Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 8

Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú get ég... Kennsludiskur í matreiðslu Skemmtileg og gefandi vinna NÝLEGA kom útgeisladiskur meðkennsluefni í mat- reiðslu sem er nokkur ný- lunda. Það er Ragnar Ósk- arsson matreiðslumeistari sem er höfundur efnis og hann reyndist meira en fús að svara nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. –Hver er tilurð þessarar útgáfu og hver er útgef- andi? „Hugmyndin að kennsludiskinum Mat- reiðslukennarinn, Einfalt og gott, kviknaði fyrst á sýningunni Matur 2002 þar sem ég var að keppa og Fjarkennsla ehf. var að kynna sig, en Fjarkennsla ehf. gefur diskinn út. Ólaf- ur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Fjarkennslu ehf., fékk hugmyndina og fékk mig, kvikmyndagerðarmanninn Jón Axel Egilsson og Jónas Pál Björnsson viðskiptafræðing og framkvæmdastjóra Matur 2002 til að gera hugmyndina að veruleika. Hugmyndin var að gera kennslu- disk í matreiðslu sem gæti brúað bilið á milli þess veislumatar sem við kokkarnir gerum bæði í vinnunni og keppni og þess matar sem einfalt er að gera heima hjá sér þannig að út kæmi bæði ein- faldur og góður matur. Svona disk- ur hefur aldrei verið gerður áður á Íslandi og því er þetta skemmtileg nýjung því bæði er hægt að horfa á hvernig réttirnir eru gerðir og einnig er hægt að prenta upp- skriftirnar út. Þannig þarf ekki að hafa áhyggjur af því þótt það hellist niður á uppskriftina því hægt er að prenta hana bara aftur út. Einnig er einfalt að skoða aftur hvernig rétturinn er gerður ef maður gleymir einhverju og tölvu- umhverfið hentar mjög vel í það.“ –Á hvað er helst lögð áhersla á disknum, veislumat, hversdags- mat, kjöt, fisk? „Helst er lögð áhersla á að breikka hugmyndaflug fólks í eld- húsinu, t.d. sýni ég nokkrar að- ferðir af sósum, kartöflum svo eitt- hvað sé nefnt, og einnig eftirrétti og létta rétti. Einnig eru þarna helstu eldunaraðferðir á fiski og kjöti, síðan fullt af ferskum salat- réttum. Einnig fylgja með nokkur einföld og góð ráð fyrir jólamatinn. Þannig að segja má að bæði sé um að ræða hversdagsmat og veislu- mat, en stundum reynt að eyða þeim mörkum sem þarna eru á milli því auðvitað eigum við alltaf að borða fyrst og fremst góðan mat og þá skiptir ekki öllu máli hvað hann er kallaður. Á diskinum reyndum við að fara yfir alla flór- una þó að það sé endalaust hægt að bæta við.“ –Eru þetta flóknir réttir, eða einfaldir…og með hvað í huga eru þeir valdir? „Haft var í huga við val á rétt- unum að um einstaklega góðan mat væri að ræða sem hægt er að gera á mjög einfaldan hátt. Við reyndum líka að hafa diskinn fjölbreytt- an þannig að allir gætu fundið marga rétti við sitt hæfi.“ –Var þetta skemmtileg vinna? „Já, mjög skemmtileg og gef- andi vinna. Ég er búinn að vinna í þessu fagi frá unga aldri, hef gefið mig allan í þetta og það er gaman að miðla þeirri reynslu til annarra. Ef matarástin á heimilum lands- manna eykst við kaup á þessum disk þá er ég ánægður og tel mark- miðin með útgáfunni hafi náðst.“ –Hver heldurðu að markhópur þinn sé? „Það geta allir nýtt sér þennan disk. Ég tel að hann eigi heima inni á öllum heimilum. Bæði þeir sem elda daglega og einnig þeir sem ekki hafa verið mjög virkir í eld- húsinu, en vilja bæta sig. Ég held að þetta sé t.d. tilvalin jólagjöf fyr- ir alla þá sem hafa áhuga á mat- argerð. Sumar konur kvarta líka yfir því að karlarnir þeirra geri ekkert nema í tölvunni og því er þetta tilvalin jólagjöf fyrir þá. Á disknum eru einnig gefin ráð fyrir jólamatinn eins og t.d. hvernig Waldorfsalat er búið til og hvernig einfaldur heimalagaður ís er gerð- ur og alltaf fyrir jólin fáum við hringingar upp á Hótel Holt þar sem við kokkarnir erum spurðir út í ýmis atriði og því kemur þessi diskur vel öllum sem vilja kunna þessi sígildu jólatrikk.