Morgunblaðið - 26.11.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.11.2002, Qupperneq 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sæmundur E.Andersen var fæddur á Siglufirði 8. desember 1936. Hann andaðist á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut í Reykja- vík að morgni 9. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magna Sæ- mundsdóttir, f. 19. september 1911, d. 13. nóvember 2000, og Emil Helgi And- ersen, f. 5. mars 1919, d. 18. október 1971. Þau áttu auk Sæmundar dótturina Mar- gréti, f. 9. júlí 1941, d. 25. maí 2000. Sæmundur átti átti þrjú hálf- systkin, samfeðra. Þau eru: Anna 1963, gift Ottó Harðarsyni og eiga þau tvær dætur; og Dúi Kristján, f. 11. júlí 1964, kvæntur Elísabetu Kristínu Guðmundsdóttur og eiga þau tvo syni og eina dóttur. Þegar Sæmundur Andersen fluttist til Dalvíkur, hafði hann áð- ur búið í Skagafirði. Hann starfaði sem bakari á Akureyri og var um tíma prófdómari í þeirri grein. Einnig lærði hann við landbúnað- arháskóla í Noregi. Eftir að Sæ- mundur fluttist til Dalvíkur stund- aði hann kennslustörf. Einnig vann hann sem frjótæknir og fleiri störf. Síðustu árin vann hann við bókhald margra fyrirtækja á Dal- vík. Sæmundur tók virkan þátt í félagsstörfum á Dalvík, meðal annars Kvenfélagsins Vöku, en hann var eini karlkyns meðlimur- inn í því félagi. Reyndar má geta þess að hann var fyrsti íslenski karlmaðurinn til að ganga í kven- félag. Hann var einnig félagi í Lionsklúbbi Dalvíkur og um tíma félagi í Kiwanisklúbbnum Hrólfi. Útför Sæmundar Emilssonar And- ersen var gerð frá Dalvíkurkirkju 16. nóvember og var hann jarð- settur í Upsakirkjugarði. Halla, f. 5. apríl 1960, Björk, f. 6. júlí 1962, og Þröstur, f. 5. sept- ember 1963. Á sextánda aldurs- ári fluttist Sæmundur frá Siglufirði og bjó eftir það víða hér á landi, og einnig um tíma erlendis. Á tvítugsafmæli sínu gekk Sæmundur að eiga Þórdísi Lindu Andersen, f. 18. ágúst 1937 á Helgeland í Noregi. Börn þeirra eru: Emil Magni, f. 27. maí 1957, maki Kolbjörg Margrét Jóhannsdóttir og eiga þau sex drengi; Sæmundur Hrafn, f. 8. des- ember 1959, ókvæntur, á eina dótt- ur; Birgitta Hrönn, f. 21. febrúar Þú hrópar í neyð ef til vill. Vonleysis rómi neyðarkall Við heyrum það. Heimur fegurðar ef til vill. Bíður sköpunar manndómsins. Ef þú vilt það. (Sæmundur E. Andersen) Kæri bróðir, þetta brot úr ljóði þínu Lífshlaupið, skýrir svo vel hugrenningar þínar um sjúkdóm- inn sem þú barðist svo lengi við. Þú hrópaðir í neyð, við heyrðum en þú vildir. Og það sem þú vildir fékk enginn breytt. Síðasta orr- ustan er töpuð en ég veit að nú hefurðu öðlast hvíldina og friðinn. Á sárri kveðjustund hrannast upp ógrynnin öll af minningum, góðum minningum um kæran vin, sérstakan mann sem fór sínar eig- in leiðir. Hverjum öðrum en þér hefði til dæmis dottið í hug að taka þann slag að berjast inn í kven- félag? Og þar réð ekkert annað en þrjóskan, þörfin fyrir að brjóta enn einn múrinn, verða fyrstur ís- lenskra karlmanna. Þú hafðir líka sérstakt viðhorf til nær allra hluta. En það varst bara þú og ætíð varstu trúr sann- færingu þinni. Allt varstu í senn, sérstakur, samviskusamur, snill- ingur en umfram allt hreinskipt- inn. Því fékk ég að kynnast eftir því sem árin liðu, samtölum okkar fjölgaði. Þú hafðir vissulega klárar skoð- anir á öllum málum, trúmálum sem öðrum. Og ekki vorum við alltaf sammála. Stundum fannst mér skoðanir þínar skrýtnar en kannski voru mínar bara enn skrýtnari. Það má hins vegar einu gilda núna, ég er miklu ríkari eftir snerrurnar. Bara að samveru- stundirnar gætu orðið örlítið fleiri. Sú síðasta í bili var kveðjustund- in í kirkjunni á Dalvík, útförin sem auðvitað var með þínu nefi. Enda þú og Þjóðkirkjan ekki á einu máli um lífið og tilveruna, taldir að hún gæti ekki sinnt trúarþörf þinni, eins og presturinn orðaði það. Hvað um það. Athöfnin var með þínu nefi, það var fyrir öllu. Kæri bróðir. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Ég mun geyma dýr- mætar minningar um þig í mínu hjarta. Hvíl í friði. Þröstur Emilsson. SÆMUNDUR EMILSSON ANDERSEN ✝ Jón MatthíasHauksson var fæddur á Akureyri 4. ágúst 1923 og bjó þar alla sína ævi. Hann lést 6. nóvem- ber síðastliðinn. Hann var elstur í hópi fimm barna þeirra Hauks Sig- urðarsonar frá Ak- ureyri og Jóhönnu Jónsdóttur frá Læknesstöðum á Langanesi. Systkini Jóns eru: Sigrún, býr á Akureyri; Ásta, bú- sett í Reykjavík; Jóhann, býr á Ak- ureyri; og Guðmundur, bjó í Kefla- vík, en er látinn. Haukur, faðir Jóns, starfaði við skip og sjó- mennsku alla tíð, hann vann í skip- um sem vindumaður og reri síðan til fiskjar þegar engin skip voru að 12. september sl. Eftir að Jón og Halldóra höfðu stofnað heimili hóf hann störf hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri og vann þar alla sína starfsævi. Þau hjónin eignuðust tvo syni; Sigurð, f. 13. desember 1946, og Kristján, f. 3. júlí 1950. Áður hafði Halldóra eignast soninn Árna Hauk Gunn- arsson sem er búsettur í Banda- ríkjunum. Sigurður, eldri sonur Jóns og Halldóru, er búsettur á Akureyri. Hann er kvæntur Júlíu Sjöfn Sigurjónsdóttur og eiga þau dótturina Sigrúnu Ásdísi, sem er við söngnám í Reykjavík og búsett þar ásamt eiginmanni og tveimur sonum. Sigurður eignaðist áður í fyrra hjónabandi dótturina Guð- rúnu Dóru, sem býr í Danmörku ásamt eiginmanni sínum og tveim- ur sonum. Yngri sonurinn, Krist- ján, býr í Stóradal í Húnavatns- sýslu, kvæntur Margréti Rósu Jónsdóttur og eiga þau synina Bjarka, Jón og Jakob Víði. Dóttirin Rósa er yngst í systkinahópnum. Útför Jóns Matthíasar var gerð frá Akureyrarkirkju 14. nóvem- ber. vinna í og vandist Jón því ungur að fara á sjóinn með föður sín- um. Þó gerði hann sjó- mennskuna ekki ævi- starfi, en hún var mikilvæg aukabú- grein hjá Jóni og í hana fóru flestar hans frístundir. Eftir að hann hafði lokið hefðbundinni í barnaskóla og síðan í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar, vann hann ýmis störf í landi og á sjó, réð sig m.a. á síld- arskip. Æviförunaut sinn og besta vin fann hann á Akureyri þegar hann kynntist Halldóru Ingibjörgu Kristjánsdóttur frá Klængshóli í Skíðadal. Þau gengu í hjónaband 14. júní 1947. Halldóra lést hinn Ég býst við að mörgum hafi þótt skjóta skökku við þar sem ég var ekki viðstaddur útför þína hinn 12. nóvember sl., eftir þrjátíu ára fé- lagsskap og samstarf hjá sama fyr- irtækinu. – Allir hlutir hafa sínar for- sendur og einnig fjarvera mín. En það, að ég var ekki viðstaddur útför þína, vakti mig einmitt til hugleið- inga um það að þú hafðir oftar en einu sinni sagt við mig í tvíbentu gamni: Þú stingur niður penna, vin- ur, þegar ég hrekk – og þá dregur þú fram gullpennann. Enginn veit hver annan grefur en nú er stundin samt komin. Við fyrstu kynningu varð mér strax ljóst að þú varst ekki almúga- maður af allra algengustu gerð. Fyrst var það húmorinn sem þú komst alls staðar að, háþróaður og menntaður. Þar voru ekki stóru orð- in og hávaðinn, bara spriklandi kóm- ík á milli línanna. Oft komstu mér til að skella upp úr með kitlandi lævísri gamansemi þinni. Þú