Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 42

Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Sam- söngur kl. 14, stjórnandi Kári Friðriksson. Jóga- tímar á þri. og fim. kl. 9. Jólahlaðborð verður 6. des. Húsið opnað kl. 17. Gestur kvöldsins Þórunn Sveinbjörnsdóttir vara- formaður Eflingar. Mar- grét Eir Hjartardóttir syngur við undirleik Karls Olgeirssonar, börn frá Suzuki-skólanum leika á fiðlur, Ásgeir Ás- geirsson leikur á gítar. Skráning í afgreiðslu. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 9.30–10.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 10.30 leik- fimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíða- stofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14– 15 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið er opið mán. og fim. Mán: Kl. 16 leikfimi. Fim: Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æf- ing kórs eldri borgara í Damos. Laug: Kl. 10–12 bókband, kl. 11 línudans. Innkaupaferð í Kringl- una 28. nóv. kl. 13. Miða- sala hafin á jólahlaðborð 12. des. Uppl. hjá Svan- hildi í síma 586 8014. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn, hárgreiðslu- stofan opin 9–14. Jóla- bingó föst. 29. nóv. kl. 13. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Kl. 14.45 söng- stund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Söng- stund. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag handvinna kl. 13.30, brids kl. 13.30 og pútt í Hraun- seli 8 kl. 13. Opið hús fimmt. 28. nóv. kl. 14. Á morgun, miðvikudag, tréskurður kl. 9, mynd- list kl. 10 og 14. Línudans kl. 11, glerskurður kl. 13 og pílukast kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Jólahlaðborð föst. 6. des. kl. 19.30. Uppl. og miðapantanir hjá Arndísi í síma 565- 7826 eða 895-7826 og á skrifstofu félagsins í síma 565-6627 fyrir föst. 29. nóv. Félagsstarfið, Furugerði 1. Dansleikur í kvöld kl. 19.30. Hljómsveitin Í góðum gír leikur. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði í Glæsibæ kl. 10. Línudanskennsla Sig- valda kl. 19.15. Uppl. á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn. Kl. 13 boccia. Fim. 28. nóv. „Kynslóðir saman í Breiðholti“ kl. 13.15. Félagsvist í sam- starfi við Fellaskóla. All- ar uppl. í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 þriðjudags- ganga og boccia, kl. 16. 15 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Laxnessdagur verður í Gjábakka fim. 28. nóv. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 10 ganga, handa- vinnustofan opin kl. 13– 16, leiðbeinandi á staðn- um, kl. 17 línudans, kl. 19 gömlu dansarnir. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og boccia, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð- ir, hársnyrting. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi. Fimmtud: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðju- d. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 14–15 jóga. Í dag kl. 14 les Viðar Hreinsson upp úr bók sinni um ævi Stephans G. Stephanssonar. Nýtt jóganámskeið hefst í dag kl. 14. Nánari uppl. í síma 568 6960. Jólabingó fimmt. 28. nóv. kl. 14. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9. 15–16 bútasaumur og postulíns- málun. kl. 9.15–15.30 alm. handavinna, kl. 13–16 frjáls spilamennska. Fræðslufundur í dag kl. 13.30. Upplýsingar um lífeyri frá Trygginga- stofnun ríkisins o.fl. Sig- rún Ingvarsdóttir, fé- lagsráðgjafi. Kaffiveit- ingar á eftir. