Morgunblaðið - 26.11.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 26.11.2002, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 23.11. 2002 10 3 6 7 1 7 3 3 3 6 9 14 15 23 32 33 20.11. 2002 14 16 17 23 35 48 43 46 Þrefaldur 1. vinningur næsta laugardag Einfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 461 KRINGLA Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 468 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV KRINGLA  Kvikmyndir.is Tilboð kr. 400 1/2 HL MBL Sýnd kl. 6 og 10.15. Sýnd kl. 8. B.i. 16.Sýnd kl. 5.45 með enskum texta 8 og 10.10. B.i. 12.  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV Tilboð kr. 400 1/2HL MBL 8 Eddu verðlaun WITH ENGLIS H SUBTIT LES AT 5.4 5 Yfir 53.000 áhorfendur Sýnd kl. 5, 6, 8 og 10. TILRAUNIN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Ísl. texti. B.i. 16.  HL. MBL  SK RadíóX  ÓHT Rás2 HK DV BLOOD WORK sem textar eru svo svæsnir að mönn- um stendur ekki á sama. Ekki er þó bara að textar séu svæsnir heldur er flutningur textanna svo sannfærandi að margir hafa jesúsað sig þegar þeir heyra í Móra. Ekki skiptir svo minnstu máli við að gera skífuna skot- helda að undirspil á henni er á heims- mælikvarða, sérstaklega hugmynda- ríkt og skemmtilegt, triphop hér, reggí þar og svo smá hiphop utan úr geimnum, meira að segja smá kalypso- taktur og rokk- stemmning. Gott dæmi er undirleikur- inn í „Ekki þitt kerfi“ þar sem þeir Delphi-menn leika sér með dub-hugmyndir og hefðu jafnvel mátt ganga lengra; pant eign- ast dub-útgáfu af skífunni. Það er svo aftur annað mál að tónlistarvefurinn undir er full þéttur, hefði hugsanlega mátt bæta inn þögnum til að undir- strika textana. Það er hiphoplegra. Móri er þó í aðalhlutverki og hann á stjörnuleik, bæði með krassandi text- um og framúrskarandi flutningi, skemmtilega svalur krimmi („Ég er Móri / atvinnukrimmi“), en undir niðri er hann tilfinningaríkur, speglar þannig angist og beiskt hatur í laginu „Ímyndaðir vinir“, kaldhamraða reiði í „MC Panic“, ofsareiði í „Atvinnu- krimma“, kvalalosta í „Sírenur væla“ og svo má telja. Best af öllu er að menn trúa honum, ekki er hollt að vera einn í rökkvuðu herbergi þegar hlustað er á þessa skífu í fyrsta sinn. Flutningurinn á „MC Panic“ er svo magnaður að manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og ekki batn- ar það í næsta lagi, „Sírenur væla“; þvílíkt upphaf á einu lagi! Sem stend- ur er það lag í uppáhaldi, en önnur góð eru til að mynda „Brotinn takt- ur“, sem er best útfærða lagið á plöt- unni, „Hljóðtæknir“, sem hljómar mun betur en á Rímnamíns-disknum, lokalag skífunnar, „Tileinkað þeim“, sem er geysigott og líflegt lag og síð- an er „Ímyndaðir vinir“ geysivel rappað með mjög góðum texta, sjá upphaf hans: „Ég er steiktasti mann- fjandi / á þessu landi / stundum er það blessun / oftast vandi / ekki halda að mér standi á sama / mér finnst ekkert FÁAR íslenskar skífur hafa verið eins eldfimar og ný plata Móra þar gaman / að vera alltaf til ama / en hey / jafnvel Dalai-Lama hefur sína galla / þótt hann hafi þá fáa / en ég sé með þá alla.“ Móri hefur mjög góða tilfinningu fyrir taktinum, fylgir honum vel og breytir útaf þegar við á; heyr til að mynda áreynslulausar hraðaskipting- ar í „Brotna taktinum“ – verulega vel gert. Ekki rakst ég á nema tvo til þrjá staði þar sem flutningurinn var ekki 100%, þ.e. að Móri var að teygja sig of langt í rími sem bitnaði á flæðinu. Textar Móra hafa stuðað marga og ekki að ófyrirsynju að platan er merkt svo: „Foreldrar athugið: Óhefl- að málfar“. Ef einhvern tímann hefur komið út plata sem ætti að hafa á sér aldurstakmark þá er það