Morgunblaðið - 29.11.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 29.11.2002, Síða 26
HÖFUÐBORGIN 26 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 á mánudögum! Sérrit um bækur fylgir Morgunblaðinu hvern miðvikudag fram að jólum. Allir nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Meðal efnis eru viðtöl við höfunda, fréttir og gagnrýni um nýjar bækur. TÓLF krakkar í Salaskóla í Kópa- vogi eru á kafi í skák þessa dagana en þeir taka þátt í svokallaðri Skák- smiðju í skólanum. Krakkarnir koma saman þrjá morgna í viku til að tefla, ekki bara hver við annan heldur einnig við fólk út um allan heim. Hin alþjóðlega taflmennska krefst þó ekki ferðalaga heldur er henni sinnt í gegn um þýska skákþjóninn Fritz og Netið en það var Skákfélag Garðabæjar sem átti frumkvæðið að því að íslenskum börnum 6 – 16 ára býðst nú ókeypis aðgangur að þjón- inum í eitt ár. Að sögn Tómasar Rasmus, kenn- ara í Salaskóla, er Skáksmiðjan að- eins ein af mörgum slíkum smiðjum sem eru starfræktar í skólanum en hinar smiðjurnar taka önnur við- fangsefni fyrir á borð við hand- menntir, myndlist, tæknilegó og fleira. Eftir þriggja vikna námskeið í hverju viðfangsefni skipta krakkarn- ir svo um smiðju. Stelpurnar forvitnari um aðstæðurnar „Við ákváðum að vera með eina smiðju sem tæki fyrir spilamenningu og skák,“ segir Tómas. „Það er nauð- synlegt að fá eitthvert mótvægi við þessum geggjaða tölvuheimi og öll- um tölvuleikjunum.“ Hann segir áhuga krakkanna ekki síst hafa vaknað á skákinni í gegn um skákþjóninn en í gegnum hann safna þeir stigum fyrir taflmennskuna. „Þeir eru ofboðslega mikið fyrir að safna stigum í öllu sem þeir eru að gera, sérstaklega strákarnir, það er kannski veiðimannaeðlið í þeim. Stelpurnar horfa aðeins öðruvísi á þetta. Þær eru forvitnari um t.d. að- stæður þess úti í heimi sem þær eru að tefla við og vilja þá frekar spjalla við viðkomandi.“ Það er augljóst að skákmennskan á hug krakkanna þegar litið er yfir hópinn en þegar Morgunblaðið lítur inn stendur yfir 9. umferðin í skák- móti smiðjunnar en alls eru umferð- irnar 11 talsins. „Meiningin er að vera fær um að skemmta sér og skemmta öðrum með því að tefla og spila,“ segir Tómas. „Svo er það aukabónus ef við fáum einhverja sem vilja sinna skákinni áfram og fara virkilega að stúdera hana.“ Að sögn Tómasar er reynslan af því að nota skák í skólastarfi mjög góð. „Ég hef náð mörgum, sem eiga erfitt með að einbeita sér, í virkilega góða einbeitingu í gegn um skákina. Svo er kannski smám saman hægt að yfirfæra það yfir á annað nám. Ef fagið heitir ekki stærðfræði eða al- gebra heldur þraut, spil eða leikur verður öðruvísi hvatning hjá mörg- um.“ Skáktölvan Fritz í þjónustu kornungra skáksnillinga í Salaskóla Teflt við fólk út um allan heim Kópavogur Það vantaði ekki einbeitinguna á níundu umferð skákmóts smiðjunnar. Morgunblaðið/Kristinn Iðunn, Tómas og Eymar ásamt Andra Karli í leit að keppinaut úti í heimi. EYMAR Andri Birgisson og Iðunn Haraldsdóttir eru meðal krakkanna sem taka þátt í Skáksmiðjunni sem þau segja vera mjög skemmtilega. Iðunn segist þó ekki fara oft á Netið til að tefla. „Það eru aðallega bara strákarnir,“ segir hún. „Ég held að ég hafi aldrei komist almennilega inn á þetta.“ Öðru máli gegnir um Eymar sem hefur gert tals- vert af því að finna sér keppinaut úti í hinum stóra heimi. En hvaðan eru mót- spilararnir?. „Þeir eru ein- hvers staðar í Þýskalandi og bara úti um allan heim,“ segir hann. „Þetta eru bæðu fullorðnir og krakkar.“ Hann segir andstæðingana oft erfiða og verður til dæm- is að viðurkenna að ekki hafi gengið vel í skákinni fyrr um daginn. Þau Iðunn og Eymar segj- ast hafa lært talsvert í skák á því að vera í smiðjunni og eru bæði viss um að þau muni halda taflmennskunni áfram enda fleiri til- kippilegir í slaginn en skóla- félagarnir. „Ég tefli alltaf svolítið við pabba minn,“ segir Iðunn og Eymar tekur í sama streng. „Ég tefli líka stundum heima við mömmu eða pabba eða einhvern.