Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs
kirkjunnar hófst í gær á því að
stjórnarformaður, framkvæmda-
stjóri og upplýsingafulltrúi Hjálp-
arstarfsins báru hver 20 lítra af
vatni sex kílómetra leið sem leið lá
frá Árbæjarsafni að Kringlu. Í
Afríku og Asíu ganga konur sömu
vegalengd á hverjum degi til að
sækja um 20 lítra af vatni.
„Það er spurning hvernig þessi
píslarganga okkar endar en við
ætlum allavega að reyna þetta,“
sagði Jónas Þ. Þórisson fram-
kvæmdastjóri Hjálparstarfsins, áð-
ur en lagt var í hann. „Eitt er víst
að við verðum ekki þyrst á leiðinni
því við getum drukkið af okkar
eigin góða Gvendarbrunnavatni.“
Gangan tókst prýðisvel og eftir
rúma klukkustund voru þremenn-
ingarnir komnir í Kringluna,
reynslunni ríkari og vafalítið með
örlitla strengi í vöðvum líka.
Undanfarin tíu ár hefur Hjálp-
arstarfið kostað gerð 20 brunna á
ári í Mósambík og útvegað nærri
200 þúsundum manns hreint vatn.
Gíróseðlar að upphæð 2.500
krónur hafa verið sendir inn á
hvert heimili í landinu en sú upp-
hæð nægir til að tryggja fimm fjöl-
skyldum hreint vatn alla ævi.
„Við erum að safna almennt til
hjálparstarfsins, bæði fyrir ýmsa
þróunaraðstoð erlendis en líka
fyrir innanlandsstarf. Það sem er
sérstakt núna er að aðaláherslan
er lögð á vatnsöflunarverkefnin í
Mósambík,“ segir Einar Karl Har-
aldsson, stjórnarformaður Hjálp-
arstarfsins.
Á hverjum stað er áhersla lögð á
að fólkið taki þátt í gerð brunn-
anna en Hjálparstarf kirkjunnar
kostar ráðgjöf um hvar fýsilegt sé
að leita að vatni og greiðir fyrir
brunninn og fyrir fræðslu um
hreinlæti og smithættu. Sérstök
vatnsnefnd sem skipuð er á hverj-
um stað er síðan ábyrg fyrir við-
haldi og fræðslu.
Mestu vatnssullarar í heimi
Árið 2003 er ferskvatnsár Sam-
einuðu þjóðanna þar sem sérstök
athygli verður vakin á vatnsskorti
í heiminum. Einar Karl bendir á
að á leiðtogafundinum í Jóhann-
esarborg um sjálfbæra þróun hafi
verið samþykkt áætlun um að
fækka þeim sem ekki hefðu að-
gang að hreinu vatni og viðunandi
hreinlætisaðstöðu um helming fyr-
ir árið 2015.
„Þetta er risavaxið verkefni
vegna þess að vatnið er afar tak-
mörkuð auðlind, þó að við séum
ferskvatnsauðugasta þjóð í heimi.
Við erum með rúmlega 660 þús-
und rúmmetra af vatni á mann en í
Djibútí eru 23 rúmmetrar á hvert
mannsbarn. Við erum mestu vatns-
sullarar í heimi því þeir skvetta
vatni sem eiga það.“
Sem dæmi um það nota Íslend-
ingar 220 lítra af vatni á mann á
dag en fólk í Djibútí notar 10 lítra,
og þá er vatn til þvotta talið með.
Bara við það að sturta niður úr
klósettinu fara 15 lítrar af dýr-
mætu ferskvatni.
„Þess vegna finnst okkur að
verkefnið standi Íslendingum
mjög nærri, hafandi þessa ótak-
mörkuðu auðlind á meðan þetta er
takmörkuð og dýrmæt auðlind um
allan heim.
Það eru margir sem spá því að
vatnið verði ennþá meira deiluefni
í heiminum í framtíðinni heldur en
olían,“ segir Einar Karl.
Jónas Þ. Þórisson bendir á að
1,1 milljarður manna hafi ekki að-
gang að hreinu drykkjarvatni og
daglega deyja sex þúsund börn úr
sjúkdómum sem af því hljótast.
„Það deyja fleiri úr sjúkdómum
tengdum óhreinu vatni heldur en
alnæmi og ég held að það séu ekki
allir sem gera sér grein fyrir því,“
segir Jónas.
