Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 35
líkanið
i verið
ólanna
ur sem
ikið og
„Ég er
hús þar
annan
di ein-
ar væri
skólan-
mönn-
ét.
iknilík-
gum til
kvæmt
MK átt
r, fyrir
r sam-
. Í fjár-
2003 er
3 millj-
K. Mar-
ðað við
di hins
rja út-
þessum
ljós og
mennta-
a við-
er búið
tvö ár
að end-
ð koma
þarfir,
“ sagði
ri hins
r.
ækkar
skóla-
s á Ak-
i boðið
rknám.
r mun
Dýrasta
dýrara
lti Jón
iknilík-
d. hefði
Þessi
breyting hefði haft mikla þýðingu
fyrir VMA og raunar hefði rekst-
urinn verið í jafnvægi miðað við
endurskoðað reiknilíkan ef fram-
lög til skólans hefðu ekki verið
skert um 24,5 milljónir í fjárlaga-
frumvarpinu fyrir næsta ár.
„Við sjáum því ekki fram á bjart-
ari tíma nema að mjög litlu leyti.
Hallareksturinn verður viðvar-
andi. Nú er komið að því að skera
burt þær deildir sem eru okkur
dýrastar óháð því hvað atvinnulífið
á svæðinu segir. Við getum ekki
lengur staðið undir þessum hug-
sjónarekstri. Þar vil ég nefna
sjúkraliðabraut, sem við höfum
rekið í góðri samvinnu við Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri, en
hún er dýr í rekstri. Ég vil einnig
nefna vélstjórnarbrautina. Sú
deild er ágætlega myndug hvað
varðar fjölda nemenda, en er dýr í
rekstri, sérstaklega þriðja og
fjórða stig vélstjóra,“ sagði Hjalti.
Hjalti sagði að sú stefna sem
hefði verið rekin þýddi að nám í
iðngreinum færðist í æ ríkari mæli
til Reykjavíkur. Nemendur sem
ekki ættu kost á námi við sitt hæfi í
heimabyggð sinni færu til náms í
Reykjavík og fæstir kæmu til aftur
til baka. Þetta mál væri því að
hluta til byggðamál.
Búnaður afskrifaður
á 24 árum
Lárus H. Bjarnason, skóla-
meistari Menntaskólans við
Hamrahlíð, hefur tekið þátt í að
endurskoða reiknilíkanið. Hann
sagði að upphaflega hefði verið
ætlunin að ljúka vinnunni á næsta
ári og á síðasta fundi starfshóps,
sem vann að málinu, hefði ekki ver-
ið komið samkomulag um alla
þætti málsins. Engu að síður hefðu
fjárveitingar í fjárlagafrumvarp-
inu verið ákveðnar samkvæmt
breyttu líkani. Hins vegar hefði
ekki verið sett aukið fjármagn í
framhaldsskólana, en það hefði
þurft að gera til að kosta nauðsyn-
legar breytingar á reiknilíkaninu.
Lárus sagði að þótt margt væri til
bóta í nýju líkani væri ýmislegt
sem hægt væri að gagnrýna. Hann
nefndi sem dæmi að reiknilíkanið
gerði ráð fyrir að afskriftarpró-
senta tækja og búnaðar væri
ákveðin 4%, sem þýddi að gert
væri ráð fyrir að hvert tæki og
annar búnaður entist í 24 ár. Hann
sagði einnig að fámennir skólar
gætu ekki uppfyllt
kröfur líkansins um
nýtingu á skólahús-
næði. Þá væri víða
skortur á kennurum
sem þýddi að yfir-
vinna væri meiri en líkanið gerði
ráð fyrir.
Lárus tók fram að þrengt væri
að framhaldsskólastiginu í heild og
bóknámsskólanir væru ekki af-
lögufærir. Hann sagði að nemend-
um í framhaldsskólum hefði fjölg-
að um 400 í haust samkvæmt tölum
framhaldsskólanna, en fjármála-
ráðuneytið virtist bera brigður á
þetta og viðurkenndi aðeins fjölg-
un um 80. Fjárveitingar væru
ákveðnar í samræmi við að nemum
fjölgaði um 80 en ekki 400.
