Morgunblaðið - 26.11.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 26.11.2002, Síða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HINN íhaldssami Þjóðarflokkur Wolfgangs Schüssels kanzlara (ÖVP) vann afgerandi sig- ur í þingkosningum sem fram fóru í Austurríki á sunnudag. Í fyrsta sinn síðan árið 1966 er flokkurinn nú sá stærsti í landinu. Samstarfs- flokkur Þjóðarflokksins í ríkisstjórn sl. 2½ ár, hinn umdeildi Frelsisflokkur, galt afhroð; tap- aði yfir 16% atkvæða frá því í kosningunum 1999 og fékk nú aðeins 10,2%. Jafnaðarmannaflokkurinn SPÖ, sem í ára- tugi hefur verið stærsti flokkur landsins, varð að sætta sig við að fá hátt í 6% minna fylgi en keppinauturinn ÖVP, þrátt fyrir að vinna á frá því í síðustu kosningum, um 3,75%. Þegar lokið var við að telja upp úr kjörkössunum reyndist SPÖ hafa fengið 36,9% atkvæða, ÖVP 42,3%, Frelsisflokkurinn FPÖ 10,2% og Græningjar rétt tæp 9%. Úrslitin færa ÖVP 79 þingsæti af alls 183 og getur hann því í raun myndað meirihluta með hvaða flokki sem er af hinum þremur sem náðu mönnum á þing; SPÖ fékk 69 menn kjörna, FPÖ 19 og Græningjar 16. Stjórnarmyndun kann þó að verða snúin. Leiðtogi jafnaðarmanna, Alfred Gusenbauer, hafði lýst því yfir fyrir kosningar að fengi flokkur hans ekki umboð frá kjósendum til að mynda stjórn kysi hann frekar að vera áfram í stjórnarandstöðu, og þegar ljóst var hve skýrt umboð kjósendur gáfu Schüssel til að halda áfram sem kanzlari ítrekaði Gusenbauer þessa afstöðu sína. Jafnaðarmenn og græningjar höfðu vonazt til að ná saman meirihluta, en þótt báðir vinstriflokkarnir ynnu á er langt frá því að þeir næðu þessu markmiði sínu. Herbert Haupt, bráðabirgðaleiðtogi Frels- isflokksins og félagsmálaráðherra í fráfarandi stjórn, hafði sagt fyrir kosningar að færi fylgið við flokkinn niður fyrir 15% myndi hann ekki halda áfram stjórnarþátttöku. Eftir að úrslitin voru ljós sagði hann þó að þau sýndu að kjós- endur vildu að „svart-bláa“ stjórnarsamstarfið héldi áfram (íhaldsmenn eru nefndir „svartir“, frelsisflokksmenn „bláir“). Vegna hins mikla fylgistaps bauð Haupt afsögn sína sem flokks- formaður, en strax í gær skoraði flokksstjórnin á hann að halda áfram, en flokkurinn hefur átt í mestu vandræðum með að finna sér nýja for- ystu eftir að helzti máttarstólpi FPÖ til margra ára, Jörg Haider, stóð fyrir því að flokksþing lýsti vantrausti á ráðherralið flokksins fyrr í haust og olli þar með stjórn- arkreppunni sem leiddi til þess að boðað var til kosninga áður en kjörtímabilinu lauk. Haider boðar afsögn sem fylkisstjóri Kärnten Haider, sem ekki lét hafa neitt eftir sér um úrslitin í heilan sólarhring eftir að þau voru kunn, boðaði í gær afsögn sína sem fylkisstjóri Kärnten. Til skýringar þessari ákvörðun sinni tilgreindi hann bæði slæmt gengi flokksins al- mennt í kosningunum, en einkum hve margir kjósendur í heimahéraði hans sjálfs sneru baki við flokknum að þessu sinni. „Þörf minni fyrir stjórnmálaafskipti er al- gerlega svalað,“ sagði Haider í útvarpsviðtali. „Svona skelfileg úrslit krefjast þess að maður íhugi alvarlega sinn gang,“ sagði hann