“ Tefla líka við foreldr- ana heima KAUPVERÐ Orkuveitu Reykjavík- ur á eignarhlut Garðabæjar í fyr- irtækinu nemur tæpum 170 millj- ónum króna samkvæmt samkomulagi um kaupin. Bæjarráð Garðabæjar og stjórn Orkuveitunn- ar samþykkti samkomulagið á fund- um sínum á þriðjudag. Eignarhlutur Garðabæjar í Orku- veitunni nemur 0,47 prósentum en í byrjun mánaðarins fól bæjarráð bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Orkuveituna um sölu á hlutnum. Nú hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að undirrita samninginn með fyr- irvara um samþykki bæjarstjórnar. Í frétt Morgunblaðsins frá 6. nóv- ember síðastliðnum segir að hlut- urinn sé talinn metinn á 190 millj- ónir króna en samkvæmt samkomulaginu er kaupverðið 169.304.873 krónur. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri segir að 190 milljónir hafi verið tillaga Garða- bæjar að kaupverði en ákveðin rök hafi hnigið að lægri upphæð. „Þegar Garðabær gerðist eignaraðili fyrir ári var eigið fé fyrirtækisins metið á ákveðnum forsendum. Okkur varð að samkomulagi að meta það á sömu forsendum núna og þá er hlutur Garðabæjar metinn á tæplega 170 milljónir.“ Hún segist sátt við það verð sem fæst fyrir eignarhlut Garðabæjar. „Hins vegar er ekki búið að skrifa undir þetta þannig að þetta er ekki frágengið mál,“ segir hún. Að sögn Hjörleifs Kvaran borg- arlögmanns var samkomulagið sam- þykkt af hálfu stjórnar Orkuveit- unnar á fundi hennar á þriðjudag en í framhaldinu eigi það eftir að fara til staðfestingar allra eigenda fyr- irtækisins áður en til undirskriftar getur komið. Hlutur í OR seldur á 170 milljónir Garðabær SKATTTEKJUR Seltjarnarnes- bæjar hækkuðu um 98% á árun- um 1992 til 2001. Þannig hækk- uðu þær um 123 þúsund krónur á íbúa í 244 þúsund krónur á tíma- bilinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem endurskoðunarfyr- irtækið Grant Thornton hefur gert um fjárhagsstöðu Seltjarn- arnessbæjar fyrir bæjaryfirvöld. Í skýrslunni, sem kynnt var í bæjarstjórn í gær, segir að skatttekjur á íbúa í fyrra hafi verið hæstar hjá Seltjarnar- nesbæ af þeim sveitarfélögum sem samanburðurinn náði til. Þá segir að peningaleg staða bæj- arsjóðs sé sterk og með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga. Í árslok 2001 hafi nettóskuld bæj- arsjóðs per íbúa verið 84 þúsund krónur en 102 þúsund krónur ef fyrirtæki bæjarins eru talin með. Hins vegar er bent á að veltu- fjárhlutfall bæjarins sé lægra en almennt sé álitið æskilegt en um er að ræða hlutfallið milli skammtímaskulda bæjarins og áætlaðra innborgana á því tíma- bili sem skuldirnar gjaldfalla. Segir að svo virðist sem áhersla sé lögð á niðurgreiðslu langtíma- lána en eðlilegra væri að auka hlutfall langtímalána af heildar- skuldum bæjarins án þess þó að breyta neinu um nettóskuld hans. Jónmundur Guðmarsson bæj- arstjóri segir að þessi ábending sé réttmæt. „Við höfum brugðist við henni í fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár með tillögu um langtímafjármögnun um allt að 100 milljónir króna til þess að greiða niður skammtímaskuldir. Það myndi styrkja veltufjárhlut- fallið í samræmi við tillögur þessara endurskoðenda án þess þó að hækka heildarskuldirnar.“ Rekstrarhlutfallið of hátt Loks er á það bent í skýrsl- unni að rekstur bæjarsjóðs sem hlutfall af skatttekjum taki meira til sín en viðmiðanir Eft- irlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga gera ráð fyrir en eins og Morgunblaðið greindi frá í síðustu viku er þetta hlutfall um 86 prósent á yfirstandandi ári. Því sé svigrúm til að fjármagna framkvæmdir með rekstraraf- gangi lítið, eins og segir í skýrsl- unni. „Þetta er ákveðin pólítísk ákvörðun okkar á Seltjarnar- nesi,“ segir Jónmundur um þetta. „Við erum að reka bæinn fyrir lágmarksálögur og það þýð- ir að við höfum færri krónur til að inna af hendi þá þjónustu sem við veitum. Það er auðvitað meg- inorsökin fyrir því að hlutfallið er þarna rétt við mörkin.“ Hann segir að hægt væri að lækka þetta hlutfall með því að hækka skatta en gjaldtökuheim- ildir bæjarsjóðs eru að hans sögn ekki fullnýttar. Fyrir því sé hins vegar ekki pólitískur vilji. „Ég held að meginorsökin fyrir þessu hlutfalli, sem hefur verið rokk- andi, sé ekki reksturinn sem slíkur heldur tekjuhliðin – við er- um með hlutfallslega mikla starf- semi og fáa gjaldendur.“ Skýrsla um fjárhag bæjarsjóðs kynnt í bæjarstjórn Skatttekjur nær tvöfölduð- ust á 10 árum Seltjarnarnes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.