Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 10

Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAR þjóðþinganna á Íslandi, í Grænlandi og Færeyjum funduðu í Reykjavík um helgina að frum- kvæði Halldórs Blöndal, forseta Al- þingis, en á fundi þeirra var m.a. rætt um það hvernig bæta megi enn frekar samstarf þjóðþinga þessara landa. Edmund Joensen, forseti fær- eyska lögþingsins, og Daniel Skifte, forseti grænlenska landsþingsins, sögðu í samtali við Morgunblaðið að samstarf vestnorrænu landanna þriggja, þ. á m. samstarf þinganna, væri afar mikilvægt. Löndin hefðu sameiginlega hagsmuni í mörgum málum, t.d. varðandi fiskveiðar. „Ísland, Færeyjar og Grænland eru háð fiskveiðum og eiga það m.a. sameiginlegt að selja afurðir sínar í löndum Evrópusambandsins,“ sagði Skifte, „en þessi lönd standa öll utan ESB,“ bætti hann við. Joensen tekur í sama streng. Þeir segja mikilvægt að ekki bara ríkisstjórnir vestnor- rænu landanna hafi með sér reglu- legt samstarf heldur einnig þing- menn. Af þeim sökum hafi þingforsetarnir ákveðið að hittast reglulega, að frumkvæði Halldórs, eins og áður kom fram. Joansen, Skifte og Halldór segja að á fundinum um helgina hafi m.a. verið rætt hvort og þá hvernig nefndir þinganna gætu unnið meira saman. T.d. hvort heilbrigð- isnefndir þinganna gætu haft meira samstarf, menntanefndir þinganna o.s.frv. Með auknu samstarfi gætu nefndirnar t.d. lært hver af annarri og farið yfir sameiginleg vandamál. Halldór segir að á fundinum hafi einnig verið rædd sú hugmynd að gefa starfsmönnum þinganna tæki- færi á að heimsækja þing hvers ann- ars. Þannig gætu þeir séð hvernig aðrir stæðu að verki, lært hverjir af öðrum og kynnt nýjungar. Þingforsetarnir tveir komu til landsins á föstudag en sama kvöld héldu þeir til Fjarðabyggðar ásamt Halldóri og föruneyti. Var m.a. siglt með þá til Mjóafjarðar á laugardag þar sem laxeldisstöð Sæsilfurs var m.a. heimsótt. Þeir fóru til Reykja- víkur á sunnudag en fundur þing- forsetanna og embættismanna fór fram í húsakynnum Alþingis á sunnudag. Um kvöldið var boðið til kvöldverðar í Ráðherrabústaðnum. Skifte og Joensen héldu af landi brott í gær, mánudag, en næsti fundur þingforsetanna hefur verið boðaður í Grænlandi næsta sumar. Þingforsetar vestnorrænu landanna funduðu í Reykjavík Rætt um að efla enn frekar samstarf þjóðþinganna Ljósmynd/Þorsteinn Magnússon Þingforsetarnir á siglingu í Mjóafirði þar sem laxeldisstöð Sæsilfurs var skoðuð. Daniel Skifte, forseti grænlenska landsþingsins, Edmund Joensen, forseti færeyska lögþingsins, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var hið síðasta sem stjórnmálaflokkarnir standa fyrir vegna þingkosninganna í vor. Víða er eftir að stilla upp frambjóðendum og ganga formlega frá listum að prófkjörum loknum. Þannig eiga Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn al- farið eftir að stilla upp sínum listum en aðrir flokkar eru langt komnir í þeirri vinnu, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. Sem kunnugt er verður kos- ið eftir nýrri kjördæmaskipan þar sem kjör- dæmin verða sex í stað átta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem sagt lokið sínum prófkjörum, sem fram fóru í Norðvest- urkjördæmi og Reykjavík, þar sem var sam- eiginlegt prófkjör fyrir norður- og suður- kjördæmin. Uppstilling er í öðrum kjördæmum og mun hún skýrast endanlega um næstu helgi þegar kjördæmisráðin koma saman til funda. Sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi kjósa um næstu helgi Hér annars staðar á síðunni er gerð grein fyrir nýjustu stöðu mála hjá Sjálfstæðis- flokknum í Suðurkjördæmi en kjörnefnd flokksins í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kynna sína tillögu á fundi kjördæmisráðs í Valhöll næstkomandi laugardag kl. 13. Þar verður kynnt tillaga um röð 22 frambjóðenda á listanum. Að sögn Ásgerðar Halldórsdóttur, formanns kjörnefndar og kjördæmisráðs, verða fjórir þingmenn flokksins úr gamla Reykjaneskjördæminu í fjórum efstu sæt- unum en endanleg röð þeirra liggur ekki fyr- ir. Þetta eru þau Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra, Gunnar I. Birgisson, Sigríður Anna Þórðardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Ásgerður segir marga hafa lýst áhuga á að skipa næstu sæti, m.a. hefðu varaþingmennirnir Helga Guðrún Jón- asdóttir, Jón Gunnarsson og Sturla D. Þor- steinsson gefið sig fram á síðasta kjördæm- isþingi. Fleiri nöfn koma einnig til greina, að sögn Ásgerðar, en hún vill ekki gefa þau upp að svo stöddu. Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Norðausturkjördæmi kemur sam- an til fundar á Akureyri nk. laugardag þar sem m.a. verður kosið um tillögu uppstilling- arnefndar. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er fastlega reiknað með að Halldór Blöndal, forseti Alþingis, skipi þar fyrsta sætið, Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra skipi annað sætið, Arnbjörg Sveins- dóttir, þingmaður af Austurlandi, verði í því þriðja og í fjórða sæti Sigríður Ingvarsdóttir, sem tók nýlega sæti Hjálmars Jónssonar á Alþingi sem þingmaður Norðurlands vestra. Nokkur eftirmál urðu sem kunnugt er að loknu prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvest- urkjördæmi. Eftir á að ákveða endanlegan lista en að sögn Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, hef- ur miðstjórn ekki verið kölluð til fundar. Líkt og fram hefur komið í blaðinu hafa full- trúaráð sjálfstæðisfélaganna í Skagafirði, Húnavatnssýslum og á Akranesi óskað eftir því að miðstjórnin fjallaði um framkvæmd prófkjörsins. Vel á veg komið hjá VG Vinstrihreyfingin – grænt framboð, VG, stillir upp listum í kjördæmunum sex. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, eru störf uppstillingarnefnda vel á veg komin en hann segir endanlega fram- boðslista væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en í janúar næstkomandi. Líkt og aðrir þing- menn flokksins er Steingrímur áfram í kjöri. Hann mun leiða listann í Norðausturkjör- dæmi en þar eru málin lengst komin. Búið er að ráða kosningastjóra, sem er Huginn Freyr Þorsteinsson. Að sögn Steingríms er reiknað með að Þuríður Backman skipi annað sætið en hann segir Árna Steinar Jóhannsson ekki hafa haft áhuga á þriðja sætinu. Mögulegt sé að hann verði í framboði í öðrum kjördæmum og komi þar Suðvesturkjördæmi eða Suður- kjördæmi helst til greina. Vinstri grænir eru ekki með þingmenn af þeim svæðum en tveir koma úr Reykjavík, þau Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir, og Jón Bjarnason verður efstur á lista flokksins í Norðvest- urkjördæmi. Steingrímur segir mörg önnur nöfn hafa verið nefnd og margir hafi sett sig í samband við uppstillingarnefndir flokksins. Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík Framsóknarflokkurinn hefur á kjördæm- isþingum kosið á lista í tveimur kjördæmun með tvöfaldri kosningu, í Suðvestur- og Norð- vesturkjördæmum. Sömu aðferð verður beitt á kjördæmisþingi í janúar nk. í Suðurkjör- dæmi en þar hafa Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra og þingmennirnir Ísólfur Gylfi Pálmason og Hjálmar Árnason gefið kost á sér. Í sama mánuði fer fram kjördæmisþing í Norðausturkjördæmi en annarri aðferð beitt. Fram fer ein kosning á þinginu um tíu nöfn og rennur frestur til að gefa kost á sér út 1. desember nk. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra og Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra gefið kost á sér í 1. sætið, Dagný Jónsdóttir, formaður SUF, og Þórarinn Sveinsson, fráfarandi formaður kjördæmis- sambandsins, hafa gefið kost á sér í þriðja sætið og Birkir Jón Jónsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, og Skafti Ingimarsson á Akureyri hafa gefið kost á sér í fjórða sætið. Í Reykjavíkurkjördæmunum verður stillt upp á tvo lista hjá framsóknarmönnum. Uppstill- ingarnefnd í Reykjavík suður hefur nýlega hafið störf og á hún að koma með tillögu að lista á kjördæmisþingi, eigi síðar en 25. jan- úar nk. Uppstillingarnefnd í Reykjavík norð- ur hefur ekki verið skipuð en samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er henni ætlað að skila tillögu til kjördæmisþings eigi síðar en 15. janúar nk. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sem kunnugt er ákveðið að bjóða sig fram í Reykjavík sem og Ólafur Örn Haraldsson og Jónína Bjartmarz. Kjördæmisfélög frjálslyndra að störfum Frjálslyndi flokkurinn mun líkt og VG stilla upp á sína framboðslista. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri og vara- þingmaður flokksins, segir kjördæmisfélögin komin á fullt í vinnu sinni við að safna til- lögum að frambjóðendum og setja sig í sam- band við þá. Margrét segist reikna með að endanlegir listar verði í síðasta lagi kynntir á landsþingi flokksins í mars nk. Formaður flokksins, Sverrir Hermannsson, gefur ekki kost á sér áfram í Reykjavík en Margrét hef- ur ákveðið að bjóða sig fram í öðru kjördæm- inu í borginni. Guðjón A. Kristjánsson mun væntanlega taka efsta sætið í Norðvestur- kjördæmi og að sögn Margrétar hefur Grétar Mar Jónsson, fv. formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, lýst yfir áhuga á efsta sæti flokksins í Suðurkjördæmi. Þá hef- ur Magnús Þór Hafsteinsson fréttamaður sýnt áhuga á framboði fyrir frjálslynda. Mar- grét segir ekki ljóst hvort eða hvar af því verði. Eitt kjördæmi eftir hjá Samfylkingunni Samfylkingin hefur sem kunnugt er lokið þeim prófkjörum sem ákveðið var að halda og endanlegir framboðslistar verða kynntir eftir hálfan mánuð. Kosið verður um tillögu upp- stillingarnefndar í Norðvesturkjördæmi á fundi kjördæmisráðs í Hólmavík nk. laug- ardag, líkt og fram kemur á blaðsíðu 12 í blaðinu í dag. Framboð flokkanna að taka á sig mynd fyrir alþingiskosningarnar næsta vor Prófkjör að baki en listar víða ófrágengnir Uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í nýju Suðurkjördæmi fundaði um helgina þar sem lögð var fram tillaga um hverjir skipa fimm efstu sæti listans í næstu þing- kosningum. Hvorki formenn nefndarinnar né kjördæmisráðs hafa viljað tjá sig um tillöguna en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er Kristján Pálsson, sem verið hefur þingmaður flokksins í Reykjanes- kjördæmi frá árinu 1995, ekki með- al fimm efstu manna. Er hann mjög ósáttur við þá tillögu. Nefndin hefur gert tillögu um Árna Ragnar Árnason, þingmann í Reykjaneskjördæmi, í fyrsta sætið, Drífu Hjartardóttur, þingmann af Suðurlandi, í annað sæti, Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjar- stjóra í Vestmannaeyjum, í þriðja sæti, Kjartan Ólafsson, þingmann af Suðurlandi, í fjórða sæti og Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, í fimmta sætið. Ellert J. Eiríksson, formaður uppstillingarnefndar, vildi hvorki játa því né neita í samtali við Morgunblaðið að þetta væri röð fimm efstu manna. Þetta myndi allt skýrast á fundi kjördæmisráðs sem halda ætti í Stapanum í Njarð- vík næstkomandi laugardag kl. 14. Þar eiga seturétt á annað hundrað manns sem koma til með að greiða atkvæði um til- lögu uppstillingar- nefndar. „Harkalegar aðgerðir“ Kristján Pálsson er mjög ósáttur við til- lögu nefndarinnar og hefur boðað til borg- arafundar í Sjálfstæð- ishúsinu í Reykja- nesbæ annað kvöld. „Mér finnst það harkalegar aðgerðir gegn sitjandi þingmanni, að honum skuli ekki einu sinni vera gefið tækifæri á listanum. Ég minnist þess ekki í sögu Sjálfstæðisflokks- ins að svona aðferðir hafi verið not- aðar við uppstillingu. Ég er auðvitað mjög sleginn yfir því hvernig þetta hefur þróast,“ segir Kristján og bendir á að hann fengið rúmlega sjö þúsund atkvæði í prófkjöri fyrir fjórum árum. Hann vildi að prófkjörsleiðin yrði farin nú en því var hafnað. Hann hyggst fara fram á það við uppstill- ingarnefnd að hún breyti afstöðu sinni. Sigurður Valur Ásbjarnarson, formaður stjórnar kjördæmisráðs, vildi ekkert tjá sig um framboðs- málin á meðan uppstillingarnefnd væri ekki búin að skila frá sér end- anlegri tillögu til ráðsins. Gengið frá lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um næstu helgi Kristján Pálsson Kristján Pálsson ekki á lista upp- stillingarnefndar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.