Morgunblaðið - 26.11.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 26.11.2002, Síða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 21 AKUREYRI Í DAG FJÖLBREYTTIR tónleikar voru haldnir í Grindavíkurkirkju á dög- unum í tilefni af 30 ára afmæli Tón- listarskóla Grindavíkur. Fram komu bæði nemendur og kennarar. Í vetur eru 185 nemendur, jafnt ungir sem eldri, við nám í skólanum og hefur þeim farið fjölgandi. Ljóst er að framtíðin er björt hjá þessum barnunga tónlistarskóla ef hæfi- leikar og fjöldi nemenda er skoð- aður, en þeir sýndu hvað í þeim býr á afmælistónleikunum. „Já, þetta voru vel heppnaðir tónleikar og ég get ekki annað en verið ánægður með þá. Vetr- arstarfið hjá okkur er með miklum ágætum og meðal annars er um 40% aukning á nemendum í einka- námi. Þá höfum við stofnað ryþm- íska deild og eru miklar vonir bundnar við hana,“ sagði Gunnar Kristmannsson, skólastjóri Tónlist- arskóla Grindavíkur. Þá eru starfandi tveir barnakór- ar og ætlar eldri kórinn í söngferð til Ítalíu næsta vor auk þess sem miklar annir eru hjá kórnum þessa dagana vegna undirbúnings jólanna. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Töffararnir í bílskúrsbandinu sem lék á afmælistónleikunum eru þegar komnir með aðdáendur. Tónlistarskóli Grindavíkur heldur hátíðlegt þrítugsafmæli Mikil aukning í starfi skólans Grindavík ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Nes mætti með stóran hóp keppenda í ein- staklingskeppni Íslandsmótsins í boccia sem fram fór á Akranesi á dögunum. Unnu þeir til fernra verðlauna. Að þessu sinni sendi félagið keppendur bæði úr eldri og yngri hópi iðkenda og var það stærsti hópurinn frá einu félagi sem keppti á mótinu. Á mótinu kræktu Nesarar í tvenn gullverðlaun, þau fengu Vilhjálmur Jónsson í 4. deild og Guðmundur Ingi Einarsson í 7. deild. Róbert Ar- on Ólafs fékk silfurverðlaun í 4. deild og Elínrós Benediktsdóttir brons í 2. deild. Aðrir keppendur frá félaginu stóðu sig einnig mjög vel þótt ekki kæmust þeir á pall. Var haft á orði hvað yngstu þátt- takendurnir frá félaginu væru prúðir, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Fimm íþróttamenn úr Nesi fengu verðlaun á Akranesi. Nesfélagar vinna fern verðlaun Reykjanesbær HÁLFÞRÍTUGUR maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að dæla dísil- olíu á bifreið sína í heimild- arleysi af tanki fiskvinnslu í Garði. Maðurinn játaði brot sitt greiðlega en hann var staðinn að verki við þjófnaðinn sem átti sér stað í júlí sumarið 2001. Hafði hann dælt allt að 90 lítrum á bifreiðina er for- svarsmenn fyrirtækisins komu að honum. Maðurinn býr í öðru byggðarlagi. Fullnustu refsingarinnar var frestað um þrjú ár og fell- ur hún niður að þeim tíma liðnum haldi maðurinn skilorð- ið. Var hann dæmdur til að borga allan kostnað sakarinn- ar, þar á meðal 35 þúsund króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Maðurinn, sem er fæddur 1976, hefur sjö sinnum hlotið fangelsisdóma fyrir hegning- arlagabrot, meðal annars 10 mánaða fangelsi vorið 1997 fyrir þjófnað. Þótt brotið sem hann var nú sakfelldur fyrir teldist smátt í sniðum að mati héraðsdóms þótti ekki hjá því komist að dæma hann til fang- elsisvistar þegar horft væri til sakaferils hans. Dæmdur fyrir olíu- þjófnað Garður HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps hefur lýst áhyggjum sínum vegna ástands heilsugæslu á Suðurnesjum eft- ir að heimilislæknar létu af störfum. Hreppsnefndin telur ástand- ið óviðunandi og skorar á heil- brigðisyfirvöld að leysa málið eins fljótt og hægt er, þannig að íbúar njóti að nýju lögbundinn- ar læknisþjónustu. Áhyggjur af heilsu- gæslu Vogar Foreldrafélögin í Reykjanesbæ (FFGÍR) og Skólaskrifstofan standa í dag fyrir málþingi fyrir foreldra undir yfirskriftinni Betri skóli – betra samfélag. Málþingið verður haldið í Heiðarskóla og hefst kl . 