Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hákon Í. Jónssonvar fæddur í
Reykjavík 1. nóvem-
ber 1912. Hann and-
aðist á Landspítalan-
um 19. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Þórunn Eyjólfsdóttir,
f. 1884, d. 1954, og
Jón Jónsson, f. 1881,
d. 1963. Systkini Há-
konar voru: Sigur-
jón, f. 1909, Valgerð-
ur, f. 1914 (látin),
Soffía Eygló, f. 1916
(látin), Óli Björgvin,
f. 1918, og Guðbjörn, f. 1921.
Hákon kvæntist 23. 8. 1941 Ólaf-
íu Árnadóttur, f. 23. 11. 1916, dótt-
eru þeirra börn: a) Hákon, f. 1968.
b) Hrund, f. 1978.
Hákon ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur (Bráðræðisholti).
Hann stundaði barnaskólanám í
Miðbæjarbarnaskólanum og byrj-
aði einnig ungur að æfa frjálsar
íþróttir og knattspyrnu með KR.
Síðan hóf hann nám í málaraiðn hjá
Kristni E. Andréssyni málarameist-
ara og lauk því námi og sveinsprófi
frá Iðnskólanum í Reykjavík 1935.
Hann starfaði síðan í samvinnu við
málarameistarana Gísla Þorvarð-
arson, Jón Björnsson og Ásgeir J.
Jakobsson til ársins 1961 en var síð-
an með sjálfstæðan atvinnurekstur.
Hákon hafði mikinn áhuga á mynd-
list og stundaði m.a. nám hjá mynd-
listarmönnunum Finni Jónssyni,
Jóhanni Briem og Þorvaldi Skúla-
syni og málaði talsvert af myndum
á fyrri hluta ævinnar.
Útför Hákonar fer fram frá Ár-
bæjarkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
ur hjónanna Guðríðar
Jónsdóttur, f. 1882, d.
1978, og Árna Ólafs-
sonar, f. 1881, d. 1943.
Dætur Hákonar og
Ólafíu eru: 1) Bára, f.
21. 4. 1946, var gift
Sævari Má Steingríms-
syni, f. 28. 6. 1943, d.
2000, og eru þeirra
börn: a) Hrönn, f. 1966,
gift Arnari Ingasyni, f.
1962, og eru þeirra
börn: Harpa Sif, f.
1987, og Ómar Þór, f.
1992. b) Drífa, f. 1971.
c) Sævar Már, f. 1973,
og er hans dóttir Kara Björk, f.
2000. 2) Sjöfn, f. 27. 10. 1948, gift
Jóni Sigurjónssyni, f. 22. 1. 1948, og
Það er kúnst að vera góður íþrótta-
maður bæði í leik og starfi. Ég er
þess fullviss að tengdafaðir minn og
vinur kunni þessa kúnst. Frá blautu
barnsbeini þar til yfir lauk, í liðlega
90 ár, var hann sannur íþróttamaður.
Sannir íþróttamenn eru góðir menn.
Að alast upp á Bráðræðisholtinu
fyrrihluta síðustu aldar þýddi að að-
eins var um eitt að ræða, að verða
KR-ingur. Á sínum yngri árum var
Hákon frábær hlaupari og knatt-
spyrnumaður. En lífsbaráttan var
hörð á þessum árum og Hákon ein-
beitti kröftum sínum í að vinna við
sína erfiðu málaraiðn. Hákoni var
ekki sama hvernig húsin voru máluð,
hann var með afbrigðum listfengur
og vandvirkur og skoðaði hvert verk
niður í kjölinn, enda var hann eftir-
sóttur málari. Hákon stundaði mynd-
listarnám á sínum yngri árum og var
mjög liðtækur á því sviði.
Öll list var honum hjartfólgin og
þakka ég honum fyrir að leiðbeina
mér á þeirri braut.
Hákon var mikill húmoristi og var
alltaf stutt í góða skapið. Í minning-
unni lifa ótal skemmtilegar stundir
þar sem hann skapaði frábæra
stemmningu með sinni léttu lund.
Hákon og Lóa byggðu sér glæsi-
legt heimili á Laugateigi 52 og
bjuggu þar í 45 ár þar til þau fluttu í
íbúð fyrir eldri borgara í Hraunbæ
103.
