Morgunblaðið - 26.11.2002, Side 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 39
NÝLEGA tóku
krakkarnir í 7.
bekk DÍS í Kárs-
nesskóla þátt í
verkefninu Dag-
blöð í skólum. Að
lokinni vinnu-
viku með dagblöð í skólanum
komu þau í heimsókn á Morgun-
blaðið til að kynna sér nánar
hvernig hlutirnir
ganga fyrir sig
þegar dagblað
verður til. Morg-
unblaðið vonar
að heimsóknin
hafi orðið þess-
um hressu og fróðleiksfúsu
krökkum að gagni bæði og
gamni.
Morgunblaðið/Þorkell
Meðlagsgreiðendur!
Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta
og forðist vexti og kostnað
Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is
Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101
Höfðabakki - til leigu
- mjög hagstæð leiga
Atvinnuhúsnæði
Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði.
Mögulegt er að skipta eigninni upp í smærri einingar.
Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir höfðustöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss
konar starfsemi, s.s iðnað, heildsölur, skrifstofustarfsemi o.s.frv.
Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignafélag.
www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Upplýsingar veitir
Magnús Gunnarsson í
s. 588 4477 eða 822 8242
Sími 511 2900
Til leigu í Síðumúla
Til leigu tvær 245 m² skrifstofueiningar á 2. hæð á góðum stað. Leigj-
ast saman eða sín í hvoru lagi. Snyrtilegt húsnæði, ný málað lagna-
stokkar með raf-, síma- og tölvulögnum. Snyrtilegur nýlegur dúkur,
góð lýsing og gluggar í N-S-V. Næg bílastæði. Leiguverð 750 kr./m²
Nánari upplýsingar vegna ofangreinds
húsnæðis eru veittar á skrifstofu okkar.
SIF Konráðsdóttir hæstaréttarlög-
maður, sem gætt hefur hagsmuna
fjölmargra brotaþola í réttarhöldum
yfir kynferðisbrotamönnum, segir
nauðsynlegt að ríkissaksóknari áfrýi
dómi yfir 26 ára karlmanni sem
dæmdur var í 18 mánaða fangelsi fyr-
ir kynferðisbrot gegn tveimur stúlk-
um, þar af voru 15 mánuðir skilorðs-
bundnir. Maðurinn var einnig
fundinn sekur um brot gegn þriðju
stúlkunni en þau brot voru fyrnd þeg-
ar hún bar fram kæru.
Sif tekur fram að dómurinn, sem
kveðinn var upp í Héraðsdómi
Reykjaness, sé afar vel rökstuddur
að því er varðar sönnunarmat á fram-
burði stúlknanna. Á hinn bóginn ger-
ir hún athugasemdir við refsiþyngd
og að dómurinn skyldi skilorðsbinda
refsinguna að stærstum hluta. „Það
virðist ekki vera í samræmi við þá
þróun sem verið hefur varðandi refsi-
ákvarðanir í þessum brotum í hæsta-
rétti undanfarin misseri,“ segir Sif.
Kominn fast að tvítugu
Hún bendir á að síðasta brotið sem
maðurinn framdi gegn hálfsystur
sinni, átti sér stað þegar hann var
kominn fast að tvítugu. Í dómnum
komi auk þess fram að maðurinn
sýndi ekki eftirsjá og tók enga
ábyrgð á verknaði sínum. Þetta fram-
ferði mannsins hefði væntanlega átt
að hafa þau áhrif að refsingin yrði
þyngri en ekki sé að sjá þess merki í
dómnum að svo hafi verið.
„Þá er ekki nægilegt tillit tekið til
þess við ákvörðun refsingar að
ákærði braut gegn hálfsystur sinni og
benda má á að ríkissaksóknari vísaði
ekki sérstaklega til lagaákvæðis er
varðar kynferðismök milli systkina,“
segir hún. Því hafi dómurinn ekki
getað dæmt hann fyrir slíkt brot en
hámarksrefsing við því nemi fjögurra
ára fangelsi.
Sif bendir á að í niðurstöðum
dómsins komi fram að maðurinn fékk
afslátt af refsingu vegna þess að hann
var ungur þegar sum brotin áttu sér
stað og þau rök jafnframt notuð til að
réttlæta skilorðsbindingu að stærst-
um hluta. Sif telur eðlilegra að dóm-
urinn hefði annaðhvort látið ungan
aldur verða til þess að stytta refs-
inguna eða til þess að rökstyðja skil-
orðsbindingu, ekki hvorttveggja.
Þó sé rétt sé að benda á að úr því að
héraðsdómur vildi skilorðsbinda refs-
inguna að einhverju leyti, gat hann
ekki skv. lögum dæmt manninn til
lengri óskilorðsbundinnar refsingar
en þriggja mánaða.
Hæstiréttur skeri úr
Sif segir að brotin sem maðurinn
framdi séu mjög alvarleg en hann
hafi meðal annars verið dæmdur fyr-
ir ítrekaðar samfarir við átta ára
stúlku sem honum var trúað fyrir og
leit á hann sem frænda sinn. Refsi-
rammi vegna brotanna sem hann var
dæmdur fyrir er 12 ára fangelsi.
