Morgunblaðið - 26.11.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.11.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEIRI hluti fjárlaganefndar Alþingis gerir 47 breytingartillögur við frumvarp til fjárauka- laga fyrir árið 2002. Er samtals lögð til 3.269 milljóna króna hækkun á gjaldalið frumvarps- ins. Af þessari upphæð renna 1,9 milljarðar til heilbrigðismála og er stærsti útgjaldaliðurinn tillaga um 1.060 milljóna króna aukafjárveit- ingu til greiðslu uppsafnaðs rekstrarhalla Landspítala – háskólasjúkrahúss en áætlað hefur verið að hallinn yrði 2.660 milljónir króna í árslok 2002. Kemur þetta framlag til viðbótar tillögu um 1.200 milljóna aukafjárveitingu sem fyrir var í fjáraukalagafrumvarpinu. „Þar af eru 90 m.kr. vegna greiðslna á uppsöfnuðum frítökurétti lækna í samræmi við ákvæði EES-samnings- ins um lágmarkshvíld. Að teknu tilliti til þeirr- ar aukafjárveitingar er áætlað að uppsafnaður rekstrarhalli spítalans verði 1.460 m.kr. Jafnan er við það miðað að heilbrigðisstofnanir geti borið með sér reikninga sem nema um tveimur til fjórum vikum í öðrum rekstrargjöldum en launum. Í tilviki stofnunarinnar er umfang slíkra reikninga að hámarki um 400 m.kr. Greiðsluhalli spítalans stefnir því að óbreyttu í um 1.060 m.kr. í árslok 2002,“ segir í nefnd- aráliti meirihlutans. 670 milljónir til að greiða upp halla öldrunarstofnana Einnig er gerð tillaga um 670 milljóna króna fjárveitingu til að greiða uppsafnaðan rekstr- arhalla öldrunarstofnana á árunum 2000–2002. Áætlað er að hann verði allt að 1.340 milljónir í árslok 2002. Þar af er rekstrarhalli dagvistar- og hjúkrunarrýma um 550 milljónir og rekstr- arhalli dvalarrýma um 790 milljónir. Samkvæmt lögum greiðir ríkissjóður kostn- að við rekstur hjúkrunarheimila og hluta af rekstri dvalarheimila með svonefndri dvalar- heimilisuppbót sem er greidd af Trygginga- stofnun ríkisins. Fyrirhugað er að koma til móts við uppsafnaðan halla þessara stofnana samkvæmt nánara samkomulagi og í samræmi við verkaskipti ríkis og sveitarfélaga. Í nefnd- aráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að í því sambandi þurfi að skoða nánar hver beri ábyrgð á þeim hallarekstri sem myndast hefur. Gert er ráð fyrir 695 milljóna króna viðbót- arútgjöldum í félagsmálaráðuneyti, þar af 140 milljónum króna vegna uppsafnaðs halla Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Segir í tillögum fjárlaganefndar að ljóst sé að þessi halli sé svo mikill að ekki verði unnið á honum nema með umtalsverðum niðurskurði á þjónustu stofnunarinnar. Það sé mat félags- málaráðuneytisins að komist hafi verið fyrir viðvarandi halla á rekstri stofnunarinnar og að hún verði eftirleiðis innan ramma fjárlaga. Gert er ráð fyrir að fjárheimild dóms- og kirkjumálaráðuneytis verði aukin um 216 millj- ónir. Þar af er gert ráð fyrir 46 milljóna fram- lagi til að mæta uppsöfnuðum fjárhagshalla Fangelsismálastofnunar. Segir í tillögum nefndarmeirihlutans að með 30,6 milljóna króna framlagi sem þegar sé gert ráð fyrir í frumvarpinu og aðgerðum innan árs- ins sé talið að stofnuninni takist að halda sig innan heimilda þessa árs en ekki hafi verið unnt að vinna á fyrri halla. Ef stofnunin þyrfti að vinna upp hallann yrði nauðsynlegt að draga úr nýtingu á fangarými sem er til ráðstöfunar. Fjárheimildir menntamálaráðuneytis