Morgunblaðið - 26.11.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.11.2002, Qupperneq 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ H ræringarnar á bæði hægri og vinstri væng íslenskra stjórnmála síðustu tíu ár eða svo hafa skilið eftir eyðu sem engum stjórnmálaflokki hefur lánast að fylla í. Eyðan er í grófum dráttum þessi: Hvað eiga þeir að kjósa sem kalla mætti hægrikrata og aðhyll- ast ríkisrekstur í mennta- og heil- brigðismálum og skynsama einka- væðingu í rekstri þar sem ríkið þarf ekki augljóslega að gæta hagsmuna almennings með beinni íhlutun, eru markaðssinnar en gagnrýnir á öfgakennda markaðs- væðingu frjálshyggjunnar, vilja standa vörð um velferð- arkerfið og jöfn tækifæri til menntunar og eru síðast en ekki síst Evrópusinnar? Þetta er fólk sem flest átti at- hvarf í Alþýðuflokknum á meðan hann var undir forystu Jóns Bald- vins Hannibalssonar. Sumt af þessu fólki kennir sig við þriðju leiðina og sömuleiðis er hér um að ræða fólk sem einu sinni var inn- anbúðar í Sjálfstæðisflokknum en kann nú ekki að meta þróun hans í átt til harðari frjálshyggjusjón- armiða, gamaldags og heftandi hagsmunagæslu, meðal annars fyrir sjávarútvegsfyrirtækin, og afstöðu hans til aðildar að Evrópu- sambandinu. Þessi hópur kjósenda er nú landlaus í íslenskum stjórnmálum. Sumir hefðu ætlað að Samfylk- ingin myndi reyna að ná til hans en þar hefur henni algerlega mis- tekist, umfram allt vegna þess að hún er óljós, ósannfærandi og rás- andi í málflutningi sínum. Sam- fylkingin virðist raunar aðhyllast skynsamlega einkavæðing- arstefnu, eða það má að minnsta kosti ráða af orðum formannsins í umræðum um síma- og bankasölu, en alla sannfæringu skortir í Evr- ópustefnu flokksins enda var henni skellt upp á borð eftir klaufalega, ómarkvissa og ófull- nægjandi skoðanakönnun. Það vakti líka athygli að sá frambjóð- andi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem lagði hvað mest upp úr Evrópumálum og kynnti sig sem Evrópumann fékk ákaf- lega litlar undirtektir. Sömuleiðis var þeim frambjóðanda hafnað sem talaði hvað mest fyrir hægrikratískum gildum. Íhalds- samir vinstrimenn hlutu hins veg- ar góða kosningu í þessu prófkjöri. Vinstrigrænir eru augljóslega ekki góður kostur fyrir hægri- krata og Framsóknarflokkurinn ekki heldur, einfaldlega vegna þess að hann tilheyrir gömlum tíma og gömlu þjóðfélagsmynstri og skortir nútímalega skírskotun þrátt fyrir að hafa reynt að hafa upp á henni með ýmsum ráðum undanfarin misseri, meðal annars með daðri við Evrópuaðild. Og þá er það Sjálfstæðisflokk- urinn sem af fyrrnefndum ástæð- um er heldur ekki góður kostur fyrir hægrikrata. Hann gæti eigi að síður verið líklegasti kosturinn. Í fyrsta lagi er Sjálfstæðisflokk- urinn í grunninn hægrikratískur flokkur og hefur allt til þessa dags haft innanborðs áhrifamikið fólk sem talar fyrir þeim skoðunum. Og í annan stað hefur Sjálfstæð- isflokkurinn undir stjórn Davíðs Oddssonar kunnað að samþætta síaukna áherslu á sjónarmið frjáls- hyggjunnar og gamaldags sjálf- stæðisstefnu með áherslu á vel- ferðarmál og atvinnumál. Og raunar mátti heyra í umræðum í tengslum við prófkjörið um helgina að sjálfstæðisfólk sæi sóknarfæri í því að höfða til hægri- krata. Og það virðist ekki fráleitt ef mið er tekið af orðum yfirlýsts hægrikrata og Samfylking- armanns sem gekk formlega