Morgunblaðið - 26.11.2002, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.11.2002, Qupperneq 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 15 FYRRVERANDI yfirmaður í hern- um, Lucio Gutierrez, vann öruggan sigur í forsetakosningum sem fram fóru um helgina í Ecuador. Þegar búið var að telja næstum öll atkvæði var ljóst að Gutierrez fengi um 54,3% atkvæða en andstæðingur hans, bananaræktandinn og millj- ónamæringurinn Alvaro Noboa, 45,6%. Lét Gutierrez það verða sitt fyrsta verk að bjóða Noboa til sam- starfs almenningi til heilla. Fráfarandi forseti, Gustavo No- boa, bauð Gutierrez að hitta sig að máli í dag, þriðjudag, en gert er ráð fyrir að Noboa, sem ekki er skyldur andstæðingi Gutierrez í forseta- kosningunum, láti af embætti 15. janúar nk. „Gutierrez forseti hefur minn stuðning og ég hef þegar skip- að ráðherrum mínum að tryggja að valdaskiptin gangi vel,“ sagði No- boa. Gutierrez er vinstrisinnaður og hefur lýst aðdáun sinni á hinum um- deilda forseta Venezúela, Hugo Cha- vez. Hann setti baráttu gegn spill- ingu á oddinn í kosningabaráttu sinni og lofaði jafnframt að beita sér í málefnum indjána, en aðstæður þeirra eru afar erfiðar. Tók þátt í valdaráni árið 2000 Gutierrez, sem er 45 ára gamall, varð þjóðþekktur í Ecuador í janúar 2000 þegar hann tók þátt í aðgerðum sem miðuðu að því að þvinga þáver- andi forseta, Jamil Mahuad, frá völdum. Tók Gutierrez tímabundið við valdataumunum ásamt leiðtoga indjána í landinu, Antonio Vargas, og dómaranum Carlos Solorzano. Mahuad hafði áunnið sér fyrirlitn- ingu flestra landsmanna fyrir efna- hagsstefnu sína, sem fól m.a. í sér að Bandaríkjadalur væri tekinn upp í stað gjaldmiðils Ecuadors. Stóðu indjánar fyrir miklum mótmælaað- gerðum í höfuðborginni Quito sem leiddu til þess, sem áður segir, að Mahuad var vikið frá völdum. Gutierrez vék síðan fyrir æðstu yfirmönnum hersins og þeir tóku þá ákvörðun að gera Gustavo Noboa, sem verið hafði varaforseti Ecua- dors, að forseta. Gutierrez var fangelsaður fyrir þátt sinn í valdaráninu, ásamt hópi annarra foringja úr hernum, en hon- um var síðar veitt full sakaruppgjöf. Hætti Gutierrez þá hermennsku og stofnaði nýjan stjórnmálaflokk, með það fyrir augum að bjóða sig fram til forseta. Fyrrum valdaræn- ingi kjörinn forseti Quito. AFP. AP Lucio Gutierrez fagnar sigri í forsetakosningunum í Ecuador um helgina. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær Íraka til að hlíta í einu og öllu álykt- un öryggisráðsins um vopnaeftirlit og sýna samstarfsvilja í samskiptum við liðsmenn eftirlitsins. „Það er eina leiðin til að koma í veg fyrir vopnuð átök á svæðinu,“ sagði Annan. Fyrsti hópur alþjóðlegra vopnaeftirlits- manna, 17 manna lið sérfræðinga og aðstoðarmaður á sviði fjarskipta, kom í gær til Bagdad með hvítri C-130 Hercules fragtflugvél frá Kýpur og var hún merkt upphafs- stöfum SÞ. Mennirnir munu hefja störf á morgun. Fari svo að Írakar hlíti ályktun- inni, sem samþykkt var fyrir þrem vikum, verður aflétt öllum viðskipta- refsingum sem þeir hafa verið beittir síðan þeir réðust inn í Kúveit 1990. Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, sendi um helgina Annan bréf þar sem hann kvartaði undan því að Bandaríkjamenn myndu geta notað sumt í ályktun öryggisráðs SÞ sem átyllu fyrir árás á Íraka. Eftirlitsmenn frá ýmsum löndum Ellefu eftirlitsmenn frá vopnaeft- irlitsnefnd SÞ (UNMOVIC) og sex frá Alþjóðakjarnorkumálastofnun- inni (IAEA) í Vín hefja störf á morg- un en alls verða að jafnaði 80–100 sérfræðingar að störfum þegar eft- irlitið verður komið í fullan gang eft- ir áramótin. Í eftirlitshópnum eru menn af ýmsu þjóðerni, þeir eru frá Ástralíu, Bretlandi, Egyptalandi, Finnlandi, Rússlandi og Bandaríkj- unum auk fransks yfirmanns IAEA- liðsins og Grikkja sem fer fyrir UNMOVIC-hópnum. Liðsmennirnir eru með menntun á sviði verkfræði, efnafræði, eðlisfræði og líffræði en einnig eru meðal þeirra sérfræðing- ar í eldflaugasmíði og annarri vopna- gerð. Ekki verður skýrt frá því fyr- irfram hvar hafist verður handa. Írökum ber samkvæmt ályktun SÞ að gera fyrir 8. desember ná- kvæma grein fyrir öllum áætlunum sínum um gerð gereyðingarvopna og þar að auki tilgreina áætlanir á sviði efnafræði, sýklafræði og kjarnorku- rannsókna sem Írakar segja að bein- ist að friðsamlegum markmiðum. Ef Írakar skrökva eða sleppa vís- vitandi einhverju í skýrslunni gæti farið svo að öryggisráðið teldi að þeir væru búnir að brjóta gegn ályktun- inni og kalla yfir sig árás. Ekki verð- ur þó um að ræða að Bandaríkja- menn fái þá sjálfkrafa rétt til að hefja árás. Frakkar og Rússar kröfðust þess að fyrst myndi ráðið fjalla um málið og meta hvort brotið réttlætti árás. Sabri sagði að ákvæðið væri ósann- gjarnt þar sem um mörg þúsund blaðsíðna skýrslu yrði að ræða og virtist eiga við að margvíslegar villur gætu leynst á þeim. ElBaradei vísar ótta við atgervisflótta á bug Einnig kvartaði Sabri yfir ákvæði þar sem segir að eftirlitsmenn hafi rétt til að yfirheyra íraska borgara án þess að fulltrúar stjórnar Sadd- ams séu viðstaddir og liðsmenn eft- irlitsins geti beðið vitnin um að fara úr landi ásamt fjölskyldum sínum til þess að láta yfirheyra sig. Ljóst er að ákvæðið var sett inn til að tryggja að mikilvæg vitni, þar á meðal vísindamenn, gætu tjáð sig án þess að þurfa að óttast hefndarað- gerðir Saddams sem er alræmdur fyrir að beita stjórnarandstæðinga og fjölskyldur þeirra mikilli grimmd. Egyptinn Mohamed ElBaradei, yfirmaður IAEA, sagði í gær í Kaíró að vildu Írakar komast hjá átökum ættu þeir aðeins einn kost: að hlíta ályktunum SÞ. Egypsk dagblöð hafa lýst áhyggjum af því að ef íraskir vís- indamenn fái að fara úr landi muni þeir ekki snúa heim af ótta við hefnd Saddams. Niðurstaðan geti orðið at- gervisflótti sem Írakar megi vart við. ElBaradei sagði að íraskir sérfræð- ingar yrðu eingöngu yfirheyrðir ef þeir samþykktu það sjálfir og haft yrði samstarf um málið við stjórn- völd í Bagdad. „Markmiðið [með yf- irheyrslunum] er að ganga úr skugga um að Írak ráði ekki yfir ger- eyðingarvopnum en ekki að valda at- gervisflótta,“ sagði hann. Eftirlitsmenn SÞ komnir til Bagdad París, Bagdad, Kaíró. Annan segir fullt samstarf einu leið Íraka til að komast hjá stríði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.