varst einn af þessum mönnum sem allt geta: jafnvígur á smíðar, vélar og rafmagn. Útsjónarsemi, íhyggni og góð greind voru einnig þín aðalsmerki. – En þú varst ekki allra og enginn sótti gull í greipar þér án þess að eiga tilkall til þess, en þú varst tryggur og örlátur vinur vina þinna og ég minnist þín með gleði í huga og þakklæti. Sjórinn var líf þitt og yndi. Þú áttir litla verbúð og góðan bát, margir voru morgnarnir sem þú varst á stíminu út Eyjafjörð mót rísandi morgunsól og geislandi fegurð, hvert sem litið varð. Þeir voru einnig margir morgnarnir sem Kaldbakur einn tók á móti þér, þungbúinn og éljagrár, síðan komið heim í bullandi ágjöf. En þú varst ekki banginn, þarna sem þú lentir trillunni hálf- fullri af fiski, allur sjóbarinn, eld- rauður í framan af sjávarseltu og sjómannsglott á vör. Margan góð- fiskinn gafst þú minni stóru fjöl- skyldu og ekki var það eina fjöl- skyldan sem þú færðir spriklandi nýjan fisk. Já, Jón minn, við áttum margt glensið saman og vel man ég þegar þú tókst mig með um blíða vornótt að veiða bleikju, þar sem við undum fram undir morgun. Það var yndis- leg andvökunótt! Leiðir okkar skildi fyrir rúmum tuttugu árum og höfum við aðeins sést örsjaldan þann tíma, en minn- ingin um góðu gömlu dagana í POB og kunningjana þar lifir. – Ég kveð þig, vinur sæll, þess fullviss, að þú svífir yfir hið mikla djúp, seglum þöndum, mót rísandi morgunsól. Vigfús Björnsson. JÓN MATTHÍAS HAUKSSON Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTINN HALLGRÍMSSON fyrrv. bóndi á Háreksstöðum í Norðurárdal, sem andaðist miðvikudaginn 20. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 29. nóvember kl. 15.00. Þuríður Sigurðardóttir, Ninna Sigurðardóttir, Steinar Ólafsson, Elsa Sigurðardóttir, Paul B. Hansen, Ágústa Kristín Steinarsdóttir, Þórarinn Ásgeirsson, Þuríður Elín Steinarsdóttir, Ragnar Björnsson, Jóhanna Björg Hansen, Páll Höskuldsson, Sigurður Böðvar Hansen, Inga María Ásgeirsdóttir og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, lést á heimili sonar síns í Reykjavík laugardag- inn 23. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Natalia Saenko, Atli Þorsteinsson, Oddrún Þorsteinsdóttir, Gunnbjörn Þorsteinsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Klara Þorsteinsdóttir, Árni Þorsteinsson, Daníel Þorsteinsson. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL GUNNARSSON fv. eftirlitsmaður SVR, áður til heimilis á Kleppsvegi 140, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu á Patreksfirði föstudaginn 22. nóvember. Dyljá G. Stefánsdóttir, Eyjólfur Karlsson, Steinunn Sveinsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Erlendur Kristjánsson, Stefán Karlsson, Karl Ó. Karlsson, Ólöf G. Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, CAROL SPEEDIE, Sólheimum 2, Breiðdalsvík, lést fimmtudaginn 21. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Haukur Garðarsson, Tómas Patrik Sigurðarson, Helena Sigurðardóttir, Lisa Sigurðardóttir, Phoebe Speedie, Paul Speedie, Sheena Speedie og aðrir aðstandendur. Mín ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ERLA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, lést á krabbameinsdeild Landspítala Hring- braut aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Vilhjálmur Auðun Þórðarson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Egill Heiðar Anton Pálsson, Ólafur Þór Vilhjálmsson, Hrefna Bachmann, Auðný Vilhjálmsdóttir, Guðjón Þór Mathiesen og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.