Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 50

Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gyða Ólafsdóttirfæddist á Akra- nesi 7. júlí 1946. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 20. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Ólafur Guðjónsson, f. 11.9. 1915, d. 26.6. 1987, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 9.12. 1918. Bróðir Gyðu er Hörður, kvæntur Rósu Jónsdóttur. Gyða giftist 26.6. 1965 fyrri maka sín- um, Pétri Guðmunds- syni, þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Guðrún, f. 16.5. 1967, í sambúð með Jóni Sveinlaugssyni, f. 4.11. 1966. Barn þeirra er Gyða, f. 12.11. 1999. 2) Nanna, f. 10.11. 1969. Hinn 30.12. 1994 giftist Gyða eftirlifandi eiginmanni sínum, Halldóri Kjartanssyni, f. 26.11. 1941, en þau bjuggu saman í rúm 20 ár. Bróðir Halldórs er Gunnar, kvæntur Kristínu Stefánsdóttur. Foreldrar hans eru Kjartan Guð- jónsson, f. 2.12. 1911, d. 31.12. 1995, og Matthildur Pálsdóttir, f. 6.12. 1914. Gyða ólst upp á Akranesi og lauk þar landsprófi. Var í Húsmæðraskóla Reykjavíkur vetur- inn 1964–1965. Flutti til Reykjavík- ur 1965 og hefur bú- ið þar síðan. Hún vann alla sína starfs- ævi í Pennanum hf. að undanskildum þeim árum sem hún helgaði sig uppeldi dætranna, þá sérstaklega Nönnu sem er fötluð. Hún var mikill náttúruunnandi og hafði yndi af að ferðast innan- lands ásamt Halldóri á sumrin. Ekki var óalgengt að þau svæfu í 20–30 nætur í tjaldi á hverju sumri. Hún vann einnig í níu sum- ur sem ráðskona í fjallaferðum hjá Úlfari Jacobsen og í þeim ferð- um kynntust þau Halldór. Útför Gyðu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. (Tómas Guðm.) Mér duttu þessar yndislegu ljóð- línur í hug þegar ég frétti af láti þínu, Gyða mín. Enda eru þær mér kærar. Síðustu vikur sem þú hefur verið veik, hef ég hugsað mikið til þín, tengdadóttir, og alltaf vonað að lífið myndi sigra dauðann. En þó fór það svo, að hann sigraði að lokum. Þú varst sterk í gleði og sorg því öll reynum við hvort tveggja á okkar ævi. Þú fékkst þinn skammt af mót- læti í lífinu. Nú eru dimmir dagar og bráðum komin jól. Nú kem ég ekki til þín, Gyða, á aðfangadag, til að syngja sálmana fallegu um jólabarn- ið með Nönnu okkar, eða á annan í jólum með skyldfólki að veisluborði þínu og sonar míns. Borðandi kræs- ingar og svo reyndum við gestirnir að vera alltaf skemmtilegri en sá sem á undan var og þannig leið dag- urinn í gleði og söng. Ég mun alltaf minnast síðustu heimsóknar ykkar ömmu Gyðu, litlu Gyðu og sonar míns. Þegar barnið tveggja ára fór að stíga dansspor þegar hún heyrði hljómana úr píanóinu og leit á okkur tvær og við gerðum svo hið sama við mikla gleði litlu Gyðu. Kveðju okkar mun ég kenna litlu Gyðu þegar hún hefur vit til að skilja hana „bless í bili“ og fingurkoss. Ég mun ætíð minnast þín með gleði og mér dettur þá í hug þessi kveðja: Ég lít í anda liðna tíð, sem leynt í hjarta geymi sú ljúfa minning létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt Svo aldrei aldrei gleymi. (Halla Eyj. frá Laugabóli) Enn og aftur hjartans þakkir fyrir kynnin þín sem urðu alltof stutt. Ég vona að við eigum eftir að hittast aft- ur. Ég enda þetta með hinu dásam- lega ljóði Davíðs Stefánssonar Há- tíðarkantata: Þú mikli, eilífi andi sem í öllu og alstaðar býrð þinn er mátturinn, þitt er valdið, þín er öll heimsins dýrð. Þú ríktir frá upphafi alda, ert allra skapari og skjól, horfir um