Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 28
SUÐURNES 28 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ sérsniðin innheimtulausn LANDIÐ Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, kemur til starfa 1. desember og býst María við að læknarnir muni fara á hennar fund strax eftir helgi til að ræða málið og sækja um störfin. Stofnunin þurfi síðan að taka afstöðu til þeirra. María telur að meirihluti læknanna tíu sem hættu, jafnvel all- ir, muni óska eftir að koma aftur til starfa á Suðurnesjum. Ekki sé víst að allir geti byrjað strax en flestir myndu koma fljótlega til starfa. Læknarnir eru reiðubúnir að vinna þessa þrjá mánuði á sömu for- sendum og voru þegar þeir hættu, það er að segja á gildandi kjara- nefndarúrskurði. Guðlaug segir að það geti tekið einhvern tíma að ganga frá ráðningu læknanna en segir fyrir mestu að nú virðist séð fyrir endann á ástandinu. LÆKNARNIR sem létu af störfum á heilsugæslustöðvum Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja fyrir mánuði hefja væntanlega störf aftur ein- hvern tímann í næstu viku. Læknarnir hafa lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir að koma til starfa á sínum fyrri vinnustað og starfa þar í þrjá mánuði, á meðan fé- lag þeirra semur við heilbrigðisráðu- neyti um breytingar á starfskjörum þeirra og réttindum. María Ólafsdóttir, fyrrverandi yf- irlæknir á heilsugæslunni, hafði í gær samband við Guðlaugu Björns- dóttur, starfandi framkvæmdastjóra stofnunarinnar, sem óskaði eftir því að læknarnir sendu umsóknir um sínar fyrri stöður. Sigríður Snæ- björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Læknarnir vilja koma aftur til starfa Sækja um stöð- urnar eftir helgi Suðurnes ingu síðastliðinn fimmtudag. Fjöl- breytileikinn var allsráðandi í uppfærslunni en meðal atriða voru þjóðsögur úr Grindavík og lag eftir Bubba Morthens í nýjum búningi. Ljóð voru flutt, meðal NEMENDUR í 8. til 10. bekk Grunnskóla Grindavíkur æfðu dagskrá vegna Dags íslenskrar tungu og héldu síðan mikla sýn- annars eftir Þórarin Eldjárn, og spilað undir eða leikið. Óhætt er að segja að nemendurnir hafi lagt sig verulega fram og margir kom- ið skemmtilega á óvart í flutningi sinna atriða. Fluttu þjóðsögur og lag eftir Bubba Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Grindavík VERK eftir félaga í svoköll- uðum upphafshópi Baðstof- unnar verða í sýningarglugg- anum hjá Gallerý Hringlist við Hafnargötuna í Keflavík næstu vikur, í tilefni þess að hópurinn fékk nýlega menn- ingarverðlaun Reykjanesbæj- ar fyrir árið 2002. Í hópnum eru tíu myndlist- armenn: Ásta Árnadóttir, Ásta Pálsdóttir, Guðmundur Marí- asson, Hreinn Guðmundsson, Jón Ágúst Pálmason, Sigmar Vilhelmsson, Sigríður Rósink- arsdóttir, Soffía Þorkelsdóttir, Steinar Geirdal og Þórunn Guðmundsdóttir. Fram kemur í fréttatilkynningu frá menn- ingarfulltrúa bæjarins að allur hópurinn hefur verið virkur í myndlistinni og glætt menn- ingarlíf Reykjanesbæjar í ára- tugi. Upphafshópur Baðstofunnar sýndi síðast saman í septem- ber, í tengslum við Ljósanótt. Verk Bað- stofuhópsins til sýnis í Hringlist Keflavík FISKVERKUNIN Háteigur í Garði er að kaupa 50 metra langt flutn- ingaskip til að flytja þorskhausa frá Skotlandi til vinnslu í þurrkstöð fyr- irtækisins. Einnig verður fluttur annar varningur eftir því sem býðst. Að sögn Matthíasar Magnússon- ar, eiganda Háteigs, hefur nokkuð fjarað undan hráefnisöflun fyrirtæk- isins af ýmum ástæðum þannig að það hefur ekki nærri nógu marga hausa til að þurrka í stöðinni í Garði. Þá er Háteigur að koma sér upp við- bótaraðstöðu á Reykjanesi og þarf meira hráefni einnig af þeim sökum. Segir Matthías að ekki sé of gott að fá hráefni í öðrum löndum en eitt- hvað hafi opnast í Skotlandi og ætli hann að láta á það reyna með kaup- um á þessu skipi. Flutningaskipið er norskt og heit- ir nú Lars Hagerup. Að sögn Matt- híasar verður það skráð á Íslandi og með íslenska áhöfn. Það mun landa reglulega í Sandgerði og Aberdeen. Hann vonast til að geta fengið ann- an flutning, segir meðal annars möguleika á að flytja skreiðina út til Bretlands og flytja þaðan í gámum til Nígeríu. Þá er hægt að flytja frystar og kældar vörur milli land- anna. Skipið er væntanlegt til Íslands í fyrsta skipti í lok næstu viku. Hyggjast þurrka skoska hausa Garður Vina- og paraball félagsmið- stöðvarinnar Fjörheima 2002 verður haldið í kvöld á N1 bar. Húsið verður opnað klukkan 20.15. Vinir og par kvöldsins verða valin og skemmtiatriði verða í boði. Hljóm- sveitin Írafár leikur fyrir