í viðtal- inu, eftir því sem netútgáfa austurríska dag- blaðsins Die Presse greinir frá. Um hugsanlegar viðræður um endurnýjað stjórnarsamstarf FPÖ við Þjóðarflokk Schüs- sels sagði Haider, að fara skyldi varlega í það. Fyrst ætti Schüssel að tala við alla hina flokk- ana. Tók hann þó fram að hann ætlaði ekki að blanda sér í stjórnarmyndunarviðræður, komi til þeirra. Sagði Haider að í stjórnarsamstarfi flokkanna hefði reyndin verið sú, að ÖVP hefði gert umbótahugmyndir FPÖ að sínum en látið fulltrúa FPÖ bera byrðarnar af óvinsælum ákvörðunum og aðgerðum stjórnarinnar. Slíkt mætti ekki endurtaka sig. Annar ásteytingarsteinn í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum gæti Karl-Heinz Grasser orðið, en innanflokksuppreisnin gegn ráðherraliði FPÖ beindist fyrst og fremst gegn honum. Hann var fjármálaráðherra og hélt því embætti reyndar áfram eftir að kosningar voru boðaðar, gekk yfir í þingflokk ÖVP og háði kosningabaráttu sem fjármálaráðherraefni ÖVP. Herbert Haupt sagði Grasser meðábyrg- an fyrir óförum FPÖ og flokkurinn gæti ekki sætt sig við stjórnarþátttöku með hann innan- borðs. Schüssel sagði hins vegar ekki hægt að ganga framhjá Grasser. Kosningatölfræðingar sem Die Presse vitn- ar til segja að um 544.000 kjósendur hafi farið beint frá FPÖ yfir á ÖVP, og SPÖ hafi fengið um 124.000 atkvæði frá fólki sem áður kaus FPÖ. Alls voru greiddar tæplega 4,8 milljónir atkvæða en 5,9 milljónir voru á kjörskrá. Vill Haider stjórnarandstöðu? Að mati stjórnmálaskýrenda er það nokkur ráðgáta hvað vaki fyrir Haider í þessari stöðu. Anton Pelinka, stjórnmálaskýrandi í Vín, tjáði AFP-fréttastofunni að það sem skipti máli í stöðunni sé ekki „hvað ÖVP vill, heldur hvað Haider vill“. Fyrir kosningar hafði Pelinka sagt að gerðir Haiders sem leiddu til falls stjórnarinnar væru „glórulausar, skoðaðar frá sjónarhóli austurrískra innanríkisstjórnmála“. „En ef metnaður hans beinist út fyrir Aust- urríki er hann skiljanlegri. Hann er langþekkt- asti forystumaður hægripopúlista í Evrópu, og til að halda því þarf hann að spila á and-amer- ískar, and-síonískar og and-ESB-hneigðir – allt eru þetta tromp sem hann getur ekki spilað með sé flokkur hans þátttakandi í ríkisstjórn sem óhjákvæmilega fylgir hófsamari stefnu,“ sagði Pelinka. Ráðamenn Evrópusambandsins (ESB) fögnuðu úrslitum kosninganna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir stækkun [ESB]. Þetta hékk sem Damóklesarsverð yfir löggildingarferlinu,“ hafði AFP eftir ónafngreindum embættis- manni ESB í Brussel, og vísaði með þessum orðum til hótana frelsisflokksmanna um að hindra að ESB-aðildarsamningar við tiltekin Mið- og Austur-Evrópuríki hlytu samþykki austurríska þingsins, en öll aðildarríkin verða að fullgilda samningana til að þeir geti gengið í gildi. „Uppgangstíma hægripopúlisma virðist vera lokið,“ sagði Gernot Erler, varaformaður þingflokks jafnaðarmanna á þýzka þinginu. Mikill sigur Þjóðarflokks Schlüssels kanzlara í þingkosningum í Austurríki „Svart-blátt“ líklegt stjórnar- mynstur AP Wolfgang Schüssel, t.v., fagnar sigri með stuðningsfólki