Morgunblaðið - 29.11.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 29.11.2002, Síða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 33 JAPANSKI myndlistarmaðurinn Kazumasa Mikohami er fæddur í Aríta í Japan, en hefur síðastliðin 15 ár búið í Mílanó á Ítalíu. Í Gallerí Gangi stendur nú yfir sýning á fimm litlum verkum eftir listamanninn, skúlptúr og lágmyndum sem unnin eru í leir og máluð í skærum ákallandi litum. Skúlptúrinn er lítil blá stytta eða fígúra sem situr á hvítum kassa, sem festur er við vegginn, og heldur á hvítum hnoðrabolta. Blár liturinn hef- ur óhjákvæmilega tengingu við bláa byltingu franska listamannsins Yves Klein, sem á sjötta áratugnum hélt því fram að það eina sem gæti gefið okkur sýn á tómleika alheimsins væri djúpur blár litur. Klein dvaldi um ára- bil í Japan þar sem hann nam júdó, stundaði Zen-hugleiðslu og lærði þau fræði. Tenging á milli fígúru Miko- hami og bláu byltingar Klein er því ekki einungis í litnum heldur skerast sömu menningarlegu hefðir hjá báð- um listamönnunum. Í öðrum og stærri sýningarsölum hefur Mikohami bæði sýnt stórar blá- ar fígúrur og mikinn fjölda af litlum fígúrum sem allar halda á hvítum hnoðra. Í ganginum er aðeins þessi eina til sýnis ásamt gulu ávölu formi með litlum öngum sem líkist helst svampi úr djúphafinu og lágmyndum sem sýna þvögu af blómum. Verkin virðast öll sköpuð í heimi barnslegra ævintýra og drauma líkt og tíðkast í japanskri alþýðulist og hefur í dag fest sig í sessi hjá japanskri teikni- myndagerð, eins og við þekkjum í Pokemon-myndunum sem farið hafa sigurför um heim allan. Fegurð verk- anna er svo í lítillæti og auðmýkt sem djúpt er í japanskri menningu og finna má í nosturlegum smáblómum Mikohami, sem líkja má við lítil og vel klippt bonsai-tré. Það er einkennilegt að heimagallerí eins og Gallerí Gangur skuli hafa al- þjóðlegri sýningarstefnu en önnur gallerí á Íslandi. Þykir mér það oft miður að aðstæður geri Ganginn að frekar lokuðu kúlt-galleríi þar sem al- menningur á ekki greiðan aðgang að sýningum, sérstaklega þegar sýning- ar sem þessi eru í boði, þar sem verk- in geta bæði höfðað til listþenkjandi manna og þeirra sem lítið spá í listir en hafa bara ánægju af fögrum hlut- um. Vissulega er öllum frjálst að hringja í Helga Þorgils og Margréti Lísu, sem reka galleríið heima hjá sér, og óska eftir að fá að skoða sýn- ingu. En fæstir sem ekki þekkja til hjónanna virðast reiðubúnir til að gera það. Smágerð fegurð Blá fígúra eftir Kazumasa Miko- hami. MYNDLIST Gallerí Gangur Galleríið er opið eftir samkomulagi. Sýningu lýkur í árslok. LEIRSKÚLPTÚRAR OG LÁGMYNDIR KAZUMASA MIKOHAMI Jón B. K. Ransu VEFNAÐARLISTAKONAN Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson hefur verið búsett í Bandaríkjunum um árabil og sýnt þar fjórar einkasýn- ingar. Hún sýnir nú í fyrsta sinn hér á Íslandi, í Galleríi Sævars Karls. Sýn- inguna nefnir hún „Landslagsbrot“ og eru fyrirmyndir hennar teknar úr íslenskri náttúru. Verkin eru 11 tals- ins. Þau eru unnin úr silki og á all- langt ferli sér stað í gerð eins lista- verks, eða frá því að skissa er gerð í tvíriti, þræðir lagðir í uppistöðu og ívaf, þræðir málaðir með silkilitum, og myndin síðan ofin. Listakonan meðhöndlar veflistaverkin á afar malerískan hátt þar sem litaðir þræð- irnir skerast svo að í fjarlægð er eins og myndin hafi verið máluð í láréttum og lóðréttum rákum. Virðast litir jafnvel flæða saman svo halda mætti að fyrirmyndir Hildar væru í raun landslagsmálverk en ekki sjálft landslagið. Hér er um afburðaþroska í handverki að ræða sem auðvelt er að dást að, en sambærilegan þroska er ekki að finna í myndrænni túlkun listakonunnar. Að vissu leyti mætti sjá myndefnið og stílbrigðin sem póstmóderníska „íroníu“ í anda ull- arteppa eftir Rosemary Trockel eða Delft-bláa gaskúta belgíska lista- mannsins Wim Delvoy, en ég sé ekki betur en að listakonunni sé fullkom- lega alvara með myndræna túlkun sína, sem er frekar skammt á veg komin. Þau verk sem eru á mörkum hlutbundinna og óhlutbundinna mynda, eins og „Eyjar“, „Á“ og „Foss“ eru þó athyglisverðari en önn- ur, þar sem myndefnið sjálft vekur einhverja forvitni, en á heildina eru myndirnar sundraðar í ólíkum mód- ernískum stílbrigðum. Ofin málverk MYNDLIST / HANDÍÐ Gallerí Sævars Karls Sýningin er opin á verslunartíma og lýkur 5. desember. VEFNAÐARLIST HILDUR ÁSGEIRSDÓTTIR JÓNSSON „Eyjafjallajökull“ eftir Hildi Ásgeirsdóttur Jónsson. Jón B.K. Ransu LAUGAVEGI 53, SÍMI 551 4884 Snorrabraut 38, sími 562 4362 Kápur stuttar og síðar Fullt af tilboðum Ullarjakkar frá kr. 7.900 Mokkakápur frá kr. 9.990 Komið og skoðið úrvalið HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS Þjónustudeild - Heimilisiðnaðarskólinn Laufásvegi 2, 101 Reykjavík, 551 5500, 551 7800 hfi@islandia.is www.islandia.is/~heimilisidnadur Opið mánudaga og fimmtudaga kl. 10-18 og langan laugardag kl. 13-17. Þjóðbúningar Allt í þjóðbúninga, skyrtu og svuntuefni, útsaumspakkningar o.fl. Námskeið í þjóðbúningasaum, baldýringu, knipli, útsaumi, þæfingu, tóvinnu o.fl. Gjafabréf - tilvalið til jólagjafa Laugavegi 29, s. 552 4320 Tifsagir 4 gerðir Mikið úrval af handverksbókum Jól Laugavegi 54, sími 552 5201 í FLASH Gallabuxur áður 7.990 nú 3.990 Stærðir 36-48 Bolir - toppar 50% afsláttur Aðeins þessa helgi Langur laugardagur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.