Lárus sagði að menn yrðu að
horfast í augu við kostnaðinn af
rekstri verkmenntanáms. „Stjórn-
málamenn eiga að taka ákvörðun
um hvort þetta nám er í boði. Það
er þeirra hlutverk að setja leik-
reglur um hvers konar samfélag
þeir vilja búa okkur. Það á ekki að
vera á verksviði skólameistara að
ákveða hvort boðið er upp á þetta
nám,“ sagði Lárus.
Í nýlegri skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um ríkisreikning 2001 er
fjallað um rekstur framhaldsskól-
anna. Bent er á að sumir fram-
haldsskólar hafi verið reknir með
tapi ár eftir ár. Ríkisendurskoð-
andi minnir í þessu sambandi á
ákvæði 38. gr. laga um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins, en
þar segir: „Ef útgjöld fara fram úr
fjárlagaheimildum, verkefnum
stofnunar er ekki sinnt sem skyldi
eða þjónusta hennar telst óviðun-
andi getur ráðherra veitt forstöðu-
manni áminningu skv. 21. gr. eða
veitt honum lausn frá embætti skv.
VI. kafla ef hann hefur gerst sekur
um ítrekaða eða stórfellda van-
rækslu í starfi með þeim hætti sem
að framan er lýst.“
ristján
nta-
að
t
m
erk-
gna
kur-
ri og
koð-
ri.
Fjárveitingar
ekki í samræmi
við fjölgun
UNDANFARIN ár hafaverið ævintýri líkust áBifröst að mati RunólfsÁgústssonar rektors
Viðskiptaháskólans. Hann og aðrir
sem tóku til máls í gær við vígslu
nýs skólahúss á Bifröst lögðu
áherslu á hina undrahröðu upp-
byggingu háskólans og staðarins í
heild og hve mikið nýja skólabygg-
ingin eigi eftir að breyta aðstöðu
nemenda. Margir hefðu komið að
verki, skýr stefna mörkuð og unnið
að settum markmiðum af einurð og
krafti.
Fjöldi fólks var viðstaddur vígsl-
una en jafnframt voru nýir nem-
endagarðar og kaffihús formlega
tekið í notkun í gær. Fyrr í haust
var opnaður nýr leikskóli á Bif-
röst, verslun og bankaafgreiðsla.
Athöfnina setti Guðjón Auðuns-
son, formaður stjórnar Við-
skiptaháskólans. Að því loknu tók
Runólfur Ágústsson rektor til
máls. Hann vitnaði í gamlan Borg-
firðing í upphafi ræðu sinnar sem
hann hafði heyrt segja fyrir
skömmu að það stykki enginn
hærra en hann hugsaði. Og víst er
að hugsað hefur verið hátt ef
marka má þann skamma tíma sem
tók að byggja nýja skólahúsið.
Upphafið má rekja til þarfagrein-
ingar sem gerð var vorið 2001, en
nú í lok árs 2002 hefur nýja skóla-
húsið þegar verið tekið til notk-
unar.
Húsið var hannað af arkitekta-
stofunni Studio Granda en Línu-
hönnun sá um burðarþolshönnun,
Fjarhitun um loftræstingu og
pípulagnir, Verkfræðistofa Jó-
hanns Indriðasonar um rafmagns-
hönnun og Línuhönnun um hljóð-
vist. Verktaki var Sólfell ehf.
Ellefu mánuðir frá
fyrstu skóflustungu
Björn Bjarnason, þáverandi
menntamálaráðherra, tók fyrstu
skóflustunguna að húsinu fyrir
réttum 11 mánuðum. Framkvæmd-
ir hófust um miðjan janúar á þessu
ári og þeim lauk í gær kl. 14 eins
og Runólfur komst að orði. Kostn-
aður við bygginguna nemur 210
milljónum króna, eða 180 þúsund
kr. á fermetra og er þá miðað við
fullbúið hús með tækjum og bún-
aði. Húsið er 1.190 fermetrar að
stærð.