Ljósmynd/Hjálparstarf kirkjunnar
Vatnsbrunnur í Mósambík. Um 90 þúsund krónur kostar
að byggja slíkan brunn sem séð getur þúsund manna
þorpi þar fyrir vatni í áratugi.
Morgunblaðið/Golli
Forráðamenn Hjálparstarfsins leggja af stað með vatnið
frá Dillonshúsi. Frá vinstri: Einar Karl Haraldsson,
Anna M.Þ. Ólafsdóttir og Jónas Þ. Þórisson.
Árleg jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar að hefjast
Safnað verður fyrir
vatnsbrunnum í Afríku
SIGURÐUR Helgason, forstjóri
Flugleiða, segir félagið tilbúið í sam-
keppni við Air Greenland hvenær
sem er en fyrirtækið íhugar sam-
keppni við Flugleiðir milli Keflavík-
ur og Kaupmannahafnar. Air Green-
land hyggst taka ákvörðun um málið
innan sex vikna.
„Við teljum að við séum búnir að
lækka kostnaðinn það mikið að við
séum með einna lægstan eininga-
kostnað flugfélaga í Evrópu. Við er-
um því tilbúnir í samkeppni og erum
í raun þegar í mikilli samkeppni, því
25% af tekjum okkar myndast á ís-
lenska markaðnum en 75% annars
staðar,“ segir Sigurður.
Forstjóri Air Greenland, Finn
Øelund, staðhæfði í samtali við
Morgunblaðið í gær að verðið hjá
Flugleiðum væri hátt, 3,70 danskar
kr. á kílómetra á opnum miða milli
Keflavíkur og Kaupmannahafnar.
Kílómetraverðið hjá Air Greenland
væri hins vegar 1,21 dönsk króna
milli Syðri-Straumfjarðar og Kaup-
mannahafnar. „Þetta virðist vera
reiknað út frá fargjaldi sem er hærra
en þau sem við þekkjum á þessari
leið og okkar meðalfargjald milli
Kaupmannahafnar og Reykjavíkur
er langt fyrir neðan báðar þær tölur
sem þarna eru nefndar,“ segir Sig-
urður. „Lægstu gjöld okkar eru svo
enn lægri.“
Forstjóri Flugleiða
„Tilbúnir í
samkeppni“
ÞÓR Sigurðsson, 24 ára, sem varð
Braga Óskarssyni, 51 árs, að bana á
Víðimel aðfaranótt 18. febrúar dregur
ekki í efa að þeir mörgu og alvarlegu
áverkar sem voru á líkinu hafi verið af
sínum völdum. Kom þetta fram við
aðalmeðferð málsins í gær. 20 áverk-
ar voru á líkinu, en ákærði man
óglöggt eftir atlögunni sjálfri. Sagðist
hann hafa verið á leið fótgangandi í
innbrot í hjólbarðaverkstæði við Ægi-
síðu, vopnaður kjötöxi, slaghamri og
sveðju, þegar Bragi heitinn varð á
vegi hans.
Ákærði lýsti því svo að hann hefði
rekist á Braga aftan frá og misst
vopnin úr höndum sér við árekstur-
inn. Þegar hann hafi beygt sig niður
eftir þeim hafi Bragi sagt eitthvað við
sig sem hafi reitt sig til reiði. Ekki
mundi ákærði hvað það var sem
Bragi sagði en í kjölfarið hafi runnið á
sig æði með fyrrgreindum afleiðing-
um. Mundi ákærði eftir því að hafa
slegið Braga með slaghamrinum einu
sinni í höfuðið og þeir síðar fallið báðir
í götuna. Rannsókn leiddi síðar í ljós
11 áverka eftir slaghamarinn ein-
göngu og 9 áverka til viðbótar með
hinum vopnunum. Næst mundi
ákærði eftir því er hann lá ofan á
Braga og síðan skildi hann við hann
meðvitundarlausan, án þess þó að að-
gæta nánar hvort hann væri lífs eða
liðinn.
Úr morði í innbrot og partí
Að loknu ódæðinu lá leið ákærða í
Hjólvest þar sem hann braust inn og
stal allt að 300 þúsund krónum og
gekk síðan heim til sín. Á leiðinni los-
aði hann sig við blóðug föt og vopnin.