Það var gæfa fyrir þau hjón að
flytja í Hraunbæinn og eyða síðustu
æviárunum saman í áhyggjulausu
umhverfi. Það voru ófáir göngu-
túrarnir sem þau hjón fóru niður að
Elliðaánum en Elliðaá var ein af
mörgum uppáhaldsveiðiám Hákonar.
Ég þakka þér fyrir, Hákon minn, að
taka okkur strákana með í Elliðaárn-
ar og kenna okkur veiðilist.
Eins og ég minntist á í upphafi var
Hákon íþróttamaður en síðustu árin
naut hann þess að geta stundað leik-
fimi og boddsý í félagsmiðstöð eldri
borgara í Hraunbænum. Nú síðustu
mánuðina var sjónin svo til farin og
var það mikið áfall fyrir hann, þar
sem hann gat ekki lengur fylgst með
íþróttunum í sjónvarpinu og tekið
þátt í leikfiminni. Það vissu fáir að þú
áttir þitt eigið æfingasvæði sem þú
notaðir til að halda þreki og spengi-
legu útliti allt til æviloka, en þetta æf-
ingasvæði var stigagangurinn í
Hraunbænum. Þú brunaðir upp og
niður tíu hæða blokkina eins og ekk-
ert væri.
Ég votta tengdamóður minni og
fjölskyldunni mína dýpstu samúð.
Minningin um góðan dreng lifir.
Jón Sigurjónsson.
Það var á haustdögum árið 1945 að
undirritaður fór til Reykjavíkur með
þeim ásetningi að læra einhverja iðn-
grein. Á þessum tíma var mikið byggt
á höfuðborgarsvæðinu. Hér var ég
mættur „til þjónustu reiðubúinn“.
Þá var komið að því að finna meist-
ara í einhverri iðngrein sem vildi taka
mig sem nemanda. Ég sá auglýst eft-
ir nema í málaraiðn og hringdi og var
boðaður í viðtal um kvöldið. Þessi fyr-
irhugaði samfundur olli mér nokkr-
um áhyggjum. Ég sá fyrir mér virðu-
legan miðaldra mann og rann þá upp
fyrir mér að í sveitinni var venja að
viðhafa þéringar er rætt var við þá
sem stóðu manni ofar í virðingarstig-
anum. Var ég illa að mér í þeirri mál-
fræði, en stóð frammi fyrir því að láta
á það reyna. Er komið var á áfanga-
stað hringdi ég dyrabjöllunni, hurðin
opnaðist og fyrir framan mig stóð
glæsilegur ungur maður. Mér vafðist
tunga um tönn og þéringamálfræðin
stóð föst í hálsinum. Viðmælandi sá
vandkvæði mín, rétti mér höndina og
sagði brosandi: „Eigum við ekki bara
að segja þú?“ Þá var þungu fargi af
mér létt og ég var ráðinn til reynslu.
Að hafa gaman af að lifa lífinu var
sterkur þáttur í lífsstíl Hákons, hann
var mikill húmoristi sem leitaðist við
að finna skoplegu hliðina á því sem
var rætt, hnyttinn í tilsvörum, allar
frásagnir fengu mjúka lendingu í
hans meðförum. Í mínum huga eru
fyrstu kynni af honum og samskiptin
við vinnufélagana á fyrsta námsári
sérlega minnisstæð, eins konar
vendipunktur á mínu lífi. Þar mótað-
ist ný lífssýn sem tengist vinnuhópn-
um.
Áhugi Hákons beindist að flestu
sem tengdist mannlegum samskipt-
um. Hann var félagslega sinnaður og
virti þær leikreglur sem þar giltu.
Hann var áhugamaður um íþróttir al-
mennt.
Hann Hákon var fjölhæfur fag-
maður, hafði næma tilfinningu fyrir
litum og formum og átti traust þeirra
sem hann vann fyrir.
Í frístundum málaði hann myndir,
einkum á yngri árum. Við eigum
mynd eftir Hákon sem er einkar eft-
irsótt innan fjölskyldunnar.
Fyrir sex árum fluttum við hjónin í
Hraunbæ 103 þar sem Hákon og Lóa
voru fyrir og nálægðin við þau hefur
verið notaleg.