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 13 handmennt m.a. mosaik, kl. 14 félagsvist. Að- ventu- og jólakvöld 5. des. kl. 17.45. Uppl. og skráning í síma 561 0300. Háteigskirkja, eldri borgarar, á morgun, miðvikudag, kl. 11 sam- vera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leikfimi kl. 11.15 í Digranes- kirkju. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Karlakórinn Kátir karl- ar, æfingar á þriðjud. kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri Úlrik Ólason. Tekið við pöntunum í söng í s. 553 5979 Jón, s. 551 8857 Guðjón eða s. 553 2725, Stefán. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið. kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Hallgrímskirkja, starf eldri borgara. Leikfimi- æfingar við allra hæfi undir stjórn sjúkraþjálf- ara þrið. og föst. kl. 13. Spilað á spil, kaffi og spjall. Súpa í hádeginu. Bandalag kvenna í Reykjavík. Jólafund- urinn verður mið. 27. nóv. kl. 20 á Hallveigarstöð- um, Túngötu 14. Upp- lestur, tískusýning, happ- drætti, kaffiveitingar. MG-félag Íslands. Ákveðið hefur verið að halda spjallfund yfir kaffibolla laug. 30. nóv. kl. 14 í Kaffisal ÖBÍ, Há- túni 10. Mætum öll. Stjórnin. Reykjavíkurdeild SÍBS verður með félagsvist í húsnæði Múlalundar, vinnustofu SÍBS, á Há- túni 10C í kvöld, þrið. 26. nóv. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Mæting kl. 19.45. Byrjað að spila kl. 20. Húsinu lokað kl. 20. Öldungaráð Hauka. Al- mennur félagsfundur verður nk. mið. 27. nóv., kl. 20 á Ásvöllum. Fé- lagar fjölmennið. Stjórn- in. Félag kennara á eftir- launum. Bókmenntahóp- ur FKE kemur saman í Kennarahúsinu við Lauf- ásveg fim. 28. nóv. kl. 14. Íslenska bútasaums- félagið. Jólafundur þrið. 26. nóv. kl. 20 í safnaðar- heimili Háteigskirkju. Munið jólapakkana og happdrættið (20x20 rautt). Nýir félagar vel- komnir. Í dag er þriðjudagur 26. nóvember, 330. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hver sem er ekki með mér, er á móti mér, og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir. (Matt. 12, 30.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hrottar, 8 svipaðir, 9 steinn, 10 álít, 11 áma, 13 ákveð, 15 slæm skrift, 18 reiður, 21 veðurfar, 22 pinni, 23 arða, 24 órétt- lætið. LÓÐRÉTT: 2 ástundun, 3 heiðríkja, 4 smáa, 5 korn, 6 fórnarat- höfn, 7 vegg, 12 bergs- nös, 14 illmenni, 15 þekkt, 16 hrella, 17 verk, 18 fagið, 19 hárflóki, 20 beð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fúska, 4 hopar, 7 lúmsk, 8 rolum, 9 ask, 11 inna, 13 bana, 14 koðna, 15 bóla, 17 köld, 20 ann, 22 sætin, 23 aflar, 24 innar, 25 nugga. Lóðrétt: 1 fálki, 2 samin, 3 auka, 4 hark, 5 pilta, 6 romsa, 10 súðin, 12 aka, 13 bak, 15 bossi, 16 látin, 18 öflug, 19 dorma, 20 anar, 21 nafn. Víkverji skrifar... BALTASAR Kormákur er maðurlandsþekktur og umsvifamikill á sviði íslenskrar menningar. Um það verður ekki deilt. Hitt vissi Vík- verji aftur á móti ekki, þar til fyrir ör- fáum dögum, að frægð Baltasars væri það mikil að hans væri getið í leikriti eftir William Shakespeare. Víkverja er ekki ljóst hvernig Shake- speare, sem andaðist árið 1616, hafði vitneskju um (fyrirhugaða) tilvist Baltasars en getur svarið að þennan íslenska leikara og kvikmyndagerð- armann ber á góma í