Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VELTA Brimis, sem er nýtt nafn á sjávarútvegssviði Eimskipafélags Íslands, verður nærri helmingur af heildarveltu Eimskips á næsta ári. Stjórn félagsins tók ákvörðun um nýja nafnið í gær. Í rekstraráætlunum Eimskipa- félags Íslands fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að félagið velti um 35 millj- örðum króna. Þar af gæti velta Brimis, sjávarútvegssviðs félagsins, numið 16 milljörðum króna. Þetta kom fram í máli Ingimundar Sigur- pálssonar, forstjóra Eimskipafélags- ins, og Guðbrandar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa og Brimis, á fundi með starfsmönnum ÚA á Akureyri í gær. Eimskipafélagið hefur eins og kunnugt er eignast á þessu ári meiri- hluta hlutafjár í þremur rótgrónum sjávarútvegsfyrirtækjum: ÚA, Har- aldi Böðvarssyni á Akranesi og Skagstrendingi á Skagaströnd. Eim- skip gerði öllum öðrum hluthöfum í þessum þremur félögum tilboð um skipti á hlutabréfum í viðkomandi fé- lagi og Eimskipafélaginu. Tilboð til hluthafa HB er nú í gangi og því ekki ljóst hversu stóran hlut Eimskipa- félagið á sem stendur í HB. Hins vegar upplýsti Ingimundur að Eim- skipafélagið ætti orðið um 99% hlutafjár í Útgerðarfélagi Akureyr- inga og um 93% hlutafjár í Skag- strendingi. „Við gerum ráð fyrir því að formlega muni rekstur Brimis hefjast um áramótin. Ég er mjög bjartsýnn á rekstur nýja félagsins og ég verð að segja það að mér finnst af- ar vel hafa tekist til með aðdraganda að stofnun þessa félags og samsetn- ing þess er sú besta sem við gátum séð fyrir, ekki síst vegna kvótasam- setningar félaganna. Ég tel að í þessu felist miklir möguleikar í sam- legð í rekstri nýs félags,“ sagði Ingi- mundur. Horft til frekari vaxtar Hann sagði að á næstu mánuðum yrði lykilatriði að ná utan um rekstur hins nýja sjávarútvegssviðs, jafn- framt því sem horft yrði líka til frek- ari vaxtar og möguleika sem kynnu að bjóðast. Starfsmenn Eimskipa- félagsins, eftir að Brimir varð hluti af rekstri félagsins, eru um 2.100 talsins. Ingimundur telur ekki ástæðu fyrir starfsmenn þessara þriggja gömlu sjávarútvegsfyrir- tækja að óttast um sína stöðu. „Ég sé ekki að þessar breytingar á eignar- haldi eigi að skapa ótta meðal starfs- fólks um sína stöðu. Miklu fremur tel ég að með því að efla fyrirtækin und- ir einum hatti Eimskipafélagsins sé verið að treysta allar starfsstöðvar fyrirtækjanna. Ég er sannfærður um að með þessum breytingum á Eimskipafélaginu er verið að gera félagið hæfara til þess að takast á við breytingar í efnahagsumhverfinu, ekki bara á Íslandi heldur líka á þeim markaði sem við erum að vinna á erlendis,“ sagði Ingimundur. Guðbrandur Sigurðsson sagði á starfsmannafundi ÚA að unnið hefði verið af krafti að skipulagi nýs sjáv- arútvegssviðs Eimskipafélagsins og framundan væri mikil vinna í þeim efnum. Hann upplýsti meðal annars að vinnsla á bolfiski yrði efld á Ak- ureyri, en á móti yrði karfavinnsla efld á Akranesi. Landvinnslu Brimis verður stýrt frá Akureyri, en upp- sjávarveiðum og vinnslu verður stýrt frá Akranesi. Þá nefndi Guðbrandur að náin samvinna yrði í rækjuvinnslu á Skagaströnd og Hólmavík. Rammíslenskt nafn Stjórn Eimskipafélagsins ákvað á fundi sínum í gær sjávarútvegssvið félagsins héti hér eftir Brimir. Ingi- mundur sagði að mörg nöfn hefðu komið til greina, en að vel ígrunduðu máli hefði þetta orðið niðurstaðan. „Við höfum stillt upp tugum nafna og mörg þeirra eru hljómfögur. Hins vegar kom í ljós að mörg þeirra nafna sem við veltum fyrir okkur eru skráð og í notkun. Þess vegna var vandasamt verk að finna gott nafn. Ég tel hins vegar að okkur hafi tekist að finna rismikið og framsækið nafn. Mér vitanlega er þetta nafn ekki til skráð, en við munum endanlega