Hann hefur tekið þátt í félagslífi
hér á staðnum allt til þess að sjónin
var næstum horfin. Margir hér í hús-
inu sakna þessa síunga virðulega
manns. Hann varð níræður 1. nóv-
ember síðastliðinn. Ég hitti hann
hressan að vanda eftir afmælið og
þótt aldurinn væri hár kom kallið
óvænt. Á laugardag var hann fluttur
veikur á sjúkrahús og á þriðjudag var
hann allur.
Ég er stoltur af því að vera fyrsti
„nemandi“ hans Hákons og af honum
lærði ég fleira en að halda á pensli.
Við hjónin sendum Lóu samúðar-
og vináttukveðjur og einnig dætrun-
um Báru og Sjöfn og fjölskyldum
þeirra.
Hjálmar og Stefanía.
Það er með virðingu og söknuði
sem ég minnist þín, elsku afi minn.
Virðingu vegna þess hversu góður
maður þú varst og söknuði yfir því að
eiga ekki eftir að hitta þig aftur í
þessu jarðlífi. Þú hefur verið órofa
partur af mínu lífi allt frá því ég man
eftir mér. Sumar af mínum fyrstu
minningum tengjast okkur í fótbolta
eða glímu og það skemmtilegasta
sem ég gerði sem barn var að hlusta á
sögurnar þínar frá því að þú varst lít-
ill. Þú varst mikill tónlistar- og list-
unnandi og þegar ég hafði aldur til
kynntir þú mig inn í þann heim. Ég
mun aldrei gleyma öllum góðu stund-
unum þegar við fórum á tónleika eða
skoðuðum listsýningar og þú fræddir
mig um hina ýmsu strauma og stefn-
ur.
Knattspyrnan var alla tíð eitt þitt
helsta áhugamál og það voru ófáir
stórleikirnir sem við fylgdumst með
saman og ræddum svo fram og til
baka að þeim loknum. Þú varst líka
veiðimaður af mikilli ástríðu og
margar mínar kærustu minningar
eru frá veiðitúrunum sem við fórum í
saman og þú kenndir mér að kasta
flugunni og lesa árnar og vötnin.
Þó að við höfum gert svo margt
saman mun ég þó sakna mest að hitta
þig ekki lengur fyrir í Hraunbænum
til að spjalla um allt milli himins og
jarðar því þótt við værum hvor af
sinni kynslóðinni vorum við góðir vin-
ir. Þannig mun ég minnast þín, elsku
afi minn, sem góðs manns og góðs
vinar. Guð geymi þig.
Hákon.
Þegar ég lít aftur til bernsku minn-
ar tengjast margar minningar Há-
koni afa. Hann var mér alltaf einstak-
lega góður og þolinmóður. Man ég vel
eftir öllum sögustundunum, listatím-
unum og feluleikjunum. Einnig þegar
hann kenndi mér að dansa Óla skans
og valhoppa.
Þegar ég var lítil var ég í píanótím-
um. Námið gekk eins og við var að
búast, vel þegar ég var dugleg að æfa
mig og verr þegar ég sleppti því.
Öðru hvoru voru haldnir tónleikar í
Tónlistarskólanum þar sem vinum og
vandamönnum var boðið að hlýða á
undrabörnin. Aldrei fékk neinn að
fylgja mér annar en afi minn. Aðrir í
fjölskyldunni urðu að láta sér vitn-
isburð hans nægja. Ég hef grun um
að sá vitnisburður hafi oft verið betri
en efni stóðu til. Afi var alltaf til stað-
ar þegar á þurfti að halda og aldrei
var langt í góða skapið hjá honum.
Gjarnan var slegið á létta strengi
okkar á milli enda var húmorinn í lagi
hjá honum alla tíð.
Afi var mjög listhneigður og mál-
aði fjölda mynda. Ég hef verið svo
heppin að eignast verk eftir hann og
er það mér mjög dýrmætt. Ég þekkti
ástkæran afa minn sem uppalanda,
en ég get líka séð fyrir mér lista-
manninn Hákon Ísfeld Jónsson þeg-
ar ég virði fyrir mér myndirnar hans.
