pláss fyrir áfengisút- sölu í þessari byggingu, en nú er all- langt síðan samþykkt var í almennri atkvæðagreiðslu bæjarbúa að opna áfengisútsölu í Hveragerði, en hana hefur vantað í bæinn. Guðmundur kvað það mjög líklegt að einhver einn aðili myndi reisa þessa nýbygg- ingu og eiga hana en leigja hana síð- an öðrum. „Nokkrir verzlunaraðilar og fyrirtæki í fasteignaútleigu hafa þegar rætt við okkur og lýst yfir áhuga sínum,“ sagði hann. „Ef af verður myndi þessi bygging rísa á tiltölulega skömmum tíma Hönnun hennar gæti farið fram í vetur og framkvæmdir hafizt í vor og byggingin risið næsta sumar. Hugs- anlega mætti ljúka við hana næsta haust.“ Yfir 15.000 fermetra lóð til úthlutunar í Hveragerði Lóðin stendur á fjölförnum stað við Suðurlandsveg, þar sem hringtorg er á veginum við Hveragerði. Gert er ráð fyrir að fyrirhuguð bygging verði um 4.000 fermetrar. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir 2002  ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A JÚDÓKAPPI TEKUR STEFNU Á ÓLYMPÍULEIKA / B2 Rússar, Rúmenar og Norðmenn,sem allir höfðu sóst eftir því að halda keppnina, drógu umsóknir sín- r til baka áður en atkvæðagreiðslan hófst til þess undirstrika samstöðu Evrópu vegna umsóknar Þýska- ands. Þegar á hólminn er komið virð- st sem sjö til átta Evrópuþjóðir hafi gengið úr skaftinu og stutt umsókn Túnis. Þjóðverjar – og í raun flestallar þjóðir Evrópu – eru afar vonsviknir með þessi málalok en Þjóðverjar höfðu búið sig undir að halda mótið í stærstu höllum landsins og ætluðu að leika undanúrslitaleikina og úrslita- leikinn á hinum risastóra knatt- spyrnuleikvangi Auf Schalke í Gels- enkirchen og útbúa aðstöðu fyrir 37.000 áhorfendur. Þá var talið íþróttinni mjög til framdráttar að halda heimsmeistaramótið í „mekka“ íþróttarinnar í Evrópu þar áhugi á handknattleik hefur vaxið mikið síð- ustu ár. „Menn verða að taka afleiðingun- um af þessari ákvörðun. Þeir mögu- leikar sem við buðum handknatt- leiksíþróttinni upp á með því að halda keppnina voru greinilega ekki nógu spennandi fyrir meirihluta hand- boltafjölskyldunnar í heiminum,“ sagði Peter Sichelschmidt, fram- kvæmdastjóri þýska handknattleiks- sambandsins, þegar úrslitin lágu fyr- ir. Í gær komu jafnvel fram hug- myndir um það í Þýskalandi að hundsa keppnina árið 2005 en víst er að Þjóðverjar hafa ekki sagt sitt síð- asta orð í málinu og ákvörðuninni verður ekki breytt nema þá Túnis- menn dragi sig til baka, en slíkt þykir ósennilegt. IHF og þingið setti niður Pattstaða kom upp á þingi IHF þegar kom að því að taka fyrir breyt- ingar á lögum og ýmsu því sem snert- ir innra starf IHF með það að mark- miði að gera stjórnskipulagið skil- virkara. Var öllum málunum sópað undir teppi og ákveðið að boða til aukaþings í Basel í Sviss snemma á næsta ári til þess að afgreiða tillög- urnar. Þessi afgreiðsla er talin vera mikill álitshnekkir fyrir IHF og ekki síst forseta þess, Egyptan Hasan Mousafa, sem þótti ekki hafa tak- markaða stjórn á þinginu. Mousafa tók við forsetastarfinu fyrir tveimur árum og voru þá miklar vonir bundn- ar við að honum tækist að færa starfshætti IHF nær nútímanum. Reiknað jafnvel með að lögð verði fram vantrauststillaga á Mousafa á aukaþingi. Verði hún samþykkt kem- ur til stjórnarkjörs en það á annars ekki að vera á dagskrá fyrr en á næsta reglulega þingi árið 2004. Kjartan K. Steinback, stjórnar- maður IHF, vildi lítið tjá sig um þing- ið í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er frekar vonsvikinn með starf þingsins,“ var hið eina sem Kjartan vildi segja þegar hann var spurður eftir þinginu og þeirri ákvörðun að boða til aukaþings í Basel á næsta ári. Þjóðverjar telja sig svikna HEIMSMEISTARAKEPPNIN í handknattleik karla árið 2005 verður haldin í Norður-Afríkuríkinu Túnis í fyrsta skipti. Túnisbúar unnu óvæntan sigur á Þjóðverjum, 46:44, í atkvæðagreiðslu á þingi