dansi. Miðaverð er 1000 kr. Í DAG VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r FYRSTA september sl. tók Eiríkur Bj. Björgvinsson við bæjarstjóra- starfi á Austur-Héraði. Hann starfaði áður sem deildarstjóri íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar og kemur nú inn í mikið breytinga- og endurnýjunarferli í sveitarstjórnar- málum á Héraði. Eiríkur er fæddur árið 1966 í Reykjavík, þar sem hann lauk grunn- og framhaldsskólamenntun. Fótbolt- inn átti hug hans allan á þeim árum og eftir að hafa spilað með Knattspyrnu- félaginu Fram um árabil flutti hann til Húsavíkur og spilaði með Íþrótta- félaginu Völsungi. Á Húsavík kynnt- ist hann eiginkonu sinni, Ölmu Jó- hönnu Árnadóttur. Þá lá leiðin í Íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni en eftir að námi lauk urðu þátta- skil. Til að bæta við sig menntun fluttu þau Alma til Þýskalands og Ei- ríkur stundaði nám næstu fjögur árin við Íþróttaháskólann í Köln. Eftir það drap hann niður fæti í Bandaríkjun- um en kom svo til Egilsstaða árið 1994 og tók við starfi æskulýðs- og íþróttafulltrúa. Með stjórnsýslureynslu „Þá þegar var farið að höfða til mín að vinna á vettvangi sveitarfélaga,“ segir Eiríkur, þegar hann er inntur eftir aðdraganda þess að hann tók við embætti bæjarstjóra. „Staða æsku- lýðs- og íþróttafulltrúa á Egilsstöðum var ný þegar ég tók við henni og ég fékk því tækifæri til að brydda upp á ýmsum nýmælum. Það er gaman að geta þess í því samhengi að hugmynd- in að Landsmótinu á Egilsstöðum ár- ið 2001 og endurbætur á íþróttavell- inum á Egilsstöðum, síðar Vilhjálmsvelli, varð til hjá okkur Helga Halldórssyni, þáverandi bæj- arstjóra.“ Eftir tæplega tvö ár á Egilsstöðum lá leiðin til Akureyrar og Eiríkur tók við sambærilegri en þó miklu víð- feðmari stöðu næstu sex árin sem deildarstjóri íþrótta- og tómstunda- deildar. „Þau ár sem við vorum á Ak- ureyri fylgdist ég vel með því sem var að gerast á Austurlandi og þá sér- staklega á Egilsstöðum,“ segir Eirík- ur. „Ég hafði fréttir af því að Björn Hafþór Guðmundsson bæjarstjóri væri að hugsa sér til hreyfings og að hér á Austur-Héraði væru að eiga sér stað ákveðnar breytingar og ákvað að slá til og sækja um bæjarstjórastöð- una. Í því umhverfi sem ég vann í á Ak- ureyri kynntist ég mörgu sem laut að sveitarstjórnarmálum. Ég fékk tæki- færi til að vinna mjög náið með allri yfirstjórn sveitarfélagsins að undir- búningi mála og að koma þeim í fram- Austur-Hérað blæs til sóknar Úr fótboltan- um í forystu bæjarmála Egilsstaðir FÉLAGS- og skólaþjónusta Snæ- fellinga stóð fyrir fundum á Snæ- fellsnesi um fíkniefnavandann og forvarnir. Magnús Stefánsson, fræðslufulltrúi Marita á Íslandi, kom vestur í tvo daga og hélt þrjá foreldrafundi og fjóra fundi með nemendum 9. og 10. bekkja í skólunum á Snæfellsnesi. Magnús sýndi nýja íslenska kvikmynd þar sem sýnd eru átak- anleg örlög ungmenna sem ánetj- ast hafa fíkniefnum. Hann kynnti einnig átaksverkefnið sem heitir „Hættu áður en þú byrjar“. Verk- efnið er á vegum Samhjálpar, Fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar og Lögreglununar í Reykjavík. Á áðurnefndum fundum mættu einnig Gísli Guðmundsson, lög- reglumaður á Snæfellsnesi, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, for- stöðumaður Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga. Þau fóru yfir atriði sem miklu máli skipta til að veita unglingum gott eftirlit og aðhald og búa þá undir að takast á við þann þrýsting sem fíkniefnasalar veita. Foreldrafundirnir voru vel sóttir, enda er kvíði hjá for- eldrum varðandi fíkniefni. Að sögn Sigþrúðar eru fíkniefni í grunnskólum á Snæfellsnesi ekki til staðar og er fræðslan ekki til að bregðast við vanda heldur að koma í veg fyrir hann. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið hefur aukist og er greið leið á milli ef vilji er fyrir hendi. Hún leggur áherslu á ábyrgð foreldra í þess- um efnum og öðrum varðandi uppeldi barna. Þá ábyrgð tekur enginn frá foreldrunum. Þeir verða að standa við bakið á börn- um sínum með því að vera í góðu sambandi við þau og sýna þeim aga og hlýju. Byggja þarf upp já- kvætt sjálfstraust hjá unglingum svo að þeir hafi þann vilja að neita eiturlyfjum þegar freisting- arnar banka upp á. Holl tóm- stundastörf og góður vinahópur eru einu bestu fíknivarnirnar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Foreldrar í Stykkishólmi á fræðslufundi um fíkniefnavandann og forvarnir Forvarnir gegn fíkni- efnum á Snæfellsnesi Stykkishólmur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.