Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 44

Morgunblaðið - 26.11.2002, Page 44
KVIKMYNDIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu föst 29. nóv, kl. 20, laus sæti, lau 7. des kl. 20 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur þri 26. nóv, uppselt, mið 27. nóv, örfá sæti, sun 1. des, uppselt, mið 4. des, nokkur sæti, fim 5. des, örfá sæti, föst 6. des, örfá sæti, mið 11. des, Félagsheimilinu Klifi, ÓLAFSVÍK, föst 13. des, LOKASÝNING FYRIR JÓL. Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su 1/12 kl. 20, Fö 6/12 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 1/12 kl 14, Lau 7/12 kl 20 ATH: Kvöldsýning Su 8/12 kl 14, MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 29. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fi 5. des kl 20 - AUKASÝNING Fi 12. des kl 20 - AUKASÝNING KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 30/11 kl 20 ATHUGIÐ ALLRA SÍÐASTA SÝNING Nýja sviðið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Fö 29/11 kl 20 PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler fi 28/11 kl. 20, RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT ÍÍ kvöld kl 20 Fi 28/11 kl 20 Lau 30/11 kl 16:30, Mi 4/12 kl 20 ATH: Breyttan sýningartíma JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 29/11 kl 20, Lau 30/11 kl 20 SÓL & MÁNI Nýr íslenskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR TILBOÐSVERÐ KR. 2.800 GILDIR TIL JÓLA Frumsýning 11. janúar Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Munið gjafakortin! Fös. 29/11 kl. 21 Uppselt Lau. 30/11 kl. 21 Nokkur sæti Fim. 5/12 kl. 21 Nokkur sæti Fös. 6/12 kl. 21 50. sýning - Uppselt Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti Veisla í Vesturporti! ..ef ykkur langar til að eiga stund þar sem þið getið velst um af hlátri, ekki missa af þessari leiksýn- ingu... (SA, Mbl.) sun. 1. des. kl. 21.00 fös. 6. des. kl. 21.00 Örfáar sýningar eftir Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 loftkastalinn@simnet.is www.senan.is 9. sýn. sun. 1. des. kl. 14 örfá sæti 10. sýn. lau. 7. des. kl. 14. laus sæti JAMES Bond fagnaði 40 ára afmæli sínu og 20. myndinni með stæl vest- anhafs. Myndin rauk beint á topp listans yfir tekjuhæstu bíómynd- irnar og um leið var slegið frum- sýningarmet að því leyti að engin hinna 19 Bond-myndanna hefur byrjað eins vel í N-Ameríku. Markaðsherferðin í kringum Die Another Day var með því mesta sem sést hefur og virðist hafa skilað tilskildum árangri. Sjálf myndin bíður að auki upp á meiri hasar og hamagang en trúlega nokkur for- veri hennar og var gríðarlega miklu til kostað að gera útkomuna sæmandi tímamótamynd á við tutt- ugasta Bond. Talið er að fram- leiðslukostnaður myndarinnar, sem að stórum hluta ver tekin upp hér- lendis, hafi einn og sér numið 115 milljónum dala, eða 9,77 milljörðum króna, og á þá eftir að taka saman kostnað við markaðssetningu sem slagar eflaust hátt í annað eins, miðað við umfang, en kostnaður við markaðssetningu í N-Ameríku ein- vörðungu er talinn nema 40 millj- ónum dala, eða 340 milljónum króna. En þessi fyrstu viðbrögð lofa sannarlega góðu um að tilkostnaði hafi verið vel varið og veitir fram- leiðandanum MGM ekki af í ljósi þess að síðustu stórmyndir hans hafa ekki staðið undir væntingum. Það sem meira er, tókst Bond karlinum að slá við sjálfum töfra- drengnum Potter, en naumlega þó. Leyniklefinn þarf því að láta sér lynda einungis eina viku í toppsæt- inu, fellur niður í annað sætið og er fallið töluvert brattara en hjá fyrstu myndinni. Þó ber að hafa hugfast að um aðra helgi Visk- usteinsins var Þakkagjörðarhá- tíðin, en að þessu sinni ber hana upp um þriðju sýningarhelgi, þ.e.a.s. núna