til liðs við Sjálfstæðisflokkinn fyrir prófkjörið en hann sagðist ekki eiga sér viðhlæjendur í sínum gamla flokki. Það er ekkert nýtt að víglínan í kosningum sé dregin í gegnum miðju hægrikrata en í þetta skipti gæti orrustan farið á talsvert ann- an veg en hingað til vegna þess að annað liðið vafrar um eins og höf- uðlaus her. En það er önnur pólitísk eyða sem íslenskir stjórnmálamenn virðast hafa lítinn áhuga á að fylla í þótt þar sé að finna einn fjöl- mennasta hóp samfélagsins. Það virðast nefnilega óskiljanlega fáir stjórnmálamenn hérlendis hafa áhuga á að berjast fyrir þann hóp í samfélaginu sem er að glíma við það að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði við aðstæður sem í flest- um nágrannalöndum þættu óvið- unandi. Í þessum hópi er að mestu leyti fólk á aldrinum 25 til 45 ára sem er að ala upp börn og kaupa húsnæði; þetta er fólk sem vinnur eins og berserkir fyrir miðlungs- góð laun og vill ekki þurfa að eyða hálfri útborguninni í kaup á nauð- synjavöru í hverjum mánuði og þykir fráleitt að vera meðal skattpíndustu þegna landsins rétt meðan á barnauppeldi og húsnæð- iskaupum stendur; þetta er fólk sem hefur of lítinn tíma fyrir maka og börn, er á þönum hálfan daginn að skutla börnum sínum úr skóla í pössun og í aðra pössun, er með stöðugt samviskubit, er sjaldnast í góðu jafnvægi og iðulega sligað af áhyggjum. Í íslenskum stjórnmálum er hefð fyrir því að tala máli þeirra sem minna mega sín, þeirra sem eru með lægstu launin, öryrkja og nú síðast aldraðra. Í íslenskum stjórnmálum er einnig hefð fyrir því að tala máli þeirra sem mest mega sín, atvinnurekenda og eignafólks. Allt er þetta gott og blessað. Í íslenskum stjórnmálum er hins vegar afskaplega lítil hefð fyrir því að tala máli meðalmanns- ins sem lendir í allri vitleysunni sem fylgir því að koma sér upp fjölskyldu í landi þar sem er engin skýr fjölskyldustefna, þar sem skólastefnan er gatasigti og metn- aðarlítil í þokkabót, þar sem skattakerfið er óhagstæðara fjöl- skyldum eftir því sem þær eru barnfleiri o.s.frv. Hvers vegna í ósköpunum hefur engin viljað fylla upp í þessa eyðu og leggja fram heildstæða fjölskyldustefnu? Pólitískar eyður Í íslenskum stjórnmálum er hins vegar afskaplega lítil hefð fyrir því að tala máli meðalmannsins sem lendir í allri vitleysunni sem fylgir því að koma sér upp fjölskyldu í landi þar sem er engin skýr fjölskyldustefna. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is SAMNINGURINN um Evr- ópska efnahagssvæðið hefur haft mikil og margvísleg áhrif á íslenskt þjóðfélag. Stöðugt eru samþykktar nýjar tilskipanir hjá Evrópusam- bandinu,sem innleiða þarf í EES- samninginn. Og flestar fela þær í sér miklar umbætur. Sendiráð Íslands í Brussel fylgist með breytingum á EES-samningn- um. Þar eru starfandi fulltrúar frá öllum ráðuneytum nema forsætis- ráðuneytinu. Þeir sækja fundi sér- fræðinganefnda á vegum fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eiga tvíhliða fundi með fulltrúum Evrópusam- bandsins og fylgjast á annan hátt með breytingum á EES-samningn- um og nýjum tilskipunum, sem eru í uppsiglingu og til meðferðar. Fulltrúar ráðuneytanna eiga að stuðla að innleiðingu nýrra tilskip- ana í EES- samninginn og óska breytinga á þeim eða aðlögunar, ef ástæða þykir til. Þeir eru að sjálf- sögðu fulltrúar ríkisvaldsins og gæta