Morgunblaðið - 26.11.2002, Side 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
REYKVÍSKIR lögreglumenn á
eftirlitsferð í Grafarholti á
sunnudagsmorgun urðu varir
við ref sem var á vappi á bygg-
ingarsvæðinu.
Hugðust þeir handsama ref-
inn og hófu eftirför um hverfið.
Það bar ekki tilætlaðan árangur
og síðast sá lögregla til rebba er
hann hljóp í átt til fjalla.
Rebbinn
komst undan
HEILDSÖLUVERÐ mjólkur
og mjólkurafurða mun hækka
um 3,36% að meðaltali frá ára-
mótum. Það þýðir að með
óbreyttu hlutfalli smásöluálagn-
ingar mun nýmjólk í eins lítra
umbúðum hækka um þrjár
krónur.
Verðlagsnefnd búvara – sex-
mannanefnd – hefur samþykkt
nýjan verðlagsgrundvöll fyrir
kúabú. Hefur það í för með sér
að mjólk til bænda hækkar um
3,69% eða um 2,81 krónu á lítra
frá því verði sem tók gildi 1. nóv-
ember 2001. Á hækkunin sér
meginskýringar í kostnaðar-
hækkun rekstrarvara og hækk-
un á launakostnaði við mjólkur-
framleiðsluna, segir í frétt frá
Verðlagsnefnd. Nefndin hefur
einnig ákveðið að reikna með
2,69% hærri vinnslu- og dreif-
ingarkostnaði mjólkur og mjólk-
urafurða frá 1. janúar næstkom-
andi. Hækkunin til bænda gildir
frá 1. nóvember sl. en hækkun á
heildsöluverði mjólkur og
mjólkurvara frá 1. janúar 2003.
Mjólkin
hækkar
IÐNAÐARRÁÐHERRA hef-
ur skipað Aðalstein Þorsteins-
son í stöðu forstjóra Byggða-
stofnunar frá
1. janúar nk.
Stjórn
Byggðastofn-
unar mælti
með skipun
Aðalsteins í
starfið. Alls
sóttu 16
manns um
stöðuna.
Aðalsteinn Þorsteinsson
fæddist 1. júlí 1966. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1986 og emb-
ættisprófi í lögfræði vorið 1993.
Frá árinu 2001 hefur Aðal-
steinn verið forstöðumaður lög-
fræðisviðs Byggðastofnunar en
var settur forstjóri stofnunar-
innar frá 21. júní 2002 til 31.
desember 2002.
Maki Aðalsteins er Helga
Finnbogadóttir og eiga þau tvö
börn.
Skipaður for-
stjóri Byggða-
stofnunar
Aðalsteinn
Þorsteinsson
TVEIR menn hafa játað á sig
að hafa framið rán í verslun 11-
11 við Skúlagötu í Reykjavík á
föstudagskvöld. Mennirnir voru
handteknir á sunnudag og við-
urkenndu brot sitt í yfirheyrslu
hjá lögreglu.
Þeir játuðu einnig að hafa á
þriðjudagskvöld rænt Olís-stöð-
ina við Skúlagötu. Að sögn lög-
reglu hafa mennirnir báðir áður
komið við sögu hjá lögreglu.
Þeim var sleppt úr haldi síðdeg-
is á sunnudag. Að sögn lögreglu
voru þeir að fjármagna fíkni-
efnaskuldir með ránum sínum.
Rán í 11-11 og
Olís upplýst
STUTT
ALCOA hefur afhent Skipulags-
stofnun skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum hugsanlegs álvers á Austur-
landi og áhrifum þess á atvinnulíf og
samfélag á svæðinu. Skýrsla Alcoa
byggist á skýrslu sem unnin var
vegna áður fyrirhugaðrar verk-
smiðju Reyðaráls en dregur fram
hvernig áhrif af verksmiðju Alcoa
muni verða frábrugðin áhrifum
hennar.
Enda þótt fyrirhugað álver Alcoa
sé minna en það álver sem ráðgert
var að byggja á vegum Reyðaráls
mun störfum á Austurlandi fjölga til
muna við tilkomu þess, segir í til-
kynningu Alcoa. Samkvæmt skýrsl-
unni er áætlað að við verklok muni
455 einstaklingar vinna beint fyrir
Alcoa en að auki muni 295 störf skap-
ast í tengslum við álverið. Alls er því
gert ráð fyrir að 750 ný störf skapist
á svæðinu en reiknað er með því að
allt að 1.800 störf muni skapast með-
an á byggingu álversins stendur.