Runólfur þakkaði öllum sem að
byggingunni komu fyrir vel unnin
störf og afhenti síðan Hannesi
Heiðarssyni yfirsmiði ferð fyrir
tvo til Evrópuborgar að eigin vali,
því eins og Runólfur sagði vildi
skólinn leggja sitt af mörkum til
að hann og konan hans gætu eytt
tíma saman. Konan hans hefði
varla séð hann í heilt ár, því hann
hafi alltaf verið til staðar á meðan
á byggingunni stóð.
Runólfur vildi einnig sérstaklega
þakka þeim Birni Bjarnasyni, fyrr-
verandi menntamálaráðherra, og
Guðmundi Bjarnasyni, forstöðu-
manni Íbúðalánasjóðs, sem hann
sagði hafa stutt dyggilega við alla
uppbyggingu skólans og haft trú á
henni.
Ráðherrar og þingmenn upp-
teknir við atkvæðagreiðslu
Ráðherrar og alþingismenn sem
ætluðu að vera viðstaddir vígsluat-
höfnina komust ekki fyrr en í lok
hennar eða á eftir vegna afgreiðslu
aukafjárlaga á Alþingi en Guð-
mundur Árnason ráðuneytisstjóri
menntamálaráðuneytisins flutti
ræðu Tómasar Inga Olrich
menntamálaráðherra.
Í ræðunni kom m.a. fram hve
starfsemi og mannlíf væri orðið
fjölbreytt á Bifröst í kjölfar þess-
arar miklu uppbyggingar. Sérstak-
lega vekti athygli hversu tækni-
væddur skólinn væri og næði sú
athygli út fyrir landsteinana.
Hvatti Guðmundur f.h. mennta-
málaráðherra skólann til að halda
áfram á þeirri braut. Einnig kom
fram að Viðskiptaháskólinn á Bif-
röst væri einstakt dæmi um efl-
ingu skólastarfs og góð tengsl við
atvinnulífið. Þá hefði komið í ljós
að þéttbýli væri ekki forsenda fyr-
ir uppbyggingu slíks menntaset-
urs. Að lokum benti hann á að
engum dyldist hversu víðtæk áhrif
skólinn hefði á menntun og upp-
byggingu á Vesturlandi.
Séra Þorbjörn Hlynur Árnason,
prófastur Borgarfjarðarprófasts-
dæmis, blessaði húsið og flutti Bif-
restingum árnaðaróskir og óskaði
þeim velfarnaðar í nýja húsinu. Þá
léku þau Guðrún Birgisdóttir á
flautu og Pétur Grétarsson á gítar
fyrir gesti.
Afhenti bókasafn
Frú Guðlaug Einarsdóttir sté
því næst í pontu og afhenti form-
lega bókasafn Guðmundar Sveins-
sonar, fyrrverandi rektors á Bif-
röst. Því hefur verið komið fyrir í
sérstöku herbergi í húsinu, svo-
kallaðri Guðmundarstofu, sem
Guðlaug opnaði formlega við þetta
tækifæri. Magnús Árni Magnússon
aðstoðarrektor las ræðu Jóns
Kristjánssonar heilbrigðisráðherra
í fjarveru hans, en í ræðunni
minntist Jón Guðmundar sem var
rektor er hann stundaði nám á Bif-
röst. Árnaðaróskir fluttu einnig
Bárður Örn Gunnarsson, formaður
Skólafélagsins á Bifröst, fyrir
hönd nemenda og Páll Skúlason,
rektor Háskóla Íslands, fyrir hönd
stjórnar háskólasamfélagsins, en
viðstaddir voru auk hans rektorar
allra háskólanna á Íslandi nema
Háskólans á Akureyri, en hann var
forfallaður. Þá afhenti Gísli Kjart-
ansson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Mýrasýslu skólanum málverk að
gjöf, en það málaði Einar Ingi-
mundarson af Bifröst áður en nú-
verandi uppbygging hófst. Þá af-
henti Sigurður Guðmundsson hjá
Sólfelli skólanum styttu í þakklæt-
isskyni fyrir gott samstarf.
