Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 31

Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 31 Inntökuskilyrði • Háskólagráða eða tilsvarandi starfsreynsla. • A.m.k. þriggja ára starfsreynsla. • GMAT-próf. • 3 meðmælabréf. • Viðtal. MBA-nám • Öll kennsla fer fram á ensku. • 11 mánaða almennt MBA-nám með áherslu á stefnumótun, stjórnun og fjármál. • Nemendur alls staðar að, hámark 40 þátttakendur. • Meðalaldur 32 ár og 7 ára starfsreynsla. • „Hands-on“ ráðgjafarverkefni. ERTU AÐ SPÁ Í ALÞJÓÐLEGT MBA-nám haustið 2003? Ef þú óskar eftir að komast að í MBA-námið sem hefst í byrjun ágúst vinsamlegast hafðu samband við BI Norwegian School of Management, P.O. Box 9386 Grønland, N-0135 Oslo, Noregi. Sími +47 22 57 62 00, eða mba@bi.no Vefsíða: http://www.bi.no/mba fluttur var í Burgtheater í Vín 28.3. 1801. Allegórían að baki grísku goðsagnarinnar um Prómeþeif, er stal eldinum frá goðum og færði mannkyni, hlýtur að hafa verið pólitískt tundur í einvaldsríki eftir frönsku byltinguna, en samt virðast yfirvöld í Vín ekki hafa lagt honum stein í götu. Sinfóníuhljómsveitin lék þennan fremur sjaldheyrða litla forleik af svellandi fjöri þegar frá hnífsamtaka akkorðu- höggum upphafsins. Skemmtilega drífandi verk og eiginlega undarlegt að ekki skuli spil- að oftar, þó að arfurinn frá Mozart (og Prag- sinfóníunni) sé greinilega enn á næsta leiti. 4. Píanókonsertinn, sá ljóðrænasti af 5 konsertum Beethovens, var fluttur með stjórnandann við hljómborðið. Að byrja píanó- konsert á undirleikslausum inngangi slag- hörpunnar eins og gert er í upphafi I. þáttar mun hafa verið nánast einsdæmi 1806, og margt fleira nýstárlegt gerist undir yfirborði þessa meistaraverks. Djúpspakar samræður píanós og hljómsveitar í miðþætti – þar sem sérkennileg einradda „mars-resítatíf“ strengjanna koma sem drungalegar fullyrð- ingar á móti íhugulum efasemdum píanósins – voru göfuglynd ljúfmennskan uppmáluð hjá Í HÁLFA aðra öld hefur nafn Ludwigs van Beethoven, erkiímyndar hins rómantíska tón- skálds, haft meira aðdráttarafl en trúlega nokkurs annars hinna „gömlu meistara“. Það sást einnig á fyrirtaks aðsókninni að sinfóníu- tónleikunum í gær sem náði nærri fullu húsi. Erfitt er að tengja alkunnu klissjumyndina af Beethoven sem stirðbusalega félagsfælu við dans, hvað þá ballett, þrátt fyrir að sögn tölu- verða útgeislun hans sem virtúóst píanóljón fyrstu árin í Vín, þegar hann lagði rækt við útlit og framkomu og sótti m.a.s. kennslutíma í samkvæmisdansi. En að frátöldum „Ridd- araballettinum“ fyrir Waldstein greifa í Bonn (1791) liggur aðeins eftir hann einn eiginlegur ballett, Sköpunarverk Prómeþeifs, sem frum- þeim Entremont sem gaf sér ríkulegan tíma, og eterískt pianississimo niðurlag þáttarins var varla af þessum heimi. Yfirhöfuð virtist aðaláherzlan á lýrísku hliðina, en þó að und- irritaður hefði kosið aðeins hvassari (og e.t.v. hefðbundnari) kontrast með herskáa lokaron- dóinu, var meðferðin engu að síður sannfær- andi og píanókadenzan stórglæsileg. Síðasta verk kvöldsins var álíka fáheyrt og