Morgunblaðið - 29.11.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 29.11.2002, Síða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VÍSINDAGARÐAR og frum- kvöðlasetur hafa mikilvægu hlut- verki að gegna í að efla nýsköpun í atvinnulífinu, að sögn Olle Sten- berg. Hann er forseti frumkvöðla- setursins Chalmers Innovation í Gautaborg í Svíþjóð og jafnframt formaður Samtaka sænskra vís- indagarða. Hann segir að til að vísindagarð- ar og frumkvöðlasetur skili tilætl- uðum árangri þurfi að slíkri starf- semi í fyrsta lagi að koma menntastofnanir, í annan stað stjórnvöld og í þriðja lagi atvinnu- lífið. Menntastofnanir eða rann- sóknarstöðvar tryggi að hæfnin sé til staðar, stuðningur stjórnvalda eigi að leiða til þess að fram- kvæmdin heppnist og gott sam- starf við atvinnulífið treysti fram- ganginn. Í fjórða lagi sé svo mikilvægt að þeir sem að þessu koma hafi skilning á því að það geti tekið tíma fyrir vísindagarða og frumkvöðlasetur að skila sýnileg- um árangri sem hægt sé að mæla. Þetta sé langtímaverkefni sem nái til lengri tíma en tveggja eða þriggja ára. Það fari þó eftir að- stæðum á hverjum stað og þeim verkefnum sem unnið er að. Fyrsta skrefið í öflugri nýsköpun Stenberg hefur komið að upp- byggingu og skipulagningu fjöl- margra vísindagarða í Svíþjóð. Hann segir að erfitt sé að meta með beinum mælingum árangur- inn af starfsemi þeirra eða árang- urinn af starfsemi frumkvöðla- setra. Ljóst sé þó að í Svíþjóð hafi töluverður fjöldi fyrirtækja og starfa orðið til vegna þessa á um- liðnum árum. Svipaða sögu megi og segja um mörg önnur lönd þar sem svipuð starfsemi er. Hann segir að frumkvöðlasetur sé fyrsta skrefið í öflugri nýsköp- un. Þar fái frumkvöðlar aðstöðu og aðstoð við að vinna úr hugmyndum sínum. Þegar þær séu komnar á legg geti verið heppilegt að færa sig yfir í vísindagarð, þar sem sam- an eru komin fyrirtæki á mismun- andi stigum. Frumkvöðlasetur á Íslandi Olle Stenberg er staddur hér á landi um þessar mundir í tilefni af tveimur morgunverðarfundum Iðntæknistofnunar, annars vegar í Reykjavík í gær, og hins vegar á Akureyri í dag. Umfjöllunarefni fundanna er hlutverk vísindagarða og frumkvöðlasetra. Nokkur frumkvöðlasetur eru starfrækt hér á landi, sem ætlað er að styðja frumkvöðla við fram- kvæmd rannsókna og þróunar og að styðja fyrstu skref fyrirtækja á markaði. Nefna má Frumkvöðla- setur Impru á Iðntæknistofnun, Frumkvöðlasetur Norðurlands, Nýheima á Höfn í Hornafirði og Klak hjá Nýherja. Umræður um vísindagarða hafa verið nokkrar hér á landi að und- anförnu en nokkrir aðilar hafa kannað og undirbúið hugmyndir að slíku. Hlutverk vísindagarða og frumkvöðlasetra í nýsköpun Tíma tekur að skila sýnilegum árangri Morgunblaðið/Golli Olle Stenberg, forseti frumkvöðlasetursins Chalmers Innovation í Gautaborg í Svíþjóð. GUÐJÓN Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að félagið myndi vilja að Ísland yrði aðili að loft- ferðasamningi Evrópusambandsins við Bandaríkin, færi svo að slíkur samningur yrði gerður fyrir hönd allra aðildarríkja. Hann segist telja að slík breyting myndi hafa í för með sér fleiri tækifæri en hættur. Eins og