Að athöfninni lokinni var gest-
um boðið að þiggja veitingar ýmist
í gamla hátíðarsalnum þar sem
leikin var dinnertónlist eða í nýja
Kaffihúsinu þar sem jafnframt var
hægt að hlusta á jasshljómsveit
spila. Fjölmörg börn komu saman
eftir athöfnina í nýja salnum,
Hriflu, þar sem þau fengu að horfa
á teiknimynd á stóru tjaldi.
Nýtt hús á Bifröst ger-
breytir aðstöðu nemenda
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Guðlaug Einarsdóttir og Runólfur Ágústsson eru hér í Guðmundarstofu.
STEVE Christer arkitekt, sem ásamt Margréti Harð-
ardóttur og samstarfsfólki á Studio Granda hannaði
nýju skólabygginguna á Bifröst, skýrði fyrir gestum
atburðarásina. Vakti erindi hans mikla kátínu enda
var létt yfir Steve og lét hann ýmislegt flakka. Hann
lýsti samskiptum sínum við Runólf Ágústsson rektor
sérstaklega skemmtilega og sagði m.a. að Runólfi
hefði fundist fyrstu tillögur að byggingunni „leið-
inlegar“. Það hefði hins vegar bjargað þeim að honum
hefði fundist tillögur frá öðrum leiðinlegar líka.
„Það gekk á ýmsu,“ sagði Steve. „Og eftir nokkrar
leiðinlegar tillögur og eftir fjórðu tilraun til hönn-
unar á húsinu hafði Runólfur misst þolinmæðina.
Hugmyndir hans voru að byggja til framtíðar með
möguleikum á breytingum á húsnæðinu eftir þörfum.
Hann bauð Birni Bjarnasyni að koma og taka skóflu-
stungu að byggingunni en þá voru engar teikningar
tilbúnar. Ekki fallegt, Runólfur,“ sagði hann. Steve
sagði að Runólfur væri mjög metnaðarfullur rektor.
„En það kostar mikið að vera metnaðarfullur en ég
get sagt ykkur að í raun og veru er veskið hans Run-
ólfs mjög lítið.“ Steve hrósaði iðnaðarmönnunum mik-
ið og sýndi myndir af þeim þar sem þeir voru að vinna
úti í glaðasólskini á stuttermabol. „En þeir eru ekki
alltaf að vinna í sól og á stuttermabol því þeir unnu
líka í grenjandi rigningu og í frosti.“ Að lokum sagði
hann: „Það sem ég lærði af þessu verkefni er að mikið
traust og mikil trú og góð samvinna getur flutt fjöll.“
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Steve Christer arkitekt flutti ávarp við vígsluna í gær.
Ekki fallegt, Runólfur!
ENGIN niðurstaða varð af
fundi háskólarektora á Bif-
röst í gær. Þar var fjallað um
ágreining sem kom upp eftir
að Páll Skúlason, rektor Há-
skóla Íslands, sendi mennta-
málaráðherra tillögur nefnd-
ar um breytingu á lögum
skóla á háskólastigi. Hafa
nokkrir rektorar vísað því á
bug að HÍ sé eini rannsókna-
háskólinn á Íslandi og hafa
m.a. sagt að með engu móti sé
hægt að skilja rannsókna-
starfsemi í frá kennslu.
Runólfur Ágústsson sagði
að umræður á fundinum hefðu
verið opnar og hreinskilnar
en engin niðurstaða hefði
fengist.
Engin nið-
urstaða á
fundi rekt-
ora háskóla