Þjóðarflokksins í Vín á sunnudag. Óvænt var hve stóran sigur austurríski íhaldsflokkurinn ÖVP vann í kosningunum á sunnudag og hefur hann því óskorað umboð til stjórnar- forystu, skrifar Auðunn Arnórsson. Frelsisflokkur Jörgs Haiders galt afhroð en er engu að síður sennilegt að hann haldi stjórnar- samstarfinu áfram. ’ Svona skelfileg úrslit krefjast þess að maður íhugi alvarlega sinn gang ‘ SLÖKKVILIÐSMENN í Glasgow hlýða á Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, flytja yfirlýsingu í sjónvarpi þar sem hann hafnaði kröfu þeirra um allt að 40% launa- hækkun. Blair sagði að krafan væri óraunhæf og myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag Bret- lands. Slökkviliðsmenn um allt Bretland hófu enn verkfall á föstudaginn var og á það að þessu sinni að standa í átta daga. Hermenn, illa útbúnir til slökkvistarfa, munu bregðast við neyðartilvikum. Hafa oddvitar sétt- arfélaga sakað stjórnvöld um að hafa komið í veg fyrir að samn- ingar tækjust á síðustu stundu. Um 52 þúsund slökkviliðsmenn í Bretlandi fóru í tveggja sólar- hringa verkfall í síðustu viku. Reuters Breskir slökkviliðsmenn enn í verkfall GEGN notaðri kaffivél og andvirði 2.900 króna í lausnargjald tókst Cristinu Gonzalez í argentínska bænum Cosquin um helgina að leysa síamsköttinn sinn úr haldi „kattræningja“. Gonzalez tjáði blaðamönnum að kettinum hennar hefði verið rænt af dyramottunni heima hjá sér. „Fjárkúgararnir hringdu strax“ og heimtuðu 300 pesóa, sem svarar til tæplega 5.000 ísl. króna, í lausnargjald. Eftir nokkurt samningaþóf varð úr að „kattræningjarnir“ fengju 200 pe- sóa, um 2.900 kr., auk notaðrar kaffivélar gegn því að skila kett- inum heilum á húfi. Glæpir gerast nú æ tíðari í Argentínu vegna slæms efnahagsástands í landinu og er nokkuð um að lausnargjald sé knúið fram með mannránum, en rán á dýrum í þessum tilgangi eru fátíð. Gonzalez afhenti lausnargjaldið á strætisvagnastöð þar sem fjórtán ára gamall meintur „kattræningi“ tók á móti því og hét því að skila kettinum eftir tíu mínútur. Eigand- inn átti svefnlausa nótt í kjölfarið, þar sem ræningjarnir stóðu ekki við þetta. En morguninn eftir birt- ist kötturinn mjálmandi við dyrnar. „Alveg heill á húfi,“ sagði Gonzalez. Kaffivél fyrir köttinn JOHN Rawls, einn kunnasti og áhrifamesti heimspekingur tuttugustu aldar, lést á sunnu- daginn, 81 árs að aldri. Þekktasta bók Rawls, Kenning um réttlæti (A Therory of Justice), kom út 1971 og hefur verið lykilrit í allri stjórnmálaheimspeki og fleiri greinum allar götur síðan. Rawls var eindreginn tals- maður frjálslyndisstefnunnar og friðhelgi einstaklingsrétt- inda. Í Kenningu um réttlæti hélt hann því m.a. fram, að ójöfnuður væri í öllum tilfellum óréttlátur, nema í þeim tilfell- um þar sem hlutskipti þeirra sem minnst mega sín í sam- félaginu versnaði ef ójöfnuður- inn væri afnuminn. Rawls var bandarískur og gegndi prófessorsstöðu við Harvard-háskóla, en hann hóf störf þar 1962. Áður hafði hann m.a. kennt við Princeton-há- skóla og Cornell-háskóla. John Rawls látinn John Rawls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.