Afi minn, ég þakka þér innilega
fyrir samfylgdina og allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Blessuð sé minning þín.
Hrund Jónsdóttir.
Elsku afi. Það er mikill söknuður
sem býr í brjóstum okkar nú þegar
þú hefur yfirgefið hinn veraldlega
heim og lagst í hinstu hvílu. En eftir
standa allar minningarnar sem létta
á sorginni og munu ylja okkur um
ókomna tíð. Við munum ávallt minn-
ast þess hve góður þú varst við okkur
barnabörnin. Hvernig sem við reyn-
um, getum við ekki munað eftir þér
reiðum eða í vondu skapi. Þú hafðir
allt sem góður afi getur boðið, ljúf-
mennsku, húmor, varst ætíð léttur í
lund en um leið ráðagóður og fræð-
andi.
Það lýsir miklu umburðarlyndi og
skopskyni að þú skulir ekki hafa
kippt þér upp við að ungur pjakkur í
aftursætinu skyldi slá þig í hnakkann
fyrir að hleypa ónefndum tengdasyni
fram úr.
Frásagnarhæfni þín hélt okkur
ávallt föngnum þegar þú varst að
segja sögur af uppvexti þínum, knatt-
spyrnu og frjálsíþróttaiðkun, veiði-
ferðum, skopsögum eða bara að
fræða okkur um lífið og tilveruna.
Það breyttist lítið eftir að við slit-
um barnsskónum, alltaf tóku þið
amma jafn vel á móti okkur og ekki
slegið af í dekrinu, bætt í ef eitthvað
er. Um leið og maki eða börn komu í
fjölskylduna fengu þau að upplifa
sömu hlýjuna og kærleikann sem við
höfum ávallt notið og munum njóta
áfram hjá ömmu.
Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi
vona og drauma’, er þrýtur rökkurstíginn.
Sjá hina helgu glóð af arineldi
eilífa kærleikans á bak við skýin.
Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi,
kemur upp fegri sól, er þessi’ er hnigin.
(J. J.Smári)
Elsku afi, við munum ávallt njóta
góðs af því fjölmarga sem þú hefur
lagt okkur í lið öll þessi björtu ár.
Lífsviðhorf þín og gildi er veganesti
sem við munum nærast á um ókomna
tíð.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Guð blessi þig.
Hrönn, Drífa og Sævar Már.
HÁKON Í.
JÓNSSON
Mér hlotnaðist sú gæfa að kynnast
Carol Speedie fyrir um tveimur árum
þegar hún flutti ásamt fjölskyldu
sinni til Breiðdalsvíkur. Það tókst
fljótlega með þeim Allý systur minni
góð vinátta. Það var auðvelt að kynn-
ast Carol og hún var afskaplega heil-
steypt og ljúf kona. Það var gaman að
ræða við hana, hún bjó yfir þeirri gáfu
að geta létt manni lundina með góða
skapinu sínu.
Hún gat yfirleitt séð spaugilegu
hliðina á öllu. Eitt sinn vorum við Allý
að baka kleinur þegar hún rak inn
nefið, sagðist hafa runnið á ilminn og
væri komin til að stela nokkrum
kleinum. Siggi væri að koma heim af
sjónum og hana langaði að gefa hon-
um kleinur og monta sig af því hversu
dugleg hún væri, hefði bara bakað
kleinur sisona. Verst væri með stei-
karlyktina, hún væri auðvitað ekki í
húsinu hennar svo sennilega kæmist
hann að hinu sanna. Hvort við gætum
kannski flutt pottinn yfir til hennar og
steikt nokkrar kleinur þar. Svo hló
hún lifandis skelfing. Eftir þetta tal-
aði hún um að hún þyrfti að endur-
gjalda kleinurnar og bjóða okkur í
grillveislu sem hún og gerði.
Carol var höfðingi heim að sækja,
mjög gestrisin og hafði gaman af því
að bjóða fólki heim. Hversu stutt er-
indi ég sem átti til hennar varð ekki
hjá því komist að þiggja kaffi og það
var alltaf andleg og líkamleg næring í
kaffinu hennar Carol.
CAROL
SPEEDIE
✝ Carol Speediefæddist Zim-
babve í Suður-Afríku
9. mars 1964. Hún
lést á heimili sínu á
Breiðdalsvík 21. nóv-
ember síðastliðinn.