Þegar heim kom pantaði hann leigu-
bíl og fór í fíkniefnapartí í Breiðholti
sem stóð fram til hádegis. Fór hann
þá heim til sín á Laufásveg og sá þá
um daginn í textavarpi sjónvarps að
Bragi hefði fundist látinn.
Lögreglan handtók ákærða þenn-
an sama dag eftir að fótspor við inn-
brotið í Hjólvest pössuðu við spor á
morðstaðnum og hefur ákærði setið í
gæsluvarðhaldi síðan. Hann sagðist
ekki muna til þess að hann hefði
greint frá morðinu í partíinu en sak-
sóknari sagðist hafa framburð vitna
um hið gagnstæða.
Fram kom við aðalmeðferðina að
líkið af Braga hefði verið fært til um
einni klukkustund eftir morðið en
ákærði fullyrti að hann hefði ekki gert
það. Við líkið var fótspor sem lögreglu
tókst ekki að upplýsa eftir hvern væri
og er spurningunni ósvarað um hvort
vitorðsmaður ákærða hafi átt við líkið
eftir morðið. Úlpa sem Bragi var í
hafði m.a. verið dregin yfir höfuð hans
og líkið fært út að gangstéttarbrún.
Ákærði skýrði frá mikilli fíkni-
efnaneyslu sinni, en hann neytti
amfetamíns, alsælu, kókaíns og
kannabiss. Sagðist hann hafa verið
haldinn ofsóknarbrjálæði og verið
vakandi fjóra sólarhringa í röð fyrir
morðið.
24 ára maður játar morðið á Víðimel
Rakst á fórnar-
lambið og reidd-
ist heiftarlega
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglumenn úr tæknideild lög-
reglunnar í Reykjavík á vettvangi.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
rúmlega tvítugan karlmann fyr-
ir ölvunarakstur en áfengi í
blóði hans mældist 0,5 prómill,
án tillits til vikmarka, sem telst
því undir leyfilegum mörkum.
Blóðsýnið var hins vegar tekið
um 3½ klukkustund eftir að
akstri lauk. Ekki tókst að fá
þvagsýni vegna meiðsla manns-
ins.
Í málinu lágu fyrir upplýs-
ingar frá Rannsóknarstofu í
lyfja- og efnafræði um brott-
hvarfshraða etanóls, eða áfeng-
is, í blóði. Taldi Hæstiréttur að
þegar þær upplýsingar væru
hafðar til hliðsjónar og ýtrustu
varfærni gætt við útreikninga
og allur vafi virtur sakborningi í
hag, væri ekki varhugavert að
telja að áfengismagn í blóði
mannsins hafi verið a.m.k. 0,7–
0,75 prómill þegar hann ók bif-
reiðinni. Því væri hafið yfir
skynsamlegan vafa að við akst-
urinn hafi áfengi í blóði hans
verið yfir löglegum mörkum.
Málavextir eru þeir að mað-
urinn missti stjórn á bifreið
sinni austan í Búlandshöfða á
Snæfellsnesi og fór hún nokkrar
veltur. Þetta gerðist um klukk-
an 14.20 á laugardegi. Hann og
farþegi voru fluttir á sjúkrahús
til aðhlynningar en síðar vakn-
aði grunur um að hann hefði
verið ölvaður við aksturinn og
var blóðsýni tekið á sjúkrahús-
inu. Maðurinn bar að hann hefði
sótt dansleik kvöldið áður,
drukkið sex bjóra og verið
„þéttur“. Daginn eftir var hann
lítillega timbraður en kvaðst
ekki hafa fundið fyrir áfengis-
áhrifum við aksturinn.
Blóðsýnið sagði aðra sögu og
var maðurinn dæmdur til að
greiða 35.000 krónur í sekt.
Hann var einnig dæmdur til að
greiða málsvarnarlaun verjanda
síns, Björns Ólafs Hallgríms-
sonar, samtals 180.000 krónur,
auk alls sakar- og áfrýjunar-
kostnaðar. Málið dæmdu hæsta-
réttardómararnir Gunnlaugur
Claessen, Árni Kolbeinsson og
Ingibjörg Benediktsdóttir.
Dæmdur þótt
áfengi mældist
innan marka