Prómeþeifur og lýsti lofsverðu víðsýni í verk- efnavali. Það var Der Bürger als Edelmann (1920), hljómsveitarsvíta Richards Strauss (1865–1949) í 9 atriðum úr leikhústónlist hans fyrir endurgerð Hugos von Hofmannstal á gamanleik Molières frá 1670, Le Bourgeois Gentilhomme sem mun heiti Strauss-verksins í enskumælandi löndum. Tímavist gaman- leiksins gaf upplagt tilefni til tónræns aft- urhvarfs með ýmsum formrænum stílhermum á músík frá miðbarokktíma, sem Strauss not- færði sér af sinni nafntoguðu handverks- kunnáttu í orkestrun, enda þótt tónmál og hljómameðferð væru síðrómantísk. Þ.e.a.s. með einni undantekningu, Innganga Cleonte (7.) sem var rakin „pastissja“ á gömbusveit- artónlistinni við hirð hins unga Loðvíks XIV; undurfallega leikin á vart heyranlegum styrk í byrjun og enda og með fjölskrúðugum milli- köflum. Ekki áttu hlustendur jafnlítilli hljómsveit að venjast af höfundi Elektru og Alpasinfón- íunnar. Áhöfnin var ekki miklu stærri en sin- fóníetta, með t.d. aðeins 6 fiðlur, 2 víólur, 4 selló og 2 kontrabassa í strengjum þrátt fyrir 12 blásara, píanó, hörpu, þrímennt slagverk og pákur. En orkestrun Strauss sá við öllum jafnvægisvanda og undirstrikaði kammerblæ þessa vellfjöruga gamanverks (í engu ófyndn- ara en Till Eulenspiegel) með fjölda kankvísra einleiksinnskota. Kómísku hámarki var náð í lokaþættinum, Kvöldverðinum, sem kórónaði bráðsmellnu frammistöðu Sinfóníuhljómsveit- arinnar undir þaulmúsíkalskri forystu Phil- ippes Entremonts þetta kvöld með hreint óborganlegu dufli og daðri í litríkri tónsetn- ingu mikils galdramanns. Ljóðrænn Beethov- en, léttur Strauss Philippe Entremont: Þaulmúsíkölsk forysta. TÓNLIST Háskólabíó Beethoven: Prómeþeifsforleikur Op. 43; Píanókons- ert nr. 4 í G Op. 58. Richard Strauss: Der Bürger als Edelmannn Op. 60. Philippe Entremont píanó/ stjórnandi; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fimmtudag- inn 28. nóvember kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson „ÞAÐ er stórkostleg upplifun að lesa Drauma á jörðu og þolir reyndar samjöfnuð við meistarann Laxness,“ segir gagnrýnandi Sydsvenskan um skáldsögu Einars Más Guðmunds- sonar, sem nýlega kom út í Svíþjóð. Dómar hafa verið lofsam- legir í þar- lendum blöð- um. Skáld- sögur Einars Más Guð- mundssonar hafa síðustu árin gengið vel á Norðurlöndunum, ekki síst í Danmörku. Håkon Boström segir í Folket að Einar Már Guð- mundsson hafi guðdómlegan hæfileika til þess að snúa króniku um fátækt, eymd og veikindi yfir í stórfenglegan óð til lífsins og bjartsýni á framtíðina. Það takist með eins konar blöndu af knöppum og hráum stíl Íslendingasagna og húmor sem líkist Halldórs Laxness. Bendir á styrk frá- sagnaraðferðarinnar Í lofsamlegum dómi í Svenska Dagbladet bendir Marie Louise Ramnefalk á styrk frásagnaraðferðarinnar, að með sögumanni sem tekur sér stöðu utan við söguna en er þó sínálægur, takist Einari að gera frásögnina einstaklega áhrifamikla og átakanlega. Clemens Altgård lýkur svo ritdómi sínum með þessum orðum: „Einar Már Guð- mundsson hefur fágæta hæfi- leika til þess að gera persónur lifandi og ljá þeim dýpt og við bætist ljóðræna sem myndar andstæðu við ill örlög margra þeirra ... Það er stórkostleg upplifun að lesa Drauma á jörðu og þolir reyndar samjöfnuð við meistarann Laxness.