Eftirlifandi eigin-
maður Carol er Sig-
urður H. Garðars-
son, f. 4. apríl 1960.
Börn þeirra eru
Tómas Patrik, Hel-
ena og Lísa, f. 18.
desember 1996.
Útför Carol verð-
ur gerð frá Digra-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Hún var mjög dug-
leg, það er ekki heiglum
hent að sinna uppeldi
þríbura eins vel og hún
gerði. Börnin hennar
eru einstaklega ljúf og
góð því Carol rataði
hinn gullna meðalveg
milli sanngirni og aga.
Maður getur varla ann-
að en velt fyrir sér til-
ganginum með því að
láta þessi yndislegu
börn missa móður sína
svona ung en við verð-
um að trúa því að hann
sé einhver. Carol verður
ávallt minnst í minni fjölskyldu sem
gleðigjafa og við minnumst hennar
með bros á vör og söknuð í hjarta.
Ég vil votta eiginmanni, börnum og
öðrum aðstandendum mína dýpstu
samúð.
Ragnheiður Arna
Höskuldsdóttir.
Carol Speedie kom yfir hálfa jarð-
arkringluna til að leita ævintýra í fjar-
lægu landi. Hún kom frá Suður-Afr-
íku til fiskvinnslu á Flateyri. Glaðleg
og brosmild, aðeins liðlega tvítug að
aldri kom hún í þetta litla þorp á Vest-
fjörðum. Hún vann strax hug og
hjarta íbúanna á Flateyri og glað-
værð hennar smitaði út frá sér. Fljót-
lega eftir komuna kynntist hún Sig-
urði Hauki Garðarssyni skipstjóra og
ástir tókust með þeim. Hún átti til að
sakna hins suðræna loftslags þegar
hörðustu vetrarveðrin börðu á Vest-
firðingum, en allt var það gleymt að
vori þegar hún fór að sinna garðinum
þeirra á Hjallaveginum þar sem þau
bjuggu sér fallegt heimili.
Örlögin höguðu því þannig að
vegna atvinnu Sigurðar fluttu þau bú-
ferlum til Reykjavíkur þar sem hann
nam við Sjómannaskólann.
Stóra jólagjöfin þeirra kom svo í
desember 1996 þegar þau eignuðust
þríburana, Helenu, Lísu og Tómas
Patrick. Þau höfðu lengi þráð að eign-
ast barn og fengu þríbura sem urðu
miklir sólargeislar fyrir fjölskylduna.
Þrátt fyrir þann eril og erfiði sem
fylgir því að vera með þrjú smábörn á
heimilinu var ávallt gaman að heim-
sækja þau og njóta gestrisni Carol og
Sigurðar. Hún gaf sér alltaf tíma til að
spjalla og alltaf var stutt í glaðværð-
ina. Hún naut þess augljóslega að fá
fólk í heimsókn og gerði vel við gesti
sína. Eftir að fjölskyldan flutti austur
á land til Breiðdalsvíkur þar sem Sig-
urður varð skipstjóri á öflugu skipi
minnkaði samband okkar en minning-
in um duglega og skemmtilega stelpu
lifir.
Ég sendi Sigurði og litlu börnunum
þremur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Þeirra harmur er mikill sem
og vina og vandamanna. Carol verður
minnst fyrir hlýju og glaðværð. Hún
var suðræn jurt sem skaut rótum við
ysta haf og lífgaði upp á íslenskt
mannlíf.
Guðmundur Sigurðsson
frá Flateyri.
Sárt þykir okkur að sitja hér og
skrifa kveðjuorð um Carol vinkonu
okkar.
Því viljum við saumaklúbbsvinkon-
ur hennar úr Reykjavík minnast
hennar með þessum orðum:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Carol við kveðjum þig með
söknuði og þökkum allar liðnar
ánægjustundir, minningin um þig
mun ætíð lifa.
Við sendum Sigga, Tómasi, Helenu
og Lísu innilegar samúðarkveðjur og
biðjum góðan Guð að styrkja þau í
þeirra miklu sorg.
Halldóra, Henný, Petrína,
Anna, Svanhildur, Guðríður
(Gígja) og Herdís.