aukast um 203,8 milljónir samkvæmt tillögum meiri hluta fjárlaganefndar. M.a. er gert ráð fyrir 80 milljóna aukafjárveitingu vegna nem- endafjölgunar. Á grundvelli upplýsinga frá háskólum megi ætla að fjöldi nemenda verði meiri en gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins 2002. Mest sé fjölg- unin í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akur- eyri og Háskólanum í Reykjavík. Um sé að ræða nemendafjölgun umfram hámarks- ákvæði í samningum við skólana. Beinar greiðslur vegna mjólkurframleiðslu auknar Lagt er til að fjárheimild landbúnaðarráðu- neytisins verði aukin um 66 milljónir kr. og vegur þar þyngst tillaga um að beinar greiðslur vegna mjólkurframleiðslu hækki um 63,6 millj. kr. „Þar er í fyrsta lagi um að ræða uppgjör á árinu 2001. Í öðru lagi aukast framleiðsluheim- ildir í ár um tvær milljónir lítra frá 1. sept- ember. Í þriðja lagi hækka beingreiðslur í kjöl- farið á 3,69% hækkun á verði til framleiðenda frá og með 1. nóvember 2002 samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar landbúnaðarvara,“ segir í tillögugerð nefndarmeirihlutans. Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu um 3,3 milljarða viðbótarútgjöld 2002 Um 1,9 milljarðar króna í viðbót til heilbrigðismála „ÞETTA var mjög gaman og það voru margir sem hlustuðu á okkur syngja, en við vorum búin að æfa okkur vel fyrir framan myndavélar og okkur fannst bara eins og þetta væri prufa eða eitthvað,“ sagði Halldóra Baldvinsdóttir, níu ára söngkona, eftir að hún varð í öðru sæti í barnasöngvakeppni í Bologna á Ítalíu um helgina. Halldóra söng lagið Se cicredi anche tu eftir Ítalann Leone Tinga- nelli, sem hefur búið á Íslandi í 16 ár, og segir Laufey Hauksdóttir, móðir Halldóru, að árangurinn skipti hann meira máli en söngkon- una ungu. „Þetta er stór og mikil keppni og vinsælasta sjónvarps- efnið á Ítalíu,“ segir hún og bætir við að nafn höfundarins komist í umræðuna ytra. „Nafn hans er komið í ítalska fjölmiðla,“ segir hún. Mæðgurnar fóru til Ítalíu í sept- ember og voru þar í tvær vikur, en þá heyrðu þær lagið fyrst og það var tekið upp á geisladisk. Síðan fóru þær aftur nú í nóvember og komu heim í fyrrinótt eftir hálfs mánaðar dvöl. Barnakór söng með hverju lagi og voru margar æfingar áður en keppnin byrjaði á miðviku- dag í liðinni viku. 18 börn á aldr- inum fimm til níu ára sungu 14 lög og byrjaði keppnin með kynningu á miðvikudag. Á fimmtudag sungu ítölsku börnin sjö lög og á fimmtu- dag sungu erlendu börnin sjö jafn- mörg lög en þá náði Halldóra best- um árangri útlendinganna. „Ég bjóst við að verða í einhverju af þremur efstu sætunum,“ segir hún. „Ég vissi það einhvern veginn.“ Halldóra er í Smáraskóla í Kópa- vogi og henni var vel tekið þar í gær. „Það tóku allir á móti mér. Mér voru gefin blóm og allt bara. Það var kór að syngja: Velkomin Halldóra heim, og allt bara.