Al- þjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í Pétursborg um helgina. Þjóðverjar eru afar vonsviknir með niðurstöðuna því þeir töldu sig hafa öll tromp á hendi, stuðning allra Evrópuþjóða auk Ameríku. Þegar á hólminn var komið er ljóst að einhverjar Evrópuþjóðir hafa snúist í lið með Túnis og grunar Þjóðverja að þar hafi Miðjarð- arhafsríki Evrópu átt í hlut. Slíkt verður aldrei sannað þar sem um eynilega atkvæðagreiðslu var að ræða. Bordeaux vill fá ungan KR-ing KJARTAN Henry Finnbogason, 16 ára drengjalands- liðsmaður í knatt- spyrnu úr KR, er kominn heim eftir vikudvöl hjá franska félaginu Bordeaux. Að sögn Arnórs Guðjohn- sens, umboðs- manns, sem hafði milligöngu fyrir Kjartan, hefur Bordeaux mikinn áhuga á að fá hann til sín á unglinga- samning. „Hann er hinsvegar hikandi við að fara strax, ekki síst vegna námsins hér heima, og framhaldið á málinu er því ekki ljóst ennþá,“ sagði Arnór við Morg- unblaðið. Kjartan er sókn- armaður og lék 6 drengjalandsleiki á árinu en hann var helsti markaskor- ari KR, bæði í 3. og 2. flokki, í sumar. Morgunblaðið/Kristinn Íþróttafólk Reykjanesbæjar getur verið ánægt með helgina sem leið því íþróttafélög undir merkjum bæjarins voru mjög sigursæl. Köfuknattleikslið Keflavíkur sigraði í Kjörísbikarnum í körfuknattleik karla, Sundfélag Reykjanesbæjar sigraði með nokkrum yfirburðum í 1. deild í bikarkeppni Sundsam- bandsins og knattspyrnulið Keflavíkur varð Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu karla. Sannarlega glæsileg helgi hjá íþróttafólkinu í Reykjanesbæ. Hér á myndinni er Zoran Daníel Ljubicic með Íslands- bikarinn í knattspyrnu. Sjá umsagnir B8, B9 og B12. BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 13/14 Umræðan 30/31 Erlent 15/17 Minningar 32/35 Höfuðborgin 20 Bréf 40 Akureyri 20/21 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Kvikmyndir 44 Landið 22 Fólk 46/49 Neytendur 23 Bíó 46/49 Listir 24/25 Ljósvakar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * Unglingahópur veittist að pilti í Grafarvogi SEXTÁN ára drengur var fluttur á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gærmorg- un eftir að hópur ungmenna veittist að hon- um í Grafarvogi, að sögn lögreglu. Drengurinn fékk heilahristing og kjálka- brotnaði í átökunum. Þá brotnuðu tvær tennur í honum, að sögn lögreglu. Ökumaður sem átti leið hjá Fjallkonu- vegi flutti drenginn á slysadeild. Enginn hafði verið handtekinn vegna málsins í gær- kvöldi. Yfirlýsing hluthafa jafngilti tryggingu ÁBYRGÐARYFIRLÝSING sem fjórir stærstu hluthafar Sam- vinnuferða-Landsýnar gáfu út tveimur mánuðum áður en ferða- skrifstofan var tekin til gjald- þrotaskipta, var í gær dæmd gild af Héraðsdómi Reykjavíkur. Á þá falla því um 30 milljónir sem samgönguráðuneytið hafði greitt fyrir heimflutning viðskiptavina ferðaskrifstofunnar frá útlönd- um og til að bæta þeim alferðir sem þeir voru búnir að greiða inn á eða kaupa áður en ferða- skrifstofan varð gjaldþrota. Stærstu hluthafarnir, Gilding, Eignarhaldsfélag Alþýðubank- ans, Olíufélagið og Flutningar, samþykktu að ganga í „hlutfalls- lega bakábyrgð“ til tryggingar á 125 milljónum. Samgönguráðu- neytið leit á þetta sem fullnægj- andi tryggingu fyrir áframhald- andi rekstri ferðaskrifstofunnar en skv. lögunum verða ferða- skrifstofur að leggja fram svo- kallaðar ferðaskrifstofutrygging- ar fyrir heimflutningi farþega og að viðskiptavinum þeirra verði gert kleift að ljúka svonefndum alferðum eða þær endurgreidd- ar. Hluthafarnir héldu því á hinn bóginn fram að um væri að ræða bakábyrgð vegna tryggingar sem yrði aflað síðar og fæli ekki í sér beina og fyrirvaralausa ábyrgð. Á það féllst dómarinn ekki og sagði ábyrgðaryfirlýs- ingu hluthafanna gilda sem ferðaskrifstofutryggingu. Frið- jón Örn Friðjónsson hrl. flutti málið fyrir hönd samgönguráðu- neytisins en Kristinn Hallgríms- son hrl. var til