heima alla, hulin myrkri og sól ….. Allt lifandi lofsyngur þig, hvert barn, hvert blóm, þótt enginn skynji né skilji þinn skapandi leyndardóm. Matthildur Pálsdóttir. Það var árið 1965, að saman komu nokkrar ungar stúlkur, víðs vegar að af landinu, til þess að öðlast leikni í matargerð, saumum og þvottum í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Þar á meðal var hávaxin, tignarleg stúlka ofan af Akranesi, Gyða Ólafsdóttir, sem bjó á Vesturvallagötunni ásamt manni sínum, Pétri Guðmundssyni. Þær voru ekki margar í hópnum sem bjuggu í eigin íbúð, þannig að fljót- lega varð það svo, að við hinar sótt- um gjarnan heim til þeirra Péturs. Okkur Gyðu varð vel til vina og urð- um samstiga um margt. Seinna bjuggum við svo í næsta nágrenni í Árbænum þegar hann var að byggj- ast upp og á þeim árum voru íbú- arnir þar nánast eins og ein stór fjöl- skylda. Börnin fóru á milli íbúða, stigaganga og húsa og komu hvergi að lokuðum dyrum. Gyða og Pétur eignuðust tvær stúlkur, Guðrúnu og Nönnu. Guðrún var rólynd og umfram allt varkár. Hún rasaði aldrei að neinu, kannaði allt vel áður en hún tók ákvörðun um hvað gera skyldi. Ánægðust var hún grúskandi í bókum. Nanna fæddist eftir sex mánaða meðgöngu. Ég man það vel þegar ég hélt á henni í fyrsta sinni uppi á fæðingardeild að bakið hennar rúmaðist í lófanum mínum. Það verður ekki hjá því komist, að þegar lítið barn fæðist í heiminn svona löngu fyrir sinn tíma verða verulegar breytingar á heimilislífi fjölskyldunnar. Litla stúlkan var með ófullkomið taugakerfi og annar fótleggurinn ekki í mjaðmarliðnum. Hún var óvær og þurfti mikla umönnun. Fljótlega komust þau Pétur upp á lag með að rugga henni í vöggunni með öðrum fætinum með- an þau sinntu öðrum störfum. Nanna hefur verið bundin hjólastól alla tíð. Gyða hafði alltaf mikinn áhuga á að kynnast landinu sínu og þau Pét- ur réðu sig til starfa á sumrin hjá Úlfari Jacobsen, hann sem bílstjóri og hún sá um eldhúsbílinn. Þar með hafði hún möguleika á að ferðast og hún naut sín hvergi betur en í óbyggðum. Annars starfaði hún nán- ast óslitið frá 1965 hjá Pennanum. Svo kom að Gyða og Pétur slitu samvistum og eignuðust hvort um sig nýjan lífsförunaut. Gyða gekk í hjónaband með Halldóri Kjartans- syni jarðfræðingi og hélt hún upp- teknum hætti og ferðuðust þau sam- an um landið. Sumarævintýrin hófust oftast með ferð í hlíðar Esju í leit að fyrsta íslenska vorblóminu, vetrarblóminu. Þegar það var fundið var þeim ekki lengur til setunnar boðið. Og um hvítasunnuna var gjarnan farið í Fljótshlíðina eða á Snæfellsnesið. Ég sat hins vegar í bænum og horfði á snjókornin á veð- urkortinu í sjónvarpinu, glöð yfir að hafa ekki verið drifin með í þá ferð. En hvort sem snjóaði á þau eða sólin skein við þeim komu þau ætíð alsæl úr fyrstu ferð sumarsins. Fátt var skemmtilegra eða meira fræðandi en að ferðast með þeim Halldóri og Gyðu. Halldór var líka þaulreyndur fararstjóri og kunni skil á flestu því sem fyrir augu bar. Hann þekkti staði sem voru ekki í al- faraleið og taldi ekki eftir sér að sýna þá og segja sögu þeirra. Á ferðalögum okkar kom ég þess vegna á staði, sem ég hefði sennilega aldrei annars komið á. Og að lokinni dagsgöngu var gjarnan sest að kjöt- súpupottinum og eftir vel útilátna máltíð var tekið fram Trivial Pur- suit, kössunum dreift og spurningar flugu. Þegar ég horfi til baka var veðrið á þessum ferðum okkar alltaf eins og best verður á kosið. Þess vegna