20. Frummælandi er Jón Baldvin Hann- esson skólaráðgjafi. Málþingið er opið öllum foreldrum og öðrum áhugamönnum um uppeldismál, á meðan húsrúm leyfir. INNAN Slökkviliðs Akureyrar er vandamál í stjórnun sem taka verður á, að mati Kristins Guðjónssonar, ráðgjafa hjá verkfræðistofunni Hnit hf., en hann hefur skilað skýrslu um úttekt á rekstri Slökkviliðs Akureyr- ar. Þar kemur einnig fram að menn í stjórnunarstöðum virðast ekki sam- stiga og að mikil togstreita sé til staðar. Málið virðist snúast um per- sónur og samkipta- og stjórnunar- hætti þeirra. Ekki sé nokkur vafi á að þetta hafi skaðað slökkviliðið, ekki minnst út á við. Bæjaryfirvöld verði að grípa inn í og leysa þetta mál svo hægt sé að fá starfsfrið í slökkviliðinu, segir ennfremur í skýrslunni. Gerðar eru tillögur að breyttum áherslum í stjórnun, sem allar miða að því að valddreifa í stjórnun, virkja báða slökkviliðsstjórana og alla varðstjórana. Lögð er fram tillaga að breyttu skipulagi sem miðar að því að ná fram samlegðaráhrifum án þess að sameiginleg slökkvistöð sé byggð. Þannig mætti fækka um allt að þrjú stöðugildi í slökkviliðinu og spara rúmar 11 milljónir króna á ári. Þrátt fyrir ýmsa galla í stjórnun er það skoðun ráðgjafans að Slökkvi- lið Akureyrar sé gott slökkvilið at- vinnumanna með ágætan tækjakost. Innan slökkviliðsins starfi metnaðar- fullir og hæfir einstaklingar og er mannauðurinn helsti styrkleiki liðs- ins. Ráðgjafinn sér fáa möguleika á því hvernig rekstri skal hagað með öðrum hætti en verið hefur miðað við núverandi skipulag slökkviliðsins. Slökkviliðsstjóri hafi staðið ágæt- lega að rekstrinum innan þess fjár- hagsramma sem slökkviliðið hefur. Margt bendi til þess að rekstrar- kostnaður muni aukast í framtíðinni vegna aukinna krafna um menntun, þjálfun og búnað. Þá kemur fram í skýrslunni að samingur um rekstur flugvallar- slökkviliðsins skili Slökkviliði Akur- eyrar ekki þeim samlegðaráhrifum sem vænst var í upphafi. Þar hefur sameiginleg slökkvistöð verið talin mikilvæg forsenda þess að Slökkvilið Akureyrar nái fram fjárhagslegri hagkvæmni af samstarfinu. Athug- anir hafa sýnt að bygging nýrrar stöðvar sé ekki hagkvæm fyrir Ak- ureyrarbæ. Ráðgjafinn telur að menn hafi að einhverju leyti vanmet- ið hagræði af sameiginlegri stöð í þeim athugunum. Skýrslan var til umfjöllunar á síð- asta fundi framkvæmdaráðs Akur- eyrar og þar var jafnframt lagt fram minnisblað frá sviðstjóra tækni- og umhverfissviðs. Sviðsstjóri lagði til að unnið verði eftir aðgerðaráætlun við að koma tillögum í skýrslunni til framkvæmda strax. Framkvæmda- ráð samþykkti að unnið verði eftir aðgerðaráætluninni. Fyrstu aðgerðir lúta m.a. að því að koma á breytingum í stjórnunarliði slökkviliðsins, skilgreina stjórn- skipulag slökkviliðsins og samstarfs- grundvöll stjórnenda og útfæra til- lögur að breyttu vaktaskipulagi. Úttekt á rekstri Slökkviliðs Akureyrar Vandamál er í stjórnun sem skaðað hefur slökkviliðið SAKAMÁLA- og draugaleikritið Kverkatak sem sýnt er á Dalvík um þessar mundir hefur hlotið góðar viðtökur og hefur verið uppselt á þær fimm sýningar sem verið hafa og um 400 manns séð verkið. Leikritið er eftir Dalvíkinginn Júlíus Júlíusson sem jafnframt er leikstjóri. Unglingar á aldrinum 14 til 18 ára fara með öll hlutverk í sýningunni og standa sig að sögn einkar vel. Leikritið er fyrir alla fjölskylduna, en þó er ráðlagt að yngstu börnin fari í fylgd fullorð- inna. Næstu sýningar verða á fimmtu- dag- og föstudagskvöld kl. 20 og á laugardag og sunnudag kl. 16. Kverkatak fær góðar viðtökur Dalvíkurbyggð ALÞJÓÐASTOFAN á Akureyri hef- ur formlega verið opnuð. Hún hefur verið rekin af Akureyr- arbæ síðan í byrjun þessa árs og er upplýsinga- og fræðslumiðstöð fyrir fólk af erlendum uppruna. Almenn- ur tilgangur og hlutverk stofunnar er að vinna að málefnum nýbúa og útlendinga, vera málsvari þeirra og stuðla að aðlögun þessa fólks einkum á Akureyri að því er fram kemur í frétt um opnunina. Al- þjóðastofan býður upp á ráðgjöf og fræðslu fyrir nýbúa um flest allt sem viðkemur íslensku samfélagi, rétt- indi, skyldur og menningu, en einnig fyrir stofnanir og fyrirtæki í bænum varðandi málefni fólks af erlendum uppruna. Stofan stendur fyrir fræðslu af ýmsum toga í tengslum við það fjölmenningarlega samfélag sem er að myndast á Akureyri, m.a. námskeiðum um fjölmenningu, túlk- un og fjölbreytileg íslensku- námskeið fyrir útlendinga. Með þessari starfsemi er stuðlað að því að reynsla, sérþekking og menning fólks af erlendum uppruna fái betur notið sín á Akureyri, segir enn frem- ur. Alþjóðastofan opnuð Morgunblaðið/Kristján Alþjóðastofan var opnuð formlega á Akureyri fyrir helgi og á meðal gesta voru Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Þóra Ákadóttir forseti bæj- arstjórnar Akureyrar og Jakob Björnsson formaður bæjarráðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.