“ –Má búast við fleiri diskum af þessum toga og hvað verður þá tekið fyrir næst? „Þessi diskur er sá fyrsti í röð- inni og það má búast við fleiri disk- um í sömu seríu en menn verða að bíða og sjá með innihald þeirra en ég er viss um að þeir eiga eftir að vekja athygli þegar þeir koma á markað.“ –Hvað finnst þér sjálfum skemmtilegast við matreiðsluna? „Skemmtilegast er að taka þátt í verkefnum og keppni eins og með landsliðinu, einstaklingskeppni eins og á Matur 2002 og vinnan við þennan disk er eitt af því skemmti- legasta sem ég hef gert. Auk þess er alltaf mjög gaman þegar menn eru ánægðir með matseldina og það er það sem gefur starfinu gildi. Erfitt er að gera upp á milli skemmtilegustu réttanna en ef ég á að nefna einhver atriði þá finnst mér mjög gaman að gera góðar sósur og lambaskankar eru í nokkru uppáhaldi en þetta má allt finna á disknum.“ Ragnar Ómarsson.  Ragnar Ómarsson er fæddur 5. júlí 1971 í Keflavík. Lærði á veitingahúsinu Glóðinni í Kefla- vík 1989–93 og útskrifaðist úr Hótel- og veitingaskóla Íslands 1994. Hefur starfað í Frakklandi, Bandaríkjunum og Noregi. Á Ís- landi starfað á Perlunni og á Hótel Holti þar sem hann hefir verið yfirkokkur síðustu þrjú ár. Kjörinn Matreiðslumaður ársins 1999 og 2002 og hefur verið í kokkalandsliðinu í ýmiss konar keppni og mótum síðustu ár og gert þar góða hluti. Er trúlof- aður Erlu Snorradóttur og eiga þau dótturina María Lív Ragn- arsdóttur. Má búast við fleiri diskum LÉLEGUR brandari á kaffistofunni hjá ABX-auglýsingastofunni varð til þess að starfsmennirnir lögðust á eitt og bjuggu til „íslenska fyndni“, sem hengd var upp á einn af veggj- um stofunnar með myndskreyt- ingum Ágústu Ragnarsdóttur, graf- ísks hönnuðar á ABX. „Ég sagði brandara á kaffistof- unni, sem þótti venju fremur léleg- ur,“ segir Hlynur Guðjónsson við- skiptastjóri. „Þá rifjuðust upp fyrir okkur sögurnar úr bókunum um ís- lenska fyndni, sem við heyrðum í barnæsku í tíma og ótíma. Íslend- ingar eru hættir að skopast á þenn- an hátt og við ákváðum að end- urvekja þennan sið.“ Þessari tilraun um íslenska fyndni lauk með því að það bárust sex frumsamdar gamansögur frá starfsmönnum sem voru fagurlega myndskreyttar. „Þetta eru kímni- sögur án lokahnykks; það vantar í þær botninn,“ segir Sævar Sig- urgeirsson textasmiður, sem samdi eina af sögunum. „Þetta eru dæmigerðar sögur, sem eru aðeins fyndnar ef þú varst á staðnum eða eins og einhver ann- ar sagði þær,“ segir Ágústa. „Það var athyglisvert að við þurftum ekkert að hafa fyrir þessu. Það er eins og lélegur húmor sé í íslensku genunum.“ „Og vel við hæfi að þetta væri samið af íslenskri auglýsingastofu,“ bætir Hlynur við og kímir. Gripið er inn í eina söguna, Blettatígur frá Skanka, þar sem Hallfreður Jónasson frá Skanka í Langadal spyr Guðmund Björnsson á Horfelli hvort hann hafi séð kött- inn sinn, sem sé „svona fjegur fet upp á herðakambinn.“ Hann hafi fengið hann gefins lófastóran frá Jóni Arnfinnssyni Afríkufara og síðan hafi hann alist upp í þennan óhræsis blettatígur. „Guðmundur varð heldur fámáll, tautaði aðeins „jassohh!“ – og hélt þungbúinn heim að Horfelli. Sagan segir að hann hafi haldið fé sínu inni við allan þann vetur og gerðu sveitungar að honum skens mikið fyrir að láta Hallfreð ljúga sig svo fullan.“ Íslensk fyndni lifir enn Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ágústa Ragnarsdóttir, Hlynur Guðjónsson og íslensk fyndni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.