á ég erfitt með að skilja hvers vegna við erum í úlpum og með húf- ur á sumum myndunum í albúmun- um mínum. Fáir voru hjálpsamari en Gyða og Halldór. Þegar við hjónin hugðum á tíu daga ferð til London og vorum að vandræðast með fjögur börn og hund var ekkert eðlilegra en að bjarga því. Þau tóku það nauðsyn- legasta og fluttu búferlum inn á heimili okkar og gættu bús og barna meðan á þurfti að halda. Ekkert var sjálfsagðara. Svo kom að Gyða og Halldór tóku þá erfiðu ákvörðun að láta Nönnu frá sér og hún flutti á yndislegt sam- býli í Grundarlandi. Aldrei verður Guðnýju og starfsfólkinu þar nóg- samlega þakkað fyrir umönnun og elskulegheit. Guðrún færði svo móð- ur sinni litla nöfnu og sjaldan hef ég séð ánægðari og montnari ömmu og afa en þau Gyðu og Halldór. En lífið er ekki alltaf auðvelt og það hlóðust upp dökkir bólstrar á lofti. Það fór að bera á erfiðum veik- indum hjá Gyðu sem reyndust henni að lokum ofviða. Og eftir stöndum við hnípin og tómarúmið hjá okkur verður ekki fyllt. Nú gengur Gyða aðrar hlíðar en Esjuhlíðar þar sem vetrarblóm gróa í breiðum og hjá henni er komið eilíft sumar. Elsku Halldór, Guðrún og fjöl- skylda, Nanna, amma Nanna á Akranesi, Hörður og Rósa. Við Jó- hannes sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum ykkur huggunar og blessunar í sorg- inni. Anna Hallgrímsdóttir. Það er með söknuði í huga sem ég skrifa þessi kveðjuorð um Gyðu vin- konu mína. Fyrstu kynni okkar voru fyrir tæpum tuttugu árum, þegar hún og Halldór föðurbróðir minn hófu sambúð. Ég minnist þess hvað hún og fjölskylda hennar var ánægjuleg viðbót við fjölskyldu okk- ar. Greinilegt var að Halldór hafði vandað vel valið á konu sinni. Gyða var fædd og uppalin á Akranesi og hafði m.a. í gegnum störf sín í ferða- mennsku kynnst landinu okkar bet- ur en flestir aðrir. Hún hafði þann hæfileika að geta brugðið upp ljóslifandi myndum af því sem fyrir augum bar, og skipti ekki máli hvort um var að ræða at- burði sem gerðust fyrir löngu eða skömmu síðan, frásögn hennar bar vitni um greind og kímnigáfu sem varla er á hvers manns færi. Sjálfur bjó ég úti á landi á táningsárunum, og því kom sér vel að geta gist hjá Halldóri og Gyðu þegar t.d. starfs- kynningar eða íþróttaæfingar voru í höfuðstaðnum. Þó að heimur ung- lingsins hafi stundum verið nokkuð frábrugðinn heimi fullorðna fólks- ins, þá mætti ég ávallt sérlega vina- legu viðmóti á heimili þeirra. Það átti ekki eftir að breytast í áranna rás, hvort sem um var að ræða jóla- hlaðborð öðrum í jólum, eða kvöld- kaffi í miðri viku, allt lék í höndum hennar Gyðu Ólafsdóttur. Hún var einstaklega hlý persóna, og hafði ríka hæfileika til að láta fólki líða vel í sinni návist. Tilkoma dótturdóttur hennar var að sjálfsögðu einn af stærri sólargeislunum. Oft sagði hún mér frá nýjum uppátækjum og miklu æskufjöri nöfnu sinnar. Um leið og ég þakka Gyðu fyrir ómetanlegar samverustundir, send- um við fjölskyldan innilegar samúð- arkveðjur. Stefán Gunnarsson. Frá fjarlægu landi langar mig að minnast æskuvinkonu minnar Gyðu Ólafs, sem nú hefur kvatt þennan heim. Samkvæmt heimildum hitt- umst við fyrst þriggja ára gamlar, enda stutt á milli heimila okkar á Akranesi. Þarna var leikvöllurinn stór, allt Kirkjuhvolstúnið, Kampur- inn, túnið við Barnaskólann, sem var ísilagt á vetrum. Þar horfðum við vinkonur með aðdáun í fyrsta sinn á listdans á skautum, þegar Ólafur í Mýrarhúsum sýndi snilldar tilþrif. Ekki má