Mun minni mengun en frá
fyrirhuguðu álveri Reyðaráls
Gert er ráð fyrir að verksmiðja Al-
coa komi til með að valda minni um-
hverfisáhrifum en sú verksmiðja
sem Reyðarál ráðgerði að byggja. Í
fyrsta lagi vegna þess að ársfram-
leiðsla verksmiðju Alcoa verður
u.þ.b. 25% minni en verksmiðju
Reyðaráls. Í annan stað mun Alcoa
ekki urða mengandi úrgang við ál-
verið. Þá athugar Alcoa nú hönnun-
arkosti fyrir álverið með það fyrir
augum að tryggja að ekkert frá-
rennslisvatn muni koma frá verk-
smiðjunni. Í fjórða lagi fer fram-
leiðsla rafskauta fram erlendis, sem
dregur verulega úr losun eiturefna
frá verksmiðjunni.
Þá er í tillögum Alcoa gert ráð fyr-
ir að álverið muni þurfa minna raf-
magn (22% minna) en álver Reyð-
aráls, minna eldsneyti (33% minna)
og minna vatn (58% minna). Þá sé og
ljóst að álver Alcoa muni losa um-
talsvert minna gróðurhúsaloftteg-
undum.
Í tilkynningu félagsins segir að ál-
ver Alcoa muni uppfylla alla staðla
íslenskra stjórnvalda um hreinleika
vatns og andrúmslofts og boðaða
staðla ESB sem taka gildi á árunum
2005 og 2010. Ljóst sé að Alcoa muni
á sumum sviðum ganga lengra en áð-
urnefndir staðlar gera kröfu um.
Álver skap-
ar 750 ný
störf fyrir
austan
ALMANNAVARNANEFND Seyð-
isfjarðar aflétti í gær rúmlega
tveggja sólarhringa hættuástandi
sem ríkt hefur í bænum vegna
skriðufalla úr Botnabrúnum, rétt
ofan við bæinn. Fengu 30 íbúar 10
húsa við Austurveg því að fara
heim til sín á ný eftir að hús þeirra
voru rýmd á föstudag. „Fólk er hins
vegar beðið um að hafa allan vara á
og fylgjast vel með,“ sagði Tryggvi
Harðarson, bæjarstjóri Seyð-
isfjarðar.
Nefndin ákvað að hleypa fólki
heim til sín um hádegið í gær með
þeim fyrirvara að hugsanlega
þyrfti það að rýma húsin aftur að
kvöldi, en eftir kvöldfund almanna-
varnanefndar komst hún að þeirri
niðurstöðu að frekari rýming væri
óþörf. Á sunnudag féll ný aurskriða
niður hlíðina í átt að íbúðarhús-
unum við Austurveg, en stöðvaðist í
miðri hlíð og hafði engin áhrif, ólíkt
stórri skriðu sem féll fyrr í mán-
uðinum með þeim afleiðingum að
hús við Austurveg 54 varð umlukið
aur sem náði upp á glugga.
Skriðurnar sem eru um 50 til 100
cm á dýpt, fóru yfir ungar furur
sem gróðursettar höfðu verið í
brekkunni. Talsvert grjót er í aurn-
um og ljóst af ummerkjum, að
grjótið hefur oltið niður grasi
gróna hlíðina af miklum þunga.
Á köflum eru allstór sár í gras-
þekjunni sem grjót á stærð við sjón-
varpstæki hafa skilið eftir sig á leið
sinni niður hlíðina. Ekki er allt með
kyrrum kjörum upp í hlíðinni, þótt
hættuástandi hafi verið aflétt, enda
mikið fjör í fossum sem steypast
niður hamrana og senda stöku
grjóthnullung niður.
Aldrei verið hrædd
Ragna Sigurðardóttir, íbúi á
Austurvegi 44, var ein þeirra sem
fengu að vitja heimilis síns í gær
eftir útlegðina um helgina og
dvaldist hjá kunningjakonu sinni á
meðan. „Ég var ekki hrædd um að
það félli skriða á húsið og hef aldrei
verið hrædd um það,“ sagði Ragna.
Hún hefur búið í húsinu í 50 ár og
aldrei haft neinar spurnir af skriðu-
föllum á þessum stað.
Þess má geta að þegar hún bjó á
Norðfirði á árum áður, féll snjóflóð
á hús hennar, án þess þó að valda
alvarlegu tjóni. Hún segist fyllilega
sátt við þann viðbúnað almanna-
varnanefndar og hlýddi tilmælum
hennar möglunarlaust. „Það er
auðvitað afskaplega gott að hafa
allan varann á. Í svartamyrkri sér
fólk ekki hvort eitthvað er að
skríða fram,“ segir hún.