„Þetta eru mjög alvarlegt brot og
refsiramminn er hár. Það má deila
um það hvort það sé eðlilegt að skil-
orðsbinda að öllu eða einhverju leyti
refsinguna. Það er eðlilegt að Hæsti-
réttur fái tækifæri til að skera úr um
það, ekki síst í ljósi þess að Hæsti-
réttur hefur heldur verið að þyngja
refsingar við kynferðisbrotum á síð-
ustu misserum,“ segir Sif.
Maðurinn hefur alla tíð haldið fram
sakleysi sínu en skv. upplýsingum frá
verjanda hans hefur hann ekki
ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað
til Hæstaréttar. Af hálfu ríkissak-
sóknara hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hvort málinu verði
áfrýjað. Að sögn Sigríðar Jósefsdótt-
ur saksóknara er yfirleitt beðið með
ákvörðun um slíkt þar til fjögurra
vikna frestur sem hinn sakfelldi hef-
ur til að áfrýja rennur út.
Sif bendir á að í Finnlandi og Sví-
þjóð eigi brotaþolar aðild að sakamál-
um og geti því áfrýjað dómum til
æðra dómstigs. Í Noregi sé nú rætt
um hvort rétt sé að taka slíkt ákvæði
inn í lög. Aðspurð segir Sif að það
hljóti að koma til greina að brotaþoli
fái slíka aðild að málum hér á landi en
þar með væri það ekki einungis í valdi
ákæruvaldsins að áfrýja dómum.
Verður að huga að forvörnum
Guðbjörg Björnsdóttir, formaður
Barnaheilla, segist ekki geta tjáð sig
um einstök dómsmál. Hún vill þó
minna á nauðsyn þess að ungum kyn-
ferðisbrotamönnum verði tryggð
meðferð. „Sennilega er besta for-
vörnin gegn slíkum brotum í því fólg-
in að huga að forvörnum fyrir unga
gerendur,“ segir hún.
„Erlendar rannsóknir hafa leitt í
ljós að yfir helmingur kynferðis-
brotamanna hefur brotaferil sinn á
unglingsárum. Þessar upplýsingar
sýna okkur forvarnagildi þess að
bregðast fljótt við kynferðisbrotum
sem framin eru af börnum og ung-
lingum. Það hefur verið sýnt fram á
að meðferð skilar árangri og því leiðir
hún væntanlega til þess að fórnar-
lömbunum fækkar. Og það hlýtur að
vera okkar aðalmarkmið,“ segir Guð-
björg.
Það sé á hinn bóginn mjög skilj-
anlegt að almenningi þyki oft á tíðum
sem refsingar í kynferðisbrotamálum
séu vægar, t.d. í samanburði við refs-
ingar í fíkniefnamálum. Refsing við
brotum hljóti auk þess að eiga að
endurspegla hversu alvarlegur glæp-
urinn er talinn. „Það er því eðlilegt að
í mörgum tilvikum finnist fólki dómar
í kynferðisbrotamálum vægir,“ segir
hún.
Nauðsynlegt að
áfrýja dómnum
18 mánaða fang-
elsi fyrir kyn-
ferðisbrot en 15
skilorðsbundnir
UM helgina var lögregl-
unni í Reykjavík til-
kynnt um 45 innbrot,
sem flest voru í bifreið-
ar, 11 þjófnaði og 26 skemmdarverk.
Talsvert var um áflog í miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt laugardags
og voru þrír fluttir á slysadeild
vegna meiðsla.
31 umferðaróhapp var tilkynnt um
helgina. Sjö ökumenn voru teknir
grunaðir um ölvun og 19 kærðir fyrir
of hraðan akstur. Þá var 21 ökumað-
ur kærður fyrir að nota ekki örygg-
isbelti.
Umferðarslys varð um miðjan dag
á föstudag á Laugavegi, er ekið var á
gangandi vegfaranda á gangbraut.
Hann var fluttur á slysadeild en
meiðsl hans voru talin minniháttar.
Þá varð á föstudagskvöldið umferð-
arslys á Sæbraut við Langholtsveg,
er ekið var aftan á bifreið sem var
kyrrstæð á rauðu ljósi. Ökumaður og
farþegi voru fluttir á slysadeild en
meiðsl þeirra voru talin minniháttar.
Fjarlægja varð báðar bifreiðarnar af
vettvangi með kranabifreið.
Rétt fyrir hádegi á föstudag sást
til tveggja pilta sem voru að stela
verkfærum úr bifreið. Sá sem varð
þeirra var tilkynnti til lögreglu og
fór síðan og gaf sig á tal við piltana.
Tókst honum að halda uppi samræð-
um við þá þar til lögreglan kom á
vettvang og handtók þá. Reyndust
þeir góðkunningjar lögreglu.
Tilkynnt var um bruna í Húsa-
smiðjunni við Súðavog laust fyrir kl.
17:00 á föstudag. Þarna hafði kvikn-
að eldur í timburverkstæði, sem
slökkviliði tókst fljótt að ná tökum á
og slökkva.
Á föstudagskvöldið var tilkynnt
um tvo menn sem gengu út úr versl-
un í Austurstræti með körfu fulla af
ostum án þess að hafa greitt fyrir.
Rétt á eftir var tilkynnt um sömu
menn þar sem þeir voru að bjóða
osta til sölu á Lækjartorgi. Lög-
reglumenn stöðvuðu söluna og var
ostinum skilað aftur í verslunina.
Úr dagbók lögreglunnar 22.–25. nóv.
Buðu stolna osta til
sölu á Lækjartorgi