Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 41

Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 41 Jólamyndatökur Hverfisgötu 50, sími 552 2690 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja njóta jólanna heima og áramótanna í 25 stiga hita á Kanarí. Flug í eftirmiðdaginn þann 26. des. kl. 15.40 til Kanarí. Val um stökktu tilboð, þar sem þú færð að vita gististaðinn 3 dögum fyrir brottför, eða þú getur valið um einhvern af okkar vinsælu gististöðum. Hér nýtur þú 20-25 stiga hita og veðurblíðu við frábærar aðstæður og getur kvatt veturinn í bili á þessum vinsælasta vetraráfangastað Evrópu. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Aðeins 28 sæti í boði Verð kr. 59.950 Verð á mann, m.v. 2 saman, stúdíó/smáhýsi, 26. des. Vikuferð. Stökktu tilboð. Flug, gisting, skattar. Staðgreitt. Áramótin á Kanarí 26. desember–2. janúar frá kr. 49.962 Verð kr. 49.962 M.v. hjón með 2 börn, íbúð/smáhýsi, 26. des. Vikuferð. Stökktu tilboð. Flug, gisting, skattar. Staðgreitt. Þökkum ótrúlegar viðtökur í vetur. Bókaðu meðan enn er laust. 19. des. – Uppselt 19. des. – Aukaflug 8 sæti 26. des. – 28 sæti 2. jan. – 31 sæti 9. jan. – Uppselt 16. jan. – 11 sæti 23. jan. – 22 sæti 30. jan. – 37 sæti 6. feb. – Uppselt 13. feb. – 19 sæti 20. feb. – Uppselt 27. feb. – 19 sæti 6. mars – 29 sæti Sími 5 88 44 22 w w w .h m .is Kr. 9.8 50 TÍSKA  GÆÐI  BETRA VERÐ Litir: Kamel Dökkbrún Stærðir: 34-46 Ullarkápur með kashmir „HVERDAGSHETJURNAR okkar allra,“ sagði Óli H. Þórðarson um þá sem á fimmtudag fengu við- urkenningu Umferðarráðs 2002, Umferðarljósið, fyrir starf sitt á sviði umferðaröryggismála. Við- urkenningin var veitt á 5. um- ferðarþingi Umferðarráðs sem haldið var í vikunni og kom í hlut allra viðbragðsaðila á vettvangi umferðarslysa. Umferðarljósinu veittu viðtöku fyrir hönd starfs- systkina sinna um allt land Hjalti Már Björnsson, umsjónarlæknir á neyðarbíl Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins, Birgir Finnsson, yf- irmaður útkallsdeildar SHS, Er- ling Þór Júlíusson slökkviliðsmaður, Ari Jóhannes Hauksson sjúkraflutningsmaður og Hrafn Árnason, lögreglumað- ur úr umferðardeild LR. Óli H. Þórðarson sagði að handhafar Umferðarljóssins hefðu bjargað óteljandi manns- lífum með störfum sínum og kunnáttu þegar alvarleg slys yrðu í umferðinni. „Við lítum á þetta fólk sem hversdags- hetjurnar okkar allra, óeig- ingjarna einstaklinga sem í öllum störfum sínum gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga okkur hinum sem þörfnumst hjálpar og leggja sig oft sjálfa í hættu í björgunarstörfum sínum,“ sagði hann. Viðbragðsaðilar á vettvangi umferðarslysa fá viðurkenningu Umferðarráðs „Hversdags- hetjurnar okkar allra“ Morgunblaðið/Golli Þeir hafa bjargað mannslífum með störfum sínum: Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hampa Umferðarljósinu. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: „Aalborg Portland Íslandi [APÍ] vísar á bug ásökunum bæjarráðs Akraness um óeðlilegt undirboð og að sement sé selt til Íslands undir kostn- aðarverði. Aalborg Portland A/S í Danmörku selur sement til 70 landa víðs vegar um heim, þeirra á meðal til fjölmargra landa Evrópu. Ísland nýt- ur sambærilegra kjara við önnur ríki Evrópu og svo verður um ókomna tíð. Aalborg Portland hóf að flytja sem- ent til Íslands í september árið 2000. Skömmu áður lækkaði Sementsverk- smiðjan verð á sementi. Aalborg Portland Íslandi bendir á að Sam- keppnisstofnun hafði kæru Sements- verksmiðjunnar á hendur APÍ til meðferðar. Samkeppnisráð sá ekki ástæðu til þess að að grípa til að- gerða. Áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála staðfesti niðurstöðu Samkeppn- isráðs. Sementsverksmiðjan vísaði málinu á hendur Aalborg Portland A/S til Eftirlitsstofnunar EFTA. Aal- borg Portland hefur skilað greinar- gerð í málinu. Þar er málið til umfjöll- unar. Aalborg Portland hefur hvatt stjórnvöld til að óska flýtimeðferðar því óþolandi er að sitja stöðugt undir dylgjum og ásökunum fyrirtækis í eigu ríkisins og nú bæjarráðs Akra- ness. Aalborg Portland Íslandi vill benda á að félagið kærði Sementsverksmiðj- una til Samkeppnisstofnunar fyrir brot á góðum viðskiptaháttum. Við forathugun Samkeppnisstofnunar var talið koma til álita að sekta Sem- entsverksmiðjunafyrir brot á sam- keppnislögum. Af því varð þó ekki þar sem Sementsverksmiðjan var ekki talin markaðsráðandi, þó hún á þessum tíma hafi ráðið um 80% af ís- lenskum sementsmarkaði. Bæjarráð Akranes hefur uppi ósæmilegar og meiðandi ásakanir í garð Aalborg Portland um að leggja Sementsverksmiðjuna að velli og í kjölfarið hækka sementsverð. Þetta er fráleitur málflutningur. Aalborg Portland á Íslandi áréttar að Ísland nýtur sambærilegra kjara við önnur ríki Evrópu og svo verður um ókomna tíð. Í skýrslu ráðgjafarfyrir- tækis til opinberra aðila árið 1999 kom fram að verð á sementi var mun hærra á Íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Í úttekt tímaritsins Inter- national Cement Review í júní 2001 kom fram að í gervallri Evrópu var sementsverð langhæst á Íslandi. „Ís- land er öfgafullt dæmi um lítinn, fjar- lægan markað þar sem hráefni er frá- leitt ákjósanlegt,“ segir í grein tímaritsins. Heilbrigð samkeppni stuðlar að lækkun byggingarkostnaðar og bætt- um lífskjörum Íslendinga. Fremur en gangrýna Aalborg Portland ber að fagna samkeppni á íslenskum sem- entsmarkaði.“ Ásökunum um undirboð vísað á bug MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Benja- mín Jósepssyni á Akranesi: „Á blaðsíðu 68 í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er haft eftir Adolf Berndsen á Skagaströnd að upp hafi komið sögur í síðustu viku á Akra- nesi um utankjörfundarkosningu í Kántríbæ á Skagaströnd, og þeir Skagstrendingar ekki tekið mark á því. Það var rétt hjá Skag- strendingum að taka ekki mark á þessu vegna þess að frásagnir af þessari „meintu“ utankjörfundar- kosningu í Kántríbæ komu fyrst fram á útvarpi Sögu og í morgun- þætti á Létt 96,7. Ég tók sérstaklega eftir því að Adolf minntist ekki á þennan uppruna. Akurnesingar geta ekki endalaust setið undir því að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu máli.“ Athugasemd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.