Fólki leyft að flytja
aftur í hús sín
Seyðisfirði. Morgunblaðið.
Ragna Sigurðardóttir sagðist aldr-
ei hafa verið hrædd um að skriða
félli á heimili sitt.
Morgunblaðið/RAX
Þeir frændurnir Viktor Heiðdal Sigurjónsson og Jafet Sigfússon brugðu á leik í rigningunni á Seyðisfirði.
FIMM læknar hafa samkvæmt Tryggingastofnun
ríkisins, TR, tjáð sjúklingum að „kvóti væri orðinn
fullur hjá TR“ og tími eða aðgerð fengist aðeins
gegn greiðslu fram hjá samningum stofnunarinn-
ar. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu TR undir
fyrirsögninni „Þrír bæklunarskurðlæknar og tveir
augnlæknar blekkja sjúklinga“. Félag íslenskra
bæklunarlækna vísar því á bug að félagsmenn hafi
brotið samning sérgreinalækna og TR með því að
veita sjúklingum þjónustu gegn fullri greiðslu og
án afskipta TR. Vísar félagið til 5. gr. samningsins
þar sem kemur fram að lækni sé heimilt að taka
sjúkratryggðan einstakling til meðferðar án
greiðsluafskipta sjúkratrygginga ef sá sjúkra-
tryggði óski þess.
Ákvæðið sett inn til
persónuverndar
TR segir að ákvæðið sem læknar vísi til hafi
ekki verið sett inn í samninginn árið 1982 til þess
að læknar gætu farið fram hjá samningi og krafið
sjúklinga um fulla greiðslu, heldur hafi persónu-
verndarástæður legið að baki. „Ef sjúklingur kýs
af persónulegum ástæðum að láta nafn sitt og
kennitölu ekki koma fram á reikningum sem
ganga frá sérfræðingum til Tryggingastofnunar
hefur hann möguleika á að borga fullt verð án
þátttöku almannatrygginga,“ segir á heimasíð-
unni.
Í fréttinni segir ennfremur að læknarnir fimm
sem um ræðir hafi þurft að gefa TR afslátt á bilinu
7,3–11,7% af heildarreikningum sínum í síðasta
mánuði. „Læknar hafa hins vegar haldið því fram
að þeir væru að veita Tryggingastofnun allt að
90% afslátt af þjónustu sinni um þessar mundir.
Þetta er alrangt.“
TR segir samninga við lækna byggjast á sömu
grundvallaratriðum og verktakasamningar á al-
mennum markaði. Þeir kveða því hvorki á um sér-
staka dagvinnu, eftirvinnu eða næturvinnu. Þá
fjalla þeir um fullt verð upp að ákveðnu marki og
að afsláttur sé veittur eftir það. „Verktakar geta
ekki hlaupist undan skyldum þegar kemur að
greiðslu afsláttar.“
Um málið var fjallað á almennum félagsfundi
Félags íslenskra bæklunarlækna sl. laugardag og
í ályktun sem samþykkt var á fundinum kemur
fram að félagið ætlist til að samningar séu haldnir
en telji TR svo ekki vera á að fjalla um slíkt sam-
kvæmt ákvæðum samningsins um úrlausn ágrein-
ingsatriða, „en ekki staðhæfa í fjölmiðlum að sér-
fræðilæknar stundi ólögmæta starfsemi“.
„Alvarlegar ásakanir
á hendur læknum“
Stjórn Læknafélags Reykjavíkur lýsir furðu á
því að fulltrúar
TR reki ágreiningsmál um framkvæmd samn-
inga við Læknafélagið í fjölmiðlum. Í fréttatil-
kynningu frá þeim segir einnig að enn á ný séu
komnar fram alvarlegar ásakanir á hendur sam-
tökum lækna án þess að gerð hafi verið tilraun til
þess að upplýsa þau um einstök vandamál sem upp
hafi komið.
„Samninganefnd Læknafélags Reykjavíkur
hefur farið fram á það við fulltrúa Tryggingar-
stofnunar að einstök ágreiningsmál verði kynnt á
eðlilegan hátt í sameiginlegri samráðsnefnd og
þeim fundin lausn þar. Það er óviðeigandi að
kvartanir um samningsbrot skuli fyrst kynntar í
fjölmiðlum. Það er yfirlýst stefna Læknafélags
Reykjavíkur að farið skuli eftir gerðum samning-
um og að gagnkvæmt traust ríki milli aðila þar
um,“ segir í frétt frá LR.
TR segir að fimm læknar
hafi blekkt sjúklinga
Bæklunarlæknar
segja samninginn
ekki brotinn