ganga úr skugga um það á næstu dögum,“ segir Ingimundur og bætti við að Brimir merkti sverð. Nafnið Brimir er rammíslenskt og kemur m.a. fyrir í tveimur erindum Völu- spár. Sjávarútvegssvið Eimskips hefur fengið nafnið Brimir Veltir um 16 millj- örðum á næsta ári VÖRUSKIPTIN við útlönd voru hagstæð um 1,6 milljarða króna í októbermánuði en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 2,2 millj- arða á sama gengi. Fyrstu tíu mánuði ársins var af- gangur á vöruskiptunum við útlönd sem nam 11,9 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhag- stæð um 12,6 milljarða. Viðsnúning- urinn er því 24,5 milljarðar króna á milli ára. Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 18,6 milljarða króna og inn fyrir 17,0 milljarða króna fob. Fyrstu tíu mánuði þessa árs hafa verið fluttar út vörur fyrir 173,5 milljarða króna en inn fyrir 161,6 milljarða króna fob. Verðmætari vöruútflutningur Í tilkynningu frá Hagstofu Íslands kemur fram að verðmæti vöruút- flutnings fyrstu tíu mánuði ársins var 15,4 milljörðum eða 10% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 63% alls útflutn- ings og var verðmæti þeirra 11% meira en á sama tíma árið áður. Aukningu vöruútflutnings má því helst rekja til aukins útflutnings á sjávarafurðum, aðallega fiskimjöli, frystum flökum og frystum heilum fiski en á móti kemur að útflutningur á flöttum saltfiski hefur dregist sam- an. Útflutningur iðnaðarvara hefur einnig aukist, aðallega á lyfjavörum og lækningatækjum, að því er segir í tilkynningunni. Minni innflutningur Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu tíu mánuði ársins var 9,1 milljarður eða 5% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Að stærstum hluta má rekja samdráttinn til minni innflutnings á fjárfestingarvörum og flutningatækjum. 8998  :22)+: "6+ 2 .+ 2               !  " #       $ %$ &  ' %( ) *+ ,--, -./0 #        1 ;                                        !    "!#       !     "  #   !  $   $! % $% " $     &     '  $   &!   '   (           (( (()* + (*+) , -(-)      , ,*,. ++ */+(    +/0( ( -+-. -- +01+  . **++ , .)-- ) ,+,, . )0)1           (( 10)- + +0++   - .-0)        , ))1+ +( ..*+  ),-+ , 0((- -1 +-0/  . .+0, - 0/.1 , )0(. * ,//+ !   !"      21(3 4(13 2-/-3 2,(* "      4-,03 2,13   4),3 2/+3 2003    2-+3 2,0-3 2)1)3 4--+3   #$%&' () *  + ),#*- *,+2  +  .2) 2<+  +  . -2 :)+:2899=2) 28998 &5!% ! %   6   899=  :22)+:  Vöruskiptin hagstæð um 1,6 milljarða SJÓÐFÉLAGAFUNDUR Almenna lífeyrissjóðs Íslandsbanka (ALVÍB) samþykkti í gær að fresta fundinum, og þar með atkvæðagreiðslu um sameiningu sjóðsins við Lífeyrissjóð arkitekta og tryggingafræðinga (LAT), til 17. desember nk. Á aukaársfundi LAT sl. þriðudag var samþykkt tillaga um frestun fundarins til 17. desember, enda urðu á fundinum miklar umræður um fyrirhugaða sameiningu við AL- VÍB. Eins var sjóðsstjórn LAT gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnt sameininguna á sérstökum kynning- arfundi. Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður ALVÍB, segir að samstaða sé meðal félaga sjóðsins um að sameinast LAT. Hinsvegar hafi verið borin upp tillaga um að fresta fundinum, og þar með at- kvæðagreiðslu um sameininguna, til 17. desember til að vera samstiga sjóðfélögum LAT varðandi samein- inguna. Hann segist bjartsýnn á að hægt verði að haga málum þannig að sátt náist um sameininguna, enda sé hún félögum beggja sjóða mjög í hag. Brynjólfur sagði á sjóðfélagafundi ALVÍB í gær að ef sjóðfélagar LAT samþykktu ekki sameininguna mundi stjórn ALVÍB samt sem áður leggja til að samþykktum sjóðsins yrði breytt en ákvæði sem fjalla um sameininguna féllu þá niður. ALVÍB frestar einnig ákvörðun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.