staðan er núna gera aðild- arlönd Evrópusambandsins hvert fyrir sig svokallaðan „open skies“ samning við Bandaríkin um loftferða- lög þangað. Evrópudómstóllinn felldi nýverið dóm um að mikilvægir þættir samninganna væru ólöglegir. Því leikur nokkur vafi á því hvort Evr- ópuráðið eigi að semja fyrir hönd allra aðildarríkja eða hvort núverandi fyrirkomulag eigi að gilda áfram. Ef Evrópuráðið fær samningsréttinn geta ríkin að öllum líkindum ekki leyft innlendum flugfélögum að ein- oka ferðir milli viðkomandi lands og Bandaríkjanna. Guðjón segir að þar sem Ísland sé aðili að evrópska efnahagssvæðinu gildi hér reglugerðir Evrópusam- bandsins um flugrekstur og réttindi. Ísland sé eitt þeirra Evrópulanda sem hafi „open skies“ samning við Bandaríkin. „Við hjá Flugleiðum höf- um fylgst með þessum umræðum meðal Evrópuríkja, bæði í gegnum aðild okkar að Evrópusambandi flug- félaga, AEA, og eins hafa íslensk stjórnvöld eðlilega fylgst með þessum málum,“ segir hann. Lítum á okkur sem evrópskt flugfélag „Okkar afstaða er sú að ef svo færi að Evrópusambandið gerði einn samning fyrir hönd allra ríkjanna innan þess, þá viljum við að Ísland sé aðili að þeim samningi. Við lítum á okkur sem evrópskt flugfélag og telj- um mikilvægt að vera hluti af því um- hverfi sem flugfélögum í álfunni er búið af opinberri hálfu. Við sjáum í slíkri breytingu fleiri tækifæri en hættur,“ segir Guðjón. Hugsanlegar breytingar á flugi Fleiri tækifæri en hættur FELLDIR hafa verið niður tollar sem lagðir hafa verið á ýmiss kon- ar iðnvarning frá fátækustu þró- unarríkjum heims, en í þeim hópi eru meðal annars Afganistan, Bangladess, Búrma, Haítí, Kamb- ódía, Nepal, Sómalía og Úganda. Stefán S. Guðjónsson ræð- ismaður Bangladess segir að þessi breyting, sem gerð er með reglu- gerð frá fjármálaráðuneytinu, hafi meðal annars í för með sér að tollar á fatnaði, sem hingað til hafa verið 15%, verði felldir niður. Fatnaður er að sögn Stefáns það helsta sem Ísland flytur inn frá Bangladess, en auk þess sé talsverð framleiðsla á leðri og keramikvörum þar í landi. Hann segir að vörur framleiddar í Bangladess séu oft keyptar í gegnum þriðja ríki, en með þess- ari breytingu ætti að verða auð- veldara að kaupa beint frá Bangladess. Aðspurður segir hann tiltölulega auðvelt að eiga við- skipti við Bangladess, þetta sé fyrrum bresk nýlenda og enska sé annað tungumál þar í landi. Hann nefnir einnig að í janúar á hverju ári sé þar haldin stór vörusýning til kynningar á framleiðslu lands- ins. Stefán segist telja að með þess- ari niðurfellingu tollanna sé stigið stórt og mikilvægt skref og að verslunin í landinu hafi lengi bar- ist fyrir breytingum sem þessum. Tollar á fátækustu ríkin felld- ir niðurÍSLENSKI hlutabréfasjóðurinn hf.keypti í gær hlutabréf í Jarðborun- um hf. fyrir rúmar 45 milljónir króna. Eignarhlutur Íslenska hluta- bréfasjóðsins hf. er nú 19,32% eða rúmar 50 milljónir að nafnverði en var áður 1,86%. Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 seldu í gær 20 milljónir króna að nafnverði í Jarðborunum hf. Eignarhlutur Líf- eyrissjóða Bankastræti 7 eftir við- skiptin nemur 6,28% en var áður 13,98%. Lokaverð hlutabréfa í Jarð- borunum hækkaði um 6,5% í gær, fór úr 6,20 í 6,60. Alls voru viðskipti með félagið fyrir 310 milljónir í gær. Í gær var tilkynnt um fyrirhug- aðan hluthafafund hjá Íslenska hlutabréfasjóðnum hinn 6. desember nk. Á fundinum verður farið yfir breytingar á fjárfestingarstefnu vegna fyrirhugaðra breytinga á skattalögum og aðkomu nýrra fjár- festa að sjóðnum. Stjórnarformaður Íslenska hluta- bréfasjóðsins, Gunnar Andersen, hefur sagt sig úr stjórn sjóðsins en Sigurður Atli Jónsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans tekur sæti Gunnars í stjórn sjóðsins og verður jafnframt stjórnarformaður. Íslenski hlutabréfa- sjóðurinn með 19,32% í Jarðborunum KAUPHÖLLIN í Lundúnum hef- ur hug á að festa kaup á Kauphöll- inni í Stokkhólmi af OM-gruppen. Frá þessu var greint í Dagens Industri í gær. Gunnar Halldórs- son, forstöðumaður tæknisviðs Kauphallar Íslands, segir að sam- kvæmt tilkynningu sem Kauphöll- inni hafi borist frá OM, þá sé ekk- ert hæft í þessari frétt Dagens Industri. OM-gruppen hefur í tvígang á síðastliðnum tveimur árum gert tilraun til að festa kaup á Kaup- höllinni í Lundúnum án árangurs. Í frétt Dagens Industri segir að OM-gruppen myndi sjá um tækni- leg málefni fyrir Kauphöllina í Lundúnum ef yrði af kaupum hennar á Kauphöllinni í Stokk- hólmi. Kauphöllin í Stokkhólmi er framleiðandi Saxxess viðskipta- kerfisins sem notast er við í Norex samstarfinu, sem Kauphöll Ís- lands er aðili að, ásamt kauphöll- unum í Stokkhólmi, Kaupmanna- höfn og Ósló. Dagens Industri segir að Kauphöllin í Lundúnum myndi gerast aðili að því kerfi yrði af kaupum hennar á Kauphöllinni í Stokkhólmi. Kauphöllin í Stokk- hólmi til Lundúna? BAUGUR-ID á nú 18,08% hlutafjár í Big Food Group, eft- ir að hafa keypt fimm milljónir hluta í breska matvörufyrir- tækinu. Talsmaður fyrirtækis- ins vildi ekki gefa upp verðið sem Baugur borgaði fyrir hlut- inn. Baugur með 18% í Big Food SÆPLAST hf. hefur lokið við áreið- anleikakönnun vegna kaupa á Ice- box Plastico S.A. og hefur stjórn Sæplasts samþykkt kaupin. Gengið hefur verið frá kaupsamningum og er hluti kaupverðs greiddur með hlutabréfum í Sæplasti hf. Sæplast mun taka yfir rekstur Icebox Plast- ico S.A. frá og með næstu áramót- um. Icebox Plastico S.A. tók til starfa um mitt ár 2001 og er vélbúnaður og húsnæði fyrirtækisins allt nýtt. Frá stofnun fyrirtækisins hefur ver- ið unnið að sölu- og markaðssetn- ingu afurða en sölutekjur eru enn sem komið er litlar. „Það er mat stjórnenda Sæplasts að með kaup- um á Icebox sé félagið að styrkja stöðu sína á markaði í Suður-Evr- ópu en markaður fyrir hverfis- steyptar plastafurðir þar hefur ver- ið mjög vaxandi á undanförnum árum. Þá styrkja kaupin almennt samkeppnisstöðu Sæplasts þar sem samkeppnisumhverfi á Spáni er mjög gott og verður framleiðslu- kostnaður í verksmiðjunni töluvert lægri en í núverandi verksmiðjum Sæplasts í Evrópu. Kaupverð er greitt með eigin bréfum og lausafé félagsins og munu kaupinn hafa lítil áhrif á eig- infjárstöðu Sæplasts,“ segir í frétt um kaupin frá Sæplasti. Sæplast kaupir á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.