Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 18

Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 18
HRYÐJUVERKIÐ Á PARADISE-HÓTELINU Í KENÝA 18 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD Í Kenýa hertu mjög öryggisviðbúnað í gær eftir mann- skætt sprengjutilræði í borginni Mombasa við Indlandshaf. Ekki er vitað hverjir stóðu að hryðjuverkinu og tilraun til að skjóta niður ísr- aelska farþegaþotu við Mombasa nokkrum mínútum fyrr en áður óþekkt samtök Palestínumanna með bækistöð í Líbanon, Her Palestínu, lýstu því á hendur sér. Sögðu þau til- efnið vera að 55 ár væru liðin frá því að Palestínu var skipt milli gyðinga og araba. Grunur beinist einnig að samtökum Osama bin Ladens, al- Qaeda. Þrír menn óku bíl hlöðnum sprengiefni á Paradise-strandhótelið við borgina Mombasa í gærmorgun og dóu 12 manns í árásinni auk hermdarverkamannanna sjálfra. Um 80 manns slösuðust. Hótelið er í eigu Ísraela, níu hinna látnu voru Kenýamenn, félagar í þjóðdansa- flokki, þrír voru Ísraelar, þar af tvö börn. Ekki er vitað um þjóðerni sjálfsmorðingjanna. Skotið að farþegaþotu Nokkrum mínútum fyrir árásina var skotið tveim sprengiflaugum að farþegaþotu ísraelska Arkia-flug- félagsins sem var í flugtaki við völl- inn í Mombasa með alls 271 mann um borð. Flugmaðurinn, Rafi Mar- ek, sá hvíta ljósblossa vinstra megin við vélina en flaugarnar hæfðu ekki og vélin lenti heilu og höldnu í Tel Aviv fimm og hálfri stund síðar. Farþegar heyrðu hvell og vélin hristist mikið rétt eftir flugtak en flugfreyja sagði þeim að líklega hefði verið flogið á fugla. „Mér fannst eins og eitthvað dytti af vængnum,“ sagði einn farþeganna, Kerry Levy. Fyrst í stað hugðist Marek snúa við og lenda í Mombasa til að kanna hvort vélin hefði skemmst en eftir að hafa ráðfært sig við ísraelska embættis- menn ákvað hann að fljúga beint til Tel Aviv. Farþegum var ekki skýrt frá málavöxtum fyrr en rétt fyrir lendingu í Ísrael. El AL, ísraelska ríkisflugfélagið, skýrði frá því að flugvélar þess á ferð erlendis hefðu verið látnar halda kyrru fyrir á flugvöllum vegna árás- arinnar. Öryggisgæsla félagsins er talin vera sú fullkomnasta í heimi. Tilræðismennirnir brostu Um 140 gestir voru á hótelinu en þar eru að jafnaði um 40 öryggis- verðir. Að sögn Yehuda Sulami hót- elstjóra óku tilræðismennirnir þrír grænum Mitsubishi Pajero-fjór- hjóladrifsbíl gegnum timburhlið við húsið sem er þriggja hæða. Er þeir nálguðust innganginn stökk einn út, hljóp inn í gestamóttökuna og sprengdi sig þar. Hinir tveir voru áfram í bílnum sem síðan sprakk í loft upp og varð þegar eldur laus í byggingunni. Stór gígur myndaðist þar sem bíllinn hafði stansað. Hluti hótelþaksins féll til jarðar og allar rúður sundruðust. Rebecca Zevi er 30 ára gömul kona sem hóf störf sem þjónustu- stúlka á hótelinu fyrir aðeins viku. Hún var stödd á herbergi sínu og ætlaði niður í gestamóttökuna þegar sprengingin varð. „Ég heyrði óp og vein og fór að hjálpa fólki bak við hótelið og sinna þeim sem höfðu slas- ast,“ sagði Zevi, þakin sóti og enn miður sín eftir atburðinn. „Ég var nýbúinn að fara með ferðamenn á staðinn og ætlaði að fara heim til að fá mér að borða og sofa dálítið,“ sagði hótelstarfsmaður sem kynnti sig sem Dreesen. Hann skalf enn er hann talaði við frétta- menn. Hann sagði tilræðismennina hafa ekið mjög hægt. „Þegar við fór- um fram hjá þeim voru þeir bros- andi.“ Flestir gestanna voru uppi á herbergjum sínum eða í matsal. Fjöldi fólks var á leið að hótelinu og ef tilræðið hefði orðið stundarfjórð- ungi síðar hefði blóðbaðið orðið margfalt stærra, að sögn hótelstjór- ans. Biðu við flugvöllinn Lögreglan sagði að sprengiflaug- unum sem beint var gegn flugvélinni hefði verið skotið frá fjórhjóladrifs- bíl sem var um tvo kílómetra frá flugvellinum. Hylki utan af léttum flaugum fundust við völlinn og sjón- arvottar sögðu að þrír eða fjórir menn hefðu yfirgefið staðinn í hvít- um bíl. Síðar var skýrt frá því að tveir menn af arabískum uppruna hefðu verið handteknir. Strandsvæði Kenýa eru aðallega byggð múslímum, mörgum af arab- ískum ættum en meirihluti lands- manna er kristinn. Fjöldi vestrænna ferðamanna