sýningu á Róm- eó og Júlíu, frægustu ástarsögu allra tíma, sem nú er á fjölum Borgarleik- hússins. Í heild sinni er mál þetta ofvaxið skilningi Víkverja, þó ekki sé loku fyrir það skotið að þýðandi verksins, Hallgrímur Helgason, komi þar eitt- hvað við sögu. Hann er, eins og menn vita, spéfugl og lætur sig eflaust ekki muna um að sveifla mönnum fyrir- varalaust milli alda. Víkverji hefur ekki áform um að upplýsa lesendur um það hvernig Baltasar Kormákur kemur við hina eldheitu ástarsögu en skorar þess í stað á þá að sjá umrædda sýningu, þar sem Shakespeare karlinn er tek- inn nýjum og framandi tökum. Leik- endur hanga til að mynda meira og minna öfugir niður úr loftinu. Kynleg sjón. Fimi þessa fólks er með ólík- indum. Og sagan? Hún er þarna líka. Ágætlega sögð. Leikendur eru hver öðrum betri í sýningunni í Borgarleikhúsinu en að öðrum ólöstuðum stelur Ólafur Darri Ólafsson senunni í hlutverki fóstru Júlíu. Það er auðvitað ósvikin snilld að velja Ólaf Darra í hlutverk fóstr- unnar, þennan stóra og stæðilega mann. Hann heldur líka hvergi aftur af sér og beitir bassaröddinni svo brakar í veggjum. Ólafur Darri er að verða einn af okkar allra fremstu gamanleikurum. x x x TALANDI um brak í veggjum.Við lá að Víkverji fengi steinflís- arnar í fangið, þegar gólf og veggir skulfu í Íslensku óperunni á dögun- um. Hann þræðir sýningarnar þessa dagana, Víkverji. Þar var að verki annar stór og stæðilegur maður, Kristinn Sigmundsson bassasöngv- ari. Sterkari nærveru er varla hægt að hugsa sér á sviði. Kristinn er að sönnu stórbrotinn, einn af okkar allra fremstu listamönnum. Leikurinn, látbragðið, lífsþrótturinn. Það geisl- ar af manninum. Og röddin! Maður lifandi! Sjaldan hefur Víkverji fundið jafninnilega fyrir dauðleika sínum. Kristinn gekk hér fram í hlutverki tónlistarkennarans Don Basílíós í Rakaranum í Sevilla eftir Rossini. Prýðilega heppnaðri sýningu. Það er mikill fengur í Kristni fyrir íslenska óperuunnendur en hann hefur ekki staðið hér á óperusviði um langt ára- bil. Vonandi ber Íslenska óperan gæfu til að nýta krafta hans oftar á komandi misserum. Annar bassasöngvari, Davíð Ólafs- son, vakti einnig athygli Víkverja fyrir góða frammistöðu en Davíð, sem er rúmlega þrítugur, leikur hinn aldna dr. Bartóló í sýningunni. Það er ekki á hvers manns færi að leika þrjá til fjóra áratugi upp fyrir sig í aldri. Davíð gerir það hins vegar án áreynslu og gervið er afskaplega gott. Það eru kannski bestu ummæl- in að eiginkona Víkverja harðneitaði að trúa því eftir sýningu að hann væri deginum yngri en fimmtugur! 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Salt eða nagladekk? Í LOK síðasta vetrar birti Velvakandi fyrirspurn frá lesanda sem beindi spurn- ingum til þeirra stofnana Reykjavíkurborgar sem skipuleggja og bera ábyrgð á þeim gegndarlausa salt- austri sem viðgengst hér í borginni, jafnt á frostdög- um sem frostlausum. Nú í vetrarbyrjun var sama bréf sent í pósti til gatnamálastjóra, umhverf- isstofu Reykjavíkur og nokkurra annarra borgar- stofnana og þeir beðnir að útskýra mál sitt, en engin svör hafa fengist. Fyrir 2–3 árum var um það rætt í dagblöðum að sennilega yrðu nagladekk bönnuð í framtíðinni vegna þeirrar mengunar sem notkun þeirra veldur. Í bréfinu sem birtist í Velvak- anda sl. vor var því lýst hvernig saltpækillinn velk- ist um á götunum, hluti