hagsmuna þess. En fram- kvæmd tilskipana Evrópusam- bandsins er ýmist í höndum rík- isins,sveitarfélaga eða aðila vinnumarkaðarins. Til skamms tíma var ekki hugað sérstaklega að því hvaða tilskipanir vörðuðu sveit- arfélögin en á því varð breyting haustið 2001, er sá, er þessar línur ritar, fékk það verkefni að kanna sérstaklega hvaða mál EES-samn- ingsins vörðuðu sveitarfélögin svo og að fylgjast með tillögum að nýj- um tilskipunum, sem gætu haft áhrif á íslensk sveitarfélög. Skemmst er frá því að segja, að samningurinn um EES hefur mjög mikil áhrif á íslensk sveitarfélög. Hafa íslenskir sveitarstjórnarmenn kvartað undan því að hafa ekki fengið að vita í tæka tíð um mik- ilvægar tilskipanir frá Evrópusam- bandinu, sem væru gífurlega kostn- aðarsamar í framkvæmd. Ef sveitarfélögin hefðu fengið að vita um slík mál, meðan þau voru enn í undirbúningi hjá ESB og ekki full- afgreidd þar, hefðu verið meiri möguleikar á því að fá samþykktar breytingar á þeim og ef til vill frest á framkvæmdinni. Gott dæmi um slík mál eru fráveitumálin en sam- kvæmt EES-samningnum eiga frá- veitumál sveitarfélaganna hér á landi að vera komin í rétt horf 2005. Kröfur eru miklar samkvæmt tilskipunum ESB um fráveitumál og framkvæmd þeirra mjög kostn- aðarsöm fyrir íslensk sveitarfélög eða um 20 milljarðar ísl. kr. Spara hefði ef til vill mátt stórar fjár- hæðir, ef sveitarfélögin hefðu vitað um þessar tilskipanir í tæka tíð. (T.d. vegna þess að sum sveitar- félög hér á landi hafa lagt holræsi á annan hátt en tilskipanir ESB gera ráð fyrir.) Annað dæmi má nefna, sem hefur verið til umfjöllunar í ís- lenskum fjölmiðlum að undanförnu: Ísland átti að framkvæma tilskipun ESB um frjálsræði á raforkumark- aði 1. júlí sl., hafði raunar fengið frest til þess að framkvæma þessa tilskipun en gat ekki staðið við þann frest. Á Ísland nú á hættu að fá athugasemdir frá Eftirlitsstofn- un EFTA (ESA) vegna þess að ekki var staðið við tímafrestinn 1. júlí sl. þrátt fyrir að frestur hefði áður fengist. En nú koma íslenskir stjórnmálamenn fram með þá hug- mynd að fá þyrfti varanlega und- anþágu frá framkvæmd þessarar tilskipunar. Aðstæður séu allt aðrar hér á landi en í löndum ESB. Þeir hafa nokkuð til síns máls varðandi það atriði. En þessi athugasemd er allt of seint fram komin. Ég tel enga von til þess að undanþága fá- ist frá framkvæmd þessarar tilskip- unar löngu eftir að hún var sam- þykkt hjá ESB og raunar talsverðum tíma eftir að hún átti að vera komin til framkvæmda hjá okkur. Það hefði ef til vill verið möguleiki á því að fá undanþágu,ef hennar hefði verið óskað á meðan tilskipunin var ennþá í tillöguformi hjá ESB og ekki fullafgreidd þar. Þó er það engan veginn víst, að undanþága hefði fengist. Meiri möguleikar hefðu alla vega verið á lengri aðlögunartíma. Á vegum Evrópusambandsins er starfandi sérstök stofnun eða nefnd, sem fjallar um sveitarstjórn- armál. Er það héraðanefndin eða Committee of the Regions, sem er nokkurs konar sveitarstjórnarráð ESB. Þar sitja 222 pólitískt kjörnir fulltrúar. Þetta er eins konar þing, þar sem borgarfulltrúar, borgar- stjórar og fulltrúar sveitarfélaga og héraða sitja. Evrópusambandinu er skylt að senda Committee of the Regions til umsagnar öll mál, er varða sveitarfélögin. EFTA-ríkin eiga ekki aðgang að þessari nefnd en fulltrúi utanríkisráðuneytisins