sækir Kenýamenn heim á hverju ári, meðal annars komu þangað um 80.000 Bretar í fyrra. Gæsla var hert í gær við vinsæla ferðamannastaði í víðfrægum þjóð- görðum landsins en einnig hugað að strandbæjum og skipum með vest- ræna gesti. Óttast var að gerð yrði árás á skemmtiferðaskipið Marco Polo sem var væntanlegt til hafnar í gær með um 350 bandaríska ferða- menn um borð. Ruddust á bíl inn í gestamót- töku hótelsins og sprengdu Stjórnvöld í Ken- ýa auka viðbúnað gegn hermdar- verkum eftir árás í Mombasa sem kostaði alls 15 manns lífið AP Loftmynd af Paradise-strandhótelinu við Kikambala, skammt frá borginni Mombasa í Kenýa, eftir árásina í gærmorgun. Húsið brann og hluti þaksins féll til jarðar. Tilræðismennirnir þrír dóu allir og einnig 12 fórnarlömb þeirra, níu Kenýamenn og þrír Ísraelar, þar af voru þrjú börn. Kikambala, Mombasa, Nairobi. AFP, AP. &($.*/01 2 '.*31 *2 .+2).+2 +  .2>+ .+27 23-2  * .  2 2*22 +2. -..2 * 2 .+2) +2 -2  3)  2 )3. -2 ?   )3.         0@              BENJAMIN Netanyahu, utanríkisráðherra Ísraels, sagði í gær að þótt grunur léki á að al-Qaeda-samtök Osama bin Ladens hefðu staðið að baki tilræðunum í Kenýa væru ísraelsk stjórnvöld að rannsaka aðra möguleika. Hann sagði palestínska öfgamenn hafa nýlega reynt að kaupa frá Íran og af Hezbollah-skæruliða- hreyfingunni í Líbanon sprengiflaugar sem einn maður getur skotið af öxl- inni, en slík vopn voru not- uð er reynt var að skjóta niður ísraelska far- þegaþotu í flugtaki frá flugvelli nærri Mombasa í Kenýa í gærmorgun. Netanyahu sagði sprengiflaugaárásina „mjög alvarlega stigmögnun hryðjuverka- hættunnar“. „Þetta þýðir að hryðjuverka- samtök og þau stjórnvöld sem að baki þeim standa eru fær um að verða sér úti um vopna- búnað sem hægt er að beita til að valda dauða fjölda fólks, hvar og hvenær sem er,“ sagði Netanyahu. „Í dag skjóta þeir á ísraelskar flugvélar, á morgun skjóta þeir á bandarísk- ar, brezkar flugvélar, flugvélar frá öllum löndum. Það segir sig því sjálft að það koma engar málamiðlanir við hryðjuverkaöfl til greina.“ „Vinir okkar hjálpuðu okkur ekki“ Daniel arap Moi, forseti Kenýa, hét því í gær að yfirvöld í landinu myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að finna þá sem stóðu að voðaverkunum. „Við höfum áður þurft að þola svipaðar árásir, en umheimurinn og vinir okkar hjálp- uðu okkur ekki,“ sagði forsetinn, með tilvísun til hinnar mannskæðu sprengjuárásar hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjanna í Nairobi fyrir fjórum árum, en al-Qaeda- samtökin eru talin hafa borið ábyrgð á því. „Við munum gera það sem við getum og Ken- ýamenn munu fást við vandamálið upp á eigin spýtur.“ Ráðamenn út um allan heim fordæmdu til- ræðin í gær. George W. Bush Bandaríkja- forseti, sem hélt upp á þakkargjörðardaginn á búgarði sínum í Texas, sagðist harma mjög þessa atburði. Of snemmt væri þó að slá því föstu að al-Qaeda hefði verið þarna að verki. Osama bin Laden sendi fyrir tveim vikum frá sér myndband með hótunum um ný hryðju- verk og er nú talið víst að hann sé enn á lífi. Gordon Johndroe, talsmaður Hvíta húss- ins, sagði bandarísk stjórnvöld reiðubúin að aðstoða bæði stjórnvöld í Kenýa og Ísrael við að leita hina seku uppi. Jack Straw, utanrík- isráðherra Bretlands, fordæmdi tilræðin harðlega í yfirlýsingu frá Lundúnum. Sagði hann enga réttlætingu til fyrir slíkum hryðju- verkum en var annars sama sinnis og Bush, að of snemmt væri að fullyrða um sök al- Qaeda. Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópu- sambandsins, fordæmdi hryðjuverkin í yfir- lýsingu frá Brussel og sagði þau sýna glöggt þörfina á alþjóðlegu samstarfi í baráttunni gegn hryðjuverkaógninni. Sömu áherzlu lagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, Alexander Jakovlenko, í yfirlýsingu stjórn- valda í Moskvu. „Hinir sorglegu atburðir í Kenýa undirstrika að glæpastarfsemi fjöl- þjóðlegra hryðjuverkasamtaka ógnar öllu al- þjóðasamfélaginu,“ sagði Jakovlenko. „Alvarleg stig- mögnun hryðju- verkahættunnar“ Kikambala í Kenýa, Crawford í Texas, Brussel, London. AP, AFP. Benjamin Netanyahu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.