hans festist utaná og undir bílum okkar og veldur tjóni. Þegar þornar og hvessir fýkur pækillinn í andlit og föt vegfarenda, andlit, augu og hár svo að maður lítur út eins og vofa í skammdegis- myrkrinu. Einn af öruggustu vetr- arboðunum er saltausturinn á göturnar og nú þegar hafa saltbílstjórarnir tekið til starfa af fullum krafti og dreifa saltinu gegndarlaust og takmarkalaust án tillits til aðstæðna, færðar og veð- urs. Nú um miðjan nóvem- bermánuð hafa t.d. verið nokkrar frostlausar nætur í borginni og hiti um 6–8 stig á daginn. Samt sem áður hafa saltbílar dreift salti á göturnar, í mínu hverfi um sexleytið á morgnana, og hafa t.d. saltkornin sem fjúka eftir endilöngum göt- unum fram eftir degi borið vitni um það. Þess er vinsamlega óskað að þeir sem fara með þetta mál, hvort sem um er að ræða gatnamálastjóri, um- ferðarstofa, umhverfisstofa eða einhver önnur skrifstofa eða stofnun, upplýsi borgar- búa um allar staðreyndir og allan sannleika í þessu máli. Hvort er t.d. heilnæmara, mannvænna og hagkvæm- ara fyrir íbúana, gróðurinn, umhverfið, bílana okkar og göturnar/malbikið, salt eða nagladekk? Svar óskast sem fyrst. Saltvondur ökumaður. Ljótt er ef satt reynist UNDANFARIÐ hefur nokkuð verið ritað um trú- félög og trúarsöfnuði. Virð- ist sumt fólk hafa verið hvatt til að gefa allt að því aleiguna og það jafnvel skuldbundið sig til að láta af hendi rakna umtalsverðar upphæðir, jafnvel nokkur ár fram í tímann og það sem sárara er að það virðist vera fólk sem ekki er talið sjálf- rátt gerða sinna, samanber geðfatlaða og leitandi sálir sem auðvelt virðist að góma. Ljótt er ef satt reynist. Svo vill til að ég þekki konu sem ánetjaðist slíkum söfnuði fyrir nokkrum ár- um. Konan hefur verið sjúk- lingur í mörg ár og átti að ganga reglulega í sprautur og krabbameinsmeðferð til síns læknis. Eftir inngöngu í trúfélagið var henni talin trú um að héðan í frá væru læknar með öllu óþarfir og öll lyf hverju nafni sem þau nefnast kæmu beint frá djöflinum. Henni var bent á að ef hún tryði nógu heitt og gyldi tíund til trúfélagsins fengi hún örugglega lækn- ingu á himnum. Árin liðu en konan lækn- aðist ekkert. Henni versn- aði stöðugt. Loksins sá konan að sér, sagði sig úr söfnuðinum, fór aftur í krabbameinsmeðferð og er á batavegi. Ættingi fórnarlambs. Dýrahald Yasmin týnd í Ölfusi YASMIN hvarf frá Sól- vangi á Eyrarbakka 23. nóv. Hún gæti hafa verið undir vélahlíf á bíl sem var á leið- inni á Ingólfshvol í Ölfusi og orðið eftir einhvers staðar á leiðinni. Yasmin er smágerð um 5 mánaða gömul, hvít með gráar og brúnar skell- ur og er ekki með ól. Fólk á þessu svæði, er vinsamleg- ast beðið að líta eftir henni og láta vita ef hún finnst í síma 899 7792 eða 892 7159. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG vil spyrja ríkisstjórn- ina, eða þá sem reikna út örorkubætur og ellilífeyri, hvernig þeir fá þá útkomu að 67 þús. krónur dugi til framfæris einstaklings. Þetta svar fékk ég hjá fé- lagsmálastofnuninni. Ég fór á spítala í sumar og hjúkrunarfræðing- urinn sagði að ég væri með lægstu eggjahvítumælingu sem hún hefur séð. Ég vil benda þeim lægst- launuðu á að ódýrasti mat- ur sem hægt er að fá eru núðlur. Pakkinn kostar sums staðar 25 krónur. Svo gefa sum bakarí göm- ul brauð. Öryrki. Næringar- skortur öryrkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.