þessi. Text- arnir eru þó mis-grófir, í „Ekki þitt kerfi“ hamast þeir Móri og Mezzías að ríkjandi þjóðskipulagi, að kerfinu, og í „Þú“ er einfaldlega verið að rappa um ástina. Móri fær til sín góða gesti, Vivid Brain lætur í sér heyra í „MC Panic“, og Mezzías er góður í „Ekki þitt kerfi“ og frábær í „Sírenur væla“. Innkoma hans í því lagi er reyndar sérlega vel af hendi leyst hjá þeim Delphi-mönnum, hann fær sitt sér- staka stef, og líka gaman að heyra hvernig Móri fléttar Mezza inn í loka- erindi lagsins. Tvö lög eru án rapps á plötunni, það fyrra, „Einn tveir“, mjög gott inn- legg DJ Intro, en það síðara, „Allir vilja“, virkar fulllangt þó það sé með feitum og góðum takti. Sumir hafa skipað Móra sess með „gangsta“-rappi en þó textarnir séu sterkir og harðsoðnir er tónlistin svo letilega svöl. Nýr stíll í íslensku hip- hopi; ljúfur seiðandi taktur dregur hlustandann í lagið þar sem hann er síðan flensaður af list og íþrótt, eða eins og maðurinn sagði: „og þótt ég þegi / þá fær ekkert því breytt / að ef íslenskan er notuð rétt þá verður tungan hárbeitt.“ Umslagið er sérdeilis vel heppnað, undirstrikar stemmninguna á plöt- unni með myndavali og frágangi á þeim, niðurröðun texta skemmtilega víruð og svo má telja; síða 28 er eina síðan þar sem hönnunin klikkar og ekki er hægt að lesa alla texta. Tónlist Móri Móri Móri & Co Móri, samnefndur diskur tónlistarmanns- ins Móra. Móri semur allar rímur nema þær sem gestir hans semja, Mezzías í tveimur lögum og Vivid Brain í einu. Liðs- menn hljómsveitarinnar Delphi sömdu tónlistina og tóku upp. Móri & Co gefa út, Skífan dreifir. Árni Matthíasson Tungan hárbeitt NÝJU myndinni um töfradrenginn Harry Potter var feikivel tekið um helgina en almennar sýningar hófust á myndinni á föstudag. Í fréttatilkynningu Samfilm segir að engin mynd hafi hlotið eins mikla aðsókn um helgina sem hún er frumsýnd, síðan að reglu- bundnar og hlutlausar mælingar hófust á bíóaðsókn hérlendis. „Viðtökurnar fóru framúr okkar björtustu vonum,“ segir Þor- valdur Árnason framkvæmdastjóri Sambíóanna. „Markmiðið var náttúrlega að reyna að bæta gamla metið, taka svona 17–18 þúsund manns, en þegar 13.400 höfðu séð myndina eftir laugardagssýning- arnar þá vissum við að eitthvað svakalegt var í gangi.“ Um 30% fleiri sáu Harry Potter og leyniklefann fyrstu sýning- arhelgina en Harry Potter og viskusteininn, sem átti gamla að- sóknarmetið. Um 35 þúsund sæti voru í boði fyrir þá sem vildu sjá Potter og alls lögðu leið sína á myndina 22.363 manns á þeim þremur sýningardögum sem teljast frumsýningarhelgi en eldra met Potters vegna fyrstu myndarinnar var 16.891 manns. Þriðja vinsælasta mynd á frumsýningarhelgi er Köngulóarmaðurinn og sáu 14.880 manns hana. Að sögn Þorvalds var sætaframboðið svipað og fyrir síðustu Potter-mynd. Myndin var alls sýnd í sjö kvikmyndahúsum; þrem- ur á höfuðborgarsvæðinu, Sambíóunum við Álfabakka og í Kringlunni og Háskólabíói, í Sambíóunum á Akureyri og í Kefla- vík, Ísafjarðarbíói, og einnig Bíóhöllinni á Akranesi. Þannig var nýja myndin sýnd í færri kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæð- inu en hin fyrri því Bíóborgin sáluga sýndi hana. Auk þess var ekki unnt að bjóða upp á eins margar sýningar á dag því Leyni- klefinn er öllu lengri en Viskusteinninn. „Þetta leystum við með því að sýna í fleiri sölum en síðast, og með því að bæta Akranesi við. Þannig náðum við að hafa sætaframboðið svipað.“ Harry Potter setur aðsóknarmet Morgunblaðið/Jim Smart Harry Potter-æðið hefur greinilega aldrei verið meira á Íslandi. Rúmlega 22 þúsund á þremur dögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.