Morgunblaðið - 26.11.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 26.11.2002, Qupperneq 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 37 ringlunni 8-12 - www.olympia.is - sími 553 3600 Ert þú í réttri stærð? Mælidagar Komdu inn og fáðu góð ráð og mælingu. K AUGLÝSING VEGNA ÚTGÁFU RAFBRÉFA Í KERFI VERÐBRÉFASKRÁNINGAR ÍSLANDS HF. Stjórn Kaldbaks fjárfestingarfélags hf., kt. 670169-3679, Hafnarstræti 91-95, 600 Akureyri, gerir kunnugt að með heimild í 2. mgr. 27. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, hefur stjórnin tekið ákvörðun um að hlutir í félaginu verði gefnir út með rafrænum hætti í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. mánudaginn 9. desember árið 2002 kl. 9.00 árdegis. Þeir hluthafar, sem telja vafa leika á því að hlutabréfaeign þeirra sé rétt skráð í hlutaskrá Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. eða eiga eftir að tilkynna um viðskipti, vinsamlegast hafi samband við hlutaskrá félagsins í síma 460 2900 eða sendi tölvupóst á asta@kaldbakur.is. Vakin er athygli allra þeirra sem eiga takmörkuð réttindi til hluta í Kaldbaki fjárfestingarfélagi hf., svo sem veðréttindi, á að koma réttindunum á framfæri við reikningsstofnanir, þ.e.a.s. banka, sparisjóði eða verðbréfafyrirtæki sem gert hafa aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands, fyrir 9. desember næstkomandi. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar nálgast hluti sína í Kaldbaki fjárfestingarfélagi hf. sem og arð með því að stofna VS-reikning hjá reikningsstofnun. Arður verður framvegis einungis greiddur út í gegnum kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Akureyri, 25. nóvember 2002, stjórn Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyr- ir málþingi 28. nóvember í Norræna húsinu kl. 11.30–14.30 um Hugbún- aðarþýðingar á Íslandi. Erindi halda: Björn Bjarnason, alþingismaður og fyrrum menntamálaráðherra, Peter Weiss, deildarstjóri Tungumála- miðstöðvar HÍ, Pálmi Hinriksson, framkvæmdastjóri Skýrr, og Anna Sigríður Gunnarsdóttir, verk- efnastjóri Skýrr. LÍSU-samtökin og SATS, Samband tæknimanna sveitarfélaga halda ráð- stefnu fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13–17, í Ársal, Hótel Sögu. Á ráð- stefnunni verður fjallað um: Hvað eru landupplýsingar og landupplýs- ingakerfi? Hvernig getur skráning og úrvinnsla gagna í sveitarfélögum orðið nákvæmari og hagkvæmari með því að nota landupplýsingakerfi? Hver er reynsla þeirra sveitarfélaga sem hafa tekið upp landupplýsinga- vinnslu? Hvernig geta sveitarfélög unnið saman að betri uppbyggingu landupplýsingavinnslu? Geir Þórólfs- son, formaður LÍSU-samtakanna, setur ráðstefnuna og Halldór Þor- geirsson, formaður Samráðsnefndar ráðuneytanna um landupplýsingar flytur ávarp. Erindi halda: Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ólafur Ólafsson, Vestmannaeyjabæ, Stefán Guðlaugsson, Hnit hf., Gunn- ar H. Kristinsson, Landmælingum Íslands, fundarstjóri verður Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurhafnar.Verð: kr. 4.500. Skráning:lisa@aknet.is Ráðstefnan Ásýnd íslenskra sveita verður haldin á Hótel Selfossi föstudaginn 29. nóvember kl. 10–17. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra setur ráðstefnuna. Erindi halda m.a.: Níels Árni Lund formað- ur stjórnar Fegurri sveita, Ragnhild- ur Sigurðardóttir, Hildur Stef- ánsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir starfsmenn Fegurri sveita, Magnús B. Jónsson rektor Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri, Bjarni Krist- jánsson sveitarstjóri, Tómas Þórir Jónsson, Páll Skúlason Háskóla- rektor og Ómar Ragnarsson. Einnig verða málstofur, stjórnendur þeirra eru: Sigurbjörg Sæmundsdóttir um- hverfisráðuneytinu, Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 og Helgi Jensson Hollustuvernd rík- isins. Boðið verður upp á veitingar að ráð- stefnu lokinni. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin. Námskeið um breytingastjórnun hefst hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands, 2. desember nk. Lykillinn að árangursríkum breytingum er starfsfólkið – en hvernig er hægt að stjórna breytingum í síbreytilegu starfsumhverfi? Leitast er við að svara þessari spurningu og kynntar leiðir til að stjórna breytingum á árangursríkan hátt. Rætt verður um hvað ber að varast við innleiðingu breytinga, hvert sé hlutverk stjórn- enda og leiðtoga og viðhorf starfs- manna. Einnig verður farið í breyt- ingalíkan Kurts Lewin o.fl. Námskeiðið er í 3 daga kl. 8.30 –12.30. Kennari er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson MAIR, vinnumark- aðsfræðingur og lektor við HÍ. Skráning fer fram á vefslóðinni www.endurmenntun.is Á NÆSTUNNI Skógræktarfélögin halda opið hús í dag, þriðjudaginn 26. nóv- ember kl. 20, í Mörkinni 6 (húsi Ferðafélags Íslands). Dagskráin er í umsjón Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og er hluti af fræðslusamstarfi skógræktarfélag- anna og Búnaðarbanka Íslands. Umfjöllunarefni kvöldsins eru jólatré og skreytingaefni úr ís- lenskum skógum. Steinar Björg- vinsson garðyrkjumaður fjallar um ýmiss konar efni til jólaskreyt- inga úr íslensku skógunum og gef- ur hugmyndir um hvernig vinna má úr því. Skógfræðingar Skóg- ræktarfélags Íslands verða með myndasýningu um íslensku jóla- trén. Einnig verður Jón Ólafsson skreytingameistari frá versluninni Garðheimum með kynningu. Dag- skráin er öllum opin og er aðgang- ur ókeypis. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar. Sómalska ljósmyndafyrirsætan og baráttukonan Waris Dirie mun árita bækur sínar í Pennanum– Eymundssyni, Austurstræti, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 17. Báðar bækur hennar eru fáan- legar í íslenskri þýðingu en auk þess er fólki velkomið að mæta með sínar bækur að heiman til áritunar. Heimahlynning verður með sam- verustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 26. nóvember, kl. 20–22 í húsi Krabbameins- félags Íslands, Skógarhlíð 8. Skólakór Kársness syngur jólalög undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Guðbjörg Bjarman les jólasögu. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Í DAG Farið rangt með nafn Í FRÉTT í sunnudagsblaðinu var farið rangt með nafn Gunnars Páls Pálssonar formanns Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Er hann beðinn velvirðingar á þessum mis- tökum. Naut styrks til útgáfu RANGHERMT var í blaðinu sunnudaginn 17. nóvember að Jón Viðar Jónsson stæði alfarið einn straum af kostnaði við útgáfu ritsins Safn til sögu íslenskrar leiklistar. Hið rétta er að Jón hefur notið styrks frá Menningarsjóði til útgáfu ritsins. Er beðist velvirðingar á þessu. Leiðrétt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.