gleyma fjörunni við Króka- lónið. Þar var m.a. öslað í sjónum, farið í parís og mörg hornsílin veidd. Í flæðarmálinu við Kampinn gnæfði kletturinn Grásteinn. Mörgum árum síðar gengum við stöllur um fjöruna, sem orðin var nær að engu og Grá- steinn aðeins svipur hjá sjón, enda horfðum við á með fullorðinsaugum. Heima hjá mér var hún kölluð Gyða litla til aðgreiningar frá Gyðu systur minni, sem var eldri að árum. Á góð- um stundum heima hjá henni, þegar Berti frændi hennar kom í heim- sókn, var ég kölluð frú Eðvaldína Briem, enda þeir bræður Óli og Berti afburðaskemmtilegir og stríðnir. Ef heimsóknir mínar dróg- ust á langinn og myrkrið skollið á, var gott fyrir litla myrkfælna stelpu að finna traustu höndina hans Óla taka í sína og fylgja sér heim. Af og til lögðum við land undir fót til fund- ar við ömmu hennar og afa í Hraun- gerði, að ógleymdum ferðum okkar til Bjarna bókbindara við Vesturgöt- una. Ef til vill má segja að þar hafi orðið til fyrsti vísir að leikskóla fyrir börn, þar sem búnar voru til bækur í stórum stíl, ásamt því að vera önnur helsta ljósmyndastofa bæjarins. Oft hef ég undrast þolinmæði þess merkismanns, sem þrátt fyrir sína miklu fötlun tók okkur ávallt opnum örmum. Merkisatburður gerðist eitt sinn, sem Gyða minntist oft á, en það var þegar hún kom með dúkkurnar sínar á Kirkjuhvol og húsbóndinn á heimilinu gaf þeim nafn við hátíð- lega athöfn í stofunni. Margs er að minnast frá ljúfum bernskuárum, þótt nú sé aðeins stiklað á stóru. Saman gengum við vinkonur menntaveginn. Fyrst í tímakennslu hjá Jónínu, í Barnaskólanum hjá Sigríði Elís og þannig fetuðum við veginn fram á við. Það var samstæð- ur og góður hópur sem útskrifaðist frá Gagnfræðaskóla Akraness árið 1963. Að afloknu námi skildi leiðir. Við tók daglegt amstur, þar sem skiptast á skin og skúrir. Þó vissum við alltaf hver af annarri. Síðustu ár- in var ljúft að rifja upp bernskuna, sem átti stórt rúm í hjörtum okkar. Kæri Halldór, Guðrún, Nanna, Nanna eldri, Hörður og fjölskyldan öll. Ég bið algóðan Guð að styðja ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Guð geymi þig, elsku vinkona mín. Megir þú ganga á ljóssins vegum. Edda S. Jónsdóttir. Með sorg í huga fylgi ég öðlings- konu til grafar í dag, Gyðu Ólafs- dóttur. Gyða var móðir æskuvinkonu minnar Guðrúnar Pétursdóttur. Ég kynntist Gyðu ung að árum er ég byrjaði að venja komur mínar inn á heimili hennar í Hraunbænum. Þær heimsóknir urðu æði margar. Má segja að ég hafi verið eins konar heimalningur þar um árabil. Þar sem fjölskylda mín flutti úr hverfinu áður en ég kláraði skyldunámið varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að vera ávallt velkomin á heimili Gyðu. Þá fyrst á meðan hún og Pétur, faðir Guðrúnar og Nönnu, héldu heimili saman og síðar er hún hóf sambúð með Halldóri Kjartanssyni. Gyða og Dóri voru afskaplega samrýnd. Þau voru mikil náttúrubörn, unnu saman hjá Úlfari Jacobssyni í fjallaferðum og ferðuðust víða bæði innan lands og utan. Þau voru ófá skiptin sem við Gudda, Begga og Nanna systir Guddu sátum í stofunni í Hraun- bænum með þeim hjónum og horfð- um á „slides“-myndasýningu frá ferðum þeirra. Þau voru einnig mörg matarboðin, ferðalögin í Brekkuskóg og svo mætti lengi telja. Gyða og Dóri voru fyrst og síð- ast miklir félagar okkar og mátti varla sjá aldursmun er við komum öll saman. Það var auðvelt og um- fram allt skemmtilegt að ræða við Gyðu um hin ýmsu mál er brunnu