næstu helgi og því má allt eins búast við því að hún taki góðan kipp upp á við og endurnýi jafnvel toppsætið en fjölskyldu- myndir eru jafnan mjög sterkar yf- ir Þakkagjörðarhelgina. Sam- keppnin frá nýjustu Disney-teiknimyndinni Treasure Planet, sem frumsýnd verður um helgina mun og eflaust setja hér stórt strik í reikninginn. Markaðsfræðingar MGM eru hvað ánægðastir með hversu vel ungir áhorfendur brugðust við Bond, sem þeir telja vísbendingu um að karlinn eigi eftir lifa góðu lífi um ókomin ár og myndir. Og það þrátt fyrir aukna samkeppni frá yf- irlýstum Bond-arftökum eins og xXx. Bond toppar sjálfan sig – og Potter líka                                                                                                 !" #$ % & '                   ()*+ (*( ,-*, ,+*- *) )*. (*, -* -*- *( ()*+ ,(*/ ,-*, 0/*+ 0)*) ,,+*0 (*, +(*) ,*) ,*, Pierce Brosnan ogHalle Berry í DieAnother Day, semmalar nú aðstand-endum gull ogdemanta. Reuters lesningu) er listræn uppbygging eða söguþráður aukaatriði, og fyrst og fremst farvegur fyrir beitta samfé- lagsgagnrýni og hreina gamansemi. Öðrum þræði tekur leikstjórinn Oli- ver Parker mjög eðlilega stefnu við aðlögun verksins yfir í 95 mínútna langa kvikmynd. Hann notar ýmis kvikmyndaleg meðul til þess að auka hið gamansama og léttúðuga andrúmsloft verksins. Þannig er tónlist notuð djarflega hvað tíma- setningar varðar, og tónlist frá ár- dögum djassins látin vitna um hinn frjálsa og framsækna anda í verki Wildes. Hreyfingar um sögusviðið eru hraðar og skapa ákveðinn rythma, og fínir leikarar eru fengnir í hlutverk sögupersóna. Spjátrung- urinn Rupert Everett og sjarmör- inn Colin Firth túlka Algy og Jack, hina tilvonandi hreinskilnu vonbiðla GAMANLEIKRIT Oscars Wilde, The Importance of Being Earnest, er tvímælalaust ein af perlum leik- bókmenntanna og tvímælalaust ákveðnum vandkvæðum bundið að færa það yfir í kvikmyndaform. Í fyrsta lagi er verkið, líkt og annað sem Wilde skrifaði, einn stór leikur að tungumálinu, þar sem skáldið kafar ofan í samfélagslega orðræðu breska aðalsins á Viktoríutímanum, skopast að henni, snýr upp á hana og afhjúpar. Að forminu til er leik- ritið sígildur ástargamanleikur, þar sem tvenn ung og ástríðufull pör, reyna að rugla saman reytum sín- um, þvert á vilja foreldra og örlag- anna, sem allt reyna til flækja veg ástarinnar. En eins og sjá má bæði á þessari kvikmynd Olivers Par- kers, og leikritisins (hvort sem það er í uppsetningu eða einfaldlega í kostakvennanna Cecily og Gwendo- len. Hin kvikindislega Reese Wit- herspoon og skelegga Frances O’Connor eru valdar í hlutverk áð- urnefndra kvenna, og hin gamal- reynda leikkona Judi Dench túlkar hina ströngu samsiðferðis- og tísku- löggu Lady Bracknell. Leikarar fara allir vel með hinn beitta texta sinn, skoplegar tímasetningar og til- þrif gera kvikmyndina að hinni bestu skemmtun. En við samþjöpp- un á borð við þá sem Oliver Parker hefur hér gert úr efniviðnum, tapast óhjákvæmilega mikið af skírskotun- um verksins og samhengi orðaleikj- anna. Þetta er því ágætis inngangur inn í heim Oscars Wilde, en hann verður aðeins fullkannaður í gegn- um meiri yfirlegu. Heitasta leikkonan í Hollywood, Reese Witherspoon fer líkt og aðrir leik- arar vel með texta sinn í The Importance of Being Earnest, segir í umsögn. Lifandi inngangur að Wilde HREINN UMFRAM ALLT (THE IMPORTANCE OF BEING EARNEST) Regnboginn Leikstjóri: Oliver Parker. Handrit: Oliver Parker, byggt á leikriti Oscars Wilde. Að- alhlutverk: Rupert Everett, Colin Firth, Reese Witherspoon, Judi Dench, Frances O’Connor, Tom Wilkinson, Anna Massey. Lengd: 95 mín. Bandaríkin. Miramax, 2002  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.