“ Keppnin var nú haldin í 45. sinn og sáu börn alfarið um að dæma frammistöðu keppendanna. „Þegar við fórum út áttum við ekki von á einu eða neinu,“ segir Laufey og getur þess að mjög frægur lagahöf- undur hafi samið sigurlagið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldóra Baldvinsdóttir, níu ára söngkona, varð í öðru sæti í barna- söngvakeppni í Bologna á Ítalíu um helgina. Íslensk stúlka í öðru sæti í barnasöngvakeppni á Ítalíu „Eins og þetta væri prufa eða eitthvað“ MEIRI hluti fjárlaganefndar gerir tillögu um 153 milljóna kr. auka- fjárveitingu á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár, til að mæta aukn- um útgjöldum sjúkratrygginga- deildar Tryggingastofnunar vegna hjálpartækja. Framlag á fjárlögum var 998 millj. kr. en nú er talið að útgjöldin á árinu muni nema 1.198 millj. kr. „Útgjöld til þessa mála- flokks hafa aukist mikið síðustu ár- in og virðist ekkert lát vera á því,“ segir í nefndaráltiti meirihlutans. 130 milljónir til endurbóta á Vífilsstöðum Meirihluti fjárlaganefndar gerir alls 47 breytingartillögur við frum- varp til fjáraukalaga fyrir árið 2002. Lagt er til að ráðstafað verði 130 milljónum kr. til að gera nauðsyn- legar endurbætur á húsnæði Vífils- staða og til tækjakaupa en fyrirhug- að er að opna allt að 70 hjúkrunar- rými á Vífilsstöðum á næsta ári. Veitt verður 20 milljóna kr. auka- fjárveiting vegna kostnaðar við lokaáfanga framkvæmda við bygg- ingu þjónustuskála Alþingis, verði breytingartillaga meirihluta fjár- laganefndar samþykkt. 2,6 milljónir vegna Falun Gong Gerð er tillaga um 8,8 milljóna kr. fjárveitingu vegna kostnaðar við opinbera heimsókn forsætisráð- herra Víetnams til landsins í haust. „Kostnaðurinn er nokkuð hærri en í hefðbundinni heimsókn vegna fjöl- menns fylgdarliðs og þar sem gisti- kostnaður fylgdarliðs er greiddur í þessu sérstaka tilfelli. Aðrir kostn- aðarliðir eru akstur, risna og mót- taka, leiga á þyrlu auk annars rekstrarkostnaðar,“ segir í nefnd- aráliti meirihluta fjárlaganefndar. Lögð er til 2,6 millj. kr. fjárveit- ing vegna kostnaðar Flugleiða af endurgreiðslu fargjalda til fé- lagsmanna Falun Gong og lögfræði- kostnaðar í tengslum við opinbera heimsókn forseta Kína í sumar. 48,8 milljónir til að mæta rekstrarhalla héraðsdómstóla Gerð er tillaga um 48,8 milljóna kr. framlag til að mæta uppsöfn- uðum rekstrarhalla héraðsdóm- stóla. Lagt er til að veitt verði 65 millj. kr. viðbótarframlag til að ljúka við- gerð á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Gerð er tillaga um 25 millj. kr. styrk til Kirkjumálasjóðs til kaupa á húsnæði undir starfsemi Tónskóla þjóðkirkjunnar. 300 milljónir vegna aukins atvinnuleysis Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 75 millj. kr. fjárveitingu til við- bótar við þær 300 millj. kr. sem þegar hefur verið gerð tillaga um í fjáraukalagafrumvarpinu í Ábyrgð- arsjóð launa vegna gjaldþrota. Þá er gerð tillaga um 300 millj. kr. við- bótarfjárveitingu í Atvinnuleysis- tryggingasjóð vegna aukins at- vinnuleysis. Tillaga er gerð um 200 milljóna kr. aukaframlag í Fæðingarorlofs- sjóð en endurskoðuð áætlun hefur leitt í ljós að mealtalsgreiðslur og fjöldi þeirra sem fá greitt úr sjóðn- um er meiri en áætlað var. 47 breytingartillögur við fjáraukalagafrumvarp 153 milljóna aukafjárveit- ing vegna hjálpartækja MARGIR sóttu listahátíðina Láttu drauminn rætast sem haldin var í boði Ævintýraklúbbsins – félagsstarfs þroskaheftra og Clarins í Smáralind sl. laugardag. Þar tóku m.a. Blikandi stjörnur lög úr söngleikjum. Á fjöl- breyttri dagskrá voru að auki tískusýning, myndlistar- sýning og fleiri tónlistaratriði. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fjölmenn listahátíð í Smáralind

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.