á okkur unglingunum á þessum árum. Hún var laus við alla fordóma, hafði ákveðnar skoðanir en umfram allt leyfði hún okkur að hafa skoðanir líka. Árin liðu og samskiptin urðu stop- ulli eins og gengur í hröðu samfélagi þar sem ekki vinnst tími til neins. Ég hitti þó gjarnan á Gyðu í verslun Pennans í Hallarmúla þar sem hún átti farsælt starf frá því ég man eftir henni þar til hún lét af störfum nú í vor. Umræðuefnið var gjarnan litla barnabarnið og nafnan hennar, Gyða, sem var stolt ömmu sinnar. Í hvert skipti var talað um að það yrði nú gaman að hittast fljótlega í Fells- múlanum. Sá fundur verður víst síð- ar á öðrum stað. Það er margs að minnast . Ég á eftir að fyllast lotningu er ég sest niður, set geisladiskinn í spil- arann, vel lagið: „The Rose“ með Janis Joplin, sem okkur var sérlega kært, og minnist Gyðu minnar. Elsku Dóri, Guðrún og Nanna. Ég sendi ykkur og öðrum ástvinum Gyðu mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Um leið og ég þakka samfylgdina óska ég þess að hin fagra minning um mæta „Rós“ lifi um ókomna tíð. Ásta Hrönn Stefánsdóttir. Í dag þegar við kveðjum Gyðu Ólafsdóttur vinkonu okkar er hugur okkar fullur sorgar og trega. Minn- ingarnar hrannast upp. Okkur finnst svo stutt síðan við vorum ung og hress. Vesturvallagatan var mið- punktur tilverunnar. Þar vorum við leigjendur en Gyða var húsmóðirin. Eins og ungu fólki er tamt fannst okkur lífið án takmarkana, framtíðin björt og vandamálin nánast ekki til. Við skemmtum okkur og nutum lífs- ins. Smám saman skildi leiðir hver fór að búa í sínum ranni og baslið tók við. Heimsóknir urðu strjálli þótt vin- kapur héldist. Glaðvært bros og kómískar athugasemdir hrutu af vörum þegar við hittumst, síðan fór hver til sinna verka. Skyndilega er eins og við séum vaktir af doða hversdagsins. Daníel Lárusson kvaddi fyrir mánuði og nú Gyða Ólafsdóttir. Eins og alltaf þeg- ar fráfall ber að hugsum við um það sem við hefðum átt að gera en gerð- um ekki. Af hverju komum við ekki oftar saman, ræktuðum vináttuna, studdum hvert annað í dagsins amstri? Eru verkefni hvers dags svo merkilegt að vinirnir gleymast? Sennilega er það rétt að lífið er í dag eins og haft var eftir ágætri konu í blaðaviðtali um síðustu helgi. Eins og að framan greinir söknum við Gyðu. Við finnum til með hennar nánustu og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Megi Guð veita þeim styrk í þeirra miklu sorg. Einar Einarsson, Sigurður Georgsson, Sigurður P. Guðnason. Eitt það eftirminnilegasta á löngum starfsferli hjá Pennanum eru samskiptin við Gyðu Ólafsdótt- ur. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra vinnufélaga hennar þegar ég segi að það var ómetanlegt að fá að njóta vináttu hennar og stuðn- ings. Gyða var ekki ein af þeim sem kom sér áfram í lífinu með yfirgangi. Hún var þessi klettur sem aldrei haggaðist. Kímnigáfa hennar var óbrigðul og fljótlega eftir að við kynntumst voru ýmsir hlutir í daglega lífinu sem við „urðum að segja hinu frá“ næst þeg- ar við hittumst. Enn í dag og um ókomna tíð mun ég iðulega hugsa með mér „þetta verð ég að muna eftir að segja Gyðu“, en það verður að bíða betri tíma. Við sem áttum því láni að fagna að eiga samleið með Gyðu hér í Penn- anum árum og áratugum saman sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi hún lifa í huga okkar og hjarta um ókomna tíð. Ólafur Sveinsson. GYÐA ÓLAFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.