varnar. Greta Baldursdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Þurfa að greiða þrjátíu milljónir Varð að segja upp ábyrgðinni skriflega MAÐUR sem gekkst í ábyrgð vegna tékkareiknings verður að greiða 150.000 krónur vegna sjálfskuldar- ábyrgðar sem hann gekkst í fyrir eiganda reikningsins. Maðurinn hélt því fram að ábyrgðin væri fyrnd en á það féllst Héraðsdómur Reykjaness ekki. Sjálfskuldarábyrgðin er dag- sett 1997 en ekki er kveðið á um gild- istíma í skilmálum. Maðurinn hélt því fram að ábyrgðin hefði orðið gjaldkræf við undirritun en fyrnst fjórum árum síðar samkvæmt fyrn- ingarlögum. Finnbogi H. Alexand- ersson héraðsdómari sagði að sam- kvæmt skilmálunum félli hún ekki niður fyrr en við skriflega uppsögn ábyrgðarmanns sem lægi ekki fyrir. Þá hefði krafan ekki orðið gjaldkræf gagnvart honum fyrr en í apríl sl. þegar reikningnum var lokað. Var maðurinn dæmdur til að greiða Landsbanka Íslands 150.000 krónur auk dráttarvaxta. Benedikt Guð- bjartsson hrl. sótti málið f.h. bank- ans en Jón Ármann Guðjónsson hdl. var til varnar ábyrgðarmanninum. ÍBÚAR á suðvesturhorni landsins hafa lítið getað kvartað undan veðrinu undanfarna daga, nema auðvitað þeir sem leggja stund á vetraríþróttir. Úrkoma hefur verið tiltölulega lítil og hitastigið óvenjuhátt. Í gær sýndu hitamælar Veðurstof- unnar í Reykjavík 7°C og voru mælarnir þó ekki bilaðir. Arnar Hilmarsson greip tækifærið, hóf pensil á loft og málaði verslunina Boltamanninn við Lauga- veg. Arnar taldi alveg kjörið að nota góða veðrið til að mála, það væri hlýrra nú en oft á vorin þegar málarar hefja útistörfin. Gögn Veðurstofunnar styðja þessa fullyrðingu. Á árunum 1961–1990 var meðalhiti í apríl 2,9°C og í maí 6,3°C. Morgunblaðið/Kristinn Hlýrra en oft á vorin „MÉR gekk illa að finna einhverja leið út úr þessu þar sem myrkrið verður alveg kolsvart, það sér ekki skimu,“ segir Ás- geir Kristjánsson, starfsmaður Fjalla- lambs á Kópaskeri, sem lokaðist inni í einum frystiklefa fyrirtækisins í rúmlega klukkustund í byrjun mánaðarins. Um 25 stiga frost er í klefanum og var Ásgeir alls ekki búinn undir langa vist í slíku heim- skautafrosti, í vinnu- slopp, klossum og ekki með húfu, enda ætlaði hann sér aðeins að vera örfáar mínútur inni í frystiklefanum. Ás- geir var að ná í tvo kindaskrokka í frysti- klefann rétt fyrir hádegi á föstudegi en þá lýkur vinnslu að mestu í húsinu. Skyndi- lega voru ljósin slökkt, væntanlega af starfsmanni sem var á heimleið og vissi ekki af Ásgeiri inni í frystiklefanum. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Ás- geir hafa lagst niður á gólfið til að reyna að rekja sig að dyrunum enda var klefinn næstum fullur af kindaskrokkum sem héngu niður úr loftinu. Blóðsykurinn féll Ásgeir er með sykursýki og hann fann fljótlega að blóðsykurinn fór að falla. „Og þá verður maður nú hálfmáttlaus og á erf- itt með að bjarga sér,“ segir hann. Áfram reyndi hann að finna leiðina út en sóttist leitin illa. „Sjálfsagt hef ég verið orðinn alveg máttlaus.“ Að sögn Ásgeirs var það vinnufélagi hans, Benedikt Björgvinsson, sem kom honum til bjargar. Benedikt var farið að lengja eftir Ásgeiri og fór að svip- ast um eftir honum. Leitin bar hann að frystiklefanum þar sem hann fann Ásgeir á gólfinu og var hann þá svo máttfarinn að hann átti í erfiðleikum með að standa upp. Í ljós kom að Ásgeir var kalinn á baki en þau sár eru nú gróin að mestu. Festist í frystiklefa á Kópaskeri Ásgeir Kristjánsson Í niðamyrkri og 25 stiga frosti ♦ ♦ ♦ TIL ÁTAKA kom í húsi á Eyr- arbakka um hálfsjöleytið í gær- kvöldi og var maður með höfuð- áverka fluttur á slysadeildina í Fossvogi. Að sögn lögreglunnar eru tildrög átakanna ekki ljós en einn maður er í haldi lögregl- unnar vegna málsins. Að sögn læknis á slysadeildinni er líðan mannsins eftir atvikum góð. Átök á Eyrarbakka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.