“ Draumar á jörðu kom út hjá Máli og menningu árið 2000. Draumar á jörðu eftir Einar Má Guðmundsson „Stór- kostleg upplifun“ Einar Már Guðmundsson BAROKKHÓPURINN flytur franska barokktónlist frá 17. og 18. öld í áskriftaröð Salarins í Kópavogi, Tíbrá, á morgun, laugardag, kl. 16. Tónleikarnir bera yfirskriftina jólabarokk, en um 11 ára skeið hefur skapast hefð fyrir tónleikum á aðventunni undir þessu heiti. Jólabarokk hóf göngu sína í Laugarnes- kirkju árið 1990 að tilstuðlan þeirra Guðrúnar S. Birgisdóttur og Elínar Guðmundsdóttur. Þegar Kópa- vogsbær hóf að skipuleggja tónleika í Gerðarsafni og í Digraneskirkju árið 1994 fengu þessir tónleikar þar inni og svo áfram í Salnum eftir opnun hans árið 1999. Barokkhópurinn hefur starfað saman meira og minna í yfir 10 ár og hann skipa þau Guðrún S. Birg- isdóttir og Martial Nardeau sem leika á travers- flautur (tré-þverflautur), Camilla Söderberg á blokk- flautur, Peter Tompkins á barokkóbó, Elín Guð- mundsdóttir á sembal, Snorri Örn Snorrason á teorbu (bassalútu) og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á víóla da gamba. Tónleikarnir eru jafnframt útgáfutónleikar á geisladiskinum Bon Appetit en þar flytur hópurinn franska barokktónlist eftir Marin Marais, Joseph Bod- in de Boismortier, Jean-Marie Leclair o.fl. Auk laga af plötunni verða flutt önnur verk. Morgunblaðið/Sverrir Tónlistarhópurinn sem flytur jólabarokk í Salnum í Kópavogi á morgun. Hið árlega jólabarokk í Salnum VETRARHÁTÍÐ í Reykjavík verð- ur haldin í annað sinn dagana 27. febrúar til 2. mars nk. en ráðgert er að gera hana að árvissum viðburði sem lífgi upp á borgarlífið á vetr- armánuðum á sama hátt og Menn- ingarnótt gerir í sumarlok. Stefnt er að því að allar helstu menningar- og menntastofnanir á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í há- tíðinni með einum eða öðrum hætti. Fleiri verða hvattir til þátttöku, til að mynda íþróttafélög, samtök lista- manna, hverfasamtök, verslanir, veitingastaðir og fjölmargir aðrir. Leitast verður við að dagskráin endurspegli fjölbreytt mannlíf borg- arinnar er dag tekur að lengja. Þegar er farin af stað hugmynda- samkeppni um tillögur að dagskrár- atriðum á Vetrarhátíð. Viðurkenn- ingar verða veittar fyrir þrjár bestu hugmyndirnar: 100.000, 75.000 og 50.000 kr. Hugmyndir skulu merkt- ar Vetrarhátíð og berist til Höfuð- borgarstofu, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík, fyrir 10. desember 2002. Í verkefnisstjórn hátíðarinnar sitja Signý Pálsdóttir, menningar- málastjóri sem er formaður stjórn- ar, Ómar Einarsson, ÍTR, Guðjón Magnússon, Orkuveitu Reykjavík- ur, Felix Bergsson, leikari, Soffía Karsdóttir, Listasafni Reykjavíkur og Eva María Jónsdóttir, dagskrár- gerðarmaður. Tillögur að dagskrá á Vetrarhátíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.