fékk heimild til þess að sækja fundi nefndarinnar sl. vetur. Fyrir EFTA liggur tillaga um að koma á fót nefnd eða ráði um sveitarstjórn- armál. Er gert ráð fyrir, að hér yrði um svipaða nefnd að ræða og ráðgjafarnefnd EFTA, sem aðilar vinnumarkaðarins eiga aðild að. Ef tillaga þessi verður samþykkt hjá EFTA myndast samstarfsvettvang- ur fyrir samstarf við sveitarstjórn- arráð ESB. Hér er því um mjög mikilvægt mál að ræða fyrir Ísland og EFTA-ríkin yfirleitt. Það eru mjög margir málaflokk- ar, sem EES-samningurinn tekur til og áhrif hafa á íslensk sveit- arfélög. Mikil áhrif tilskipana ESB Eftir Björgvin Guðmundsson „EES hefur mjög mikil áhrif á ís- lensk sveit- arfélög.“ Höfundur er viðskiptafræðingur. VIÐ vitum sem er að það er mikil þensla í borgarkerfinu og ekki spurning að það þarf að spyrna við fótum og það er nauðsynlegt að leita leiða til að draga saman þar sem það er hægt. En það þarf að gaumgæfa vel hvar dregið er saman og við sparnað þurfum við að tryggja það að við séum sannanlega að spara, að sparnaðurinn sé ekki bara tilfærsla á peningum. Félagsstarfi aldraðra hætt Í drögum að starfs- og fjárhags- áætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2003 er lagt til að hætt verði að bjóða upp á skipulegt fálagsstarf í fimm af fjórtán þjónustumiðstöðvum aldr- aðra í borginni. Þetta ákveður R-list- inn án nokkurs samráðs við forstöðu- menn viðkomandi þjónustu- miðstöðva. Frábært starf Félagsstarfið er stór þáttur í lífi þeirra sem taka þátt í því, fé- lagsstarfið er oft á tíðum það sem kemur fólkinu fram úr, það hefur eitthvað við að vera, hlakkar til og ekki síst er þetta liður í því að gefa lífinu gildi. Handavinna, leikfimi og annað sem í boði er hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan íbúanna. Ég hef farið og skoðað það starf sem fram fer á tveimur af þess- um fimm þjónustumiðstöðvum og verð að segja að það einfaldlega gengur ekki upp að ætla að taka þessa sjálfsögðu þjónustu af fólkinu. Það má örugglega hagræða skipu- legu félagsstarfi á þessum stöðum með ákveðnum hætti, en látum for- stöðumenn þessara þjónustumið- stöðva um það að finna út hversu mikið er hægt að spara og hversu lít- ið má komast af með. Leiðir til úrbóta Eftir því sem ég hef komist næst er unnt að hagræða með einhverri fækkun stöðugilda, þó þannig að skipulagt félagsstarf verði áfram á þeim þremur þjónustumiðstöðvum sem alls ekki geta misst þessa þjón- ustu með öllu. Með þessu mætti spara umtalsvert án þess að leggja þjónustuna algjörlega af þar sem þörfin er mest. En það að ætla há- öldruðu fólki við afar misjafnar að- stæður að fara með bílum eða öðru á milli staða til að komast í félagsstarf er ekki boðlegt. Látum vera það fólk sem kemst og getur sótt félagsstarf annað en hinir sem ekki komast, það er einfaldlega samfélagsleg skylda okkar að geta boðið þeim upp á af- þreyingu innanhúss hjá sér. Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár hefur ekki verið samþykkt. Enn er því ekki of seint að koma í veg fyrir að þessi góða þjónusta við eldri borgara verði lögð niður. R-list- inn getur enn séð að sér í þessu máli. Hvers eiga aldr- aðir að gjalda? Eftir Jórunni Frímannsdóttur Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félags- málaráði. „R-listinn getur enn séð að sér.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.